Pilsfaldakapitalismi grasserar eins og veira

Nú þegar mesta móðursýkin er gengin yfir er fullt tilefni til að staldra við og endurhugsa fljótfærnisleg viðbrögð stjórnmálamanna til að bregðast við hugsanlegri kreppu. Og jafnvel að endurskilgreina hugtakið kreppa. Því það getur svo sannarlega kreppt að án þess að þörf sé að nota kreppuhugtak hagfræðinnar yfir slíkt ástand. Hvort sífelldur hagvöxtur sé endilega af hinu góða er svo önnur umræða sem verður örugglega tekin síðar.

Ég sé ekki þörfina á að dæla öllum þessum peningum út úr ríkissjóði og Seðlabanka eins og ráðgert er. Hugsum útí hvað verið er að gera. Það er ekki verið að bregðast við afleiðingum heimsfaraldurs og brottfalli ferðamanna það er verið að bregðast við offjárfestingu heillar atvinnugreinar undanfarinna ára. Offjárfestingu og skuldsetningu sem var óraunhæf að mörgu leyti og beinlínis crimanal í tilfellum manna sem kusu að skuldsetja fyrirtæki sín í stað þess að leggja þeim til fé úr eigin vösum.  Þessu liði á nú að bjarga með fjáraustri úr sjóðum almennings sem enga ábyrgð ber á ruglinu. Þetta er það sem kallað hefur verið pilsfaldakapítalismi. Og þessi pilsfaldakapítalismi er miklu skæðari en nokkur corona veira.

Og þessi veira stökkbreytist svo sannarlega líka. Þegar það gerist verða til svokallaðir fjárfestar. Og þeir þrífast í skjóli ákveðinna stjórnmálaflokka sem mætti alveg kalla hýsla.  Því hvað sagði ekki Jón Ásgeir þegar hann var spurður um forsendur velgengni sinnar á árum áður. Hann sagði einfaldlega, "Fyrst eignast maður stjórnmálaflokk og síðan banka."  En hann gleymdi bara dómurunum. Það hefði verið betra að eiga nokkra dómara upp í erminni þegar Baugsmálaferlin stóðu yfir. Það hefði sparað tíma og peninga.  En seinni tíma fjárfestar hafa lært og þessi mistök Jóns Ásgeirs verða ekki endurtekin.

Á meðan seðlabankastjóri, sem einu sinni var ráðgjafi hjá glæpamönnunum í Gamma, er á fullu að eyða gjaldeyrisvaraforðanum í gagnslausa viðspyrnu við falli krónunnar, þá ætlar ríkisstjórnin og 60 Alþingismenn að afhenda SA fleiri hundruð milljarða , að eigin sögn til að koma í veg fyrir kreppu sem kemur sennilega aldrei! Samt eru auðrónar komnir í startholurnar að auðgast á þessum tímabundnu erfiðleikum. Gengið hefur gefið eftir um 20% og hrægammar hafa tekið sér skortstöður á markaði.  

Covid faraldurinn mun örugglega ganga yfir en við skulum hafa í huga að það voru ekki allir að róa í sömu átt. Við erum ekki öll saman í þessu!


mbl.is Fyrirtækjunum blæðir út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband