28.1.2014 | 17:07
Lögfræðingur, sjúkraliði og alki
28.1.2014 | 14:54
Dýr sjónvarpsviðtöl
Viðtölin, sem gæðingar fyrrverandi útvarpsstjóra, sitja einir að á RÚV eru með því mest misheppnaða sjónvarpsefni sem sést hefur á RÚV að frátöldum "skemmtiþætti" biskupssonarins um árið. Með einni undantekningu og það var viðtalið við Guðrúnu Johnsen í gærkvöldi. Þar sem ég hefi löngu gefist upp á þessu arfaslaka sjónvarpi sem okkur áskrifendum RÚV er boðið upp á, þá hefði ég líka misst af þessu stórgóða viðtali ef ekki hefði verið fyrir bloggfærslu Björns Vals um efni viðtalsins.
En það var einn stór galli á þessu viðtali og það var skorturinn á myndrænni framsetningu á þeim upplýsingum sem Guðrún byggði bók sína á. Þegar slíka myndræna framsetningu vantar þá er ekki verjandi að eyða dýrmætum útsendingartíma sjónvarps í efni sem miklu frekar ætti heima í hljóðvarpi eða bara á netinu.
Ég bind vonir við að nýr útvarpsstjóri taki til innanhúss á þessari geldu stofnun og bjóði upp á alvöru sjónvarp. Hann er brautryðjandi í að búa til gott leikhús og hann hefur örugglega betra auga fyrir því hvað er gott sjónvarp heldur en steintröllin sem nú ráða dagskrárgerð upp í Efstaleiti.
27.1.2014 | 18:03
33 milljarðar loðnu týndar í hafi
Að sögn Hafrannsóknastofnunar hélt eldri loðna sig einkum á norðurhluta rannsóknasvæðisins við Austur-Grænland og mældust rúm 600 þúsund tonn af kynþroska loðnu, eða tæpir 33 milljarðar fiska, sem gert sé ráð fyrir að hrygni á komandi vertíð. Miðað við forsendur um náttúruleg afföll og vöxt fram að hrygningu megi gera ráð fyrir að hrygningarstofn loðnu verði um 560 þúsund tonn á hrygningartíma verði ekkert veitt. Samkvæmt aflareglu sé gert ráð fyrir að skilja eftir 400 þúsund tonn til hrygningar.
Núna finnst engin loðna og kominn sá tími að hún ætti að vera gengin upp á landgrunnið fyrir austan. Sveinn Sveinbjörnsson hjá Hafró klórar sér í hausnum og skilur ekkert í þessari hegðun loðnunnar enda erfitt að týna 33 milljörðum fiska si sona. En á það að vera verkefni Hafró að telja fiska? Á verkefnið ekki frekar að vera rannsóknir á lífríkinu sem skýrt geta breytta hegðun hinna ýmsu fiskstofna.
Þessar stofnmælingar eru ekki absolute vísindi og það er kriminalt að búa til og beita einhverri veiðireglu sem byggir á jafn óvissum mælingum. Menn hafa einfaldlega ekki hugmynd um stærð fiskstofna. og það er engin vísindaleg aðferð til, til að mæla þá með einhverri nákvæmni. Bergmálsmælingar geta bara mælt stærð þeirrar torfu sem þéttir sig á svæðinu hverju sinni. Að krussa um stórt svæði og þykjast geta mælt einhverjar lóðningar er fjarstæða. Alveg eins líklegt er að verið sé að mæla sömu fiskana. Hættum þessu rugli og veiðum bara það sem við getum þegar við getum. Náttúran sér sjálf um afföllin. Það er óþarfi að við séum að geyma fisk í sjónum fyrir fugl og hval og makríl þegar afkoma þjóðarinnar er í veði. Hef sagt það áður og endurtek enn og aftur, að veiðar geta aldrei gengið af stofnum dauðum. Þær eru löngu óarðbærar áður en slíkt gerist. Enda er hlutfall veiða af afföllum fiskstofna undir 10% miðað við heimsafla. 90% verða efri lögum fæðukeðjunnar að bráð.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2014 | 16:28
Lánshæfismat
![]() |
Breyta horfum á lánshæfi Kópavogs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2014 | 14:45
Grafið undan feðraveldinu
Feðraorlof er ein lymskufyllsta atlaga að feðraveldinu sem gerð hefur verið á þessari öld. Að borga fullfrískum körlum stórfé fyrir að hanga heima hefur ekkert með velferð hvítvoðunga að gera eða tengsl feðra við börnin sín. Þarna er eingöngu verið að ráðast að hefðbundinni verkaskiptingu kynjanna með það að markmiði að veikja stöðu karla. Þessi kynjabarátta sem háð er undir merkjum feminisma er mannfjandsamleg. Öll aðstoð hins opinbera til að "rétta" hlut kvenna hefur bitnað á fjölskylduforminu. Þetta svokallaða frelsi kvenna hefur ekki leitt neitt gott af sér. Enda stórt skarð ófyllt þegar konur afneituðu móðurhlutverkinu og kröfðust jafnréttis á vinnumarkaði. Feðraorlof bætir aldrei sektarkennd kvenna. Ekki frekar en skaðabætur til þolenda ofbeldis og óréttlætis.
Við erum löngu komin útaf sporinu með þetta þjóðfélag okkar. Það er svo margt að. Hvernig væri að huga að undirstöðunum sem eru fjölskyldan. Hættum að ráðskast með þessar undirstöður. Hættum þessari eftirsókn eftir vindi. Hættum þessum millifærslum á skattfé. Finnum aftur jafnvægið í tilverunni.
6.1.2014 | 18:47
Hjálmar
Ómar Ragnarsson yrkir vísur til Hjálmars Dómkirkjuprests og hjá mér fæðist vísa:
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 27.12.2013 kl. 00:48
----------------------------------------------------------------------------
Sigurður Sigurðsson bloggar af sama tilefni
Ef að kastast blóð í kekki
hjá klerki sem er Guði trúr
Hann treystir bara en tekur ekki
tvisvar sinnum tappann úr.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 6.1.2014 kl. 19:20
Viðkvæði | Breytt s.d. kl. 19:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Klerknum sýnir kærleikshót
kostum segir hlaðinn
ef meiri íhalds meina bót
mætt'ann fá í staðinn