Lánshæfismat

Nýlegar samþykktir bæjarstjórnar Kópavogs virðast ætla að hafa miklar afleiðingar úti í þjóðfélaginu. Fyrst og fremst pólitískar en nú hafa viðskiptaöflin lagst á sveif með minnihlutanum sem myndaðist við svik Gunnars Birgissonar.  En tekur einhver mark á skammstöfunum?  Hvað er þetta ifs?  Og Reitun sem er dótturfyrirtæki ifs.  Hefur einhver heyrt minnst á þetta lánshæfismatsfyrirtæki áður?  Fasteignamarkaðurinn er í höndum bófa og ræningja á Íslandi.  Og þegar sveitarfélag ræðst gegn þessari mafíustjórn þá verður allt vitlaust.  Í stað þess að ganga af göflunum ættu menn að gleðjast yfir því að eitt sveitarfélag ætlar að taka hagsmuni íbúanna framyfir hagsmuni ræningjanna.  Framtak Bæjarstjórnar Kópavogs mun geta haft áhrif til lækkunar á húsaleiguokri fasteignafélaga og ef önnur sveitarfélög fylgja í kjölfarið þá sjáum við fram á nýtt framfaraskeið í húsnæðismálum landsmanna.  Það var löngu tímabært að félagsvæða hluta húsnæðismarkaðarins eins og verið er að gera í Kópavogi.  Húsnæðismál eru mannréttindamál og á að skoða með þeim mælikvarða.  Hér er ekki hægt að beita einföldum debet og credit rökum.  Til lengri tíma má færa rök fyrir því að þeim fjármunum sem varið er til húsnæðismála í dag skili sér margfalt í bæjarsjóð með lægri framlögum í allskonar framfærslustyrki og eins má ætla að með þessu verði aftur gott að búa í Kópavogi.  Þess vegna ætla ég að hækka lánshæfismat Kópavogs úr B+ í A+
mbl.is Breyta horfum á lánshæfi Kópavogs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband