Mbl.is falsar fréttir og Björn brjálast

RUV flutti 2 fréttir af viðskiptum Bjarna Benediktssonar við Glitni annarsvegar og viðskiptafélaga sína í Falsson & Co, hins vegar. Mbl.is segir í viðhengdri frétt aðeins frá fréttinni um samskiptin við Glitni og sem áður hafði birst í umfjöllun Stundarinnar. Lítið nýtt þar.

En hin fréttin er alvöru frétt og fjallar um aflandsfélagið Falson & Co, sem Bjarni átti þriðjungshlut í og upp komst í Panama lekanum fræga. Þá laug Bjarni blákalt að engin viðskipti hefðu átt sér stað í gegnum Falson & Co nema eitt verkefni sem hefði farið út um þúfur og hann í raun hefði tapað á Félaginu og svo klykkti hann út með að félagið hefði ekkert verið falið í skattaskjóli heldur verið komið fyrir í Lúxemborg og þetta með Panama hefði bara verið klúður bankans sem hann bæri enga ábyrgð á. Í frétt RUV er málið allt öðru vísi vaxið og sannar að allt sem Bjarni sagði okkur í fyrra um aðkomu sína að aflandseyjafélaginu Falson & Co var lygi. Haugalygi!

Þegar Bjarni skýrði hlutdeild sína í viðskiptum Falson & Co. vegna umfjöllunar um Panamaskjölin, sagði hann félagið hafa verið notað til fasteignakaupa í Dubai. Það var árið 2005. Í þessum tölvupóstsamskiptum kemur hins vegar fram að félagarnir stefndu að því að nota Falson & Co. til að fjárfesta í fleiri fasteignaverkefnum nokkrum árum síðar. Bjarni fór sjálfur til Miami þar sem hann skoðaði fasteignir sem hann stakk upp á að þeir þrír myndu fjárfesta saman í, í gegnum Falson.

„Er í Nicaragua á vegum þingsins. Stoppaði á Miami um síðust helgi á leiðinni niðureftir. Fékk kynningu á mjög spennandi díl. Spurning hvort við eigum að skoða hann saman í Falson. Þetta er á algjörlega brjáluðum stað neðst á South Beach,“ skrifar Bjarni í tölvupósti til félaga sinna í janúar 2008 þar sem hann leggur viðskiptin til. Í öðrum tölvupósti leggur Ægir Birgisson til að þeir félagar noti fjármuni sem fengust út úr viðskiptunum í Dúbai til að fjármagna viðskiptin í Miami. Samskipti Bjarna við þá sem selja þeim félögum íbúðina í Miami og sjá um vinnu við íbúðina fara í gegnum netfang hans hjá Alþingi en samskiptin við viðskiptafélagana í gegnum netfang hans hjá BNT hf.

Gögnin varpa líka ljósi á aðdraganda viðskipta Bjarna og félaga hans í Dúbaí. Þau benda til þess að Ægir Birgisson hafi haft veg og vanda að skipulagningu þeirra viðskipta. Í samskiptum hans við Brand Thor Ludwig, sem hélt utan um fjárfestinguna fyrir þá og stofnun Falson & Co., kemur skýrt fram að vilji er til að stofna félag á Seychelleeyjum.

„Gerum þetta líklega í Seychelles félagi - við verður 3 sem munum eiga það til jafns - fínt að láta Lais Lux sjá um þetta,“ segir Ægir við Brand. Brandur biður Ægi í kjölfarið að láta viðskiptafélagana velja sér nafn á félagið af lista Mossack Fonseca, panamísku lögmannsstofunnar sem stofnaði félagið.

„Nafnalisti yfir SEY félög.  Sendið mér tillögu að 2 nöfnum – forgangsraðað,“ segir í tölvupóstinum. Athygli vekur að Brandur beinir því til þeirra allra þriggja að fara yfir listann yfir nöfn Seychelleyjafélaga en ekki bara til Ægis. Bjarni hefur borið því við allt frá uppljóstrun Panamaskjalanna að hann hafi staðið í þeirri trú að félagið hafi verið skráð í Lúxemborg. Hvergi er að finna í gögnunum að það hafi verið til umræðu að stofna félagið þar.

Svona var frétt RUV og þetta er stórfrétt.  Af hverju segir mbl.is ekki frá þessari frétt?  Að þegja er að blekkja og tilraun til að láta eins og atvikið hafi ekki gerst.  Með öðrum orðum þá er þetta þöggun af hálfu mbl.is

Ef Björn Bjarnason hefði verið heiðarlegur þá hefði hann staðnæmst við seinni fréttina og getað hugsað með sjálfum sér. HU þetta hefur ekki komið í ljós áður. Nú þarf að láta fjölmiðla njóta sannmælis en ekki ráðast gegn þeim. Ef Björn væri heiðarlegur hefði hann ekki ausið úr skálum reiðinnar yfir fréttastofu RUV eins og hann gerði í morgun og lesa má hér.  Trúverðugleiki mbl.is og Björns Bjarnasonar hefur minnkað og nálgast alkul.

Bjarni Benediktsson er bara ómerkilegur lygahrappur sem í skjóli stöðu sinnar, hagnaðist á viðskiptum við glæpabanka sem var stjórnað af engum öðrum en höfuðóvini Sjálfstæðisflokksins til langs tíma, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni.  Þótt Bjarni reyni að telja þjóðinni trú um að staða hans sem alþingismanns hafi engu skipt þá var alla vega Jón Ásgeir ekki sammála því mati.  Stóra plan Baugsmannsins Jóns Ásgeirs var nefnilega að flækja þingmenn, fjölmiðlamenn og bankamenn í einhverja orgíu svo hann hefði tryggingu fyrir að sleppa sjálfur þegar ránið væri fullframið. Þetta gekk fullkomlega eftir.  Þetta er Jón Sullenberger margbúinn að bera vitni um en enginn hlustar.  En Bjarni Ben er ekki búinn að bíta úr nálinni með þetta mál. Varla þorir hann að biðja sýslumann að setja lögbann á fréttastofu RUV líka?  Björn Bjarnason vill það en þorir Bjarni? Það kemur í ljós og fjölmiðlamenn eins og Helgi Seljan eru skíthræddir um stöðu sína þessa daga.


mbl.is Gefur nákvæma mynd af samskiptum við Glitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjarni Vafningur og Glitnisglæpabankablús

Eftir áratuga þögn
einhver vill loks vitna
í pósti blaði berast gögn
sem Bjarna láta svitna.

Engu ljósi varpað á
Vafningsfléttu snjalla
eftir lögbann ekki má
um það Stundin fjalla


Meðaltal er villutal

954664Í launatöxtum er ekkert til sem heitir meðallaun. Þess vegna er mjög villandi að nota þessa tölu og láta í það skína að hér hafi það allir bara helvíti gott. Það er greinilegt að ráðherrann trúir þessu sjálf. Annars myndi hún ekki slengja á borðið fullyrðingunni um að hér sé jöfnuður hvergi meiri og launa og eignamunur minnstur. Ég er enginn Stefán Ólafsson, en hann er sá sem harðast hefur gengið fram í að leiðrétta þetta bull.  Ráðherranum er bent á að kynna sér staðreyndir áður en hún tekur undir lygaáróður Hannesar Hólmsteins. Það skiptir máli að fara ekki með fleipur.

Hún ætti líka að beita eigin hyggjuviti þegar hún rýnir í tölur Hagstofunnar og spyrja sig, ef meðallaun eru þetta há og lægstu laun þetta lág, eru þá ekki hæstu launin alltof há?  Og er þá ekki sjálfsagt að þeir sem eru á þessum ofurlaunum leggi meira til samneyslunnar en þeir á lægstu launum og millilaunum?  Mitt svar er já auðvitað á að nota skattkerfið til jöfnunar. Og þegar bilið er svona breytt á að fjölga hér skattþrepum en ekki fækka þeim.  Þetta er réttlætismál og í þágu fjöldans.

Hvers vegna skammast ríkt fólk sín svona mikið á Íslandi fyrir ríkidæmið að það leggur allt í sölurnar til að komast undan skattlagningu. Hversu margir tugir milljarða eru ennþá faldir í skattaskjólum? Og hversu margir stóreignamenn eru í dag að svíkja undan skatti með útleigu á húsnæði í airbnb?  Það er ekki eins og hinir efnameiri hafi ekki efni á að greiða skatta.  Nei þeir skammast sín fyrir að almenningur sjái í álagningarskrám hversu ógeðslega ríkt sumt fólk hefur orðið í skjóli spillingarflokkanna Sjálfstæðis og Framsóknar. Meira að segja forsætisráðherrann hefur skotið sínum eignum undan. Hann er í hagsmunaskráningu Alþingismanna eignalaus aumingi, alveg eins og ráðherrann Þórdís Kolbrún þegar hún settist á þing.  Nú er ráðherrann með tvöföld meðallaun og tímir ekki að borga skatta. Það er skömm af þessum ráðherra og hennar málflutningi

 

Svo legg ég til að sjálfgræðisflokknum verði rústað í næstu kosningum.


mbl.is Skattbyrði millistéttar lækkað verulega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stefnir í félagshyggjustjórn

Ef kosningarnar fara á líkan hátt og könnunin gefur til kynna þá stefnir hér í félagshyggjustjórn þriggja til fjögurra flokka strax eftir kosningar. VG, Samfylking, Viðreisn og Píratar ættu öll að geta náð vel saman um stefnumál sín án mikilla fórna. Að reka flein milli Framsóknar og Miðflokks kæmi sér vel fyrir íslenska pólitík. Framsókn gefur sig út fyrir að vera núna vinstra megin við miðju á meðan Miðflokkurinn sem populistaflokkur sækir sér stuðning til heimska hægrisins. Framsókn mætti alveg eiga sitt sæti við borðið hjá Kötu og Loga. Alla vega væri fengur fyrir þjóðina að hafa Lilju Alfreðs með í ráðum.

Persónulega hef ég engar væntingar.  Mun samt mæta og kjósa og halda áfram mínu pólitíska ranti hér á þessum stað eftir því sem vindar blása og tilefni gefst til.  Fari svo illa að sjálfgræðisflokkurinn myndi hér stjórn eftir kosningar þá munu tilefni bloggskrifa verða ærin.  Ekki hörgull á heimatilbúnum skandölum og hneykslismálum af því spillta liða öllu saman.  

En hér verður ekki efnt til Þóru-dags fyrr en sjálfstæðisflokkurinn er endanlega settur út í horn af heiðarlegu fólki. Nema við séum á sömu leið og íbúar Sódómu forðum.  Það kemur í ljós eftir 29. október.

Þangað til vona ég að sjálfstæðisflokkurinn verði lagður í einelti.


mbl.is Vinstri grænir lækka flugið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Teitur Björn vill líka vera Gosi

„Ég taldi að nefndin væri ekki komin á þann stað í sinni vinnu að geta lagt jafn viðamikið og flókið úrlausnarefni til grundvallar áframhaldandi vinnu án þess að fjalla um það efnislega eða rökstyðja með einhverjum hætti. Og kalla eftir því að til viðbótar við þá sérfræðinga sem störfuðu með nefndinn á sviði hagfræði, myndum við fá umfjöllun fræðimann aá sviði stjórnskipunarréttar til þess að kafa ofan í þennan þátt málsins. Þannig að ég hafna því algjörlega að málinu sé stillt þannig upp að búið hafi verið að afgreiða þetta mál með þessum hætti.,“ segir Teitur Björn Einarsson.

Dæmigerður orðhengilsháttur með dashi af úrúrsnúningum, rangfærslum og hálfsannleik a la sjálfstæðisflokkurinn, til að fela raunveruleg markmið þessa ómerkilega sérhagsmunagæslufulltrúa kvótagreifanna í nefndinni. Það er rétt hjá Þorsteini Pálssyni, að það þýðir ekkert að vera með svona mann í nefnd sem á að skila einhverri sátt. Teitur Björn mun aldrei samþykkja, að skerða afnotarétt kvótagreifanna af sameiginlegri auðlind okkar allra. Það er dagskipun Þorsteins Más og honum hlýðir Teitur Björn og engum öðrum. Þegar hann sór þingeiðinn laug hann að þjóðinni.

Að svo sögðu legg ég til, að sjálfgræðisflokkurinn verði lagður í eyði.


Að efna til Þóru-dags

þóra arnórsÉg legg til að við tökum upp nýtt máltæki. Að efna til Þóru-dags.  Þetta gætum við sagt ef einhver sýnir ótímabær fagnaðarlæti eða fer fram úr sér.
Dæmi: Einhver segir, "Bjarni Ben er búinn að vera. Sjálfstæðisflokkurinn á eftir að bíða afhroð í kosningunum".
Þá myndi ég svara, "Við skulum nú ekki efna til Þóru-dags fyrr en eftir kosningar".

Þetta máltæki myndi ríma vel saman við máltækið, að sýna af sér Þórðargleði. Þessi máltæki bæði eiga oft við um sama fólkið af sömu tilefnum.

Að því sögðu legg ég til, að Sjálfstæðisflokkurinn verði lagður í eyði.


Er Ari Trausti í röngum flokki?

Ég tók kosningaprófið á RUV og niðurstaðan kom á óvart.  Sá frambjóðandi sem var mér mest sammála reyndist vera fyrrum forsetaframbjóðandinn Ari Trausti Guðmundsson.  Okkar skoðanir samkvæmt þessu skoðanaprófi RUV sköruðust í 68% tilfella. Nú er Ari Trausti hinn mætasti maður eins og allir vita að öllu leyti nema því að hann hefur um árabil starfað með Vinstri Grænum.

Og þar sem ég samsama mig bara alls ekki við grunnstefnu VG eða þau lífsgildi sem þau trúa á, þá hlýtur Ari Trausti að vera í röngum flokki.

En bíðum við. Stefnur flokka eru eitt hvað þeir gera er allt annað. Nú hefur Katrín Jakobsdóttir birt sína skattastefnu sem andsvar við því ámæli að VG vilji bara mergsjúga alla skattastofna eftir kosningar.  Þetta vill Katrín gera:

Við getum aukið arðgreiðslur úr ríkisbönkum um tugi milljarða á komandi kjörtímabili og nýtt þær til að greiða niður skuldir svo nýta megi afgang ríkissjóðs í uppbygginguna.

Við getum aukið skattaeftirlit til að draga úr skattsvikum og skattaundanskotum sem áætlað er að nemi tugum milljarða á ári hverju.

Við getum hækkað afkomutengd veiðigjöld á útgerðina og tryggt tekjur fyrir afnot af öðrum auðlindum.

Við getum gert skattkerfið réttlátara með því að taka upp þrepaskiptan fjármagnstekjuskatt til að tryggja að þau sem lifa á fjármagnstekjum leggi sitt af mörkum eins og venjulegt launafólk.

Við getum tekið upp hóflegan auðlegðarskatt á hreina eign yfir 200 milljónum. Við getum tekið upp hóflegan hátekjuskatt á tekjur yfir 25 milljónir á ári.

Það er hægt að fjármagna þá nauðsynlegu uppbyggingu samfélagsins upp á 30-40 milljarða sem fólkið í landinu kallar eftir án þess að hækka skatta á almennt launafólk.”

Er eitthvað að þessum tillögum? Ég sé það ekki. VG boða engar skattahækkanir á almenning. Öfugt við Sjálfstæðisflokkinn sem hækkaði hér virðisaukaskattsprósentu á mat úr 7 í 12% árið2014, þegar Bjarni Benediktsson var fjármálaráðherra. Sú hækkun kom sér sérlega illa fyrir lágtekjufólk.  Skatta-Kata er bara engin skatta-Kata miðað við hlutfall skatta af ráðstöfunartekjum ríkisins undir stjórn Sjálfstæðisflokksins síðustu 4 ár.  Og enn átti að bæta í samanber síðasta fjárlagafrumvarp.

Það er sama hvað Sjálfstæðismenn segja. Þeirra málflutningur stangast á við staðreyndir. Í raun gátu þeir ekkert sjálfir.  Það var Sigmundur Davíð sem var primus motor í fyrri ríkisstjórn og sú síðari gekk bara á einum strokk og það var Þorsteinn Víglundsson.  Það litla sem sjálfstæðismenn afrekuðu var flest til óþurftar samanber Sigríði Andersen og Jón Gunnarsson.Svo ég tali ekki um ferðamálaráðherrann sem bara svaf á meðan erfðaprins Engeyjarmafíunnar spókaði sig á golfvöllum í Flórida. Var einhver ríkisstjórn í landinu frá júní til september?  Engar fréttir fara af því.


Dæmi um eðlilega einkaframkvæmd

Bygging og rekstur nýs þjóðarleikvangs fyrir íþróttaviðburði í Laugardalnum í Reykjavík er fullkomið einkavæðingarverkefni eins og einkavæðing á að vera. Full fjármögnuð framkvæmd án aðkomu ríkis eða borgar. Nú er tækifærið til að bæta fyrir klúðrið með Hörpuna. 

Hugmyndir forsætisráðherra eru illa ígrundaðar Hann er sennilega ennþá með hugann við lögbannið og klaufalegt svar sitt við spurningunni um hvort honum hafi verið kunnugt um, á undan öðrum, að til stæði að setja lögbann á fréttaflutning Stundarinnar upp úr Glitnisgögnunum. "Ég get ekki sagt það"  þýðir bara ósköp einfaldlega já, á mannamáli.


Stjórnarskráin er í herkví

Svo mitt svar viðspurningunni, Hvað á að gera við stjórnarskrána? er stutt og einfalt.  Við þurfum að frelsa hana úr höndum Alþingismanna. Ég vil að skipað verði nýtt Stjórnlagaráð og því falið að endurskoða Stjórnarskrána, sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sveik þjóðina um.  Alþingi mun aldrei koma sér saman um nauðsynlegar breytingar. Það er fullreynt.


mbl.is Hvað á að gera við stjórnarskrána?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útfærsla auðlindagjalds er dæmi um hagfræðileg mistök

Ég er að hlusta á umræður á Stöð 2 með frambjóðendum í Suðvesturkjördæmi. Spurt var út í innheimtu auðlindagjalds. Svörin voru fyrirsjáanleg. Allir þuldu þessir frambjóðendur sömu möntruna um stórkostlegan árangur af þessu fiskveiðikerfi sem þau bjuggu sjálf til og nauðsyn þess að þjóðin nyti í einhverju góðrar afkomu greinarinnar.  Enginn minntist á að kannski væri hægt að haga innheimtu þessarar auðlindarentu með öðrum og skilvirkari en jafnframt sanngjarnari hætti en nú er gert.  Þar er ég að tala um að taka upp staðgreiðslu auðlindagjalds sem innheimt yrði við sölu aflans.  Þetta er grundvallaratriði. Ekkert verið að flækja innheimtuna með flóknum reiknikúnstum. Allur afli á markað og allt upp á borðið. Þegar afli er seldur á markaði er einfalt að taka fyrst ákveðna prósentu af söluverði frá og eyrnamerkja þá upphæð auðlindasjóði. Þetta gæti numið 20% af brúttósöluverði afla. Misjafnt þó kannski eftir tegundum. Þegar þetta kerfi væri farið að virka myndi verðmyndun verða heilbrigðari. Framboð myndi aukast og allir myndu sætta sig við kerfið vegna þess að þetta væri í raun ekki skattur heldur afgjald.

Ég var einhvern tíma búinn að reikna þetta afgjald upp í 30 milljarða króna. Það er sennilega vanreiknað. Annað sem frambjóðendur þyrftu að velta fyrir sér er hvort ekki sé tími til kominn að nýta fiskveiðiauðlindina á sjálfbæran hátt. Í dag eru flestir stofnar vanveiddir. Mjög auðvelt er að auka veiðina og þar með verðmætið.  Öll viðbót við aflann sem í dag er bundinn í kvóta ætti skilyrðislaust að fara til brothættra byggða.  Ekki sem byggðaölmusukvóti heldur til nýliða sem vilja leggja sjómennsku fyrir sig án þess að gerast leiguliðar í kvótabraskkerfi skítalabba.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband