29.11.2013 | 23:36
Hvernig í ósköpunum komst þessi á þing?

Björt Ólafsdóttir á aðalfundi LÍÚ í haust
Björt frá Bjartri framtíð
Furðulegustu þingmannaræðu ársfundarins átti Björt Ólafsdóttir frá Bjartri framtíð sem einnig situr í atvinnuveganefnd. Svo virtist sem Björt hefði afar takmarkaða þekkingu á málefnum sjávarútvegs en hún biðlaði ítrekað til LÍÚ að starfa með þinginu. Þá varð henni tíðrætt um ímyndarsköpun útvegsmanna og hrósaði útvegsmönnum fyrir nýlega ráðningu á Karen Kjartansdóttur, fyrrverandi fréttakonu Stöðvar 2, í stöðu upplýsingafulltrúa. Hún hvatti útvegsmenn einnig til að reka ekki mál fyrir dómstólum vegna auðlegðarskatts. Enn fremur útskýrði Björt fyrir útgerðarmönnum að almenningur og leikmenn nenntu lítið að setja sig inn í málin og hefðu því bara frasa fjölmiðla til að miða við og oft væri nú kvartað yfir fjölmiðlum.
Ég hef verið að læra ýmislegt um þorskígildi og allar þessar vitleysur út um allt. Ég hvet ykkur til að koma ykkar sjónarmiðum á framfæri og ykkar flotta iðnaði og flottu vísindum sem á bak við hann er. Ég var ánægð að heyra, ég gat nú ekki verið hér í gær en ég heyrði í fréttum að sjávarútvegsráðherra sem er næstum því sveitungi minn líka. Hann talar um sátt og samvinnu í sjávarútvegi. Þetta höfum við og ég lagt mikla áherslu á. Það er mikilvægt að til þess að við séum ekki í bylgjum á fjögurra ára fresti að við gerum þetta í sátt og samvinnu við alla flokka. Þið vitið það manna best hvernig er að vera í óstöðugu umhverfi afhendingaröryggi og allt það, sagði þingkona Bjartrar framtíðar.
Þá talaði Björt um að ef það ætti að nást einhver lending til framtíðar yrði að semja þvert á alla. Ég hvet til þess að þið séuð leiðandi í þessu. Þið eruð komnir með flottan nýjan upplýsingafulltrúa hana Karen Kjartansdóttur og þið skuluð endilega nýta hana og allan ykkar mannafla til þess að vera jákvæð og flott út á við. Þá bætti Björt við að ekki hefði borið nægilega vel á því hjá útgerðarmönnum undanfarið. Þetta er bara hluti af ímyndunarsköpun sem mörg fyrirtæki gera vel. Þá ríður á að gera það jákvætt, sagði Björt og bætti við að hún væri hugsi vegna frétta af fundinum daginn áður. Það er nú oft kvartað yfir fréttum í því samhengi kannski. Það var eitthvað á þá leið að LÍÚ væri að skoða það af alvarleika að fara í málaferli við ríkið út af auðlindinni sem er gott og vel, gott og gilt. Fólk gerir það sem það vill í þessum efnum. Fyrir leikmanninn, fyrir almenning myndi ég halda að þetta væri fráhrindandi fréttir. Fólk sekkur sér ekkert mikið meira ofan í þetta en þennan frasa sem það heyrði í fréttum í gær.
Ég hvet ykkur til þess að út af því að þetta er svo ofboðslega mikilvægur iðnaður sem getur vaxið áfram og á að standa styrkum fótum.
http://skastrik.is/tolublad/utgerdin-getur-treyst-a-pal/thingmadur-liu/
29.11.2013 | 09:42
Brjáluð hugmynd raungerð
Þegar ákveðið var að halda áfram með byggingu Hörpunnar fannst mér nauðsynlegt að húsið yrði alhliða menningarsetur en ekki bara tónlistar og monthús. Í framhaldi af því viðraði ég þá hugmynd að Þjóðleikhúsið og Ríkisútvarpið gætu sem bezt sameinast og flutt starfssemina í Hörpu. Nú er verið að vinna að svipaðri hugmynd fyrir norðan heiðar. Um er að ræða samvinnu Hofs, Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og Leikfélags Akureyrar. Fyrst Norðanmenn sjá hagkvæmni í svona sameiningu með miklu minna og hagkvæmara menningarhús þá ætti að vera grundvöllur fyrir samskonar sameiningu hér fyrir sunnan þar sem við sitjum uppi með 4 óstarfhæfar rekstrareiningar þar sem Ríkið niðurgreiðir kostnað starfsseminnar. Sinfónían, Þjóðleikhúsið og Ríkisútvarpið eiga hvert í sínu lagi að sinna menningarmiðlun. En vandamálið er fámenni þjóðarinnar sem hefur ekki efni á allri þessari menningu EF hún verður rekin á sömu forsendum og hingað til. Og svo er hitt vandamálið að óábyrgir stjórnmálamenn byggðu 10x of stórt tónlistarhús sem við höfum ekki efni á að reka að óbreyttu. Þess vegna á að skoða hvort hugmyndin um sameiningu RÚV, Symfóníunnar og Þjóðleikhússins er nokkuð svo galin þegar allt kemur til alls. Yfirstjórnir þessara stofnana að viðbættri yfirstjórn Hörpunnar kosta hundrað milljónir á ári. Það held ég sé ekki ofmat. Með sameiningu er hægt að spara þar 50 milljónir. Með því að minnka RÚV báknið má örugglega koma þeirri starfssemi fyrir í Hörpunni og selja ferlíkið í Efstaleiti. Þar myndi sparast hundruð milljóna. Við það að flytja starfssemi Þjóðleikhússins niður í Hörpu myndi rekstrargrundvöllur Hörpunnar stórlagast og starfsaðstaða Þjóðleikhússins sömuleiðis. Greinileg samlegðaráhrif þar. Og það myndi örugglega ekki skorta kaupendur að Þjóðleikhúss húsinu á Hverfisgötunni. Ef þessi hugmynd yrði að veruleika myndi ég glaður endurskoða heit mitt um að stíga aldrei fæti inní Hörpuna.
28.11.2013 | 22:30
Fólkið í landinu móti dagskrárstefnu Ríkisútvarpsins
Það er vel til fundið hjá stjórn Ríkisútvarpsins ohf. að leita til almennings um tillögur að nýrri stefnumótun fyrir Ríkisútvarpið. Og rökrétt væri í framhaldinu að fá Guðrúnu Nordal til að taka að sér útvarpsstjóra starfið tímabundið eða til frambúðar. Að útvarpsstjóri leiði ekki slíkt starf er ekkert nema vantraust á Pál Magnússon og dulbúin uppsögn. En skilur hann skilaboðin? Það er ég ekki viss um.
En það eru fleiri sem hafa brugðist innan RÚV. Þessi hér til vinstri er gersamlega óhæfur sem dagskrárstjóri menningarsinnaðrar sjónvarpsstöðvar. Síðan hann tók við hefur dagskrá sjónvarpsins einkennst af íþróttum og amerískri lágmenningu í bland við aulahúmor og innanbúðar afþreyingu. það er enginn hljómgrunnur fyrir Gunnari á Völlum eða því sem nú er boðið uppá á laugardagskvöldum sem skemmtiefni! Dagskrárstjóri sem ber ábyrgð á svona dagskrá er ekki starfi sínu vaxinn. Það verður örugglega enginn skortur á ábendingum frá almenningi varðandi nýjar áherzlur í efnistökum hjá þessari umdeildu stofnun sem Ríkisútvarpið er orðið á vakt Páls Magnússonar. En fyrst af öllu þarf að breyta ímyndinni og endurheimta trúverðugleikann. Það gerist ekki nema Páll og dagskrárstjórarnir hans hætti störfum eða verði reknir.
![]() |
Stjórn RÚV móti sjálf dagskrástefnu til framtíðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.11.2013 | 20:21
Síðustu dagar Páls Magnússonar
Í Kastljóss-viðtali kvöldsins afhjúpaði Páll Magnússon hvern mann hann hefur að geyma. Enginn trúir að þessi maður hafi þá þekkingu og faglegu hæfni, sem við gerum til manns í hans stöðu. Og réttlætingarnar fyrir því hvernig hann sem stjórnandi RÚV, tók þær ákvarðanir sem hann tók varðandi niðurskurð og þar með hvað var skorið og hvað ekki, eru einskis virði. Páll skilur ekki gildi Rásar 1 í hugum landsmanna og hann ofmetur eða oftúlkar hlutverk RÚV sem íþróttarásar. Enda snérust uppsagnirnar ekki um að vernda kjarnahlutverk RÚV, heldur var verið að senda fjárveitingavaldinu skýr skilaboð. Það var sá undirtónn sem unnið var eftir innan yfirstjórnarinnar.
En Páll Magnússon gleymdi einu. Hann gleymdi að hann er ekki fulltrúi almennings. Við kusum hann aldrei til að eyðileggja RÚV. Við kusum hann ekki til að breyta Sjónvarpinu í íþróttarás. Og við munum ekki líða það að 1 forstjóri af 100 komi fram af svona hroka þegar alls staðar er verið að forgangsraða og skera niður.
Páll Magnússon verður að taka pokann sinn strax. Og hann á ekki að fá starfslokasamning. Það hlýtur að verða niðurstaða okkar, eigenda RÚV, eftir snautleg svör útvarpsstjóra í Kastljósi kvöldsins.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.11.2013 | 19:53
Aðför Páls Magnússonar að RÚV
Það kemur mér ekki á óvart hvernig Páll Magnússon bregst við minni tekjum hjá RÚV. Það var fyrirséð. Hitt veldur meiri furðu þetta upphlaup vinstri manna og skilningsleysi á nauðsynlegri uppstokkun innan þessarar steingeldu stofnunar sem Páll hefur rekið sem sitt prívat einkahlutafélag undanfarin 6 ár með tilheyrandi fríðindum og nepotisma í bland við Vestmannaeyskan hroka og boltaíþróttaaðdáun.
Það er morgunljóst að áherzlur Páls Magnússonar eiga mesta sök á slæmri fjárhagsstöðu Ríkisútvarpsins ohf. Hann hefur blygðunarlaust eflt íþróttadeild sjónvarpsins á kostnað almennrar dagskrárgerðar og fréttaþjónustu við almenning og kostnaður vegna sjónvarpsréttar frá undanförnum stórmótum er það sem fyrst og fremst bitnar á almennum rekstri. Af hverju bendir enginn á það? Og af hverju bendir enginn á nauðsyn þess að RÚV hætti með Rás 2? Hvað starfa margir skallapopparar hjá RÁS 2? Kannski 100 manns í allt með tæknimönnum og auglýsingasöluliði og vinum og vandamönnum. Ef Rás 2 er eins mikilvæg og margir segja þá getur hún væntanlega rekið sig sjálf á auglýsingatekjum og þarf ekki að vera baggi á almenningi! Af hverju fara menn ekki í skipulagsbreytingar áður en Páli er leyft að sveifla niðurskurðarhnífnum og fría sig ábyrgð. En það er það sem stjórnendur RÚV eru að gera. Þeir nota populisma af lægstu gerð til að afvegaleiða umræðuna.
Í nýjum þjónustusamningi á að gera Íþróttarásina að áskriftarsjónvarpi og einkavæða Rás 2. Með þessu tvennu er hægt að minnka umfang stofnunarinnar þannig að við höfum efni á að reka nútímalegan almenningsmiðil. Það þarf ekki að reka fólk, það þarf bara að breyta rekstrinum.
![]() |
Ekki verið að standa við hótanir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.11.2013 | 19:18
Sprengisveitin
Það var vel til fundið að koma ábyrgðinni af aðgerðum í Kolgrafarfirði yfir á ríkislögreglustjóra. Hann er hvort sem er óvinsælasti embættismaður landsins og þegar allt fer á versta veg eins og allt stefnir í, þá hafa raunverulega ábyrgir aðilar í stjórnkerfinu bjargað sér fyrir horn. Eins og alltaf mun enginn taka ábyrgð. Ekki Umhverfisstofnun. Ekki Vegagerðin. Ekki Hafrannsóknarstofnun. Og alls ekki ráðherrarnir.
En bæjarstjórnin í Grundarfirði! Þeir eiga sæti við borðið en ekki bændur við Kolgrafafjörð. Bjarni á Eiði vildi rjúfa þverunina en ekki bæjarstjórnin á Grundarfirði. Það var fyrirsjáanlegt að þeir myndu standa hatrammir gegn öllum hugmyndum um að rjúfa þverunina og þar með vegastæðið. Samt var það eiginlega það eina raunhæfa í stöðunni. Og hvað ætla menn að gera ef það tekst að smala síldinni út? Á þá að loka fyrir rennuna eða á bara að vakta fjörðinn? Og hvað ef sprengingarnar valda ófyrirséðum síldardauða þarna? Segja menn þá bara sorrý og yppta öxlum????
Verður morgundagurinn dagurinn þegar sprengisveitin útrýmdi íslenzku sumargotsíldinni eða verður eftir nægilegt magn til að byggja stofninn upp aftur?
Hvað ætla menn sér að gera í sambandi við síldargildruna í Kolgrafarfirði. Það er stóra spurningin sem ég vil fá svar við.
![]() |
Sprengja í Kolgrafafirði á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.11.2013 | 21:11
Svekktir Sjálfstæðismenn
![]() |
Sæmileg sátt ríki um skipulagið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.11.2013 | 20:56
Mjög misráðið og ekki til góðs
![]() |
Landspítalinn á facebook |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.11.2013 | 19:08
Vannýtt auðlind sem þarf að kvótasetja strax
Með sömu rökum og fiskurinn í sjónum er talin takmörkuð auðlind þá eru matfuglar loftsins, álftir, gæsir, svartfugl og lóur, auðlind sem hægt er að búa til verðmæti úr.
Samkvæmt frétt á ruv.is þá kvarta bændur sáran útaf ágangi álfta og gæsa en fá ekkert að gert vegna þess að fuglarnir njóta verndar og eru ekki eign neins, ekki einu sinni þjóðareign! Væri ekki frábært ef bændur fengju úthlutað álfta og gæsakvóta og gætu þannig bæði verndað heyfenginn og á sama tíma aukið kjötframleiðsluna. Álftakjöt er að sögn kunnugra, herramannsmatur og síst verra en góð lúðusteik.
26.11.2013 | 18:13
Strax búin að gera sig vanhæfa í málinu!
Hönnu Birnu er ekki lengur sætt í embætti Innanríkisráðherra. Í hverju málinu á fætur öðru gengur ráðherrann fram af algjöru virðingarleysi við lög og rétt og gerir sér enga grein fyrir stöðu sinni.
Sú málsmeðferð var að mínu mati hvorki sanngjörn né réttmæt og þess vegna er enn mikilvægara að á þessi stigi málsins verði tryggt að stjórnvöld svari framkomnum spurningum dómstólsins með faglegum hætti og að svörin verði hafin yfir allan slíkan vafa. Ráðuneytið mun nú fara í að undirbúa viðbrögðin og verður ráðgjafar leitað um næstu skref.
Þarna byrjar ráðherranna að lýsa persónulegri skoðun og síðan er klykkt út með nauðsyn faglegra vinnubragða, sem séu yfir vafa hafin! Hvernig má það verða eftir að ráðherrann hefur lýst yfir að málaferlin hafi verið ósanngjörn og óréttmæt ! Óréttmætt er það sem er rangt og með því að lýsa því yfir að Landsdómsmálið hafi verið óréttmætt er ráðherrann búinn að setja nýtt met í heimskulegum yfirlýsingum í embættisfærslu sinni. Á 6 mánuðum er hún búin að gera sig seka um valdníðslu í 3 málum og embættisafglöp í einu máli.
- Með því að beita sér fyrir endurupptöku málaferla vegna veglagningar um Teigsskóg
- Með því að hafna lögbanni á framkvæmdir vegna veglagningar um Gálgahraun
- Með því að leka gögnum í máli hælisleitanda
- Með því að lýsa yfir að réttarhöld yfir fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins hafi verið lögleysa
Ég held að flest okkar, sem ekki erum alin upp í rörsýn stjórnmálaflokkanna, sjáum vel þá annmarka, sem voru á Landsdómsréttarhöldunum. En að segja, að réttarhöldin hafi verið óréttmæt er fjarstæða. Réttarhöldin voru haldin samkvæmt sérstöku ákvæði í stjórnarskránni og fyllilega réttmæt sem slík. Hins vegar var málatilbúnaður saksóknara ámælisverður. Hún hirti ekki um að yfirheyra sakborninginn og hann fékk ekkert tækifæri til að lýsa sinni afstöðu. Það er líka punkturinn í kæru Geirs.
Invoking Article 6 §§ 1 and 3 (a) and (b) of the Convention, he also
complains about not having been given the opportunity to testify during the re-trial stage of the proceedings, either before the Parliamentary Review ommittee (PRC) or the prosecutor
En með yfirlýsingu sinni er Hanna Birna búin að taka pólitíska afstöðu og búin að fórna öllum trúverðugleika sem ráðherra. Ég krefst afsagnar hennar strax!
![]() |
Mál Geirs tekið fyrir hjá Mannréttindadómstól |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)