12.4.2014 | 00:07
Rangt hjá Vilhjálmi Bjarnasyni
Þeir sem voru stórtækastir við að ná til sín fjármunum Sparisjóðanna voru Existabræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundsssynir. Og þeir eru sko engir fjandans slátrarar heldur stórþjófar á alþjóðavísu. Enda annar þegar hlotið fangelsisdóm og hinn sjálfsagt jafn sekur þótt ekki hafi komist undir manna hendur ...enn.
En eftir því sem tíminn líður þeim mun ljósara verður að fjármálahrunið á Íslandi var þaulskipulögð flétta þar sem öllum brögðum var beitt til að stela öllu steini léttara úr öllum baukum á íslandi. Og enn eru menn að. Stjórnendur endurreistra fyrirtækja stíga aftur trylltan dans í boði lífeyrisfurstanna og stjórnmálamenn hafa ekkert lært og vilja ekki einu sinni ræða hvað fór úrskeiðis. 5 tímar til að ræða sparisjóðaskýrsluna er móðgun við þá sem greiða þessar 600 milljónir sem kostaði að setja hana saman.
11.4.2014 | 22:34
Skrefi nær samruna RÚV og Þjóðleikhússins
11.4.2014 | 14:21
Bókmenntasnobbið
Egill Helgason hefur haldið úti bókmenntaþætti á RÚV í 7 ár. Það sem hefur einkennt þessa umfjöllun Egils um bókmenntir er yfirborðsmennska fyrst og fremst sem helgast af ofvirkni íslenskra höfunda. Því við skrifum allt of mikið af lélegum bókum. Það er bara staðreynd.
Þess vegna er ekki hægt að fjalla um bókmenntir frá öllum hliðum og gera öllum jafn hátt undir höfði. En einhvern veginn hefur samt Agli tekizt þetta vandasama hlutverk án þess að virka tilgerðarlegur og snobbaður í umfjöllun sinni. Öðru máli gegnir um þau Kolbrúnu og Sigurð, sem hafa það hlutverk að auka perspektífið.
En nýjasta uppleggið, þessi kanóna er algert flopp. Þar skín snobbið í gegn og afhjúpar bókmenntainnrætingu elítunnar. Enda hefur Egill upplýst að ópersónugreinanlega tilnefningin hafi að mestu komið frá bókasafnsfræðingum. hmmmm....Og þessi dræma þátttaka gerir valið á höfundum og titlum ómarktækt.
Vinir og fjölskylda eins höfundar gætu hæglega hafa haft áhrif á niðurstöður eins og tildæmis tilnefning fjölmargra verka Svövu Jakobsdóttur! Þótt Svava sé góður rithöfundur þá efast ég um að hún standi þjóðinni jafn nærri eins og valið gefur til kynna. Og sú lævísi að setja Guðrúnu frá Lundi á topp 30 er ekkert nema snobb niður á við.
Ef það var meiningin að búa til lista yfir mest lesnu bækurnar þá er hægt að vinna hann upp úr útlánatölum bókasafna. En það segir ekkert um gæði verkanna.
Bókmenntakanóna á að spegla öndvegisverk öndvegishöfunda. En mig grunar að standardinn sé alltaf að lækka. Og það er dálítið útgefendum að kenna. Þeir eru ekki nógu vandlátir
11.4.2014 | 12:57
Af hverju er Hafró ekki sjálfbær?
Umræðan um fjárhagsvanda Hafrannsóknarstofnunar er bæði kostuleg og komísk. Ef vel væri að málum staðið og hægt væri að treysta faglegum vinnubrögðum þessarar mikilvægu stofnunar þá væru henni tryggðir nauðsynlegir tekjustofnar þannig að reksturinn væri sjálf bær og hægt væri að efla rannsóknarstarf til muna. Ekki veitir af. Þetta er auðvelt að gera með því að heimila skipum stofnunarinnar frjálsar veiðar til að standa undir rekstrinum.
En það þarf að byrja á að endurskilgreina hlutverk stofnunarinnar og færa stjórnunina frá hagsmunaaðilum og stjórnmálamönnum yfir til óháðra akademískra aðila. Núverandi fyrirkomulag er í einu orði sagt spillt! Hafrannsóknarstofnunin hefur um langt árabil verið misnotuð af stjórnmálamönnum og hagsmunaöflum í greininni til að falsa vísindalegar aðferðir í nafni sjálfbærni. Afleiðingin hefur verið röng veiðiráðgjöf sem hefur haft það að markmiði að viðhalda einokunarstöðu örfárra útvalinna kvótagreifa. Enda hafa þessir menn stjórnað stofnuninni undanfarin 20 ár í gegnum lepp sinn, Jóhann Sigurjónsson, "hvalasérfræðing"!!!
En til þess að breyta þessu og hámarka afrakstursgetu fiskstofnanna við Ísland þarf að brjóta á bak aftur spillt kerfi hagsmunaaðila og flokkakerfisins og þar stendur hnífurinn í kúnni. Stjórnmálamenn hafa nefnilega búið til kerfi sem tryggir þeim völd og það kerfi heitir fjárveitingavald Alþingis. Þar sitja fulltrúar allra flokka og véla um lífsafkomu allra landsmanna og vei þeim sem standa uppi í hárinu á kerfinu og fjárveitingavaldinu!
Afleiðingin er höft og einokun, skömmtun og kvótasetning alls konar takmarkaðra og ótakmarkaðra gæða.Og þeir sem vilja halda sinni vinnu gjöra svo vel og hafa sig hæga og rugga ekki bátnum. Þess vegna þorir enginn að mótmæla spillingunni þó hún blasi við öllum. Sjómenn létu örfáa stjórnmálamenn troða í gegn lögleiðingu kvótakerfis á öllum fisktegundum þvert á vísindalega nauðsyn og gegn almennri skynsemi sem varaði við skelfilegri sóun sem af þessu myndi hljótast. Á það var ekki hlustað og nú stöndum við frammi fyrir raunverulegum vanda vegna allt of mikillar friðunar smáfisks og fiskveiðistjórnunarkerfis sem stjórnar því hvað er hirt og hverju er hent.
En á þessa gagnrýni er ekki hlustað vegna þess að HAFRANNSÓKNARSTOFNUNIN GEFUR RANGRI VEIÐIRÁÐGJÖF VÍSINDALEGAN STIMPIL OG ÞAÐ ER ÞAÐ SEM GILDIR.
En vísindalega nálgunin er samt ekki meiri en það að aflareglan sem öll veiðiráðgjöfin byggir á er algert hugarfóstur sem engin vísindarannsókn styður. þessi aflaregla er svo arfavitlaus að það er ekki einu sinni hægt að sanna hana sem vitræna kenningu. Þetta er bara sett fram af reiknimeisturum Hafró sem aðferð til að úthluta kvóta. Manna sem þykjast geta talið fiskana í sjónum, þar sem byggt er á 2 leiðöngrum á ári! Vor og haustralli. 2 nokkurra vikna leiðangrar finnst þeim nóg til að reikna út allt sem máli skiptir til að veita "vísindalega" veiðiráðgjöf.
Þetta er svo arfavitlaust að ef þetta væri ekki grafalvarlegt þá myndi ég bara hlæja að þessu öllu saman og afgreiða það sem hvert annað rugl. Rugl sem pólitíkin og flokkakerfið bera ábyrgð á. Eins og Landeyjarhöfn. Eins og þverun Kolgrafarfjarðar og manngerðu síldargildruna þar. Eins og veiðigjaldaruglið og byggðakvótann.
En þetta er bara svo miklu stærra og varðar mannorð okkar sem fiskveiðiþjóðar að endurreisa hér virðingu haf og fiskirannsókna. Og meðan menn þrátta um sameiningu háskóla þá eigum við engan alvöru sjávarútvegsháskóla!!! Skítur það ekki skökku við?
Gerum Háskólann á Akureyri að Sjávarútvegsháskóla og færum Hafrannsóknarstofnun undir hann. Tökum kaleik veiðiráðgjafar frá vísindamönnum og afhendum hann aftur kjörnum fulltrúum sem eiga að bera ábyrgðina þegar illa tekst til eins og hefur gerst í núverandi kerfi. kerfi sem hefur grundvallast á reiknivillum en ekki vísindalegri niðurstöðu ítarlegra rannsókna.
![]() |
Aflaheimildir greiða kostnað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.4.2014 | 02:00
Fávitar á Alþingi
![]() |
Dragi úr notkun umbúða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.4.2014 | 01:41
Fávitar á Facebook
![]() |
Eik biður starfsmennina afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.4.2014 | 00:06
Jón Bjarnason í fréttunum
Jón Bjarnason öllum til ama
óverðugan öðlaðist frama
Nú lýgur því kalt
að frelsið sé falt
Og öllum er andskotans sama
(Líka Birni Val!)
Limrur | Breytt s.d. kl. 00:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.4.2014 | 23:51
Sigmundur Keisari
fljótt mynnir á málið með Geira
sem skorti formfestu
og frestaði flestu
Og fékk fyrir Landsdóm að heyra
Limrur | Breytt 10.4.2014 kl. 00:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2014 | 23:12
Forsendubresturinn síðari
stýrir syndagjöldum
og fremur öll sín fræknu verk
fyrir "opnum" tjöldum
Iðka' ei lengur lygimál
líkt og gerðist forðum
Er á skatta og skuldabál
skvett var tómum orðum
Því ríkisstjórnin ráða kann
ráðgjafa og bjána
en forsendurnar aldrei fann
fyrir lækkun lána
Við útkomunni enginn bjóst
öðru var hér lofað
Þótt vera ætti öllum ljóst
hvað yfir hefur vofað
Þeir sem eiga auð og völd
öllu vilja ráða
og afskrifa því álögð gjöld
aðeins fyrir fjáða
Tækifærisvísur | Breytt 10.4.2014 kl. 00:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2014 | 15:55
"Að fara á stofu"
fyrr en úti er árið
Og aftur geta fínar frúr
í Framsókn, litað hárið