Bókmenntasnobbið

Egill Helgason hefur haldið úti bókmenntaþætti á RÚV í 7 ár. Það sem hefur einkennt þessa umfjöllun Egils um bókmenntir er yfirborðsmennska fyrst og fremst sem helgast af ofvirkni íslenskra höfunda.  Því við skrifum allt of mikið af lélegum bókum.  Það er bara staðreynd.

Þess vegna er ekki hægt að fjalla um bókmenntir frá öllum hliðum og gera öllum jafn hátt undir höfði.  En einhvern veginn hefur samt Agli tekizt þetta vandasama hlutverk án þess að virka tilgerðarlegur og snobbaður í umfjöllun sinni.  Öðru máli gegnir um þau Kolbrúnu og Sigurð, sem hafa það hlutverk að auka perspektífið.

En nýjasta uppleggið, þessi kanóna er algert flopp.  Þar skín snobbið í gegn og afhjúpar bókmenntainnrætingu elítunnar.  Enda hefur Egill upplýst að ópersónugreinanlega tilnefningin hafi að mestu komið frá bókasafnsfræðingum.  hmmmm....Og þessi dræma þátttaka gerir valið á höfundum og titlum ómarktækt.

Vinir og fjölskylda eins höfundar gætu hæglega hafa haft áhrif á niðurstöður eins og tildæmis tilnefning fjölmargra verka Svövu Jakobsdóttur!  Þótt Svava sé góður rithöfundur þá efast ég um að hún standi þjóðinni jafn nærri eins og valið gefur til kynna.  Og sú lævísi að setja Guðrúnu frá Lundi á topp 30 er ekkert nema snobb niður á við.

Ef það var meiningin að búa til lista yfir mest lesnu bækurnar þá er hægt að vinna hann upp úr útlánatölum bókasafna.  En það segir ekkert um gæði verkanna. 

Bókmenntakanóna á að spegla öndvegisverk öndvegishöfunda. En mig grunar að standardinn sé alltaf að lækka. Og það er dálítið útgefendum að kenna.  Þeir eru ekki nógu vandlátir FootinMouth


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband