26.6.2015 | 00:21
Ef pólitík er skák
Ef pólitíkin er eins og að tefla skák þá er niðurstaða Rögnunefndarinnar bara biðleikur.
Enn er þrætuefnið óleyst. Hvar á miðstöð innanlandsflugsins að vera til frambúðar?
Þessa tillögu um flugvöll í Hvassahrauni tekur varla nokkur maður alvarlega, slík fjarstæða sem hún er. Eftir stendur sem áður þessir 2 kostir. A. Reykjavík-Vatnsmýri B. Keflavík-Miðnesheiði
Það er í raun sama hvað flugvallarvinir öskra mikið. Það virðist þverpólitísk sátt ríkja meðal allra borgarstjórnarflokka nema Framsóknar, að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýrinni á næstu árum. Og þá er bara kostur B. eftir. Og það er sá kostur sem alltaf hefur verið sá rökrétti í stöðunni. En einhverra hluta vegna hafa pólitíkusar heykst á að nefna hann af ótta við að styggja hagsmunaaðilana á flugvallarsvæðinu. Ekki bara Flugfélag íslands, heldur Gæsluna og sjúkraflugið og einkaflugið og Flugfélagið Erni svo nokkrir séu nefndir. En það er bara óhjákvæmilegt að einhverjir skaðist þegar stórar kerfisbreytingar eru gerðar. En þær verða ekki léttbærari þótt þeim sé frestað eins og þessi biðleikur Rögnunefndarinnar gerir. Menn geta svosem leikið sína biðleiki en skákin er töpuð. Innanlandsfluginu er best fyrir komið á sama stað og utanlandsfluginu. Það hljóta allir að sjá.
![]() |
Skýrsla Rögnunefndarinnar ekki lausnin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
25.6.2015 | 23:08
Eineltið gegn Vigdísi
Ég er svo sem ekkert saklaus af að hafa hent gaman að ummælum Vigdísar Hauksdóttur í gegnum tíðina. En alltaf var það græskulaust og án nokkurs illvilja. En síðan Vigdís öðlaðist völd og varð formaður fjárlaganefndar og annar aðalmaðurinn í hagræðingarnefndinni "illræmdu". þá tók ríkisfjölmiðillinn upp kerfisbundið einelti gegn Vigdísi sem aðrir úr liði stjórnarandstöðunnar fylktu sér um. Þetta einelti er hatursfullt og svo fullt af ofstæki að öllu sómakæru fólki hlýtur að blöskra.
Tökum sem dæmi kvöldfréttir RUV. Þar útskýrði Vigdís meðal annars á mannamáli hvers vegna túlkasjóður heyrnalausra væri tómur. En Vigdís er oft ónákvæm varðandi smáatriðin og varð það á að tala um laun túlka í staðinn fyrir gjaldskrá þjónustunnar sem RUV nýtti sér að sjálfsögðu til að koma höggi á Vigdísi eins og lesa má í nýrri frétt þar sem talað er við Valgerði Stefánsdóttur, forstöðumann Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra.
Og nú spara þeir ekki stóru orðin í fyrirsögninni!
Segir ummæli Vigdísar alröng
Hvorki meira né minna. Ég verð nú að segja að þessi þvæla sem höfð er eftir Valgerði í þessari frétt er óskiljanlegur útúrsnúningur. Það sem máli skiptir er að kostnaðurinn hækkaði um 45% og það er þess vegna sem heyrnalausir fá 45% minni þjónustu. Valgerður getur svo sem reynt að villa einhverjum sýn en mér þykir augljóst að þarna hafi Katrín verið að hækka gjaldskrána af greiðasemi við samflokkskonu sína, Svandísi Svavarsdóttur, sem svo skemmtilega vill til að er einmitt táknmálstúlkur! Og er beintengd inn í þessa stétt táknmálstúlka sem eru að nýta sér bágindi heyrnaskertra til að sjálfir að maka krókinn. Ekki veit ég hvernig þetta apparat virkar en ég held að þetta sé verra system heldur en ferðaþjónusta Strætó við fatlaða og er þá langt til jafnað. Kannski er Valgerður hrædd um að missa djobbið fyrst Vigdís er farin að tjá sig um stjórnleysið hjá forstöðukonu samskiptamiðstöðvarinnar.
En það gefur hvorki henni né fréttamanni RUV skotleyfi á kjörinn alþingismann sem er vakinn og sofinn í að vinna okkur öllum til gagns. Því það má Vigdís eiga að hún er með duglegri þingmönnum og lætur til sín taka. Þetta líkar ekki öllum og beita þess vegna skítaaðferðum til að reyna að gera hana áhrifalausa.
24.6.2015 | 15:29
Þreytandi þinglokaumfjöllun fjölmiðla
Þeir sem nenna að leggja á sig að horfa á beina útsendingu frá Alþingi vita að hin neikvæða mynd sem fjölmiðlar kjósa að sýna frá þessum vinnustað er stórlega ýkt. Kannski leiðist þingfréttafólki svona í vinnunni og vill komast sjálft í frí að það finnur ekkert annað til að segja frá en óvissu um þinglok.
Þetta er afar sérkennileg fréttamennska. Hvað sem líður dagskrá þingsins þá væntanlega stendur þinghald eins lengi og þurfa þykir hverju sinni. Og þingfréttamenn sem nenna ekki að fylgjast með starfi þingmanna ættu bara að kalla inn varamenn
![]() |
Samkomulag um þinglok ólíklegt í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.6.2015 | 14:50
Veiðigjaldavitleysan
Alveg er makalaust hversu alþingismenn eru fastir í þeim pytti sem svonefndir "auðlindahagfræðingar" drógu þá útí að undirlagi Steingríms J. og Indriða H. Þorlákssonar. Veiðigjaldaskattur í því formi sem hann er hugsaður gengur aldrei upp og getur aldrei verið grunnur að réttlátri og eðlilegri auðlindarentu. Enda er ráðherrann í stökustu vandræðum með þessa skattheimtu eins og þetta frumvarp sýnir. Hvernig í ósköpunum ætla menn að leggja á auðlindaskatt, sem byggir á afkomu síðasta fiskveiðaárs? Sjá menn ekki hversu rangt það er? Tökum sem dæmi makrílinn. Á síðasta ári var góð afkoma hjá þeim sem stunduðu makrílveiðar og nú vilja þingmenn nota þann hagnað sem þá varð til til þess að leggja á hækkaðan auðlindaskatt. Hætt er við að ekki sé innistæða fyrir þeim skatti hjá mörgum útgerðum í dag og hvar eiga menn þá að ná inn þeim tekjum til að standa undir þessari eftiráskattlagningu?
Er ekki nær að skattleggja veiðarnar strax og fiskurinn veiðist? Skylda útgerðir til að selja allan afla á markaði og taka sérstakt hráefnisgjald sem næmi 20% af brúttóaflaverðmæti sem þannig myndaðist og skila því til ríkissjóðs sem auðlindarentu.
Þetta er svo borðleggjandi að mér er fyrirmunað að skilja af hverju enginn nema ég bendi á þessa lausn á þessu eilífa þrætuepli. Allt þetta þref fram og til baka í alþingismönnum og atvinnuþrefurum er til þess eins að flækja málið og hindra að útgerðin greiði fyrir kvótann. Því þessi auðlindaskattur sem þeir hafa greitt eru sýndargjöld og langt frá nokkru sem eðlilegt getur talist. Og þetta gaspur Bjarna Ben um stofnun auðlindasjóðs er dæmigert fyrir pólitíska hugsun. Stofna sjóði sem pólitíkusar sjá um að varðveita er ekki hugsað til hagsbóta fyrir þjóðina heldur miklu fremur til að treysta fjórflokkinn í sessi. Alþingismenn vilja deila og drottna. Alveg eins og sést í fjárlagagerðinni.
Burt með slíka hugsun. Einföldum kerfið. Köllum hlutina réttum nöfnum og notum rétt hugtök sem allir skilja sama skilningi. Í þessum anda legg ég til að hráefnisgjaldið verði kallað skattur en ekki auðlindarenta og að við leggjum auðlindaumræðuna á ís þangað til búið er að skilgreina hverjar auðlindir íslands eru
![]() |
Veiðigjöld hækki í 9,6 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.6.2015 | 23:02
Bryndís bjargar sér fyrir horn
Mikið var í húfi fyrir alla aðila að samningar næðust í þessari deilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins. Ekki síst fyrir nýráðinn ríkisssáttasemjara sem líka er fyrrverandi starfsmannastjóri LHS. Til hamingju Bryndís
![]() |
Samningarnir undirritaðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.6.2015 | 21:16
"Lögfræðiálit" eins manns!
Sigurður Ingi skýlir sér bak við lögfræðálit setts umboðsmanns Alþingis þegar hann þykist nauðbeygður til að kvótasetja makrílinn. Það hentar honum og stærstu kvótahöfunum vel en gengur gegn almannahagsmunum. Gegn þessu lögfræðiáliti setts Umboðsmanns fullyrði ég að hægt er að fá fjölda álita frá miklu virtari fræðimönnum sem ganga gegn þessari niðurstöðu sem búin var til sem áfellisdómur yfir stjórnsýslu Jóns Bjarnasonar í ráðherrastóli fyrst og fremst. Við sem munum nokkur ár aftur í tímann öfugt við þingmenn, sjáum til hvers refirnir eru skornir í þessari viðleytni kvótahafa og handbenda þeirra í ríkisstjórn til að rammgirða kvótastýringu fiskveiða til allrar frambúðar.
Það er dapurlegt að vera vitni að því hvernig þingmenn og ráðherrar þessarar ríkisstjórnar beita sér grímulaust fyrir sérhagsmunum gegn almannahagsmunum. Hvernig ætla þessir menn að skrifa undir siðareglur Alþingismanna, sem haga sér með þessum hætti? Eða vita þeir sem er að þeirra þingsetu verður shjálfhætt eftir þetta kjörtímabil. Og þess vegna hamast Sigurður Ingi, Jón Gunnarsson, Illugi Gunnarsson og allar hinar strengjabrúðurnar sér við að koma sem stærstum hluta þjóðarkökunnar í hendur einkavinanna alveg eins og fyrir hrun.
Þingmenn sem samþykkja lög eins og þetta frumvarp um kvótasetningu makríls hafa ekki hundsvit á sjávarútvegi. Þeir vita ekki hvernig stórútgerðirnar höguðu sér við veiðarnar undanfarin ár. Þessir alþingismenn ættu að kanna hverjir skiluðu mestum verðmætum að landi per veitt kíló. Gæti verið að það hafi verið litlu bátarnir? Litlu bátarnir sem nú fá engan kvóta vegna þess að stóru útgerðirnar sem voru svo duglegar að búa sér til veiðireynslu og mokuðu tugum þúsunda tonna í bræðslurnar sínar fá núna 99% af kvótanum!
Þótt ég sé á móti kvótastýringu þegar tilgangurinn er ekki að vernda fiskstofna gegn ofveiði þá skil ég að eitthvað skikk þarf að vera á öllu. Til dæmis það að úthluta smábátum 10% af heildarkvóta og innan þess potts mætti hugsa sér aflahámark á báta. Eitthert magn sem útgerðir gætu treyst sér til að gera út á með hagnaði. Hvert það magn er veit ég ekki en að úthluta nokkrum tonnum á bát og banna svo framsal þess kvóta gengur ekki. það er ekki stjórnun það er aftaka.
![]() |
Makrílfrumvarpið aðeins til 1 árs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.6.2015 | 11:56
Um hvað sömdu læknar?
Hjúkrunarfræðingar eru sennilega vanmetnasta stétt landsins þegar kemur að launum og álagi í vinnu. Þess vegna er ekki skrýtið þótt þau beri sig saman við lækna í þessari launadeilu sem bitnar nú á sjúklingum og aðstandendum af vaxandi þunga. Ég stóð með læknum í þeirra baráttu og ég styð hjúkrunarfræðinga heilshugar. Þeir eiga ekki að sætta sig við miklu lakari kjör en læknar hafa. Og það á líka að gilda um aðra sérfræðinga sem starfa á sjúkrahúsunum. Miðið ykkar launakjör við læknana og krefjist síðan að framvegis verði gerðir vinnustaðasamningar á Landspítala Háskólasjúkrahúsi sem gildi fyrir allt heilbrigðisstarfsfólk á vegum ríkisins. Núverandi fyrirkomulag gengur ekki. Verkföll af þessu tagi eru ekki boðleg. Hvorki fyrir launafólk eða launagreiðandann.
En lög á vinnudeilur eru heldur ekki það sem neinn vill. Alþingi væri nær að endurskoða lög um stéttarfélög og vinnudeilur og koma kjaramálum í viðunandi farveg. Þetta leikrit sem sett er upp af fjölmiðlum í hvert skipti sem stefnir í átök á vinnumarkaði er orðið dálítið þreytt.
![]() |
Lög á verkfallið ekki útilokuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |