Plan B að takmarka fréttaflutning

Forseti Landsdóms er greinilega að ganga erinda þeirra Sjálfstæðismanna, sem barist hafa fyrir afturköllun ákærunnar á hendur Geir Haarde, með því að takmarka aðgengi að og fréttaflutning frá réttarhöldunum. Seinna munu þeir þræta fyrir að rétt sé eftir haft.  Þetta var allt fyrirsjáanlegt.  Gamla Ísland er enn á fullu í embættismannakerfinu. Núna er yfirheyrslum yfir Geir lokið og samkvæmt fréttum var rauði þráðurinn í vörn hans að hann vissi ekkert og treysti vondu bankagangsterunum. Sú vörn er ekki sæmandi forætisráðherra þjóðar.
mbl.is Yfirheyrslu yfir Geir lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Raunverulegt fylgi við stjórnmálaflokka

Flokkar nota skoðanakannanir til að hafa áhrif á fylgi. Þessvegna eru niðurstöður slíkra kannana markvisst falsaðar í því skyni að láta líta út fyrir að fylgið sé meira en það er.  Nýjasta könnun Gallup sýnir þetta ljóslega fyrir þá sem nenna að rýna í tölur.

Samkvæmt könnun Gallup var úrtakið 5378 einstaklingar en svarhlutfall 61.7%

Þar af leiðir þá voru svarendur 3318 en ekki 2419.  En í öllum fréttum er talan 2419 samt notuð með þeim rökum að þau 27.1 % sem neituðu að svara, skipti þar með ekki máli.  Þessu er ég ósammála. Þeir sem svara eru ákveðið mengi alveg eins og allir kjósendur á Íslandi eru ákveðið mengi.  Það að 27.1 % svarenda vildu ekki svara merkir að þeir eru ekki tilbúnir að gefa upp afstöðu miðað við þá kosti sem eru í boði. En þetta hlutfall verður að vera með til að fólk fái sem réttasta mynd af vilja úrtaksins.

Miðað við mínar forsendur og skilning, var útkoman þessi:

Auðir og ógildir              900     eða    27.10 %
Framsókn                      339     eða    10.22 %
Sjálfstæðisflokkur          798     eða     24.05 %
Samfylking                     387    eða     11.67 %
Vinstri Grænir                 242    eða      7.29 %
Hreyfingin                        48     eða      1.44 %
Samstaða                      363     eða    10.94 %
Björt Framtíð                  145     eða      4.37 %
önnur framboð                 97     eða      2.92 %

Og nú skulu menn spyrja sjálfa sig hvern er verið að blekkja.  

Og einnig má gagnrýna spurningarnar.  Því spurning nr. 3 er greinilega leiðandi


Spurt var:
1.  Ef kosið yrði til Alþingis í dag, hvaða flokk myndir þú kjósa?
2.  En hvaða flokkur yrði líklegast fyrir valinu?
3.  Hvort er líklegra að þú kysir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern hinna flokkanna?
4.  Styður þú ríkisstjórnina?


"Sælir eru hógværir"

Andskotinn á ennþá von
enn mun gaman kárna
ef Stefán Einar Stefánsson
styður Sigurð Árna

 

                                    "Sælir eru hógværir" Matt 5.1-12


Í tilefni biskupskjörs

 Nú er ljóst hverjir bítast um biskupsembættið í vor.  Í tilefni af því birti ég hér smá trúarlega hugleiðingu í bundnu máli

Svörtum biskup bolað var
burt í miðri messu
Andskotinn á ekkert svar
enn við tafli þessu

Miður fellur mér í geð
sú mynd sem upp er dregin,
að áfram troðist átta peð
og öll nú sömu megin.

Þeir sem vildu vera með
vissu öðrum fremur
að breyzt í biskup getur peð
í borð ef fyrst það kemur

En Þjóðinni er þvert um geð
að þola þessa byrði
Því alltaf verður peðið peð
og prestsverk lítils virði

Að leggja af hér Lúters sið
líkar betur flestum
Þá allavega fengjum frið
fyrir ríkisprestum


Fávitar á feisbók

Er nú ekki að verða komið gott af ekki fréttum af feisbókinni gott fólk?  Fréttirnar sem sorpmiðlarnir byggja innlitstölur sínar á eru að uppistöðu slúður, bull og vitleysa sem ekkert erindi á við almenning. Ég hélt að allir vissu að vigt er ekki sama og vigt. Eldhúsvigtin mín sýnir sjaldan sömu þyngd þótt ég margvigti sama magn. En tölvuvogir í nútímaafgreiðslukössum eru löggildar vigtar og það dettur engum kaupmanni að fikta við þær. Þetta hélt ég að væri common knowledge, en greinilega er heimskan meira vandamál en ég áttaði mig og kannski orðin smitfaraldur með tilkomu fésbókarinnar?

Ég legg til að menn loki aðgangi sínum á fésbókinni og snúi sér að einhverju uppbyggilegu í staðinn. Þessi hálfvitavæðing má ekki verða viðvarandi vandamál.


Var Gunnar Anderson leiddur í gildru?

Mikið finnst mér þetta mál gegn Gunnari Andersen, lykta af ofsóknum. Og ég trúi ekki að hann hafi gert sig sekan um þá yfirsjón sem honum er núna gefin að sök!! þetta er bara of heppilegt fyrir Aðalstein Leifsson og hina ræflana í stjórn FME, til að geta verið satt.  Mér er næst að halda að maðurinn úr bankanum hafi verið sendur með pakkann til Gunnars og það notað sem tylliástæða til ákæru.  Núna þarf að reka stjórn FME og fá erlenda aðila til að stýra þessari stofnun. Bæði stjórn og forstjóra.  Það er enginn hér á landi óhlutdrægur eftir þetta.  Enginn lögfræðingur, enginn stjórnmálamaður, enginn landsmaður. Fáum eftirlitsdómstól EES til að skipa okkur umsjónarmenn með uppgjörinu.  Það er eina leiðin.

Ásta Ragnheiður verður að víkja

Nú er mælirinn endanlega fullur.  Flestir vaxa af störfum sínum en Ásta bara minnkar og minnkar....

asta.jpg asta_1138287.jpgasta_1138286.jpg


Lögfræðingur sem tjáir sig um réttlæti

Bjarni Benediktsson ætti að vita manna best að réttlæti eins er ranglæti annars. Réttlæti og ranglæti eru bara tvær jafngildar stærðir í jöfnunni um sýknu eða sekt í Landsdómsmálinu. Það sem Bjarna og Sjálfstæðisflokknum finnst réttlæti, það finnst okkur hinum ranglæti.  Þetta liggur fyrir.

En alvarlegasta hugsunarvillan sem kom fram í rökstuðningi lögmannsins Bjarna Ben, við umræðuna á þinginu, var sú skoðun hans að þingmönnum bæri að taka efnislega afstöðu til sektar eða sýknu Geirs við umræðuna um frávísunartillöguna!  Þetta er alvarlegur misskilningur hjá Bjarna. Alþingi var búið að taka þessa afstöðu með fyrri ákvörðun og ef alþingi hefði tekið tillöguna til efnislegrar umföllunar þá hefði Alþingi ónýtt Landsdómsmálið með íhlutun sem ekki væri hægt að líta fram hjá.

En auðvitað var það undirliggjandi tilgangur allan tímann.  Að eyðileggja málið. En þökk sé skeleggum málflutningi Magnúsar Norðdahl, þá áttuðu margir sig á því að málið var ekki þingtækt og vísuðu því frá.  Þar með var þingræðinu reddað fyrir horn í þetta skipti en málinu er ekki lokið.  Ekki aldeilis og mér segir svo hugur að Sjálfstæðismenn muni kjósa sér nýjan formann fljótlega og margir þingmenn verða í kjölfar þessa málatilbúnaðar að leita sér annarrar vinnu.

Fólkið í landinu getur ekki sætt sig við tilraun til að þagga niður þetta svokallaða hrun.


mbl.is Áfall fyrir réttarfar landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrrum aðstoðarkona Geirs er óánægð!

Auðvitað er Ragnheiður Elín í fýlu. Konugarmurinn hefur alist upp við heimspeki Hannesar Hómsteins, að "við eigum þetta, við megum þetta" og allt sem ekki er bannað það sé leyfilegt.

.....En kæra frú, Alþingi er ekki klúbbur til að hygla sér og sínum. Það er misskilningur sem nú þarf að leiðrétta. Þú með þín brengluðu viðhorf til hlutverks þíns sem þingmanns þarft að víkja af þingi ásamt öllum sem studduð þessa fáheyrðu tilraun til að hlutast til um dómsmál sem er til meðferðar í dómssal.

En umfram allt eiga þingmenn nú skilyrðislaust að sameinast um vantraust á Forseta Alþingis, Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur. Það er hneyksli ef þessi kona fær áfram að gegna þessu virðingarhlutverki innan þingsins. Frávísunartillaga sjálfstæðismanna var ekki þingtæk og hún var tilræði við réttarkerfið og hún var aðför að virðingu þingsins. Um siðferðilega ranglætið þarf ekki að ræða en geri þó ekki ráð fyrir að þeir sem greiddu tillögu Bjarna atkvæði séu neinir siðapostular. Þess vegna munu þau aldrei skilja hversu siðferðilega rangur þessi málatilbúnaður var.  Það skildi hins vegar hetjan mín, hún Margrét Tryggvadóttir í Hreyfingunni.  Það er kona sem leggur hug og hjarta í það sem hún segir og það sem meira er, hún kann skil á réttu og röngu! Nokkuð sem aðrir þingmenn mega vel taka sér til fyrirmyndar í störfum sínum á þingi.


mbl.is „Margir þingmenn ollu vonbrigðum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Takk Valgerður Bjarnadóttir

Ég játa það að ég hef ekki borið fullt traust til Valgerðar Bjarnadóttur, sem formanns Eftirlits og Stjórnskipunarnefndar Alþingis. Kemur þar margt til, svo sem umfang þeirra mála sem nefndin hefur til umfjöllunar en ekki síst hver hún er.  En hún sannaði með framsögu sinni í dag, fyrir áliti meirihluta eftirlits og stjórnskipunarnefndar, um að vísa beri tillögu um afturköllun saksóknar á hendur Geir H Haarde, frá , að hún er fullkomlega heil í pólitískri afstöðu sinni til allra mála. Og það ber að virða.  Það hlýtur að vera erfitt fyrir hvaða manneskju sem er að rísa upp gegn fjölskyldu sinni og frændgarði í pólitískri andstöðu til þjóðmálanna eins og hún hefur gert.  Og munum það að hún er ekki hver sem er.  Hún er dóttir Bjarna Benediktssonar fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins og þess manns sem mest áhrif hafði hér á landi í áratugi og systir Björns Bjarnasonar fv. þingmanns, ritstjóra og ráðherra og hún er af Engeyjarætt,  einni bláustu íhaldsætt á Íslandi!!  Það er þó nokkuð.  Margir hefðu valið þann kostinn að gefa einfaldlega ekki kost á sér til setu á Alþingi en ekki baráttukonan Valgerður Bjarnadóttir.  Fyrir það á hún virðingu skilið.  Virðingu sem verður að telja næsta fágæta einkunn, um Alþingismann á þessum tímum.  Þó hefur einn annar þingmaður vakið athygli mína fyrir yfirburða þekkingu og óhlutdrægt mat á þingmálum, en þar er ég að tala um Magnús Norðdahl, yfirlögfræðing ASÍ.  Sá maður á sér bjarta framtíð í pólitík ef hann það kýs sér.  Reyndar er þarna kominn framtíðarleiðtogi Samfylkingarinnar að mínu mati.  Það er að segja fyrst menn þar á bæ vilja ekki kalla Stefán Jón Hafstein til starfa..

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband