28.2.2012 | 23:06
Kratar sem hata
Þann orðróm í dag hefi heyrt
að í haug sé nú moldinni keyrt
og kratar sem hata
nú reisa Golgata
því Ólafi verð'ekki eirt
28.2.2012 | 21:25
Aum er sú andlega heift
Tækifærisvísur | Breytt s.d. kl. 23:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2012 | 20:20
Njósnararnir á netinu
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2012 | 18:44
Hvernig fræðingar brjóta niður sjálfstraust almennings
Ég hef lengi undrað mig á opinberri umræðu og hvernig henni er markvisst stýrt af alls konar "sérfræðingum". Nú er svo komið að fólk , venjulegt fólk treystir ekki lengur sinni eigin skynsemi og veigrar sér við að taka afstöðu. Gleggsta dæmið um þetta var dræm þátttaka almennings í stjórnlagaráðs kosningunum í fyrra þar sem þáttaka var aðeins 30% þrátt fyrir gífurlegan áhuga í þjóðfélaginu. Mín kenning er sú að aðferðin sem notuð var til að raða atkvæðum á milli frambjóðenda hafi á endanum dregið úr áhuga fyrir kosningunni. Menn einfaldlega sáu ekki skynsemi í að taka þátt í kosningum þar sem ekki var öruggt að atkvæðið gagnaðist þeim sem kosinn var.
Lýðræðið getur ekki þroskast ef fræðingarnir fá of mikil völd. Því pólitíkin verður alltaf að vera á mannamáli. Fræðingarnir slá um sig með hugtökum sem enginn skilur og afleiðingin er sífellt minni stjórnmálaáhugi almennings. Hver skilur til dæmis svona titil?
Lýðræði með raðvali og sjóðvali
ePub og Mobi rafbækur
Útgefandi: Lýðræðissetrið
Höfundur: Björn S. Stefánsson
Efnisorð: hagfræði, stjórnmálafræði, stjórnsýslufræði
Útgáfuár: 2011
Ef við viljum ekki láta stela lýðræðinu af okkur þá þurfum við að taka fræðarnar í þjónustu okkar en ekki láta sérfræðingana drottna yfir okkur með öllum sínum ósönnuðu kenningum
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.2.2012 | 18:03
Blekkingin um sjálfbærar veiðar
Stefna VG í fiskveiðistjórnun felst í klysjunni um sjálfbærni. En hefur þetta aumingja fólk nokkurn tímann skilgreint hvað nákvæmlega felst í sjálfbærum veiðum? Ekki veit ég til þess að það hafi verið gert og því auglýsi ég eftir úttekt VG á sjálfbærni fiskveiða, með tilliti til notkunar á jarðefna eldsneyti og umhverfisskaðlegum veiðarfærum. Í framhaldinu mega menn svo velta fyrir sér hvort fæðuframboð í hafinu skipti engu máli fyrir afkomu nytjastofna eða sjófuglastofna hér við land.
Ég beini þessu til VG, þar sem þeir bera ábyrgð á þessum málaflokki og þeir eru að blekkja kjósendur og fylgismenn með því að framfylgja ósjálfbærri kvótastýringu án nokkurrar gagnrýni á umhverfisáhrif veiðanna eins og þær eru stundaðar af einokunarsinnum sem hugsa um það eitt að hámarka stundargróðann á kostnað framtíðararðsemi.
Það er nefnilega óhjákvæmilegt að blekkingunni verði lyft af samsæri útgerðar og fiskifræðinga um nytsemi kvótastýringar. Og þegar neytendur og fiskkaupendur átta sig á skaðseminni, þá mun ekki duga fyrir íslenska einokunarfisksala að veifa heimagerðum vottunum sem eru byggðar á blekkingunni stóru um að hægt sé að byggja upp fiskstofna með kvótastýringu veiða.
Sjávarútvegsmál | Breytt s.d. kl. 18:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2012 | 16:02
Trúverðugleiki Háskólans
Ragnar Árnason, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, hefur stefnt Þór Saari, þingmanni Hreyfingarinnar, fyrir meiðyrði
Ekki veit ég hver tilgangur Ragnars Árnasonar, er með þessari stefnu. Allavegana ekki sá að sækja fé í greipar þingmannsins. Þá stendur það eitt eftir að honum þyki að sér vegið sem fræðimanni og það er "damn right" hjá prófessornum. Hvernig hann hefur talað undanfarin ár um ágæti kvótakerfisins, hefur valdið þjóðfélaginu ómældum skaða en útgerðinni ómældum ábata. Þannig hlýtur maður að álykta að annarlegar hvatir liggi að baki þeim einhliða áróðri sem á landsmönnum hefur dunið um þjóðhagkvæmni kvótakerfisins. Því allir sem kynnst hafa veiðum og vinnslu vita hve neikvæð sú stýring er, með tilliti til umgengninnar við fiskstofnana, atvinnuþróunar, byggðaþróunar og minnkandi þjóðartekna sem leiðir svo aftur af sér verri lífsskilyrði fyrir landsmenn, hærri skatta og meiri skuldir.
Þrátt fyrir allar þessar neikvæðu afleiðingar voga fræðimenn við Háskóla Íslands, sér að mæla með þessu fiskveiðikerfi við pólitíkusana. Og stjórnmálamennirnir, sem eru háðir styrkjum frá útgerðinni, nota rök fræðimanna eins og Ragnars Árnasonar til að fría sig frá ábyrgð á kerfi, sem þeir vita að er slæmt, en hafa ekki kjark til að afnema. Þarmeð eru þeir allir að totta sama spenann. Spena LÍÚ sem ræður yfir fjármagninu sem stjórnmálaflokkarnir lifa á og síðan er það undir velvilja stjórnmálamanna hversu mikið af fjármagninu lendir hjá prófessorunum við Háskólann í formi verktakagreiðslna. Því þeir eru að snapa sér aukatekjur út um allt. Enginn lifir á strípuðum launum. En það er erfitt fyrir okkur að sanna, að þeir þiggi beinar greiðslur frá hagsmunasamtökum eins og LÍÚ en mikið djöfulli er samt skrítið hvernig málflutningurinn þjónar aðeins öðrum málstaðnum en ekki hinum.
Staðreyndin er nefnilega sú að trúverðugleiki háskólasamfélagsins hefur beðið varanlegan skaða af aðkomu þeirra að skaðlegum ákvörðunum alþingismanna og stjórnvalda. Það er eitthvað sem ekki verður bætt með skaðabótum. Og allra síst úr hendi þeirra sem gagnrýna vinnubrögðin
![]() |
Stefnir Þór Saari fyrir meiðyrði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2012 | 01:27
Frumvarp Stjórnlagaráðs gagnrýnt - 2. Kafli -
Í framhjáhlaupi þá má ég til með að gagnrýna uppsetningu frumvarpsins og notkun rómverskra tölustafa til að kaflaskipta því. Þetta er alger óþarfi og ég ætla bara að nota íslensku aðferðina.
----------------------------------------------------------------------------------------------------------
2. kafli frumvarpsins ber undirtitilinn "Mannréttindi og Náttúra" og er greinilega eftirlæti stjórnlagaráðsmanna flestra og það sem þeir oftast nefna, sem kaflann sem vantaði og kaflann sem réttlætir allt hitt klúðrið. Eða þannig virkar það á mig. Þessi kafli inniheldur 30 greinar og því er dálítið mikið í lagt að fjalla um þær allar í einum pistli. En þegar betur er að gáð, þá má og þarf að fella mest af því sem þar stendur út. Og mig grunar að nærvera Freyju Haraldsdóttur í ráðinu hafi litað margt af því sem í 2. kaflann rataði. Og þetta segi ég ekki af vanvirðingu við Freyju eða hennar fötlun. Heldur þvert á móti gruna ég marga um að hafa ekki tekið henni sem jafningja. Skoðum greinar 6-10.
6. gr.
Jafnræði.
Öll erum við jöfn fyrir lögum og skulum njóta mannréttinda án mismununar, svo sem
vegna kynferðis, aldurs, arfgerðar, búsetu, efnahags, fötlunar, kynhneigðar, kynþáttar, litarháttar,
skoðana, stjórnmálatengsla, trúarbragða, tungumáls, uppruna, ætternis og stöðu að öðru leyti.
Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.
7. gr.
Réttur til lífs.
Allir hafa meðfæddan rétt til lífs.
8. gr.
Mannleg reisn.
Öllum skal tryggður réttur til að lifa með reisn. Margbreytileiki mannlífsins skal virtur í hvívetna.
9. gr.
Vernd réttinda.
Yfirvöldum ber ætíð að vernda borgarana gegn mannréttindabrotum, hvort heldur sem brotin
eru af völdum handhafa ríkisvalds eða annarra.
10. gr.
Mannhelgi.
Öllum skal tryggð mannhelgi og vernd gegn hvers kyns ofbeldi, svo sem kynferðisofbeldi,
innan heimilis og utan.
Þarna færi betur að hafa bara eina grein, 6.grein sem hljóðaði til dæmis svona:
6. gr.
Jafnræði.
Allir þegnar þessa lands, sem ekki hafa brotið gegn lögum og ekki sæta refsingu, skulu jafnir fyrir lögum og skulu njóta mannréttinda án mismununar, svo sem vegna kynferðis, aldurs, arfgerðar, búsetu, efnahags, fötlunar, kynhneigðar, kynþáttar, litarháttar, skoðana, stjórnmálatengsla, trúarbragða, tungumáls, uppruna, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.
Feitletrunin er mín viðbót. Það sem fellur brott eru ágætis markmið en því miður eiga þær viljayfirlýsingar ekkert erindi í stjórnarskrá. greinar 11-17 eru marklausar eins og þær eru settar fram. Friðhelgi einkalífs er ekki hægt að tryggja í stjórnarskrá. Ef það væri hægt þá þyrftum við ekki lögreglu. Rétt barna er heldur ekki hægt að tryggja án þess að brjóta á rétti foreldra og forráðamanna. Við verðum að sýna umburðarlyndi fyrir mannvonsku og varast að binda pólitíska rétthugsun í stjórnarskrá. Eins er það með eignarréttinn. Eignarréttur er lögfræðilegt hugtak sem ekki á heima í stjórnarskrá. Skoðana og tjáningarfrelsi sem og frelsi fjölmiðla þurfa að vera settar skorður. Alla vega þannig að ábyrgðar sé gætt. Frelsi menningar og mennta eins og sett fram í 17. grein er líka vanhugsað og hefur engan tilgang.
Þá komum við að ákvæðum um trúfrelsi og kirkju. Trú og trúrækni fellur undir friðhelgi einkalífs og þess vegna ofaukið í þessum kafla. Sama á við um einhverja sérstaka ríkiskirkju og ríkistrú.
20 og 21. grein sem fjalla um félaga og fundafrelsi eru hinsvegar nauðsynlegar.
Greinar 22-26 falla hins vegar undir pólitíska stefnumörkun hverju sinni og ég er ekki sannfærður sósialisti svo ég segi pass.
Greinar 26-27-28 falla undir mannréttindi og þess vegna ætti að vera óþarfi að hnykkja sérstaklega á því. Betra væri að hafa ákvæði sem beinlínis gerðu stjórnvöldum skylt að víkja, sem uppvís væru að brotum á mannréttindum því það er greinilega hugsunin á bak við þessar greinar.
29. greinin er óþörf. Fyrir ómannlega hegðun á að refsa á ómannúðlegan hátt.
30. greinin er óþörf. Afturvirkar refsingar geta átt rétt á sér undir sérstökum kringumstæðum
31. greinin er óþörf. Ef við viljum stofna her eða heimavarnarlið þá verður að vera hægt að manna það.
32. greinin er óþörf. Það dytti engum í hug að spilla menningarverðmætum
--------------------------------------------------------------------------------------------------------
Og þá erum við komin að kjarna málsins sem eru ákvæðin um Náttúruna, umhverfið og auðlindirnar . Þar vil ég fyrst taka fram að mér finnst það hefði átt að hafa þessar 3 greinar í sérkafla um Umhverfi og auðlindanýtingu og hann hefði átt að vera í frumvarpinu sem viðauki. Og ekki síst finnst mér þessi hluti hefði átt að vera mun ítarlegri og nákvæmari varðandi skilgreiningar á auðlindum annars vegar og hefðbundnum hlunnindum hins vegar. Á þetta hef ég marg oft bent við litlar undirtektir. En ég tel skilgreiningu á nytjastofnum í hafinu stangast á við alþjóðalög um frumbyggjarétt og sjálbæra nýtingu á sjávarfangi og fugli. Alla vega er umræðan ekki komin á það stig að hægt sé að binda þessar greinar í stjórnarskrána.
--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Að mínu mati á ákvæði um dýravernd ekki heima í stjórnarskrá. Þess vegna felli ég 36. greinina á brott. Hugsunin er eflaust góð sem að baki hennar liggur en enn og aftur, sumt á bara ekki heima í stjórnarskrá heldur miklu fremur í alþjóðasáttmálum. Þar vísa ég til sáttmála sem eru til og fjalla um réttindi barna sem og réttindi dýra.
Stjórnarskrármálið | Breytt 9.2.2013 kl. 17:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2012 | 23:51
Frumvarp Stjórnlagaráðs gagnrýnt -1. Kaflinn-
Einhver aðjúnkt við Háskólann, lét hafa eftir sér að það vantaði alla lögfræði í frumvarpið. Þetta finnst mér furðuleg staðhæfing. Engu líkara en aðjúnktinn hafi alls ekki lesið þetta frumvarp. Því mér finnst eitt meginkenni þessa frumvarps vera sú staðreynd að það er endurskoðun á stjórnarskrá en ekki sáttmáli sem til grundvallar. Í frumvarpinu, er rauði þráðurinn undantekningar frá aðalreglum. Og hvað er það annað en lögfræði.
-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Höldum áfram að gagnrýna.
1. Kaflinn fjallar um undirstöðurnar. En strax þar fatast mönnum flugið.Það vantar samhengið. Það vantar kaflann um Alþingið, forsetann og dómstólana. Og hvernig velja á fulltrúa til að fara með framkvæmdavald, löggjafarvald og dómsvald. 2. greinin er hálf vængstýfð af þessum sökum.
2. gr.
Handhafar ríkisvalds.
Alþingi fer með löggjafarvaldið í umboði þjóðarinnar.
Forseti Íslands, ráðherrar og ríkisstjórn og önnur stjórnvöld fara með framkvæmdarvaldið.
Hæstiréttur Íslands og aðrir dómstólar fara með dómsvaldið.
Hvað eiga menn við með "önnur stjórnvöld" og "aðrir dómsstólar"? Svona samhengisleg röðun og óljóst orðalag á ekki að nota. Síðan staldra ég við 4. grein
4. gr.
Ríkisborgararéttur.
Rétt til íslensks ríkisfangs öðlast þeir sem eiga foreldri með íslenskt ríkisfang. Ríkisborgararéttur verður að öðru leyti veittur samkvæmt lögum.
Engan má svipta íslenskum ríkisborgararétti.
Íslenskum ríkisborgara verður ekki meinað að koma til landsins né verður honum vísað úr landi. Með lögum skal skipað rétti útlendinga til að koma til landsins og dveljast hér, svo og fyrir hvaða sakir sé hægt að vísa þeim úr landi.
Greinin fjallar um ríkisborgararétt og þess vegna á ekki að nota hugtakið "ríkisfang" jöfnum höndum án skýringar. Eins færi betur á því að skýra nánar hvernig ríkisborgarréttur myndast. Síðustu málsgreininni er svo algerlega ofaukið.
5. greinin fjallar um skyldur borgaranna en í frumvarpinu er lítið um þær skyldur fjallað.
5. gr.
Skyldur borgaranna.
Stjórnvöldum ber að tryggja að allir fái notið þeirra réttinda og þess frelsis sem í þessari
stjórnarskrá felast.
Allir skulu virða stjórnarskrá þessa í hvívetna, sem og þau lög, skyldur og réttindi sem af
henni leiða.
Um skyldur stjórnvalda þarf varla að fjölyrða í grein sem varðar borgarana. Og endurtekningin á því sem þegar var á blað sett í aðfaraorðunum er leiðinleg tvítekning. Þessa grein þarf að skrifa uppá nýtt
Stjórnarskrármálið | Breytt 9.2.2013 kl. 17:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2012 | 22:14
Frumvarp Stjórnlagaráðs gagnrýnt -Aðfaraorðin-
Ég skora hér með á alla að tjá sig um þetta frumvarp sem nú er til meðferðar hjá stjórnskipunarnefnd Alþingis. Hvort sem við erum því meðmælt eða andvig, þá er það borgaralegur réttur allra Íslendinga að tjá sig um stjórnarskrána og þær breytingar sem þarf að gera á henni. Stjórnarskráin kemur okkur öllum við. Stjórnarskráin er ekki einkamál Sjálfstæðisflokksins eða lögfræðingafélagsins eða núverandi ríkisstjórnar eða þeirra ~30 einstaklinga sem komu að gerð þess frumvarps sem hér er til umræðu. Þá er ég að tala um stjórnlaganefndina og stjórnlagaráðið.
Stjórnarskráin er sáttmálinn. Stjórnarskráin leggur línurnar. Stjórnarskráin inniheldur leiðbeiningarnar sem allir eiga að þekkja og virða og fara eftir.þess vegna skiptir megin máli að hún sé rituð á skiljanlegu máli og innihaldi ekki hugtök sem ágreiningur er um hvernig ber að túlka.
Í frumvarpi stjórnlagaráðs er fullt af óljósum hugtökum, sem ekki hefur verið hirt um að túlka. Ég ætla að fara hér í þessum og næstu pistlum yfir það sem mér finnst athugavert.
Frumvarpinu er skipt í 9 kafla sem innihalda 114 greinar. Þetta er óþarflega ítarlegt að mínu mati. Þarna hefði átt að sleppa flestu því sem ekki er hægt að túlka sem bein fyrirmæli. Óskhyggja og óljósar yfirlýsingar eiga ekkert erindi í stjórnarskrá. Tökum fyrst Aðfararorðin. En þar segir:
Við sem byggjum Ísland viljum skapa réttlátt samfélag þar sem allir sitja við sama borð.
Ólíkur uppruni okkar auðgar heildina og saman berum við ábyrgð á arfi kynslóðanna, landi og sögu, náttúru, tungu og menningu.Ísland er frjálst og fullvalda ríki með frelsi, jafnrétti, lýðræði og mannréttindi að hornsteinum.
Stjórnvöld skulu vinna að velferð íbúa landsins, efla menningu þeirra og virða margbreytileika
mannlífs, lands og lífríkis.
Við viljum efla friðsæld, öryggi, heill og hamingju á meðal okkar og komandi kynslóða. Við
einsetjum okkur að vinna með öðrum þjóðum að friði og virðingu fyrir jörðinni og öllu mannkyni.
Í þessu ljósi setjum við okkur nýja stjórnarskrá, æðstu lög landsins, sem öllum ber að virða
Þetta er illa grunduð moðsuða. Endurskoðuð gæti greinin hljóðað svona:
- Ísland er frjálst og fullvalda ríki með frelsi, jafnrétti, lýðræði og mannréttindi að hornsteinum.
- Íslensk þjóð ber sameiginlega ábyrgð á vernd lands, tungu, sögu og menningu.
- Framsal frelsis og fullveldis lands og þjóðar má aldrei að hluta eða öllu leyti í lög leiða.
- Stjórnarskrá lýðveldisins er undirstaða allra annarra laga og hana ber öllum Íslendingum að virða
- Um brot gegn stjórnarskránni skal setja sérstök lög sem ákveði hvernig með skuli fara
Stjórnarskrármálið | Breytt 9.2.2013 kl. 17:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.2.2012 | 21:05