8.2.2012 | 14:14
Davíð Þór og Freud
Fleyg urðu orð Davíðs Þórs Jónssonar þegar hann kallaði Sóleyju Tómasdóttur "leggöng".
En hún hafði áður sakað hann um að móðga sig á kurteisan hátt. Þá varð þessi vísa til:
Kurteis sig klæðir úr buxunum
kvalinn af freudiskum hugsunum
En Sóley kvaðst svipt öllum löngunum
sökin var--grjóthrun í göngunum
Tækifærisvísur | Breytt s.d. kl. 14:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.2.2012 | 13:00
Létt hjal
Tækifærisvísur | Breytt s.d. kl. 13:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.1.2012 | 16:45
Að stjórna landinu
Að stjórna landinu er eins og að sjóða fisk. Það þarf að standa yfir pottinum og gæta að því að ekki sjóði upp úr. Það skeði árið 2008. Þá var ekki gætt að hitastiginu og hvorki staðið yfir pottinum né minnkað í honum. Nú er viðbrennd froðan út um allt þjóðfélagið og erfitt að ná henni af.
En það þýðir ekki að gefast upp eins og Samfylkingin vill. Samfylkingin ætlar að bjarga málunum með því að hella soðningunni í stærri pott og láta aðra um kokkamennskuna. Í þeirra tilfelli ESB. Ég hafna slíkum reddingum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.1.2012 | 15:11
Fuglarnir vinir mínir
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.1.2012 | 14:39
Sparnaðarráð í kreppunni
Ég á það sameiginlegt með mörgum af minni kynslóð að ég þoli ekki að sjá farið illa með mat. Þetta á ekkert skylt við fátækt heldur eru það uppeldisáhrif og seinna meir lífsviðhorf sem mótar þetta viðhorf. Stundum geng ég langt í þessari sérvisku að annarra manna mati en aldrei að mínu eigin áliti. Annað hvort hafa menn reglur og fara eftir þeim eða menn vingsast til og frá eins og tíðarandinn.
Sparnaðarráðið snýst um mjólkurumbúðirnar frá MS og hvernig hægt er að nýta til fulls það sem eftir er í AB og rjómafernunum þegar menn halda að allt sé búið. Það er nefnilega þannig að við geymslu þessara afurða þá myndast þykk skán efst í fernunum og þar er reyndar besti parturinn af vörunni sem svo flestir henda því þeir hugsa ekki eða hafa ekki tíma eða er alveg sama. En þar sem ég bæði flokka og skila fyrir utan að henda aldrei mat þá sker ég alltaf AB fernurnar í sundur og skef afganginn áður en ég skola umbúðirnar. (gott er að nota sleikju við verkið) Og þegar ætla mætti að rjóminn sé búinn úr fernunni þá ættu menn að hugsa sig tvisvar um. Ég helli nefnilega léttmjólk í tóma rjómafernuna og hristi vel. þannig fæ ég fyrirtaks rjómabland út í kaffið án þess að sóa eða sukka.
Datt þetta svona í hug eftir að ég las nýjasta Sæmundarbloggið. Sæmi er nefnilega sérvitringur eins og ég
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.1.2012 | 02:38
Að gefnu tilefni
Þessar vísur birtust fyrst á blogginu hans Gísla Ásgeirs og eru svona tækifærisvísur eins og flest af mínum kveðskap. En til að halda þessu saman á einum stað þá birti ég þær hér líka. Ef smellt er á vísurnar opnast viðkomandi færsla á Málbeininu.
Frúin ekki kætast kann
þótt kallinn veifi gandi
Því kvinnu sinni klórar hann
og káfar svo á Brandi
Lífið hefur hérum bil
hitt í réttar skorður
Forsetinn var fenginn til
að festa nokkrar orður
Þeir sem hlutu hafa hæst
hampað sínu sýsli
Þér gengur bara betur næst
í biðröðinni Gísli
Tækifærisvísur | Breytt s.d. kl. 02:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.1.2012 | 02:16
Sirkusstjórinn rekinn en hvað með apana?
1.1.2012 | 17:16
Að skrifa sig frá ruglinu

1.1.2012 | 15:16
Forsetinn á að vera maður fólksins - ekki flokkanna
1.1.2012 | 00:52
Frábært áramótaskaup

Eva Hauks er mikil baráttukona fyrir mannréttindum hælisleitenda og alls kyns minnihlutahópa. Hún birti á vefnum sínum álagakvæði ætlað eyrum innanríkisráðherrans. Þá varð til þetta svar í orðastað Ögmundar.
Engan hef ég órétt beitt
og allra harma sefa
heldur finnst mér hátt sé reitt
til högga elsku Eva
Því mér endist aldrei tóm
orðstý minn að fegra
Í skiptum fyrir skapadóm
..skaltu fá þinn negra