Davíð Þór og Freud

Fleyg urðu orð Davíðs Þórs Jónssonar þegar hann kallaði Sóleyju Tómasdóttur "leggöng".
En hún hafði áður sakað hann um að móðga sig á kurteisan hátt.  Þá varð þessi vísa til:

Kurteis sig klæðir úr buxunum
kvalinn af freudiskum hugsunum
En Sóley kvaðst svipt öllum löngunum
sökin var--grjóthrun í göngunum

LoL


Létt hjal

 Eva Hauks er mikil baráttukona fyrir mannréttindum hælisleitenda og alls kyns minnihlutahópa.  Hún birti á vefnum sínum álagakvæði ætlað eyrum innanríkisráðherrans. Þá varð til þetta svar í orðastað Ögmundar. 

 



Að stjórna landinu

Að stjórna landinu er eins og að sjóða fisk. Það þarf að standa yfir pottinum og gæta að því að ekki sjóði upp úr. Það skeði árið 2008. Þá var ekki gætt að hitastiginu og hvorki staðið yfir pottinum né minnkað í honum.  Nú er viðbrennd froðan út um allt þjóðfélagið og erfitt að ná henni af.

En það þýðir ekki að gefast upp eins og Samfylkingin vill. Samfylkingin ætlar að bjarga málunum með því að hella soðningunni í stærri pott og láta aðra um kokkamennskuna. Í þeirra tilfelli ESB.  Ég hafna slíkum reddingum. 


Fuglarnir vinir mínir

Fuglarnir í mínum garði hafa sjaldan verið fleiri eða svengri en núna þessa daga eftir nýjársnóttina. Kannski er skýringin sú að hér var ekkert sprengt og þess vegna ekkert að óttast fyrir þá. Svo skemmir náttúrulega ekki fyrir að ég var með svínasteik í matinn á Gamlaárskvöld og þrestirnir eru sólgnir í fituna því þar fá þeir orkuna.  Mér varð það á að segja dóttursyninum að það væri ástæðan fyrir því hvað væri í matinn og heyrði hann muldra eitthvað um að afi sinn ætti enga vini nema fuglana.  Ég læt mér það náttúrulega í léttu rúmi liggja því það er bara mannbætandi að fylgjast með náttúrunni og lífsbaráttu fuglanna í þessum vetrarharðindum sem nú ríkja. Og létta undir eftir megni

Sparnaðarráð í kreppunni

Ég á það sameiginlegt með mörgum af minni kynslóð að ég þoli ekki að sjá farið illa með mat.  Þetta á ekkert skylt við fátækt heldur eru það uppeldisáhrif og seinna meir lífsviðhorf sem mótar þetta viðhorf.  Stundum geng ég langt í þessari sérvisku að annarra manna mati en aldrei að mínu eigin áliti.  Annað hvort hafa menn reglur og fara eftir þeim eða menn vingsast til og frá eins og tíðarandinn.

Sparnaðarráðið  snýst um mjólkurumbúðirnar frá MS og hvernig hægt er að nýta til fulls það sem eftir er í AB og rjómafernunum þegar menn halda að allt sé búið. Það er nefnilega þannig að við geymslu þessara afurða þá myndast þykk skán efst í fernunum og þar er reyndar besti parturinn af vörunni sem svo flestir henda því þeir hugsa ekki eða hafa ekki tíma eða er alveg sama. En þar sem ég bæði flokka og skila fyrir utan að henda aldrei mat þá sker ég alltaf AB fernurnar í sundur og skef afganginn áður en ég skola umbúðirnar. (gott er að nota sleikju við verkið) Og þegar ætla mætti að rjóminn sé búinn úr fernunni þá ættu menn að hugsa sig tvisvar um.  Ég helli nefnilega léttmjólk í tóma rjómafernuna og hristi vel.  þannig fæ ég fyrirtaks rjómabland út í kaffið án þess að sóa eða sukka.

Datt þetta svona í hug eftir að ég las nýjasta Sæmundarbloggið.  Sæmi er nefnilega sérvitringur eins og ég LoL


Að gefnu tilefni

Þessar vísur birtust fyrst á blogginu hans Gísla Ásgeirs og eru svona tækifærisvísur eins og flest af mínum kveðskap.  En til að halda þessu saman á einum stað þá birti ég þær hér líka. Ef smellt er á vísurnar opnast viðkomandi færsla á Málbeininu.

Þótt lötum verði lítt úr verki
lyftist brún á kallinum
því kisi reisti minnismerki
um manndóm hans á pallinum

Frúin ekki kætast kann
þótt kallinn veifi gandi
Því kvinnu sinni klórar hann
og káfar svo á Brandi

Lífið hefur hérum bil
hitt í réttar skorður
Forsetinn var fenginn til
að festa nokkrar orður

Þeir sem hlutu hafa hæst
hampað sínu sýsli
Þér gengur bara betur næst
í biðröðinni Gísli


Sirkusstjórinn rekinn en hvað með apana?

Óhætt er að segja að uppstokkun ráðuneyta og fækkun ráðherra hafi komið aftan að þjóðinni.  Og ekki margir sem áttuðu sig á eðli breytinganna þegar þær voru kynntar á síðasta ári. Ég er sannfærður um að þetta er liður í aðlögunarferlinu svo að samningaviðræðurnar við ESB geti gengið greiðar fyrir sig. Ef menn hugsa málið þá er þetta rökrétt ályktun. Því við inngönguna í ESB þá færist öll ákvarðanataka í sambandi við sjávarútveg og landbúnað til Brussel og því lítið að gera með þau ráðuneyti í framtíðarplönum Samfylkingarinnar. Nú er bara að bíða og sjá hvaða hreinsanir Steingrímur gerir.  Mun hann losa sig við fulltrúa Bændamafíunnar og LÍÚ úr hinu sameinaða ráðuneyti eða fá aparnir hans Jóns að vinna uppsagnarfrestinn?  Og hvaða áhrif mun það hafa á samningaviðræðurnar á þessu nýbyrjaða ári?  Við bíðum spennt..

Að skrifa sig frá ruglinu

Þráinn Bertelsson gerði tilraun til að skrifa sig frá ruglinu með bókinni Fallið,  eins og frægt er orðið.  En skyldi honum hafa tekist það eða er hann enn í ruglinu?  Svarið fæst ef hlustað er á hljóðskrána sem fylgir færslunni.Shocking
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Forsetinn á að vera maður fólksins - ekki flokkanna

Forsetinn boðaði í nýjársávarpinu, að hann hygðist ekki sækjast eftir að gegna embættinu næstu 4 ár.  Þetta er hið besta mál.  Það hefur nefnilega verið einn aðalgallinn á stjórnskipuninni að engar reglur eru í gildi um kjörtíma æðstu embættismanna þjóðarinnar. En það er ekki það eina sem hefur verið að og ekki virðist vilji til að breyta. Hér eru til dæmis engar reglur í gildi um hæfi forseta, til dæmis varðandi menntun en ekki síður andlegt atgervi.  Ólafur er svo sem nógu menntaður en hann þjáist af mikilmennskubrjálæði sem lýsir sér í óraunhæfu mati á eigin ágæti og ágæti þjóðarinnar í stóra samhenginu. Þess vegna þurfum við að setja reglur um hæfismat forsetans til að koma í veg fyrir að siðblindir og geðfatlaðir einstaklingar veljist í þetta mikilvægasta embætti lýðveldisins. Við erum sem þjóð brennd af viðskiptum við siðblindingjana í viðskiptalífinu en siðblindingjarnir í stjórnmálunum leynast víða og eru aldeilis ekki á því að hætta.  Þess vegna þurfum við að vera á verði gagnvart öllum tilraunum flokkanna til að koma sínum manni að á Bessatstöðum. Forsetaembættið er embætti fólksins og það mega stjórnmálaflokkarnir ekki saurga meira en orðið er.  Almenningsálitið er sterkt og það getur fært fjöll. Almenningsálitið snérist gegn stjórnmálamönnunum haustið 2008 og það er útúrsnúningur að segja að hér séu lögleg og lýðræðisleg ríkisstjórn við völd. En ríkisstjórnin er bara þingkjörin á meðan forsetinn er þjóðkjörinn.  þess vegna þarf að efla það embætti enn meir og setja því siðareglur og velja í starfið besta mögulega einstaklinginn en ekki minnsta samnefnarann sem fjórflokkarnir koma sér saman um.

Frábært áramótaskaup

ramtaskaupi_2009_jpg_800x1200_sharpen_q95.jpgÉg held að þetta skaup hafi verið jafnbesta skaup frá upphafi. Og það sló út skaupinu 2009, sem maður hefði ekki trúað að óreyndu. Gott að hafa fólk sem sér spaugilegar hliðar á öllu þessu botnlausa rugli sem þjóðinni hefur verið boðið uppá í þessari svokölluðu endurreisn.  Allir voru þessir gerendur sýndir í spéspegli háðsins en hvergi farið yfir strikið. óskandi að RÚV gæti boðið okkur skylduáskrifendum uppá andlegt detox vikulega í vetur í staðinn fyrir Spaugstofuna. Ekki veitir landanum af einhverju til að létta geðið eftir Gísla Rúnar og biskupssoninn sællar minningar

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband