31.12.2011 | 02:19
Allt önnur og betri vinnubrögð
![]() |
Ráðinn forstjóri Bankasýslunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.12.2011 | 19:51
Hvaða máli skipta ráðherrahrókeringar?

30.12.2011 | 19:31
Er mjólk krabbameinsvaldur?

Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.12.2011 | 19:04
Markaðsmisnotkunin og innherjasvikin
Sá seinfæri hefur loksins gefið í skyn að hann muni kannski hugsanlega ákæra helstu stjórnendur stóru bankanna vegna markaðsmisnotkunar sem snérist um að halda uppi fölsku gengi á hlutabréfum bankanna í 3 ár fyrir hrun. Óbreyttum finnst þessi seinagangur á birtingu ákæra með öllu óskiljanlegur. það er viðurkennt að dómsstólar höndla ekki flóknar ákærur og þess vegna hlýtur að vera betra að gefa út fleiri en eina ákæru því víst eru sakarefnin næg. En hvers vegna heyrist ekkert frá þeim seinfæra varðandi þau augljósu innherjasvik sem sumir fengu að komast upp með óátalið? Hvað með Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, sem hefur nú viðurkennt að hafa selt öll sín hlutabréf í Glitni vorið 2008, eftir að hafa aðstoðað föður sinn og frænda við að veðsetja bótasjóð Sjóvár til að koma í veg fyrir hrun á hlutabréfum í bankanum. Ef þetta er ekki tilefni rannsóknar og ákæru þá verður að sýkna Baldur Guðlaugsson fyrir sams konar brot sem hann var sakfelldur fyrir í héraðsdómi. Hér eiga allir að vera jafnir fyrir lögum. Bjarni Benediktsson og Engeyjarættin eru ekki undanskildir. Ekki frekar en aðrir innherjar sem hafa verið ákærðir og sakfelldir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.12.2011 | 17:20
Útvarp Saga stuðar marga
Ég er einn af dyggum hlustendum útvarps Sögu, til margra ára. Og þótt ég sé ekki alltaf ánægður með allt sem þar er borið á borð fyrir hlustendur, þá fullyrði ég að útvarp Saga er eini virki fjölmiðillinn sem veitir stjórnvöldum raunverulegt aðhald. Þar fá allar skoðanir að njóta sín og þar er aldrei beitt ritskoðun eins og á öðrum miðlum. Þess vegna er það miður hve margir leggja þessa útvarpsstöð í einelti og rægja eigendur hennar. Á það sérstaklega við um núverandi varðhunda ríkisstjórnarinnar. Má vera að skýringuna sé að finna í einarðri baráttu Sögu gegn Icesave samningum ríkisstjórnarinnar á undanförnum árum og stuðningi hlustenda við þeirri baráttu. En einn er sá valdsmaður á Íslandi sem lætur alla gagnrýni á útvarp Sögu sem vind um eyru þjóta en það er einmitt sá hinn sami og var kjörinn "Maður ársins 2011" Ólafur Ragnar Grímsson forseti. Ég held hann sé vel að þessari viðurkenningu kominn og vegur hans sem forseta, hefur farið vaxandi á þessu ári, eftir stanslausa niðurlægingu útrásartímabilsins. Ólafur hefur þó alltaf verið umdeildur og nú er hann beinlínis hataður af vissum hópi stjórnmálamanna. En Ólafur lætur engan eiga neitt inni hjá sér og notaði tækifærið í dag til að senda þeim pólitíkusum eiturpillu, sem hæst hafa farið í gagnrýni á hann á þessu ári. Engum dylst að þar eru þingmenn og ráðherrar VG fremstir í flokki og lét Ólafur þau orð falla, að þeir sem gagnrýnt hefðu störf hans væru þeir sem ekki hefðu lesið Stjórnarskrána og ekki skyldu eðli forsetaembættisins. Ég hygg að hann hafi þar lög að mæla. Þetta var magnað viðtal og skora ég á alla að missa ekki af endurflutningi.
En það var í raun annað viðtal á útvarpi Sögu í dag, sem stuðaði mig meira. það var viðtal Markúsar við Þráinn Bertelsson og Lilju Mósesardóttur. En í því samtali toppaði Þráinn þá lágkúru og hroka sem hefur einkennt hans málflutning síðan hann svindlaði sér á þing fyrir 3 árum. Annað hvort var maðurinn búinn að fá sér í glas eða þá að hann mun fá sér í glas á næstunni. Alkóhólistar þekkja einkennin á fallinu. Kannski að næsta bók Þráins komi út næsta vor og hafi þá titilinn, "Fallinn aftur" en þá er ekki víst að meðvirknin verði jafn mikil með hegdun þingmannsins og síðast liðið sumar
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.12.2011 | 15:36
Hvað er í gangi á Eyjunni?
Í hvert sinn sem ég fer inn á vefsvæði Egils Helgasonar á Eyjunni þá poppa upp 4 gluggar sem vilja opna forrit í tölvunni hjá mér...
16.12.2011 | 19:53
Sjálfstæðismenn ekki á sama máli

13.12.2011 | 20:25
Seinheppinn veðlánari
Okkur er boðið upp á skringilega framsetta frétt á Vísi.is Það vantar ekki stilbrögðin en aumingja blaðamaðurinn sem skrifaði fréttina skortir greinilega gagnrýna hugsun. Í fyrsta lagi þá seldi "fórnarlambið í fréttinni" syni sínum kjallaraíbúð í eigin húsi á yfirverði! Í öðru lagi þá átti sonurinn ekki fyrir utborgun og þurfti að taka allt kaupverðið að láni. Í þriðja lagi þá tapaði enginn nema bankinn!
- Faðirinn fékk greiddar 14 milljónir út í hönd og þurfti aðeins að veita veð fyrir 2.8 milljónum
- Sonurinn átti aldrei neitt í íbúðinni og hefur því aldrei tapað neinu á hruninu
- Að ætlast til að bankinn gefi eftir veðið svo sonurinn fái gefnar 6 milljónir frá skattborgurum er siðleysi
- Að fara með þessa sögu í blöðin er seinheppni
13.12.2011 | 18:28
Tvöföldum sóknina í makrílinn
![]() |
Refsiaðgerðir ef ekki semst í janúar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.12.2011 | 17:18
Anarkismi er lausnin
Ég er anarkisti og lít á alla lagasetningu sem hindrar athafnafrelsi mitt til orðs og æðis, sem kúgun af hendi valdastéttarinnar. Þar með er ekki sagt að ég sé á móti almennum lögum eða reglum, sem kveði á um réttindi og skyldur. En almennt talað er lagasetningagleði alþingismanna of mikil. Þess vegna sitjum við uppi með gallaða löggjöf, setta af forréttindastétt sem hugsar fyrst og fremst um sig og sína skjólstæðinga en minna um rétt hins ættlausa og snauða til að tjá skoðanir sínar á mönnum og málefnum. Fjölmiðlalögin voru sett af hræðslu við upplýsingagildi Internetsins og meiðyrðalöggjöfin var sett til að hræða menn frá því að fletta ofan af óvönduðu fólki. Hvort tveggja er vanhugsað. Stjórnvöld, sem reisa múra milli stétta og mismuna mönnum á grundvelli stöðu og ríkidæmis, eiga aldrei að fá að stjórna. Jóhönnustjórnin er ráðstjórn. Í þeim skilningi að þau vilja öllu ráða og þola engum að segja eða gera neitt sem hindrar þau í að halda völdunum. Jóhönnustjórnin er skíthrædd við almenning og þess vegna vilja þau koma böndum á bloggið og fjölmiðlaumræðu almennt. Jóhönnustjórnin myndi loka internetinu ef hún gæti og héldi að hún kæmist upp með það. Jóhönnustjórnin vill ekki rannsaka spillinguna því hún er á kafi í henni sjálf.
Við sem viljum breytt þjóðfélag þurfum ekki að spila eftir þeirra reglum. Ef við erum nógu mörg þá tökum við völdin og breytum kerfinu. það er ekkert flókið. Kerfið er bara mannanna verk en ekki náttúrulögmál.