11.12.2011 | 15:29
Hvar á að byrja?
![]() |
Þörf á heildarendurskoðun á lífeyrissjóðskerfinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.12.2011 | 00:23
Af þröstum og öðrum smáfuglum


9.12.2011 | 22:02
Þess vegna ber að flytja flugvöllinn strax

Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.12.2011 | 17:50
Dómstólarnir, réttarríkið og ábyrgð Alþingis
Daglega berast okkur fréttir úr dómssölum landsins þar sem glæpamenn og óvandað fólk fer með sigur af hólmi í málaferlum sem höfðuð eru hvort heldur gegn því eða af því. Þetta mislíkar mér stórlega og velti fyrir mér ástæðunni. Dómarar eru ekki óskeikulir en þeim eru settar strangar reglur til að dæma eftir. Reglur sem við köllum LÖG og sem eru sett til að þjóðfélagið geti funkerað.
Núna er ástandið mjög óvenjulegt. Því hér logar allt í málaferlum. Fáir virðast sætta sig við almenna túlkun laga og reglna. Flestir vilja sértækar lausnir hvort heldur í samskiptum við ríkið eða í samskiptum við hvert annað. Og undir róa samviskulausir lagasnápar sem hafa beinan hag af þessu ástandi. Hér þarf að grípa til aðgerða áður en kemur til upplausnar. Réttarríkið á að vernda borgarana en ekki glæpamennina. Allt þetta bull um; "saklaus uns sekt er sönnuð" er beinlínis skaðleg klisja. Og hin almennu mannréttindi eiga ekki við um glæpamenn. Hér þarf löggjafinn, sem í okkar tilfelli er Alþingi, að taka sér tak og setja lög sem eru skýr! Og dómarar þurfa líka að passa sig að skapa ekki dómafordæmi, sem ekki byggjast á anda laganna sem dæmt er eftir.
Hér á að ríkja málfrelsi og því má ekki og á ekki að setja skorður. Að það skuli vera hægt að kaupa sig undan umfjöllun í skjóli íslenskrar meiðyrðalöggjafar er tímaskekkja sem ber að afnema. Að auðmaður geti hótað bloggara eða fréttamanni með kostnaðarsömum málaferlum er mismunun sem er ólíðandi. Og að glæpasamtök eða einstaka óþverri geti hótað stjórnmálamanni með sama hætti er dæmi um réttarríki á villigötum
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.12.2011 | 16:28
Framtíð án flokkanna
Stjórnskipunarfyrirkomulagið á Íslandi, sem var ákveðið af danska kónginum og samþykkt af íslenskum stjórnmálamönnum, árið 1944 hefur ekki reynst farsælt fyrir land og þjóð. Þrískipting valdsins hefur ekki haldið og lýðræðið hefur breytzt í alræði flokkanna. Og síðan hafa flokkarnir framselt vald sitt í hendur foringjunum í æ ríkari mæli. Alþingi er valdalaust sem slíkt og dómsvaldið þjónar yfirleitt sitjandi valdhöfum.
Þetta var sú mynd sem blasti við þegar tjöldin féllu og Ísland hrundi. En hefur eitthvað breytzt? Ekki get ég séð neinar stórar breytingar. Enda voru flestir aðal leikararnir klappaðir upp af heimskum múgnum og leyft að skipta um hlutverk í sama leikritinu. Og áfram er leikið í leikhúsi fáránleikans við Austurvöll.
Á meðan þjóðin er ringluð og ráðþrota þá grípa tækifærissinnar og populistar tækifærið og auka á glundroðann með stofnun enn eins stjórnmálaflokksins. Þetta er ekki fyndið, þetta er sorglegt. Guðmundur Steingrímsson og afsprengi Besta flokksins eru ekki að boða neitt nýtt. Þau ætla sér bara bita af kökunni. Og af hverju eru Borgarahreyfingin og Hreyfingin að taka saman höndum með Frjálslynda Flokknum? Frjálslyndi Flokkurinn er afsprengi óánægðra sjálfstæðismanna sem misstu völd. Er eitthvað sem bendir til að þar séu komnir lausnarar samfélagsins? Ég held ekki.
það sem þarf er breiðfylking óháðra manna sem hefur aðeins eitt markmið og það er að breyta kerfinu. Uppræta hina pólitísku spillingu í eitt skipti fyrir öll og banna stjórnmálaflokkum að skipuleggja sig og mynda stofnanir. Því flokkarnir eru hin eiginlega ógn við lýðræðið og almannahag. Í flokkunum verða til valdaklíkur og bandalög sem skammta sér og sínum bittlinga og áhrif með það fyrir augum að tryggja sérhagsmunina á kostnað almannahagsmuna. Þetta á við um alla flokka. því þeir sem ráða hafa búið til valdapíramída um sjálfa sig sem gerir almenningi ómögulegt að hafa nokkur áhrif. Þetta á við um öll samtök sem þróast í að verða að stofnunum. Fyrir utan stjórnmálaflokkana eru Así, Lífeyrissjóðirnir og Kirkjan gott dæmi um svona hierarchy.
Við þurfum nýja stjórnarskrá. Um það er ekki deilt. En þessi sem samin var í sumar af umboðslausu stjórnlagaþingi gengur ekki nógu langt. Það vantar ákvæði sem bannar glæpaklíkum að starfa hér á landi. Undir þá skilgreiningu falla öll félög og félagasamtök sem vinna gegn almannahagsmunum. ss stjórnmálasamtök, bifhjólaklíkur og fjárfestingarfélög bófa og ræningja.
En til að setja slík ákvæði í stjórnarskrá þarf óhrædda þjóð. Og þjóðin öðlast ekki frelsi fyrr en ógnvaldurinn hefur verið gerður áhrifalaus. Ef við þurfum að gera byltingu til að ná þessu markmiði þá gerum við bara byltingu en gerum það á okkar forsendum, ekki undir stjórn pólitískra loddara og sprelligosa.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2011 | 23:24
Viðvörun til ráðherra samfylkingarinnar
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2011 | 18:32
Ömurlegt kvöld í boði RÚV.
Svona er dagskrá kvöldsins:
- 19:00 Fréttir
- 19:30 Veðurfréttir
- 19:40 Dans dans dans
- 20:50 Framleiðendurnir
- 23:05 Bandarískur bófaforingi
Skrumskæling á bandarískum dansþætti með óþolandi kynni og dónalegum karlkyns - dómara og tilgerðarlegum kvenkyns dómurum sem fylgt er eftir með 2 gömlum Hollywood myndum sem allir eru löngu búnir að sjá á öðrum stöðvum eða á netinu. Er nema von að slagorðið ,"Vertu þinn eiginn sjónvarpsstjóri" hafi öðlast nýja merkingu hjá netverjum hin síðari ár. Áhorfið segir sína sögu svo og tölur um leigu á bíómyndum og sölu bíómiða. Fólk er ekki heimskt og lætur ekki bjóða sér hvað sem er.
3.12.2011 | 18:09
Vændistilboð Samfylkingarráðherrans
Samkvæmt nýsettum lögum er bannað að kaupa vændi svo þetta ósiðlega tilboð Katrínar Júlíusardóttur gefur ekki tilefni til samræðis, afsakið samræðna
http://www.ruv.is/frett/raduneyti-leidbeini-huang-nubo
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.12.2011 | 17:03
Áhyggjur af Ögmundi
Ínnanríkismálin eru mér hugleikin enda snerta þau margt af því mikilvægasta sem varðar endurreisn íslensks samfélags. Og þótt Ögmundi hafi tekizt að lenda Grímsstaðarmálinu farsællega fyrir land og þjóð þá er stríðið við landráðamennina ekki unnið. Langt í frá eins og til dæmis þessi færsla sannar. Ég geri þá kröfu að aðeins íslenskir ríkisborgarar megi kaupa hér land og þá með því skilyrði að þeir nýti það sjálfir. þessi ásókn auðmanna í jarðnæði og kvóta er ekki ásættanleg. Jarðareign er forréttindi en ekki kvöð og alls ekki eitthvað sem ætti að braska með. Um byggingar gegnir náttúrulega allt öðru máli og óþarfi hjá landsöluliðinu að blanda þessu tvennu saman.
Annar málaflokkur sem nú er á könnu Innanríkisráðherra eru samgöngumál. Þar sýnist mér lengi hafa skort stefnumörkun. þau fálmkenndu viðbrögð Ögmundar varðandi Vestfjarðarleið um Teigsskóg og Vaðlaheiðargöng eru ekki traustvekjandi. Lausnirnar sem hann hefur lagt til varðandi leiðina um Teigsskóg eru of dýrar. Nær væri að ráðast í gerð Dýrafjarðarganga og tengja þannig Suðurfirðina við Ísafjörð. Samgöngur við Barðaströnd þola bið enn um sinn vegna Breiðafjarðarferjunnar Baldurs. Svo eru það kjördæmapotsgöng þingmanna í gegnum Vaðlaheiði. Þau á náttúrulega alls ekki að ráðst í nema að þau verði liður í að tryggja samgöngur við Austur og Suðausturland vegna fyrirsjáanlegra náttúruhamfara í Kötlu og svæðinu þar í kring. Ég er að tala um hálendisveg yfir Sprengisand og niður í Bárðardal fyrir norðan. þaðan er komin góð tenging austur á firði og austur á Hérað en vegurinn um Víkurskarð yrði þá lokatálminn sem fyrirhuguð Vaðlaheiðargöng myndu leysa. En það er ekki góð meðferð fjár að ráðast fyrst í gerð slíkra ganga án þess að leggja drög að þeirri umferð sem standa á undir gerð gangnanna.
Í þriðja lagi þá hef ég áhyggjur af stefnumörkun Ögmundar í fangelsismálunum. Bygging og rekstur fangelsa er nefnilega með því fáa sem ég tel að eigi skilyrðislaust að fela einkaaðilum að annast. Ríkið kann ekki að reka fangelsi og stefnan er galin. Fangar eiga ekkert endilega að njóta mannréttinda. Þeir eru nú einu sinni dæmdir til fangavistar vegna brota gegn samfélaginu og meðbræðrunum.Og með því að einkavæða þessa þjónustu þá losnum við við vælið í Suðurlandsþingmönnunum með Björgvin G. í farabroddi. Manns, sem væri búið að dæma í fangelsi vegna brota í starfi hjá öllum siðuðum þjóðum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2011 | 13:43
Hver skyldi kostnaður vegna kvótakerfis vera?

Einar Kristinn Guðfinnsson er nú ljóti populistinn og hagsmunagæslumaðurinn. Hvernig á annað að vera en að tekjur af atvinnustarfsemi renni fyrst í ríkissjóð til að mæta kostnaði af sameiginlegum útgjöldum ríkisins? Að tala um landsbyggðarskatta í þessu sambandi er dæmi um úrelt viðhorf. Ekki fordæmdu höfuðborgarbúar þegar ákvörðun um gerð Óshlíðarganga var tekin! Helsta verkefni þingmanna er að forgangsraða verkefnum í samræmi við mikilvægi en ekki að stunda kjördæmapot og atkvæðaveiðar í eiginhagsmunaskyni eins og sumir virðast halda. Einar Kristinn Guðfinnsson tók þátt í að eyða byggðum á Vestfjörðum. Hann hefur setið á þingi síðan 1991, næstum jafnlengi og kvótakerfið hefur verið við lýði. Og það er vert að rifja það upp að hann var kjörinn á þing af Vestfirskum íhalds og útgerðarmönnum til að berjast gegn kvótakerfinu. Þau loforð eru nú löngu gleymd enda var þessi svikari gerður að ráðherra sjávarútvegsmála fyrir þjónustuna við Flokkinn og eigendur hans, Kvótagreifana.
Einari Kristni væri nær að berjast fyrir afnámi kvótakerfisins. Kvótakerfið hefur skaða fiskstofna, og komið í veg fyrir eðlilega nýliðun vegna vanveiði. Og kvótakerfið hefur engu skilað til hagsbóta fyrir íslensku þjóðina, ekki frekar en raforkukerfið í Afríku, sem var einkavætt í hendur glæpamanna sem blóðmjólka nú ættbálkana. Kvótakerfið hefur komið í veg fyrir eðlilega endurnýjun flotans því allur arðurinn fer nú í að greiða fjárfestingarskuldir útgerðarinnar í öðrum greinum en sjávarútvegi. Þetta er sú arfleifð sem Einar Kristinn fremstur í Flokki skilur eftir sig. Ef hann skilur ekki afleiðingar rangra ákvarðana sinna og Flokksins þá á hann að hafa vit á að biðjast lausnar sem þingmaður og fara svo í ævilangt fjölmiðlabann.
![]() |
Féð skili sér aftur til landsbyggðarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjávarútvegsmál | Breytt s.d. kl. 13:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)