Áhyggjur af Ögmundi

Ínnanríkismálin eru mér hugleikin enda snerta þau margt af því mikilvægasta sem varðar endurreisn íslensks samfélags. Og þótt Ögmundi hafi tekizt að lenda Grímsstaðarmálinu farsællega fyrir land og þjóð þá er stríðið við landráðamennina ekki unnið.  Langt í frá eins og til dæmis þessi færsla sannar.  Ég geri þá kröfu að aðeins íslenskir ríkisborgarar megi kaupa hér land og þá með því skilyrði að þeir nýti það sjálfir.  þessi ásókn auðmanna í jarðnæði og kvóta er ekki ásættanleg.  Jarðareign er forréttindi en ekki kvöð og alls ekki eitthvað sem ætti að braska með.  Um byggingar gegnir náttúrulega allt öðru máli og óþarfi hjá landsöluliðinu að blanda þessu tvennu saman.

Annar málaflokkur sem nú er á könnu Innanríkisráðherra eru samgöngumál.  Þar sýnist mér lengi hafa skort stefnumörkun. þau fálmkenndu viðbrögð Ögmundar varðandi Vestfjarðarleið um Teigsskóg og Vaðlaheiðargöng eru ekki traustvekjandi.  Lausnirnar sem hann hefur lagt til varðandi leiðina um Teigsskóg eru of dýrar. Nær væri að ráðast í gerð Dýrafjarðarganga og tengja þannig Suðurfirðina við Ísafjörð. Samgöngur við Barðaströnd þola bið enn um sinn vegna Breiðafjarðarferjunnar Baldurs.  Svo eru það kjördæmapotsgöng þingmanna í gegnum Vaðlaheiði. Þau á náttúrulega alls ekki að ráðst í nema að þau verði liður í að tryggja samgöngur við Austur og Suðausturland vegna fyrirsjáanlegra náttúruhamfara í Kötlu og svæðinu þar í kring.  Ég er að tala um hálendisveg yfir Sprengisand og niður í Bárðardal fyrir norðan.  þaðan er komin góð tenging austur á firði og austur á Hérað en vegurinn um Víkurskarð yrði þá lokatálminn sem fyrirhuguð Vaðlaheiðargöng myndu leysa.  En það er ekki góð meðferð fjár að ráðast fyrst í gerð slíkra ganga án þess að leggja drög að þeirri umferð sem standa á undir gerð gangnanna.

Í þriðja lagi þá hef ég áhyggjur af stefnumörkun Ögmundar í fangelsismálunum.  Bygging og rekstur fangelsa er nefnilega með því fáa sem ég tel að eigi skilyrðislaust að fela einkaaðilum að annast.  Ríkið kann ekki að reka fangelsi og stefnan er galin.  Fangar eiga ekkert endilega að njóta mannréttinda.  Þeir eru nú einu sinni dæmdir til fangavistar vegna brota gegn samfélaginu og meðbræðrunum.Og með því að einkavæða þessa þjónustu þá losnum við við vælið í Suðurlandsþingmönnunum með Björgvin G. í farabroddi. Manns, sem væri búið að dæma í fangelsi vegna brota í starfi hjá öllum siðuðum þjóðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband