24.5.2011 | 11:37
Heiðríkja hugans
Landið úr rústunum reisti
ráðstjórnin leikandi létt
Ég bara trúi og treysti
og tek því sem að mér er rétt
24.5.2011 | 10:48
Hamfarablogg
Lítið gleður landann nú
á ljósvakanna öldum
samt er kreppan sárust sú
sem er af mannavöldum
Náttúran ei gefur grið
Grímsvötn græta landann
Nú liggur á að losna við
lið sem eykur vandann
23.5.2011 | 14:16
Hvar eru skáldin okkar?
Vér hlutum af feðrunum sigurfræg sverð
og sagnir um frjálshuga drengi,
og hörpuna gömlu vér eigum að erfð
með ósvikna, hljómdjúpa strengi.
En nú þarf að stilla hvern streng, sem hún á
og stálið vort góða úr ryðinu slá.
Hér skortir ei máttinn. Þó mikið ei vinnst
til menningar, sælu og þarfa;
af tanganum fremst og í afdalinn innst
frá æsku til grafar menn starfa,
hví standa svo menn eptir stríð og raun
með stritkrepptar hendur og engin laun?
Hvað er það, sem bannar svo auganu' að sjá,
og eyranu sannleik að heyra?
Hvort stafa ei óvættir okinu frá
sem andann í fangelsi keyra?
Hvað stoðar að eiga sér styrk og þor
ef stigið er öfugt í blindni hvert spor?
Vér þurfum að opna vor augu, að sjá,
og eyru vor sannleik að heyra
og vinna um leið allt sem vinna má
á vegi til annars og meira.
Það tekst oss, ef leyst verður lýðsins hönd,
ef leyst verða af fólkinu andans bönd.
Vér þurfum að sættast, slá hendi í hönd
og hatrinu' í bróðerni gleyma.
Með frelsis vors óvin á erlendri strönd
er óvit að kýtast hér heima.
í sameining vorri er sigur til hálfs,
í sundrungu glötun vors réttasta máls.
En kaupi sér nokkur manns vinskap og vild
því verði, að Ísland hann svíki,
skal byggja' honum út, inn í fjandmanna fyigd
og föðurlandssvikarans ríki.
Þar skipta ei flokkunum skoðanir manns,
Þeir skiptast um hagnað, og tjón þessa lands.
------------------------------------------------------------------------------------------------------
Svona orti Einar Benediktsson árið 1895. Þessi texti er tekinn úr Þjóðólfi. Textinn í Kvæðasafni Einars sem Bragi gaf út 1964 er aðeins frábrugðinn. Ekki veit ég hvor er réttur en það gæti verið að Einar hafi hnikað til orði frá upprunalegri gerð. það er algengt.
En takið eftir andagiftinni? Svona yrkja engin skáld í dag. Ég leyfi mér að fullyrða að Einar var okkar mesti andans jöfur fyrr og síðar. Hans breyzkleiki breytir engu um þá skoðun mína. Og þau smámenni sem núna ráða hér öllu ættu að skammast sín hvernig komið er fyrir landi og þjóð.
Takið sérstaklega eftir síðasta erindinu og berið það saman við styrkja og mútugreiðslur til stjórnmálamanna í undanfara hrunsins.
Og föðurlandssvikararnir eru enn að. Einar sagði líka:
Vér þurfum að sættast, slá hendi í hönd
og hatrinu' í bróðerni gleyma.
Með frelsis vors óvin á erlendri strönd
er óvit að kýtast hér heima.
Á þetta ekki við einmitt núna þegar óprúttin öfl vilja troða okkur í ESB?
eða þetta
Hvað er það, sem bannar svo auganu' að sjá,
og eyranu sannleik að heyra?
Hvort stafa ei óvættir okinu frá
sem andann í fangelsi keyra?
Hvað stoðar að eiga sér styrk og þor
ef stigið er öfugt í blindni hvert spor?
Er ekki stjórnin einmitt að stíga í blindni? Og skerða tjáningarfrelsið?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2011 | 12:46
Nýtt leikrit í bígerð hjá ríkisstjórninni
Samkvæmt frétt á Eyjunni þá hyggja ráðherrar ríkisstjórnar Íslands á ferðalag á gosslóðir sunnanlands um leið og samgöngur leyfa til að kynna sér af eigin raun hvernig aðstæður eru.
Einnig hefur ríkisstjórnin kallað til marga sérfræðinga til að átta sig á þeirri stöðu sem upp er komin vegna eldgossins. Munu stjórnvöld áfram funda í dag og næstu daga og í framhaldinu taka ákvörðun um nauðsynleg viðbrögð við hamförunum.
Sérstakur samráðshópur mun í dag hefjast markvissa yfirferð um gossvæðið og skila stjórnvöldum skýrslu um ástandið í kjölfar þess.
Hvaða helvítis bull er í gangi? Er búið að leysa upp Almannavarnir eða hvað? Ég held það færi betur ef ríkisstjórnin léti fagmenn um viðbragðsáætlanir og sé ekki að þvælast fyrir. Hér hefur gosið með reglulegu millibili alla tíð svo afleiðingar eru kunnar. Það er ekkert sem ríkisstjórnin getur gert nema þá að hjálpa til við hreinsun eftir að gosi lýkur. En jafnvel því gæti hún svo sem klúðrað.
Og þetta væl í ferðaþjónustunni er bjánalegt. Ferðaþjónusta er vertíð. Fólk kemur ef það vill. Fólk kemur ekki þótt 600 milljónum sé eytt í auglýsingar. Landkynning er langhlaup ekki spretthlaup. Það ættum við að hafa lært á klámkynningunni í fyrra sem engu skilaði nema peningum í vasa vildarvina sem eiga auglýsingarstofur
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2011 | 23:02
Heyrði jarmur


22.5.2011 | 21:07
Lilja ógnar þessum köllum

![]() |
Vitnar um hótanir forystu VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.5.2011 | 20:24
Ekkert öskufall í Reykjavík enn sem komið er


Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2011 | 18:25
Blóðþrýstingsblogg um hafragraut
Eftir síðustu færslu þá fór hjartað í 300 slög. það gengur ekki. þessvegna ætla ég að gera eins og Jónas Kristjánsson, sem bloggar alltaf um veitingahús til að róa sig niður
Annar góður bloggari, Sæmundur Bjarnason þykist kunna að elda hafragraut öðrum betur. Þetta er náttúrulega tóm vitleysa eins og allir sjá. það er ekki hafragrautur lengur þegar búið er að bæta í hann 1000 kaloríum af sætindum! Og það er heldur engin meðferð á mat að elda hann í örbylgjuofni eins og Sæmi gerir. Um þá skelfilegu iðju gerði ég þessa vísu:
Hafragraut og heilsufæði
hita Sæmi kann
þótt örbylgjur og eðlisfræði
ekki skilji hann
Örbylgjur hita sameindir innan frá ólíkt því sem gerist við hefðbundna eldun. Menn geta velt þessum mun fyrir sér en persónulega nota ég örbylguofn aðeins til upphitunar. En hins vegar hef ég fundið hina einu tæru uppskrift að hafragraut sem klikkar aldrei. Hún er svona:
300 ml vatn
1/2 bolli Ota Solgryn
smá salt
Aðferðin er svona, Pottur með þykkum botni settur á hita, vatni og grjónum hellt í og hellt úr saltstauknum, réttsælis 3 hringi (ca 1/2 tsk) Hrært í með matarskeiðinni og suðan látin koma upp. Þá er potturinn tekinn af og haldið áfram að hræra í 1 mínútu. (þá leysist líka upp skánin á botninum ef þú gleymdir þér áður) Með þessu er síðan étið súrt slátur beint úr tunnunni. Til að spara uppvask á að éta upp úr pottinum beint og nota skeiðina sem hrært var með. Þetta er alvöru! Ekkert hunang eða döðlur eða kanill
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2011 | 17:33
Jón Bjarnason er óhæfur ráðherra!
Ég var að hlusta á viðtalið við Jón Bjarnason, á Sögu í endurflutningi núna áðan um fiskveiðistefnu hans. Ég hef áður sýnt fram á hversu gríðarlegt vald ráðherra fær samkvæmt þessu frumvarpi og því er frumvarpið réttnefnt ráðherrafrumvarp en ekki stefna ríkisstjórnarinnar og þar með meirihluta þingsins. Það sem sló mig samt mest var hversu afdráttarlaust hann neitaði því að brottkast væri stundað á Íslandsmiðum í dag og í gegnum árin. Hvernig getur maðurinn fullyrt þetta þrátt fyrir að ótal sjómenn hafi stigið fram og lýst því gagnstæða? Ég var sjómaður og ég stundaði brottkast. Fyrstu árin vegna þess að settar voru reglur um lágmarksstærð, seinna vegna þess að aflamark var komið á og sjómenn og útgerðir neyddust til að henda fiski til að verða ekki lögbrjótar og svo náttúrulega til að hámarka aflahlutinn. þetta var einföld hagfræði sem allir skilja vonandi, líka Jón Bjarnason og peyjarnir í ráðuneytinu hans. Í dag þegar útgerð hefur dregist saman og aflaheimildir færst á tiltölulega fáar hendur þá þora starfandi sjómenn ekki lengur að tala um brottkastið. Sá sem gerði það fengi pokann sinn med det samme. Hvers vegna vilja ráðherrar og þingmenn ekki viðurkenna þennan ágalla kvótakerfisins? Og halda því fram að sá litli meðafli sem er leyfður í dag komi í veg fyrir brottkast er barnalegt í meira lagi. Menn verða að átta sig á því að óhjákvæmilegur fylgifiskur kvótakerfis er brottkast. Maður sem eignast kvóta í einni tegund eða leyfi til að veiða eina tegund, hann kemur bara með það að landi sem löglegt er, öllu hinu er hent. Hér er stunduð margskonar útgerð til dæmis hrognkelsaveiðar, skötuselsveiðar, rækjuveiðar og strandveiðar. Öllum þessum veiðiskap fylgir mikill meðafli og meðafli er líka þorskur og ýsa, ekki gleyma því. Jón bjáni Bjarnason virðist halda að meðafli sé aðeins verðlitlar tegundir eins og keila, langa og hlýri eins og hann nefndi í þessu viðtali.
Og núna þegar stendur til að auka kvóta í þorski þá margfaldast það magn í öðrum tegundum sem verður hent. Það er bara svoleiðis
Það eru bara til 2 leiðir til að koma í veg fyrir brottkast. Önnur er að hætta algerlega að stýra veiðum með kvótum, hin leiðin er að skylda útgerðaraðila til að koma fyrir eftirlitsmyndavélum um borð í hverju einasta fiskiskipi og beita síðan háum sektum við brotum á að hægt sé að skoða þær upptökur. Svona eftirlitsbúnaður er ekki dýr. Ég er ekki að tala um fjareftirlit í gegnum gervitungl. Ég er að tala um eftirlitskerfi eins og fyrirtæki nota. Þá myndi skipstjóri afhenda fiskistofu gögnin til skoðunar að aflokinni hverri veiðiferð og ef brotalöm verður á þá verði viðkomandi sviptur veiðileyfi. En er það svoleiðis alræðisþjóðfélag sem menn vilja? Ég vona ekki
Eins og allir vita, sem fylgst hafa með mínu bloggi þá vil ég taka upp blandaða sóknarstýringu. Ég held að veiðar geti í sjálfu sér ekki útrymt stofnum ef öll önnur skilyrði eru í lagi. Veiðarnar verða orðnar óhagkvæmar og sjálfhætt löngu áður en að því kemur. En umhverfisþættir geta auðvitað útrýmt tegundum, um það deilir enginn. Um leið og menn átta sig á þessu og hætta þessari skaðlegu aflamarksstýringu þá leysast öll hin vandamálin sjálfkrafa. Þá verður ekkert brottkast, þá verður ekkert löndunarsvindl,þá minnkar allur eftirlitskostnaður og tortryggni minnkar. Þá eflast sjávarbyggðir að eigin frumkvæði og þá eflist þjóðarhagur. Vill ekki einhver berja Jón Bjarnason fyrir mig? Össur, Pétur Gunnlaugs, Jón Stóri eða einhver bara????
Sjávarútvegsmál | Breytt s.d. kl. 17:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.5.2011 | 01:43
Við opnun Hörpu
Á opnuninni Árni sást
eins og fleiri bófar
Björgólfur ei heldur brást
báðir dæmdir þjófar
Harpa ekki heillar mig
hofróðan því veldur
Steinunn Birna stærir sig
og steigurlætis geldur
Tækifærisvísur | Breytt s.d. kl. 01:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)