21.5.2011 | 22:58
Bubbi grætur
21.5.2011 | 21:21
Góð vísa er aldrei of oft kveðin
Þótt stólinn sinn Steingrímur tigni
og striga sé kallaður kjaftur
Í helvíti fyrr held ég rigni
en hægt sé að kjósa hann aftur
21.5.2011 | 20:20
Bertelska
Mér er í fersku minni sá skjálfti sem fór um vandlætingarsamfélagið þegar Þráinn Bertelsson kallaði 2 þingkonur úr Sjálfstæðisflokknum íhaldsbeljur. Mér fannst ástæðulaust þá að taka þátt í hneykslunarumræðunni því mér fannst ekkert athugavert við þessi orð Þráins. Þráinn er listamaður orðsins og hver erum við að gagnrýna stílbrögð hans? Við erum líka flest fífl að hans mati svo ég hélt mér bara á mottunni eins og hæfir þegar ofurmenni ávarpa skrílinn.
Hins vegar finnst mér tilvalið að apa þetta stílbragð eftir Þráni og kalla það Bertelsku honum til heiðurs. Framvegis þegar mér finnst ég þurfa að taka sterkt til orða þá ætla ég að beita Bertelskunni. Til dæmis þá þarf ég að skrifa pistil um Bankasýslu stýruna og sá pistill mun hafa fyrirsögnina "Beljan í Bankasýslunni" Be warned!
21.5.2011 | 16:06
Yin og Yang
Ég hef lengi verið hrifinn af kínverskri heimsspeki. Bókina um veginn, ættu til dæmis allir að lesa. Æðruleysi er eitt af því sem Kínverjar leggja mikla áherslu á að tileinka sér. Æðruleysisbænina kannast margir við en það er meira fólgið í æðruleysi austurlandabúa en áunninni æðruleysi vestrænna lúsera.
Kínverjar trúa á orsök og afleiðingu..yin og yang. það geri ég líka. Ég trúi því til dæmis að það að við sitjum uppi með ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms sé refsingin sem okkur ber fyrir að hafa kosið yfir okkur ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokks og Framsóknar á íhaldsáratugnum á undan. Þess vegna sætti ég mig við þessa stjórn þrátt fyrir tuðið. Við eigum hana skilið..
21.5.2011 | 15:46
Hvar er Teitur?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.5.2011 | 15:03
Þetta gefur lífinu lit
Það sem veitir bjartsýni og von er að sjá líf kvikna í náttúrunni að vori eftir erfiðan og kaldan vetur. Það eru ekki upplognar væntingavísitölur eða von um hagvöxt sem fær fólk til að þreyja þorrann hér á norðurslóðum. Sjálfumglaðir stjórnmálamenn ættu að átta sig á því að það eru ekki þeir sem veita von, vonin kviknar þrátt fyrir þá og þeirra gjörðir
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.5.2011 | 13:36
Alkagenið
Það rifjaðist upp fyrir mér nýlega af gefnu tilefni, rannsókn sem Kári Stefánsson og Íslensk Erfðagreining gerðu í samvinnu við SÁÁ og snérist um að finna genið sem ylli alkóhólisma. Ekki fer sögum af árangri eða niðurstöðum þessarar rannsóknar en ég geri ráð fyrir að genið hafi ekki fundist því annars væri búið að bólusetja þjóðina gegn þessum kvilla.
Því segi ég þetta að mér finnst öll þjóðin vera haldin meðvirkni á háu stigi. En meðvirkni er ein algengasta birtingarmynd sjúkrar tilveru alkóhólistanna og aðstandenda þeirra sem í okkar tilfelli nær yfir stóran hluta þjóðarinnar. Í vanmætti okkar viljum við trúa að allt fari á besta veg. Þótt við vitum innst inni að allt fari þetta til andskotans.
Steingrímur J. Sigfússon er haldinn meðvirkni á háu stigi. Honum er tíðrætt um að landið sé að rísa og allt fari hér á besta veg. Þetta er dálítið hjákátlegt þegar haft er í huga að 19.ágúst 2010 skrifaði Steingrímur fyrstu grein af 6 í fréttablað Jóns Ásgeirs undir fyrirsögninni Landið tekur að rísa! Og allar götur síðan hefur hann klifað á þessum töfraorðum hins sjálfsblekkta meðvirka alkóhólista, Landið er að rísa. Nú síðast á flokksráðfundinum sem lauk í dag. Hvað gerðist á þessum 9 mánuðum? Afhverju er ekki landið löngu risið? Er þetta kannski jarðfræðilegur mælikvarði á landris sem Steingrímur beitir í blekkingarspunanum?
Ég trúi ekki Steingrími. Ég er ekki meðvirkur. Ég veit að þetta fer illa. það gerir það alltaf
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.5.2011 | 11:21
Hallelúja Samkoma Vinstri Grænu Fasistanna
![]() |
Þremenningarnir snúi aftur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.5.2011 | 19:46
Kostnaðarvitund Árna Múla
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.5.2011 | 17:38
Auglýst eftir Samfylkingarþingmanni
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)