Bubbi grætur

Þótt bankinn megi brjót' á mér
ég bíð þess bætur
En aumur Bubbi barmar sér
og bara grætur

Góð vísa er aldrei of oft kveðin

Þótt stólinn sinn Steingrímur tigni
og striga sé kallaður kjaftur
Í helvíti fyrr held ég rigni
en hægt sé að kjósa hann aftur

Halo


Bertelska

Mér er í fersku minni sá skjálfti sem fór um vandlætingarsamfélagið þegar Þráinn Bertelsson kallaði 2 þingkonur úr Sjálfstæðisflokknum íhaldsbeljur. Mér fannst ástæðulaust þá að taka þátt í hneykslunarumræðunni því mér fannst ekkert athugavert við þessi orð Þráins. Þráinn er listamaður orðsins og hver erum við að gagnrýna stílbrögð hans?  Við erum líka flest fífl að hans mati svo ég hélt mér bara á mottunni eins og hæfir þegar ofurmenni ávarpa skrílinn.

Hins vegar finnst mér tilvalið að apa þetta stílbragð eftir Þráni og kalla það Bertelsku honum til heiðurs. Framvegis þegar mér finnst ég þurfa að taka sterkt til orða þá ætla ég að beita Bertelskunni. Til dæmis þá þarf ég að skrifa pistil um Bankasýslu stýruna og sá pistill  mun hafa fyrirsögnina "Beljan í Bankasýslunni"  Be warned! LoL


Yin og Yang

Ég hef lengi verið hrifinn af kínverskri heimsspeki. Bókina um veginn, ættu til dæmis allir að lesa. Æðruleysi er eitt af því sem Kínverjar leggja mikla áherslu á að tileinka sér.  Æðruleysisbænina kannast margir við en það er meira fólgið í æðruleysi austurlandabúa en áunninni æðruleysi vestrænna lúsera.

Kínverjar trúa á orsök og afleiðingu..yin og yang. það geri ég líka. Ég trúi því til dæmis að það að við sitjum uppi með ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms sé refsingin sem okkur ber fyrir að hafa kosið yfir okkur ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokks og Framsóknar á íhaldsáratugnum á undan. Þess vegna sætti ég mig við þessa stjórn þrátt fyrir tuðið. Við eigum hana skilið..LoL


Hvar er Teitur?

Ég hef tekið eftir því að lítið hefur heyrst í icesavebloggara Samfylkingarinnar, Teiti Atlasyni frá því þjóðin hafnaði málflutningi hans og hans félaga svo afgerandi í þjóðaratkvæðagreiðslunni í vetur.  Ekki það að ég sakni hans, það er langt í frá að hans sé saknað. Gæli frekar við þá von að endalok stjórnarsamstarfsins sé nærri og við verðum brátt laus við þessa umræðuhefð Samfylkingarspunakalla sem byggir á hatri gagnvart andstæðingum þeirra. Enda þarf þjóðin ekki á spunaköllum að halda. Það sem þarf er að segja þjóðinni satt og rétt frá. Engar blekkingar og baktjaldamakk eins og þessi stjórn hefur gerst sek um allt of oft. Því miður. Þjóðin er margfalt skynsamari en ráðherrar Samfylkingar og Vinstri Grænna. Við höfnum þeirra forsjá og þeirra spuna.

Þetta gefur lífinu lit

Það sem veitir bjartsýni og von er að sjá líf kvikna í náttúrunni að vori eftir erfiðan og kaldan vetur. Það eru ekki upplognar væntingavísitölur eða von um hagvöxt sem fær fólk til að þreyja þorrann hér á norðurslóðum. Sjálfumglaðir stjórnmálamenn ættu að átta sig á því að það eru ekki þeir sem veita von, vonin kviknar þrátt fyrir þá og þeirra gjörðir

 

photo_327.jpg

photo_325.jpg

 

 

 

 

 

 

photo_326.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 


Alkagenið

Það rifjaðist upp fyrir mér nýlega af gefnu tilefni,  rannsókn sem Kári Stefánsson og Íslensk Erfðagreining gerðu í samvinnu við SÁÁ og snérist um að finna genið sem ylli alkóhólisma.  Ekki fer sögum af árangri eða niðurstöðum þessarar rannsóknar en ég geri ráð fyrir að genið hafi ekki fundist því annars væri búið að bólusetja þjóðina gegn þessum kvilla.

Því segi ég þetta að mér finnst öll þjóðin vera haldin meðvirkni á háu stigi. En meðvirkni er ein algengasta birtingarmynd sjúkrar tilveru alkóhólistanna og aðstandenda þeirra sem í okkar tilfelli nær yfir stóran hluta þjóðarinnar. Í vanmætti okkar viljum við trúa að allt fari á besta veg. Þótt við vitum  innst inni að allt fari þetta til andskotans.

Steingrímur J. Sigfússon er haldinn meðvirkni á háu stigi. Honum er tíðrætt um að landið sé að rísa og allt fari hér á besta veg. Þetta er dálítið hjákátlegt þegar haft er í huga að 19.ágúst 2010 skrifaði Steingrímur fyrstu grein af 6 í fréttablað Jóns Ásgeirs undir fyrirsögninni  Landið tekur að rísa! Og allar götur síðan hefur hann klifað á þessum töfraorðum hins sjálfsblekkta meðvirka alkóhólista, Landið er að rísa. Nú síðast á flokksráðfundinum sem lauk í dag. Hvað gerðist á þessum 9 mánuðum? Afhverju er ekki landið löngu risið? Er þetta kannski jarðfræðilegur mælikvarði á landris sem Steingrímur beitir í blekkingarspunanum?

Ég trúi ekki Steingrími. Ég er ekki meðvirkur. Ég veit að þetta fer illa. það gerir það alltaf


Hallelúja Samkoma Vinstri Grænu Fasistanna

Það eina fréttnæma varðandi þessa flokksráðstefnu sértrúarsöfnuðar Steingríms Joð, er að engin uppreisn er í bígerð innan söfnuðarins þvert á væntingar fjölmiðla.  Landsmenn láta væntanlega þetta upphlaup sér í léttu rúmi liggja. Lygarnar í Steingrími eru hættar að vekja athygli eftir 2 ár hans í starfi sem ráðherra.  Það væru hins vegar fréttir ef hann yrði nú einu sinni ærlegur og segði þjóðinni satt. En ég á ekki von á því
mbl.is Þremenningarnir snúi aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kostnaðarvitund Árna Múla

Bæjarstjóranum á Akranesi finnst ekki mikið að punga út á annað hundrað milljónum fyrir 4 bindi af Sögu bæjarins. Ekki veit ég hver taxtinn er hjá sagnfræðingum almennt en augljóst er að bærinn hefur samið all svakalega af sér.  Og ekki síst þegar haft er í huga að Saga Akraness hefur nú þegar verið rituð nokkrum sinnum svo ekki hefur þurft að gera kostnaðarsamar frumrannsóknir.  Einnig eru til mjög góðar heimildir um sögu kaupstaðarins í ævisögu Haraldar Böðvarssonar sem ég eignaðist fyrir mörgum árum og las mér til fróðleiks og ánægju. Ekki er ég viss um að ég hafi geð í mér til að lesa þessa nýju sögu sem kostað hefur bæjarfélagið sem samsvarar árslaunum 20 verkamanna!  En ég óska bæjarfélagi sem hefur efni á þessu og efni á að hafa bæjarstjóra sem  finnst þessi upphæð sanngjörn, til hamingju með fjárfestinguna. En betra hefði mér þótt ef hún hefði verið rituð á skinn fyrir þetta verð!

Auglýst eftir Samfylkingarþingmanni

Eina sem vitað er um hann nú sem stendur er, að konan hans vinnur hjá Siglingamálastofnun og hatar Útvarp Sögu.  Fasisminn í þessu fólki er alveg yfirgengilegur. Nú hvetur það opinberlega til ritskoðunar og hefts tjáningarfrelsis. Sjá menn virkilega ekki á hvaða leið við erum með þetta fólk við stjórn? Við verðum að þola gagnrýna umræðu þótt skoðanir séu deildar. Útvarp Saga hefur alltaf staðið vörð um tjáningarfrelsið og leyft gagnrýni þegar aðrir hafa stundað þöggun.  Frelsi fjölmiðla eins og Útvarps Sögu er aldrei eins mikilvægt og í spilltu ættbálkaþjóðfélagi eins og okkar þar sem nepótismi tröllríður öllu valdakerfinu. Að setja lög sem eiga að hefta frelsi fjölmiðla eins og Útvarps Sögu eru aðför að frelsinu í landinu. Ekkert minna.  Fáum upp á yfirborðið nöfn þessa fólks sem hugsar eins og þessi eiginkona Samfylkingarþingmannsins nafnlausa. Eftir höfðinu dansa limirnir og víst að þau hjónin deila fleiru en sænginni

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband