Jón Kristjánsson á Útvarpi Sögu

Bara benda mönnum á að Jón Kristjánsson, fiskifræðingur er núna í þessum skrifuðu orðum að ræða um fiskveiðistjórnunina og breytingar sem nauðsynlegar eru í viðtali við Arnþrúði Karlsdóttur.  Ég hvet alla áhugamenn að hlusta. Viðtalið verður örugglega endurflutt fyrir þá sem missa af því núna.  Jón hefur aðrar skoðanir á málunum en fiskifræðingar Hafró.

Um mútur og saklausa sjálfstæðismenn

Saklausir sjálfstæðismenn
sagt er að finnist hér enn
Sín Gulli vill hefna
og Birni Val stefna
-af ofvæni í skinninu brenn-

Ef Björn Valur tekur til varna
veit Gulli að stuðningsmenn Bjarna
sér munu hafna
fyrir að safna
mútum úr vitlausum kjarna


Mannvonska

Allt er hér með einum brag
yfirvöldin illgjörn
Vestur á firði flugu í dag
og felldu lítinn ísbjörn

Um stakkinn og vöxtinn

Íslandi hefur verið skorinn of stór stakkur miðað við stærð er niðurstaða mín eftir áralanga rannsókn. Upphafið er hægt að rekja til inngöngu okkar í EES og þeirra kvaða sem  sá milliríkjasamningur lagði á okkar herðar. Og stjórnmálamenn sem áttu að sjá um að stytta og þrengja (aðlaga reglurnar eins og við átti) stóðu sig ekki í stykkinu. Sinnuleysi stjórnmálanna var algert enda lítið frumkvæði leyft innan flokkanna. Þess vegna bera Davíð og Halldór mesta ábyrgðina á því klúðri sem átti sér stað við inngönguna í EES, þótt sökin á sjálfum samningnum liggi hjá Jóni Baldvin.

Það sem menn áttuðu sig ekki á var að íslenska örríkið gat aldrei staðið undir þeim skuldbindingum sem þátttaka í EES samstarfinu leiddi af sér. Þessar reglur ESB sem við vorum neydd til að taka upp í okkar löggjöf voru sniðnar að milljónaþjóðunum á meginlandi Evrópu sem áttu alls ekki við hér og voru beinlínis skaðlegar okkar sjálfstæði og  tilverurétti hér á skerinu. Nægir að nefna hrikalegar afleiðingar fjórfrelsisins sem hér tók gildi við undirritun EES samningsins 1994. Við hefðum betur haldið okkur við tvíhliða tollasamninga að hætti Sviss sem hafnaði aðild að EES í þjóðaratkvæðagreiðslu sem okkur var neitað um.

Vöxtur ríkisbáknsins er annað dæmi um óraunsæið í íslenskri pólitík. Hér rekum við stærra ríkisapparat en þekkist í nokkru landi í veröldinni ef miðað er við fólksfjölda.  þetta hefur reynst okkur gríðarlega kostnaðarsamt. Nú er svo komið eftir áratuga óstjórn að margir sjá það sem eina mögulega kostinn í stöðunni að ganga í Evrópusambandið og velta vandanum yfir á skattborgara Þýskalands og Frakklands og Bretlands. Ekki er víst að það gangi eftir.Almenningur í þessum löndum er að vakna upp til vitundar um að kannski sé hag þeirra ekki best borgið í samruna ESB í eitt stórríki. Hvaðverður þá um okkur?

Til langs tíma litið held ég að okkar hag sé best borgið utan EES og þarafleiðandi ESB. Okkar vandi er vissulega stór en alls ekki óyfirstíganlegur. Eina sem þarf er að koma fjórflokknum frá völdum í eitt skipti fyrir öll og koma hér á ættbálkaráði.  Við erum hvort sem er ekki nógu stór til að teljast þjóð.


Heita kartaflan

Framtíð lífeyrissjóðakerfanna er heita kartaflan í íslenskri pólitík í dag. Enginn þorir að tjá sig um þetta stjórnlausa kerfi eða hvað þjóðhagslega hagkvæmast er að gera. Enginn vill vera boðberi válegra tíðinda.  Samt komumst við ekki hjá því að ræða framtíð þessa kerfis af alvöru. Í ágætri samantekt Haraldar Líndals um helgina sem má nálgast á vef Láru Hönnu, fjallar hann á hreinskilnislegan hátt um skuldastöðu ríkisins en forðast alveg að ræða um mikilvægi lífeyrirsjóðanna í efnahag ríkisins. Eini Alþingismaðurinn sem þorir að tala um lífeyrissjóðina er Lilja Mósesdóttir og eini bloggarinn sem  ræðir þetta af einhverju viti í stóra samhenginu er Marínó Njálsson

Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að þjóðnýta beri eignir lífeyrissjóðanna og nota þær í þágu allra landsmanna. Sérstaklega núna þegar vaxtakostnaður af erlendum lánum ríkisins er að rýra lífskjör okkar jafn mikið og raunin er. Mörg önnur rök má færa fyrir því að þjóðnýta beri þessar eignir svo sem að sjóðirnir mismuna landsmönnum og umsýsla þeirra er kostnaðarsöm og býður upp á pólitíska spillingu. Að ekki sé talað um óeðlilega tilfærslu valds frá stjórnmálamönnum til þeirra sem sýsla með sjóðina í okkar nafni. Hið opinbera kerfi er svo kapituli útaf fyrir sig sem enginn þorir að ræða.  því lífeyrirsskuldbindingar ríkisins eru löngu vaxnar ríkinu yfir höfuð. 

Einn sjóður sem falinn verði Seðlabankanum til varðveislu er hið eina rétta. Andvirði hans verði notað til að koma á jafnvægi í hagstjórninni, afnema verðtryggingu og halda vöxtum lágum.  En um þetta verður að fara fram opinská umræða. Við megum ekki láta stjórnmálin koma aftan að okkur eins og með EES á sínumk tíma og ESB umsóknina núna.


Ránfiskur í lítilli tjörn

solbakur.jpgÞessi yfirtaka Samherja á starfsemi Brims á Akureyri vekur með mér ugg. Ég hef löngum varað við þeirri samsöfnun valds sem felst í of stórum fyrirtækjum á litlum atvinnusvæðum þar sem atvinna er einhæf. Hér áður fyrr réðu KEA og ÚA öllu á Akureyri, núna ræður Þorsteinn Már öllu. Hann er hinn raunverulegi skuggabæjarstjóri og það er farið eftir hans vilja. Núna bætist enn við þetta vald hans yfir örlögum íbúa Eyjafjarðarsvæðisins, sem var þó ærið fyrir. Um ástæður þess að vilja búa og starfa á landsbyggðinni er oft sagt að menn vilji frekar vera stórir fiskar í lítilli tjörn en litlir fiskar í stórri tjörn. Þorsteinn Már er hvorugt. Hann er ránfiskur sem ógnar umhverfi sínu. Saga hans í útgerð hér á íslandi ber þess vitni. Hann hefur ekki skirrst við að eyðileggja líf og lífsskilyrði fjölda manna og byggðarlaga í eigin þágu. Þetta hefur hann gert með fjandsamlegri yfirtöku fyrirtækja og í kjölfarið fækkun starfa og lokun fyrirtækja. Og enginn þorir að standa upp í hárinu á þessum manni!  Hvað veldur? Hvaða tök hefur Þorsteinn Már í stjórnmálum og viðskiptalífi sem færir honum þessi ofurvöld önnur en felast í stærð Samherja?  Og hvers vegna er ríkisbankinn að fjármagna kvótakaup Samherja upp á 10 milljarða á þessum tíma? Kaupin á Brim virðast sýndargerningur. 2 eldgamlir togarar og úr sér genginn húsa og tækjakostur getur ekki verið 14 milljarða virði. Hafa ber í huga að þegar Guðmundur vinalausi keypti ÚA af Eimskip þá fylgdi með í þeim pakka 6 togarar og mikill kvóti og blómleg vinnsla sem veitti 300 Akureyringum vinnu. Núna tala menn um 2 skip og atvinnu fyrir 150 manns!  Landsbankinn er greinilega að fremja einhverjar bókhaldsbrellur með aðkomu sinni. Sennilega hefur gjaldþrot vofað yfir Brimi og þetta því björgunaraðgerð af hálfu ríkisbankans. Í þeirri stöðu hefur Þorsteinn Már haft sterka stöðu. Og hann hefur haft tryggingu fyrir að kvótinn verði ekki af honum tekinn. Kannski eru þessi kaup hans skýringin á því hann bakkaði útúr kaupunum á MP banka fyrr í vetur. Hvað sem líður öllum þessum bollaleggingum þá hljóta menn að íhuga rækilega hvort stærstu fyrirtækin hér á landi séu ekki orðin of stór og hafi í því sambandi í huga fall bankanna 2008 og stærð þeirra í hlutfalli við stærð efnahags íslenska ríkisins.
mbl.is Samherji kaupir Brim á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Soffía frænka hótar ræningjunum í beinni

Nú keppist fjölmiðill ríkisstjórnarinnar við að flytja fréttir af afrekum Árna Páls aka Pancho Sanza aka Soffíu frænku. Fyrst var það frækinn árangur Don Kíkóta og Pancho Sanza í New York í viðureigninni við AGS og matsfyrirtækin og núna á að setja skilanenfdunum húsreglur! Hvers lags fíflagangur er þetta.

ASÍ SA og RSÍ

Hótanir og ógnanir er orðið daglegt brauð á borðum landsmanna í hverjum fréttatíma undanfarin ár. Og það eru allir að hóta öllum. Í staðinn fyrir að koma hér á festu og stöðugleika þá hefur Ríkisstjórnin kynt undir ófriðarbáli með því að rýra lífskjörin meir en nokkur þörf var á.

Ríkisstjórn sem ekki getur stjórnað í sátt við þjóð sína á að fara frá. Hver dagur sem líður án þess að þjóðin fái að kjósa sér nýja forystu er glataður dagur. Og áfram herðist hengingarólin að hálsi skuldurum landsins. þessum sömu og allt fjármálakerfið var reist á í kjölfar efnahagshrunsins. Hvenær verður næsta hrun?  Gæti skeð að allur þessi hávaði nú í Ríkisstjórninni sé til að dreifa athyglinni frá hinum gífurlega vanda sem búið er að koma okkur í vegna rangra ákvarðana þessarar ríkisstjórnar?  Þá er gott að finna sér sökudólg og hann er SA.  Óvinir ríkisins númer 1 eru SA og eins og gyðingum þriðja ríkisins var fórnað í áróðursstríði Hitlers fasismans, þá skal fórna Samtökum Atvinnulífsins og öllum sem dirfast að vinna gegn  fasistastjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J.

Með þessum sleggjudómi er ég ekki að verja dæmalausa frekju LÍÚ deildarinnar í Sjálfstæðisflokknum.  þvert á móti. En ég skil að menn skuli þurfa að verja fyrirtækin og fjárfestingarnar fyrir því sem nú er að gerast. Um þetta snúast átökin. Og þetta eru afleiðingar þess að atvinnulífinu var leyft að fjárfesta í stjórnmálunum. Það leysir engan vanda að reka Vilhjálm Egilsson. 

það sem þarf að gera er að aðskilja á skýran hátt SA, ASÍ og RSÍ (Ríkisstjórn Íslands) Ríkisstjórnin á ekki að vera í samkrulli með hagsmunaöflum og stunda hrossakaup við þau í nafni stöðugleika. Og Samtök Atvinnulífsins eiga ekki að hóta ríkisstjórn og verkalýð í krafti atvinnuhagsmuna og ASÍ á ekki að stunda fjárfestingarstarfsemi í samstarfi við atvinnurekendur með framtíðarlífeyrir landsmanna.  Um þetta snýst málið.
mbl.is „Látum sverfa til stáls“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfélags sáttmáli verður að byggjast á trausti

Traust til stjórnmálaflokka, stjórnmálamanna og annarra sem hafa sett sig til forystu í íslensku samfélagi er gersamlega hrunið. En stjórnmálamenn á skilorði skilja þetta ekki! Af hverju halda menn að hér geti menn haldið áfram á sömu braut og fyrir hrun? Þessi stjórn sem kennir sig við velferð komst til valda á skilorðssamningi við meirihluta þjóðarinnar en hefur fyrir löngu rofið það skilorð.

Traustið verður ekki endurreist nema fyrst fari fram gagnger endurskoðun á hinum pólitísku leikreglum. Stjórnmál eiga að snúast um hugsjónir og hugmyndafræði. Stjórnmál eiga ekki að snúast um hagsmuni eða hagfræði. Íslenskt samfélag hrundi vegna þess að menn misstu sjónar á hlutverki og ábyrgð stjórnmálanna.  Til þess að pólitíkin virki sem tæki til að stjórna með þarf bara eitt. Traust Og til þess að ávinna og viðhalda trausti þarf bara trúverðugleika og heiðarleika. Mjög fáir hafa gert sér grein fyrir þessum einfalda sannleika. Því miður. Þrátt fyrir 2 skýrslur þá halda hrokafullir stjórnmálamenn að þeir komist upp með að hunsa vilja almennings til breytinga. Loforð og efndir verða að fara saman. Við gerum ekki meiri kröfur. 

Íslenska þjóðin er í eðli sínu meðvirk og ligeglad. En núna held ég að þolmörkunum sé náð. Hér verður að fara fram allsherjar endurskoðun. Við verðum að stofna nýtt lýðveldi og setja okkur nýjan samfélags sáttmála. Þetta stjórnlagaráð er prump, enda sprottið af vilja spilltra og í raun umboðslausra stjórnmálaafla sem nú sitja á Alþingi í óþökk flestra landsmanna.


Ekki boðlegt ferli

jon-bjarnason_1080001.jpgEitt af því sem mikið hefur verið gagnrýnt er að ekki skuli ríkja hér fjölskipað stjórnvald. Ráðherraræðið er sérstaklega slæmt þegar ráðherrarnir eru jafn óhæfir og þessir 10 í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Það er sama hvert litið er, ekkert af þessu fólki virðist ráða við þau verkefni sem undir þau heyra og til að fela vanhæfið er valdið gjarnan framselt til embættismanna og sérfræðinga sem bera svo enga pólitíska ábyrgð. Þetta er vandi ríkisstjórnarinnar í hnotskurn og jafnframt einkenni. Jón Bjarnason er sérstakur kapituli útaf fyrir sig. Hann hangir enn í sínu embætti af því að það er ekki hægt að losna við hann. Þetta veit hann og hefur breytt sínu ráðuneyti í verndaðan vinnustað þar sem engar kröfur eru lengur gerðar um árangur. Það er engin furða þótt fréttamenn fái lítil svör við spurningum sem þeir leggja fyrir þennan ráðherra. Hann hefur engin svör því það er ekkert að gerast. Eftir 2 ár leggur hann fram drög að skemmdarverki á fiskveiðistjórnarlögunum, með þeim orðum að það verði enginn sáttur! Og hvað eiga menn við þegar þeir Steingrímur tala um að tryggja útgerðinni örugg rekstrarskilyrði?  Ætlar ríkisstjórnin að tryggja áfram hagstætt gengi?  Það er það eina sem hún hugsanlega getur haft áhrif á.  Ekki ræður hún aflabrögðum, gæftum eða markaðnum.

Allt þetta ferli sem málið hefur verið í undir stjórn Jóns Bjarnasonar er ekki boðlegt. Fasistinn Jón Bjarnason vill bara eitt og það er að tryggja ríkisforsjá áfram. Ef ekki í formi innköllunar og kvótaleigubrasks ríkisins,  þá undir pólitísku skömmtunarkerfi úr félagslegum pottum. Niðurlæging greinarinnar er algjör

Ég skora því á útgerðamenn og sjómenn og fiskverkafólk að taka höndum saman og krefjast afnáms kvótakerfisins strax. Það er hið eina rétta í stöðunni. Um það verður víðtæk sátt,

Fasísk ríkisforsjárhyggja ríkisstjórnarinnar er að keyra hér allt þjóðfélagið í þrot.
mbl.is „Verður sjálfsagt enginn sáttur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband