13.4.2011 | 07:57
Svar mitt til ESA
Fjármálahrunið á Íslandi haustið 2008 má rekja til samþykktar EES samningsins í janúar 1993. Sá samningur lagði ofurkröfur á hendur örríkinu Íslandi sem það átti aldrei möguleika á að standa undir. ESB átti að vera ljóst að sjálfstætt örríki með sitt örhagkerfi gæti aldrei innleitt þær kvaðir sem á okkur voru lagðar með EES aðildinni. ESB átti að koma í veg fyrir vöxt bankakerfisins íslenska. Árið 2006 vissu menn í æðstu stöðum innan ESB að bankakerfið var að falli komið. Samt var íslenskum bankaræningjum leyft að stofna innlánsreikninga í Bretlandi og Hollandi og stela sparifé af áhættusæknum gróðamönnum með gylliboðum sem allir máttu vita að stæðust aldrei. Ábyrgðin af icesave skandalnum hlýtur því að lenda á þeim breskum og hollenskum eftirlitsaðilum sem brugðust. Allar skuldbindingar sem óttaslegin íslensk stjórnvöld gengust undir í kjölfar hrunsins eru ekki bindandi fyrir íslenska þjóð eða afkomendur hennar sem nú eru krafin um ábyrgðir. Þrotabú glæpabankans mun að sjálfsögðu ganga upp í allar kröfur eins og íslensk lög kveða úr um. Hins vegar kemur alveg til greina að afhenda breskum og hollenskum kröfuhöfum þetta þrotabú ef það myndi teljast ásættanleg lausn.
Í ljósi þeirrar reynslu sem íslenska þjóðin hefur nú af evrópska ríkjasamrunanum og þeirra brota sem við sannanlega gerðum á EES samningnum varðandi takmarkanir á frjálsu flæði fjármagns, þá tilkynnist ykkur hér með að við munum sjálfviljugir reka okkur úr EES samstarfinu og áskilja okkur allan rétt til endurskoðunar á þeirri löggjöf sem við höfum neyðst til að innleiða í íslensk lög. Hér á Íslandi ríkir næg spilling svo við förum ekki að flytja hana inn í formi styrkjapólitíkur ESB. Sama má segja um kynþáttavandann og aukninguna á glæpum sem eru bein afleiðing á EES samstarfinu.
Hvort við munum kjósa að eiga í viðskiptum við ESB varðandi útflutning á fiskafurðum eða orku er undir viðbrögðum ESB komin en við minnum á að Ísland er tiltölulega sjálfbært land og lítt háð innflutningi þegar innlendir orkugjafar hafa tekið við af innfluttu jarðefnaeldsneyti sem nú verður flýtt. Lega landsins og mikilvægi pólsiglinga í framtíðinni gerir samstarf við Bandaríkin og Kanada meira eftirsóknarvert en frekara samstarf við ESB.
Og undirskriftin yrði,
Adieu sukers
en ekki þín Jóhanna, eins og undirskrift á bréfi sem Jóhanna sendi Gordon Brown í fyrra
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.5.2011 kl. 21:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2011 | 05:58
Davíð Oddsson og Hægri-Elítan
Skilgreining á Hægri-Elítu: Fólk sem setur sjálft sig skör hærra en aðra (sem það gjarnan fyrirlítur á grundvelli ættartengsla/vensla og auðs)
Hægri-Elítan skiptist í grófum dráttum í 2 hópa:
1. Venjulegt fólk sem tilheyrir sérstökum valdaættum
2. Auðugt fólk sem tilheyrir sérstökum valdaættum
Aðrir komast ekki í þennan elítuhóp hversu mjög sem menn langar og hversu mikið sem menn leggja á sig. Hægri-Elítan stjórnar Íslandi í krafti auðs. Hún leggur stjórnmálaflokkum til fjármagn gegn vissum fríðindum. Hægri-Elítan setur þá sem henni eru þóknanlegir til valda. Hægri-Elítan valdi Davíð Oddsson sem arftaka Bjarna Ben og studdi hann til valda gegn Þorsteini Pálssyni. Hrunið hefur engu breytt. Hægri-Elítan stjórnar hér enn öllu. Hún skákaði Davíð oddssyni á hliðarlínunni vegna þess að það hentaði henni, ekki vegna þess að Davíð væri ætlað neitt frekara hlutverk.
Davíð hefur aldrei tilheyrt Hægri-Elítunni og honum verður fórnað um leið og hann gagnast henni ekki lengur. Það má verða fyrr en menn grunar. Atlaga Davíðs manna að krónprinsi Engeyjarættarinnar eru big mistake. Bjarni mun verða studdur til áframhaldandi formennsku í Sjálfstæðisflokknum hvað sem gamlir leppar eins og Styrmir og Davíð segja. Innvígður og innmúraður eiga ekki við í sambandi við Hægri-Elítuna. En hér sannast að sjálfsblekkingin er versta syndin. Sjálfsbelgdir ritstjórar Morgunblaðsins hafa aldrei haft nein völd. Munum að blóð er þykkara en vín
Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.4.2011 kl. 10:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2011 | 04:25
Jóhanna Sigurðardóttir og Vinstri-Elítan
Vinstri-Elítan skiptist í grófum dráttum í 2 hópa:
1. fólk með langskólamenntun og
2. kaffihúsarotturnar
Hópur 1 skiptist síðan í pólitíkusa, embættismenn, fjölmiðlamenn og kennara, en hópur 2 skiptist í skáld og önnur gáfumenni til að mynda álitsgjafa og uppgjafa stjórnmálamenn. Þetta lið kalla ég vinstri-elítuna í landinu. Vinstri elítan er hryggjarstykkið í Vinstri Grænum og Samfylkingunni. Fyrir þeim eru stjórnmál sama og trúarbrögð og leiðtogi flokksins þeirra er jafnframt leiðtogi lífs þeirra. Samkvæmt þeirra lífsskoðun þá er pöpullinn heimskur og nauðsynlegt að hafa vit fyrir honum. (Þess vegna sækir margt af þessu fólki í kennslu).
Þetta sést berlega ef félagaskrárnar eru skoðaðar. Við getum farið í gegnum þingflokka og ráðherralista þessarar ríkisstjórnar og dregið alla alþingismenn og ráðherra í dilka samkvæmt skilgreiningu minni að ofan NEMA Jóhönnu Sigurðardóttur. Hún á þar ekki heima!


Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2011 | 00:53
Flett ofan af lygaspunanum 1. hluti
Icesave í augum Samfylkingar hefur alltaf snúist um að halda hlífiskildi yfir Ingibjörgu Sólrúnu, Össuri Skarphéðinssyni, Björgvini G. Sigurðssyni og Jóni Sigurðssyni og hindra að þeirra afglöp í ríkisstjórn Geirs Haarde yrðu rannsökuð ofan í kjölinn. Þetta er hin raunverulega ástæða fyrir því að Jóhanna Sigurðardóttir og forystusveit Samfylkingarinnar voru tilbúin að axla byrðar upp á 600 milljarða fyrir hönd þjóðarinnar. Ef þetta eru ekki landráð þá veit ég ekki hvað landráð eru. Að koma í veg fyrir opinbera rannsókn á glæpsamlegu athæfi í aðdraganda hrunsins eins og gert var með því að koma í veg fyrir að allir fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Geirs Haarde yrðu dregnir fyrir landsdóm er líka glæpur gegn þjóðinni. En þetta lið skal ekki fagna of fljótt. Það eru ennþá tilefni og tækifæri til að draga þessa ólánsömu ráðherra fyrir landsdóm. Slík eru axarsköftin og af nógu að taka.
Þjóðin hafnaði Icesave og fletti ofan af raunverulegri ástæðu fjórflokksins fyrir að berjast fyrir þessari ólöglegu skuldbindingu. Núna neyðast þau til að horfast í augu við þjóðina og viðurkenna glæpaverkin. Það verður erfitt ef marka má fyrstu viðbrögð. Það virðist eðli íslenskra stjórnmála að ljúga og blekkja. Í útlöndum segja ráðamenn sem staðnir eru að lygum oftast af sér eða eru knúnir til þess. Frægust er sneypuleg útreið Bills Clinton vegna Monicu málsins. En þótt íslenskir ráðherrar séu ítrekað teknir með allt niður um sig þá sitja þeir áfram eins og ekkert hafi í skorist! Hvað er þetta nema samtrygging fjórflokksins eins og margoft hefur verið bent á?
Hvenær ætla stjórnmálamenn að hætta að ljúga og blekkja?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.4.2011 | 12:07
Vantraustið er gagnkvæmt
Ríkisstjórnin og meirihluti alþingis börðust gegn því að þjóðin greiddi atkvæði um icesave lögin. Þau treysta ekki þjóðinni. Þjóðin hafnaði síðan forsjá ríkisstjórnarinnar í þessu aðalbaráttumáli hennar með afgerandi hætti í gær. Þjóðin treystir ekki þessari ríkisstjórn sem fer gegn hagsmunum þjóðarinnar í stóru sem smáu. Samt ætlar ríkisstjórnin að sitja áfram eins og ekkert sé. Umboðslaus og rúin trausti getur þessi ríkisstjórn ekki setið. Hvernig ætlar ríkisstjórnin að halda á málum gagnvart ESA dómstólnum svo trúverðugt sé? Það er almannahagur að Icesave málið fari fyrir dómstóla og verði rannsakað ofan í kjölinn. Samfylkingin óttast slíka rannsókn. Þá mun verða flett ofan af þeirra aðkomu að þessum svikagerningi. Þar eru margir hákarlar sem héldu að þeir væru sloppnir þegar ákærur gegn ráðherrum voru felldar af vanhæfum samþingmönnum og fyrrverandi félögum á síðasta ári. Hræðsluáróðurinn sem nú heyrist um að rannsókn á hruninu verði hætt ef þessi stjórn fellur, heldur ekki vatni. Þessi stjórn vill enga rannsókn. Hún hefur dregið lappirnar í öllu sem viðkemur ítarlegri rannsókn á þeirri stjórnmála og embættismanna spillingu sem leiddi til kerfishrunsins í október 2008.
Við þurfum nýja vendi í ríkistjórn, sem eru óhræddir við að láta fara fram óháða rannsókn á öllu fjármálakerfinu. Kvótasetningu í landbúnaði og sjávarútvegi og einkavæðingunni. Peningamálastefnu seðlabankans og hvernig forsvarsmenn lífeyrissjóðanna brugðust því hlutverki sem þeim var falið. Hér hefur engin rannsókn farið fram. Og hér hefur enginn verið látinn sæta ábyrgð! Trúa menn því virkilega að þessi ríkistjórn ætli að gera upp hrunið? Og hvað með löngu tímabæra endurskoðun á fiskveiðistjórnuninni? Þar ríkir þögnin ein enda hafa menn engan skilning á þeim skaða sem þetta kerfi hefur valdið þjóðarbúskapnum undanfarin 20 ár. Sjávarútvegur er ekki lengur meginatvinnuvegur þjóðarinnar samkvæmt sóknaráætlun 2020. Eins sorglegt og það nú er, þá hefur LÍÚ tekist að slá eign sinni á fiskstofnana og það eru fáir ef nokkrir stjórnmálamenn tilbúnir að gæta hagsmuna þjóðarinnar.
Hér þarf að efna til kosninga og freista þess að fá valda einstaklinga til að bjóða sig fram til setu í ríkisstjórn. Fjórflokknum þarf að halda frá landsstjórninni um langa framtíð.
Steingrímur lagði sjálfan sig að veði og tapaði. Hann má ekki koma að málarekstrinum fyrir EFTA dómstólnum (ef af verður). Það verður ávísun á því að málið tapist.
Hér eru bara tveir kostir í boði. Annaðhvort víkur stjórnin eða þjóðin. 20 þúsund Íslendingar á besta aldri og með bestu menntunina eru þegar farin. Hve margir þurfa að fara til viðbótar áður en þessi vanhæfa ríkisstjórn hrökklast frá völdum?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.4.2011 kl. 10:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2011 | 04:23
Krafa um breytt vinnubrögð
Nú er réttur mánuður síðan ég bloggaði síðast. Ég vissi að átökin um icesave lögin yrðu hatrömm og mörg orð látin falla sem ekki er svo auðvelt að draga til baka. Þetta reyndist rétt og í því ljósi verður athyglisvert að fylgjast með málflutningi já manna núna næstu daga og vikur. Að menn læri eitthvað af þessu er borin von. Þeir sem háværastir eru í umræðunni eru flestir forhertir flokksdindlar sem eru fastir í skotgröfum gamla flokkakerfisins. Þeirra pólitíski metnaður snýst bara um að halda með sínu liði sama hversu röng stefnan er. Í kjölfar hrunsins gafst gullið tækifæri til raunverulegra breytinga en það tækifæri var ekki nýtt. Aðalástæðan fyrir því var sú litla endurnýjun í forystuliði Vinstri grænna og Samfylkingar. Þeir sem enn ráða för eru jafn ábyrgir fyrir því kerfishruni sem hér varð og þeir einstaklingar sem stóðu í brúnni haustið 2008. Þetta fólk vill engar breytingar. Þetta fólk hefur ekki siðferðilega burði til að axla ábyrgð. Endurreisnin var falin Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum og Geir Haarde kennt um hrunið. Að draga Geir Haarde einan manna fyrir Landsdóm en ætla samt að fara eftir því sem hann lagði upp með í kjölfar hrunsins er mikill tvískinnungur. Geir Haarde og Sjálfstæðisflokkurinn eru ábyrgir fyrir icesave. Geir Haarde lagði drög að því að ríkið ábyrgðist icesave kröfuna. Ríkisstjórn VG og SF voru ekki bundin af þeim ákvörðunum. Geir Haarde og Seðlabankamafían gerðu samninginn við AGS. VG og SF voru ekki bundin af þeim ákvörðunum. Neyðarlögin voru kannski nauðsynleg á sínum tíma en nýrri stjórn og nýju þingi var í lófa lagið að endurskoða þau lög strax vorið 2009. Það var aldrei gert. Þessvegna hefur svona lítið áunnist. Að sækja um aðild að ríkjabandalagi eins og ESB er ekki ábyrg pólitík í kjölfar hruns. Vandamálin hverfa ekki við það eins og nú er að renna upp fyrir þessu vanhæfa fólki. Verkin eru ennþá að mestu leyti óunnin. Og það sem verra er að margt af því sem gert hefur verið þarf að vinna aftur með öllum þeim kostnaði sem því fylgir. Steingrímur J. Sigfússon og hans fúsk í starfi fjármálaráðherra hefur reynst þjóðinni dýrkeypt. En til allrar hamingju var þó mesta tjóninu forðað með því að þjóðin sagði NEI við icesave nauðungarklafa ESB og AG. Því það sjá það allir að AG setti það skilyrði fyrir sínum lánum að þetta gengi eftir. Icesave snýst nefnilega ekki um krónur og aura. Icesave snýst um að tryggja kerfi auðmagnsins. Steingrímur og Jóhanna voru bara peð í skák G8 eða G20 ríkjanna og þeirra peningaafla sem stjórna öllum ríkisstjórnum. Núna hefur íslenska þjóðin sagt þessu kerfi stríð á hendur. Það eru heimsfréttir. þessvegna skiptir svo miklu hvernig úr þessari stöðu teflist. Núverandi stjórnvöld eru vanhæf til þess verks sem nú bíður ríkisstjórnarinnar. Það eina rétta í stöðunni er að efna til alþingiskosninga hið fyrsta. Þingið er jafn rúið trausti og ríkisstjórnin svo það er engin lausn að mynda hér þjóðstjórn þótt það væri í boði sem það er ekki. Ég deili ekki þeim ótta sem reynt er að koma inn hjá mönnum að falli þessi stjórn þá taki hér við völdum óbreyttur Sjálfstæðisflokkur. Hafa menn enga trú á þjóðinni? Hefur ekki þjóðin sýnt í tveim síðustu kosningum að henni er treystandi? Spuninn í fjölmiðlum varðandi skoðanakannanir er einfaldlega vísvitandi blekkingar. 40% þeirra sem ansa skoðanakönnunum hafna fjórflokknum. En spuninn tekur ekki tillit til þess. Spuninn miðar sínar tölur við þá sem taka afstöðu. Þannig fæst út að Sjálfstæðisflokkur fengi 40% atkvæða þegar það rétta er að hann fengi kannski 25%. Í næstu kosningum verður fjórflokknum hafnað á afgerandi hátt. Þetta vita Steingrímur og Jóhanna og neita því að víkja. En dagar þeirra eru samt á enda. Þjóðin hefur talað. Og þjóðin vill endurskoðun á vinnubrögðum stjórnmálamanna. Þjóðin lætur ekki mata sig á bulli lengur. Gjaldþrota þjóð hefur ekki efni á meiri lánum. Nú þarf að vinna sig út úr vandanum, ekki veðsetja sig. Fyrsta skref sem bíður nýrrar ríkisstjórnar er að afnema kvótakerfið og stórefla atvinnu í landinu. Breytingar á utanríkisstefnu eru líka nauðsynlegar. Lítil þjóð hefur ekki efni á að setja öll egg í eina körfu. Undir stjórn Össurar hefur Ísland fjarlægst vini okkar í vestri. Það er slæm pólitík. Samfylkingin og VG hafa afhjúpað sig. Þau eru nakin og spunaliðinu hefur mistekist. Það eru góðar fréttir. Vonandi fáum við frið fyrir þeim næstu mánuði.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.3.2011 | 14:53
"Stasimaðurinn" í Silfrinu
22.2.2011 | 15:27
Lúkas
sem frónbúans siður er
Því Lúkas er orðinn að ösku
og askan var sett í ker
22.2.2011 | 09:13
Ráðherraræðið

![]() |
Dragnótamenn krefja ráðherra svara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2011 | 07:21
Hælbítarnir vaða í forsetann
Góðir smalahundar halda alltaf utan um hópinn og þoka honum í rétta átt. Góðir smalahundar hlýða alltaf húsbændum sínum. Vondir smalahundar vaða í hópinn og tvístra honum. Þeir eru stjórnlausir og stökkva oft af stað upp á sitt eindæmi og ráðast þá gjarna á einhvern einn úr hópnum. Slíkir eru kallaðir hælbítar.
Stjórnmálaflokkar eiga sér flestir smalahunda, bæði góða og vonda. Nú hefur það gerst að góðu smalahundarnir hafa verið lokaðir inni en hælbítunum sigað á forseta Íslands af því hann gekk gegn vilja stjórnarflokkanna. Þetta er ljótur leikur og ekki þeim til sóma sem bera ábyrgðina. Enda munu áhrifin verða þveröfug. Hópurinn mun þjappa sér um forsetann og verja hann fyrir hælbítunum og þeir munu hvergi nærri komast.