Ott topic

Vegna heyrnaskaða þá þarf ég að einbeita mér mjög að því að hlusta. Kannski þess vegna sem ég tek betur eftir stuttum setningum en löngum. Sú setning sem kemur fyrir í nánast öllum kvikmynda handritum og sjónvarpsþáttum, sem ég hef horft á úr smiðju bandarískra afþreyingahöfunda síðast liðið ár, er setningin; "Why are you here?"  Hefur einhver annar tekið eftir þessu eða er þetta bara ímyndun?

Höfum ekki áhyggjur af SA

Eigendur loðnuverksmiðjanna munu semja við starfsmenn sína. Hagsmunir eigendanna eru einfaldlega margfalt meiri en þetta smotterí sem starfsmenn fara fram á. Launakostnaður vegna kröfu starfsmanna nemur kannski 50 milljónum á ári fyrir allar 8 loðnubræðslurnar. Þetta samsvarar svona 2 loðnuförmum. Heldur einhver í alvörunni að það verði af verkfalli?  Ég minni einnig á tillöguna sem ég setti fram hér á blogginu um gengistryggingu launa. Ef slík stefna verður tekin upp þá þýðir hún meðaltals hækkun launa um 16% samkvæmt mínum útreikningum. ( En ég set þann fyrirvara að ég hef aldrei verið góður í stærðfræði).  Finnst einhverjum 16% of mikið?  Hagurinn af slíkri leið er sá að ef gengið lækkar þá hækka launin en ef gengið hækkar þá lækka launin í landinu. Aðal kjaraskerðing íslenskra launamanna hefur alltaf orðið vegna gengisfellinga annars vegar og lítils eftirlits með því að gengishækkanir skili sér til neytenda hins vegar. Gengistrygging launa vegur á móti slíkum freistingum og veitir stjórnvöldum aðhald við að tryggja hér stöðugleika.

Loksins góðar fréttir!

Valtýr hættir sem ríkissaksóknari

Valtýr Sigurðsson, ríkissaksóknari, hefur ákveðið að láta af störfum 1. apríl næstkomandi eftir rúmlega þrjú ár hjá embættinu.

Valtýr sagði í samtali við fréttastofu að eftir 40 ára starfsferil væri einfaldlega nóg komið. Hann hefði gjarnan viljað ljúka þeirri uppbyggingu sem hann stefndi að hjá embættinu en ekki hefði reynst tími til þess.

 Margir hafa ugglaust beðið þessarar ákvörðunar með óþreyju. Og fleirum en Valtý, finnst löngu komið nóg. Hins vegar munu skiptar skoðanir um þessa uppbyggingu sem hann talar um. Fleiri tala reyndar um niðurrif embættisins en dveljum ekki við það á þessum gleðidegi í íslenzkri réttarsögu. Til hamingju Ísland, með fyrirvara um hæfan eftirmann sem getur létt einhverju af þeim mikla málafjölda sem er að kaffæra sérstaka saksóknarann


Það sem Teitur ekki skilur

teitur.jpgTeitur Atlason, landskunnur bloggari á vegum DV og Samfylkingarinnar, sér ástæðu til að blogga sérstaklega hér vegna færslu minnar í gær um lélegt fréttamat hjá DV. Ég ætla svo sem ekkert að fara að munnhöggvast við Teit, en benda honum bara á 2 staðreyndir. Í fyrsta lagi var ég að vekja athygli á því að fréttin snérist um Sigurð Líndal, en ekki áreksturinn sem varð. Ef einhver minna þekktur maður hefði valdið þessari ákeyrslu hefði það aldrei ratað á fréttasíðu dv.is.  DV selur fréttir og það er ekki fréttnæmt ef hundur bítur mann. Það vita þeir á dv vel. Þetta var ég að gagnrýna. Í öðru lagi þá var ég ekki að tjá mig um réttmæti eða rangmæti, þeirra raka sem Sigurður Líndal er sagður hafa beitt. Bara benti einfaldlega á að málarekstur snýst ekki um rétt eða rangt, heldur um túlkun laga og framburð vitna. Ef lögin tryggðu alltaf réttlæti þá byggjum við ekki í ranglátu þjóðfélagi lagatæknilegra útúrsnúninga. Kannski að sænska þjóðfélagið sé öðru vísi að þessu leyti. En kannski snýst ólund Teits ekkert um þessa færslu mína. Heldur þá gagnrýni sem ég hef uppi gagnvart átrúnaðargoðum hans í íslenskri pólitík..

Það var sagt mér.......

Nú verður gaman að fylgjast með hvernig almenningur tekur svona ábendingum. Ég er nokkuð viss um að margir munu skella skuldinni á skólakerfið. Það er viðtekin venja að gangast ekki við eigin sök hér á landi. En af hverju alltaf að varpa ábyrgðinni á börnum og uppeldi yfir á stofnanir samfélagsins? Er ekki nær að leita skýringa á því sem aflaga fer hjá foreldrunum og fjölskyldunni? Ég varð fyrst var við þessa breytingu á tungutaki unglinga í gegnum nýju þolmyndina og nýju setningagerðina svokölluðu. Þá fór ég að velta þessu fyrir mér og mín skoðun er, að skýringarnar séu nokkrar.

  1. Börn og unglingar lesa almennt minna af bókmenntum en meira af teiknimyndasögum með knöppu málfari
  2. Það er minna lesið fyrir börn
  3. Það er minna talað við börn á vitrænum nótum.
  4. Hinn nýi samskiptamáti krefst samþjappaðs og knapps orðfæris meir en nokkru sinni áður. SMS kynslóðin talar saman á símskeytaformi
  5. Enskan er að ná yfirhöndinni með aukinni netnotkun og þess vegna eru krakkar í vaxandi mæli farin að hugsa setningarnar á ensku og þýða þær síðan yfir á íslensku
  6. Börn og unglingar taka aðfinnslum vegna rangs málfars almennt illa. Telja aðfinnslur jafngilda skömmum eða þusi

mbl.is Viðtengingarháttur á miklu undanhaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki hafa áhyggjur af okkur Guðbjartur

gu_bjartur_hannesson.jpgÞað er fallegt af jafnaðarmanninum Guðbjarti Hannessyni að hafa áhyggjur af íslenskum almenningi. En það hjálpar ekki í þeirri stöðu sem alltof margir eru í eftir þær hamfarir af mannavöldum (lesist stjórnmálamanna) sem skullu á þjóðinni. Ríkisstjórnin hefur brugðist þeirri frumskyldu sinni að jafna lífskjör og tryggja atvinnu með meiri framleiðslu. Og þar á Guðbjartur Hannesson stóran hlut að máli. Í staðinn fyrir að ganga í það verk af fullum krafti að lagfæra fiskveiðistjórnunarkerfið og auka veiðar og skapa atvinnu og útflutningstekjur, þá dró Guðbjartur lappirnar með þeim afleiðingum að þjóðarbúið hefur skaðast um lágmark 100 milljarða í hreinum útflutningstekjum fyrir utan þann tekjuauka sem ríkið hefði notið af aukinni atvinnu og meiri neyslu og þar með bættum lífskjörum. Þetta ásamt því að svíkjast um að draga hér úr ónauðsynlegum ríkisútgjöldum er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar. Guðbjartur ætti að hafa meiri áhyggjur af öllum mistökunum sem þessi auma ríkisstjórn hefur gert sig seka um heldur en því hvernig almenningi reiðir af. Þjóðin mun lifa af þessar hörmungar sem ríkisstjórnin er að leggja hér á fólk. En óvíst er að ríkisstjórnin og stjórnmálastéttin lifi þær af. Þjóðin er hörð af sér og treystir meir á sjálfa sig en hjálp frá stjórnmálamönnum. En við gerum þá kröfu að stjórnmálamenn séu ekki beinlínis að vinna gegn hagsmunum okkar og sjálfsbjargarréttindum. Úrelt neyzluviðmið skipta okkur engu máli
mbl.is „Erfitt og sárt fyrir þjóðina“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fésbókin og íslenskir ráðamenn

bjarniben_1059186.jpgNetöryggi er eitt af mínum hjartans málum. Og ég er einn af 10% þjóðarinnar sem hvorki notar netbanka né er með síðu á fésbókinni. Samt nota ég aldrei Internet Explorer vafrann, heldur Firefox og er með viðbót sem slekkur á scriptum sem alltof margir vefarar nota á heimasíðum i dag. Öll þessi auglýsingamennska held ég geti virkað öfugt því síður verða alltof hægvirkar svo menn hafa enga þolinmæði að bíða eftir þeim. Einkenni netsins er að þar þarf allt að gerast á rauntíma. Rauntími á netinu er mældur í millisekúndum , ekki sekúndum eða mínútum eins og umsjónarmenn visir.is halda.

En þá að fésbókinni. Alkunna er að eftir því sem eitthvað verður vinsælla þá eru fleiri sem reyna að notfæra sér það í vafasömum tilgangi. Fésbókin er eitt af því.  Þess vegna finnst mér alltaf jafn skrítið að lesa fréttir í blöðum og á netinu þar sem teknar eru heilu færslurnar af fébókarsíðum okkar æðstu ráðamanna. Er þetta fólk ekki meðvitað um áhættuna eða er því alveg sama? Mér finnst löngu tímabært að stjórnsýslan setji sér reglur um netnotkun og fari eftir þeim. Það er ekki merki um frjálslyndi að vera með fésbókarsíðu og leyfa öllum að fylgjast með manni í stóru og smáu. Vonandi hefur Bjarni Ben lært af samskiptum sínum á fésbókinni þessa helgi og lokar síðunni. Stjórnmálaforingjar eiga að viðhalda vissri fjarlægð. Það eiga ekki allir að geta andað ofan í hálsmálið á þeim.


Eins og úr fornsögunum

Kona var nefnd Bryndís Ísfold. Hún var kvenna vænst og talin kvenskörungur. En lítt þótti hún bera skyn á hin hagrænu viðfangsefni þrátt fyrir góðar gáfur og 2 háskólagráður. Sannaðist enda á henni að sitt er hvað, gæfa eða gjörvuleiki . Þessari konu var falið það hlutverk af sínu fólki, að leiða þjóðina til fyrirheitna landsins með áróðri og blekkingum. En hald manna er að líkt og hjá öðrum útvöldum, sem falið  hefur verið, að leiða þjóðir sína, þá mun þessi leiðangur illan endi fá...........alla vega ef efnahagslegt skynbragð Samfylkingarfólks er jafn grunnhyggið og þessi pistill Ísoldar hér

En grínlaust, þá er með ólíkindum, að lesa óábyrgar yfirlýsingar Evrópusinna í dag, varðandi orð Olli Rehn, um afnám gjaldeyrishafta þér á landi fljótlega og hugsanlega aðkomu ESB að því máli. Ísland hrundi efnahagslega og allir láta eins og það hafi ekki neinar afleiðingar. Hvers lags hálfvitar eru hér við stjórnvölinn,  Hér hafa stjórnvöld búið svo um hnútana að ef gengið lækkar þá mun þjóðin verða gjaldþrota. Þökk sé hinum gífurlegu skuldum sem á okkur hvíla og bundnar eru  erlendu gengi. Eina leiðin til að forðast þjóðargjaldþrot er að hér verði áfram gjaldeyrishöft og Seðlabankinn haldi áfram að kaupa gjaldeyri til að sporna við falli krónunnar. Hvort þetta tekst og hvort okkur endist örendið, kemur í ljós. En svona mun þetta verða svo lengi sem tekur að gera upp þrotabú landsbankans í það minnsta. Og það gæti hæglega tekið 10 ár. Ef þetta er rangt hjá mér þá óska ég eftir trúverðugri leið til að aflétta hér höftunum.  Víst er að Seðlabankinn hefur ekki fundið þá leið ennþá og allir vita hve mikið vit Viðskiptaráðherra hefur á efnahagsmálum. I say no more Tounge


Bjarni Ben og kvótakerfið

Mjög athyglisvert viðtal birtist á visir.is í kvöld.  Þar er Bjarni Benediktsson, hinn nýi bandamaður Steingríms og Jóhönnu í icesave málinu, spurður spjörunum úr. Það er ekki að sjá að hann hafi valið réttar gallabuxur fyrir þetta viðtal, því hann afhjúpar  gríðarlega hagsmunavörslu fyrir LÍÚ. Spurður um álit á fyrirhuguðum breytingum fiskveiðistjórnunarlaganna og viðbrögðum SA, segir hann:

„Það er mikilvægt að hafa í huga að við erum með ríkisstjórn sem nú hefur setið í tvö ár. Allan þann tíma hefur hún valdið óróa og óvissu um framtíð fiskveiðistjórnunarkerfisins. Hún tefldi fram stjórnarsáttmála fyrir bráðum tveimur árum þar sem sagt var að innkalla ætti allar aflaheimildir og fullkomin óvissa var um það hvað ætti að taka við. Við þetta hefur sjávarútvegurinn búið í allan þennan tíma. Með tilliti til þessa þá er það fráleitt að skella skuldinni á sjávarútveginn þegar hann óskar núna, í tengslum við kjaraviðræður, eftir því að fá skýrar línur um framtíðina.

Það hefur átt sér stað samráð þar sem allir hagsmunaaðilar sem máli skipta komu sér saman um lausn. Mér finnst að það sé skylda ríkisstjórnarinnar að taka af skarið um að sú leið verði farin og þá er málið leyst. Ég tel að þegar vel er að gáð þá sé í raun og veru enginn sá grundvallarágreiningur um þetta mál sem forsætisráðherrann vill halda á lofti og þess vegna læðist að manni sá grunur að hún sé eingöngu að reyna að búa sér til óvild til þess að reyna að þétta raðirnar um stjórnarmeirihlutann."

Og þegar fréttamaðurinn spyr, "Gæti lausnin falist í því að taka fyrir framsal á kvóta?" þá er þetta svarið:

„Þegar vinstri stjórnin gaf framsalið frjálst á sínum tíma þá vissu menn að af því myndu hljótast erfiðleikar en hagræðið sem því fylgdi var hins vegar talið nauðsynlegt. Það hefur ekki verið án fórna og við þeim hefur verið reynt að bregðast en sú grundvallarhugsun að hámarka hagkvæmni verður áfram að vera við lýði. Við megum ekki fara aftur að líta á fiskveiðistjórnunarkerfið sem félagslegt úrræði eins og svo víða gildir í Evrópusambandinu."

Í þessum svörum sínum afhjúpar Bjarni áframhaldandi þjónkun við málstað stórútgerðarinnar á kostnað fólksins í landinu. Það getur verið að hann sé laus undan oki Davíðs, en hann er þræll fjármagnseigendanna eins og allir fyrirrennarar hans. Bjarna finnst allt í lagi að hér sé á vegum stjórnvalda haldið uppi byggða og atvinnustefnu í formi félagslegra úrræða en alls ekki megi hrófla við hagsmunum þessara fáu sem eiga nýtingaréttinn á lífsbjörg byggðanna. 1 stórútgerðarmaður á Ísafirði á að njóta meiri réttar en 3000 íbúar.  Það er stefna Bjarna Ben, sem stendur nú frammi fyrir þjóðinni, íklæddur  keisaraskrúða eftir velheppnað uppistand í Valhöll í gær. Bjarni Ben mun ekki leiða hér neina endurreisn ef menn hafa haldið það. Stórskuldugur flokkur er háður fjárframlögum úr hendi útgerðarinnar. Soltinn rakki bítur ekki hendina sem elur hann. Og það gildir fyrir allan fjórflokkinn. Hann mun engu breyta þótt vandalistinn Jón Bjarnason sé að kveikja smáelda hér og þar. Steingrímur eltir hann með slökkvitækið og kemur í veg fyrir skaða

Hér þarf að verða alvöru bylting. Við þurfum engan Jóel litla Færseth. Við þurfum íslenskan Nelson Mandela!


Óverðleikaþjóðfélagið Ísland 1. hluti

Þegar ég fór að velta þjóðfélagsmálum fyrir mér af alvöru blasti strax við mér sú staðreynd að  kjörnir þingmenn voru fæstir færir um að takast á við þau flóknu og sérhæfðu mál sem koma til kasta þingsins. Mér fannst það skrýtið að eitt mikilvægasta starf landsins gerði engar sérstakar hæfniskröfur til umsækjenda! Þetta gat gengið í því spillta og lokaða þjóðfélagi sem hér var allt fram til 1991. En strax og frelsið jókst í þjóðfélaginu þá sýndi það sig að alþingismenn höfðu hvorki kunnáttu né menntun til að móta hér eðlilega umgjörð miðað við breyttar forsendur. Þetta gerðu þeir sér grein fyrir og því voru hagsmunasamtökum og framkvæmdavaldinu, í vaxandi mæli afhent löggjafarvaldið og ábyrgðina á eftirlitinu, með þeim afleiðingum að hér varð þjóðfélagshrun 2008. Bankakreppan leiddi þetta þjóðfélagshrun í ljós en var ekki orsökin. Fleiri en ég hafa gert sér grein fyrir þessu einkenni þjóðfélagsins og orðið óverðleikaþjóðfélag kom upp síðasta vetur og náði strax fótfestu enda eitursnjallt og lýsir nákvæmlega því vandamáli sem ennþá er eitt mest mein þjóðarinnar. Óverðleikarnir eru alls staðar. En samt hvergi meiri en á Alþingi.  Alþingi er samsett af fólki með margvíslega menntun og reynslu en ekkert af þessu fólki býr yfir sérhæfðri þekkingu til að leiða störf í þessari mikilvægustu stofnun þjóðarinnar. Til gamans þá skoðaði ég nefndir þingsins og komst að sláandi niðurstöðu. Svona lítur úttektin á Allsherjarnefnd út.
------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Allsherjarnefnd


Málaflokkar
Til allsherjarnefndar er m.a. vísað málum er varða dómsmál, dómstóla, ákæruvald, lögreglu, sifjarétt, erfðarétt og kirkjumál. Þá fær nefndin til meðferðar þær umsóknir um ríkisborgararétt sem beint er til Alþingis. Á málefnasviði nefndarinnar eru t.d. skaðabótalög, lög um ættleiðingar, hjúskaparlög, lögræðislög, lög um meðferð opinberra mála, almenn hegningarlög, lög um lögmenn, vopnalög, áfengislög, lög um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og lög um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar.

Málum vísað til allsherjarnefndar 26
Mál sem nefndin hefur til umræðu/meðferðar 19
Mál sem nefndin tekur upp eða flytur að eigin frumkvæði 0
Mál sem nefndin hefur afgreitt 7

Aðalmenn
Atli Gíslason 4, SU, Vg, varaform.
Álfheiður Ingadóttir 10, RN, Vg,
Birgir Ármannsson 11, RS, S,
Illugi Gunnarsson 3, RN, S,
Mörður Árnason 11, RN, Sf,
Róbert Marshall 8, SU, Sf, form.
Valgerður Bjarnadóttir 6, RN, Sf,
Vigdís Hauksdóttir 8, RS, F,
Þráinn Bertelsson 9, RN, Vg,

---------------------------------------------------------------------------------

Athygli vekur hve lítil afköst eru hjá þessari mikilvægu nefnd, aðeins 7 mál af 26 hafa verið afgreidd og ekkert mál hefur nefndin tekið upp af sjálfsdáðum. Þessi nefnd er lýsandi fyrir hvernig óverðleikamenn veljast á alla pósta. Af 9 nefndarmönnum tókst meirihluta Alþingis að kjósa óhæfasta manninn sem formann. Manninn með minnstu menntunina og minnstu reynsluna, bara af því hann var í rétta flokknum og það eitt skipti máli.  Og ekki vílaði þingið fyrir sér að kjósa 2 umdeilda þingmenn í þessa nefnd vorið 2009. En það voru Illugi Gunnarsson, sem hafði stöðu grunaðs manns hjá þjóðinni varðandi Sjóð 9 og Steinunn Valdís, sem lá undir ámæli fyrir að hafa veitt viðtöku háum styrkjum frá gerendum hrunsins. Óvirðing og vanhæfi er einkunnin sem ég gef Allsherjarnefnd
-----------------------------------------------------------------------------------------------------------
Róbert Marshall

Stúdentspróf Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum 1993.
Stundaði fiskvinnslu, netagerð og sjómennsku 1987-1994.
Blaðamaður á Vikublaðinu, Mannlífi og Degi-Tímanum 1994-1998.
Fréttamaður á Stöð 2 1998-2005.
Forstöðumaður fréttasviðs 365 miðla 2005-2006.
Aðstoðarmaður samgönguráðherra 2007-2009.
----------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Íslendingar þekkja Róbert Marshall af störfum hans og við eigum betra skilið
Hann er með sömu menntun og hataðasti maður landsins, Svavar Gestsson, stúdent
Atli Gíslason þarf líka að taka sig á varðandi mætingar.Hann var kosinn til að vera í vinnunni.  Ef hann getur það ekki þarf hann að víkja. Og hvað á það að þýða að hafa flokkaflakkarann Þráinn Bertelson í þessari nefnd?

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband