Hlutdrægni fréttastofu RÚV

Kröfur bræðslumanna út í hött

Svona er stríðsfyrirsögn fréttastofu Eyjapeyjans Páls Magnússonar á vefnum ruv.is. Ef eitthvað er út í hött þá er það þessi fyrirsögn en ekki kröfur bræðslumanna eins og ég bloggaði um hér í gærkveldi. Þessar áróðurs framsetningar SA eru hvimleiðar og liðka ekki fyrir samningum.  Og fréttastjórar þurfa að fara að ákveða hvort þeir segi fréttir hér á þessu skeri eða birti bara fréttatilkynningar.
vinnslusto_in.jpg


Sigmundur Ernir er pólitískt viðrini

sigmundur_ernir.jpgHöfundur þessarar bloggsíðu er ekki hrifinn af hentistefnu stjórnmálamönnum. Slíkir eru oft kallaðir viðrini. Sigmundur Ernir sótti um starf alþingismanns án nokkurra hæfileika og fékk, vegna þess hve fáir umsækjendur voru um stöðuna. Það myndi æra óstöðugan að telja upp allar þær bommertur sem þessi ágæti maður hefur gert sig sekan um síðan hann gerðist alþingismaður. Og er þá uppákoman í ræðustólnum, þegar hann vel slompaður, ákvað að taka til máls, ekki sú versta.  Miklu pínlegri eru allar þær ræður og yfirlýsingar sem hann hefur gefið á þessum 20 mánuðum í starfi. Í heildina er ekki hægt að finna rauðan þráð í þessum ræðum og yfirlýsingum. Allt eru það viðbrögð við tíðarandanum en ekki skoðanir fullburða stjórnmálamanns. Í Silfri Egils í gær þurfti Tryggvi Þór að leiðrétta ekki færri en 3 rangfærslur Sigmundar Ernis, þær gætu vel hafa verið fleiri en ég hætti að telja eftir þriðja skiptið. Síðan rifjar Óli Björn upp á síðunni sinni þann algera umsnúning sem þingmaðurinn hefur orðið uppvís að í afstöðunni til icesave án þess að blikna. 

Svona þingmenn eru náttúrulega ekki boðlegir, þeir eru hlægilegirOg sem betur fer eru þeir  bara einnota


Fiskistofa sefur á vaktinni

vestmeyjahofn.jpgFiskistofu var komið á fót með lögum nr 36, 27.mai 1992.  Upprunalegur tilgangur var að hafa eftirlit með fiskveiðistjórnunarlögunum. Seinna var verkefnum fyrrum stofnana landbúnaðarráðuneytis bætt við, eða eins og segir í 1. kafla, 2.gr

2. gr. Fiskistofa skal annast framkvæmd laga um stjórn fiskveiða og eftirlit með fiskveiðum, svo sem nánar er kveðið á um í lögum um það efni. [Einnig skal Fiskistofa annast stjórnsýslu og eftirlit samkvæmt lögum um lax- og silungsveiði, lögum um fiskrækt o.fl.]1) Fiskistofa skal annast söfnun, úrvinnslu og útgáfu upplýsinga á sviði sjávarútvegsmála, [lax- og silungsveiði, fiskræktar, fiskeldis o.fl.]1) sem og önnur verkefni sem stofunni verða falin með lögum eða ákvörðun ráðherra.

 

 Fiskistofa hefur lítt eða ekki sinnt því hlutverki sínu, að sjá um að lögum um fiskveiðar sé framfylgt. Afleiðingin hefur verið stórkostlegt brottkast úti á sjó,löndunarsvindl, vigtunarsvindl, tegundartilfærslur, viðskipti með kvóta og áfram er hægt að telja. En alvarlegasta svindlið tengist samt fiskmörkuðunum, bæði innlendum og erlendum og þeim reglum, sem viðgengist hafa í sambandi við löndun og vigtun.  Að núna fyrst árið 2011, skuli stofnunin ætla að reyna að bæta þar úr finnst mér kosmískt. Sennilega er bara verið að reyna að breiða yfir skítinn með þessu.

Það sem þarf að gera er alvöru stjórnsýslu úttekt á þessari eftirlitsstofnun sem sefur enn á vaktinni.


mbl.is Vigtun ljúki á hafnarvog
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fréttamat DV

dv.is sló því upp í gær með stríðsletri að Sigurður Líndal lagaprófessor og álitsgjafi, hefði logið til um árekstur sem hann átti hlut að. Varla er það fréttnæmt eða hvað. Mikil tíðindi hefðu hins vegar þótt ef lögmaðurinn hefði ekki beitt klækjum.  Haft er eftir Sigurði í fréttinni að hann skilji ekki þá athygli sem málið hefur fengið. Ég er sammála því

Heiðarleiki í 4 línum

Á það Mái dró ei dul
dílinn taldi bestan
að áfram yrði Guggan gul
og gerð út fyrir vestan

Af hverju ekki upp á hlut eins og sjómenn

faxi.jpgLoðnuskipin mala gull fyrir eigendur sína á hverri vertíð. Þar eru sjómenn á ofurlaunum fyrir litla og þægilega vinnu. Vinna við nótina krefst ekki lengur krafta eða seiglu og sjómenn þurfa ekki lengur að landa drullunni sjálfir sem er slíkur lúxus að nú geta jafnvel mestu pjattrófur farið á loðnu.  Loðnuverksmiðjurnar sem allar eru í eigu stór útgerðanna, Granda, Samherja, Vinnslustöðvarinnar og Ísfélagsins, búa hins vegar til gull fyrir eigendur sína og þar er ekki tímt að borga sæmileg laun fyrir þá skítavinnu sem starfsmennirnir inna af höndum á vöktum og með mikiili vinnu. Fyrst sjómönnum er greiddur hlutur þá finnst mér að hið sama eigi að gilda um starfsmenn í landi og löndunargengin. Allir þessir menn eiga jafnan hlut í að búa til þau verðmæti sem úr bræðslunum koma og fráleitt að gera ráð fyrir launaskriði þótt kjör þessara manna verði leiðrétt
mbl.is Formlegum viðræðum við SA slitið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stefán Arnórsson í Silfrinu

  1. Ekki nóg vitað um háhitasvæðin
  2. Orkan á Reykjanesi gæti hugsanlega verið búin áður en nýtingartíma Magma lýkur
  3. Virkjun háhita verið gerð meira af kappi en forsjá
  4. Endurskoða raforkulög og falla frá samkeppni
  5. Skynsamleg nýting fer í bága við reglur ESB og skuldbindingar vegna EES, nema stjórnmálamenn  séu að misskilja reglur ESB (ekki í fyrsta skipti)
  6. Einkavæðing orkuauðlinda eru annað form nýlendustefnu
  7. Einkavæðing HS Orku og umsamið auðlindagjald ekki í almannaþágu
Eftir að hafa hlustað á þetta viðtal þá furðar maður sig enn þá meir en áður á að enn skuli vera talað á þeim nótum sem sveitastjórnarmenn í Reykjanesbæ og Norðurþingi gera. Það kemur ekki til greina að nýta jarðgufuna sem er hvorki endurnýjanleg né ótæmandi til raforkuframleiðslu fyrir álver. Þeir sem halda áfram að tala fyrir slíkum framkvæmdum stimpla sjálfa sig sem hálfvita og óhæfa til að taka ákvarðanir fyrir sín byggðarlög. Þeir bætast þá í hóp þeirra 17 málaliða sem ég bloggaði um í færslunni á undan nema í þeim tilfellum sem þeir eru nú þegar á þeim lista. t.d. Árni Sigfússon og Bergur Ágústsson. Þessa menn verða viðkomandi sveitarfélög að setja af. Það er ekki á annarra færi enda eru þeir að braska með hagsmuni sinna umbjóðenda að þeim forspurðum.

Braski lífeyrissjóðanna verður að linna.

Hið raunverulega vald í viðskiptalífinu er í gegnum fjárfestingar lífeyrissjóðanna. Hvað lífeyrissjóðirnir töpuðu miklu í hlutabréfabraski í samstarfi við stjórnendur hinna föllnu íslensku fyrirtækja hefur ekki verið upplýst. Hálfum skaða var að vísu bjargað með falli krónunnar en gjaldeyrishöftin í framhaldinu eru íþyngjandi fyrir alla og ekki síst lífeyrissjóðina. En ef gengið hækkar þá munu eignir sjóðanna á sama tíma lækka.  Gengisáhættan vegna nýja icesave samningsins er líka gífurleg. Þessi áhrif gengisskráningar á eignir þjóðarinnar erlendis munu vinna gegn styrkingu krónunnar og afnámi gjaldeyrishaftanna. Við verðum því enn um sinn fangar okkar eigin litla hagkerfis og það verður þjóðin sem greiðir allar skuldirnar vegna hrunsins í gegnum ónýtan gjaldmiðil.  Sú skoðun seðlabankastjóra að aðstoð AGS, sé langt í frá lokið er byggð á þessum veruleika. Þá eru bara 2 kostir í stöðunni. Við sættum okkur við óbreytta efnahagsstefnu sem felst í gjaldeyrishöftum og veikri krónu eða við borgum sem mest af erlendum skuldum og fókuserum á bættan hag almennings með sterkari krónu án gjaldeyrishafta.  Og þá er ég kominn að kjarna málsins sem snýr að lífeyrissjóðunum. Þjóðin er að eldast og þetta inngreiðslukerfi sem hefur hingað til verið grundvöllur framtíðarskuldbindinga, mun verða gjaldþrota innan ekki svo langs tíma. Hvað er þá til ráða? Jú við leggjum einfaldlega kerfið niður núna strax. Fyrst það stefnir í gjaldþrot af hverju þá að keyra hér allt í klessu vísvitandi? Lausnin sem ég er með er einföld. Hið almenna lífeyrissjóðakerfi verði lagt niður og verði í framtíðinni deild í fjármálaráðuneytinu. lífeyrir verði greyddur út í gegnum Tryggingastofnun.  Áfram verði mönnum gert mögulegt að safna séreignalífeyri í formi ríkisskuldabréfa hugsanlega eða með ávöxtun að eigin vali. Eignir sjóðanna erlendis verði seldar og notaðar til að greiða niður erlendar skuldir og uppgjöri vegna sölu eigna landsbankans flýtt sem kostur og icesave skuldin gerð upp. Ef þessi leið gengur eftir þá mun vera hægt að fara í alvöru vinnu varðandi gengið innan 2 ára. Hinn kosturinn sem fylgir afnámi þessa spillta lífeyriskerfis snýr að braskinu sem nú er í gangi með peningana okkar, Þegar fyrirkomulagi lífeyriskerfisins hefur verið kollvarpað og það sameinað og réttur samræmdur þá kemst aftur á heilbrigðara jafnvægi milli ríkis og atvinnulífs. Þá verða ekki lengur til smákóngar sem setja ríkisvaldinu stólinn fyrir dyrnar. Þá verða mál leyst á markaðslegum forsendum en ekki valdaforsendum. Aðkoma lífeyrissjóða að fjármögnun framkvæmda á vegum ríkisins er óheilbrigð. Við eigum ekki að einkavæða velferðina. Fréttir um hugsanlega aðkomu einhverra lífeyrissjóða að kaupum á 25% hlut Magma í HS Orku vekja skelfingu.  Hvaða staða er að koma upp?  Er orðið svo þrengt að ávöxtunarleiðum lífeyrissjóðanna að kaup á HS Orku sem voru úrskurðuð óhagkvæm fyrir ári síðan þegar þeim bauðst að ganga inní tilboð Magma, eru núna eini kosturinn í boði og sá slæmur?  EN eru ráðamenn færir um að taka þessa ákvörðun um þjóðnýtingu lífeyrissjóðanna?  Ekki að óræddu máli og ekki undir forystu Steingríms J. Það er alveg ljóst.  En Steingrímur verður ekki lengi enn í stól fjármálaráðherra svo við skulum óhrædd hefja þessa umræðu strax.

17 málaliðar


_rni_sigfusson.jpg_smundur_fri_riksson.jpgbergur_elias_gustsson.jpgelias_jonatansson.jpgeythor_arnalds.jpghjalti_or_vignisson.jpgpall_bjorgvin_gu_mundsson.jpgsigur_ur_valur_sbjarnarson.jpg

 17_baejarstj_1058555.jpg

 

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri, Vesturbyggð
Eyrún Sigþórsdóttir, oddviti Tálknafjarðarhrepps
Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri, Akureyri
Guðný Sverrisdóttir, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps
Ólafur Hr. Sigurðsson, bæjarstjóri, Seyðisfirði
Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri, Hornafirði
Gunnólfur Lárusson, sveitarstjóri, Langanesbyggð
Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri, Norðurþingi
Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri, Fjarðabyggð
Eyþór Arnalds, formaður bæjarráðs, Árborg
Elías Jónatansson, sveitarstjóri, Bolungarvík
Árni Sigfússon, bæjarstjóri, Reykjanesbæ
Ásmundur Friðriksson, bæjarstjóri, Garðinum
Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri, Fjallabyggð

 


KSÍ getur þá endurgreitt oftekinn styrk

geir_thorsteins.jpgÁhugamenn um spillingu tóku eftir fréttum frá  KSÍ í gær. Þar kom fram að komrade Geir Þorsteinsson fékk rússneska kosningu í sæti formanns og einnig var sagt frá góðri afkomu KSÍ. Þessi góða afkoma er þrátt fyrir ríflega sjálftöku og risnu stjórnarinnar. Þessir menn hafa greinilega ekkert lært á vændismálinu í hitteðfyrra. Eða eins og segir í frétt á dv.is:

"Það sem vekur hins vegar athygli er launa- og stjórnunarkostnaður sambandsins sem nemur samtal rúmlega 158,7 milljónum króna. Þá falla rúmlega 11,2 milljónir króna undir liðinn „ýmis kostnaður“ í ársreikningnum sem er rúmlega fimm milljónum króna meira en áætlun sambandsins gerði ráð fyrir, og fimm milljónum minna en árið 2009".

eggert.jpgÞað er hægt að fara margar ferðir á nektarbúllur fyrir 11 milljónir. Greinilegt er að ekki hefur siðferði innan hreyfingarinnar batnað miðað við svona óskírðan kostnaðarlið.  En strákarnir standa saman og komast upp með hvað sem er í karlaklúbbnum KSÍ. Held að Reykjavíkurborg ætti að reyna að innheimta það sem ranglega var ofgreitt af hálfu borgarinnar við endurbætur og byggingu stúku á laugardalsvellinum. Það var ekkert nema þjófnaður hvernig að þeim greiðslum var staðið. Þjófnaður sem kostaði Reykjavíkurborg hundruð milljóna á sínum tíma.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband