7.2.2011 | 15:26
Hlutdrægni fréttastofu RÚV
Kröfur bræðslumanna út í hött
Svona er stríðsfyrirsögn fréttastofu Eyjapeyjans Páls Magnússonar á vefnum ruv.is. Ef eitthvað er út í hött þá er það þessi fyrirsögn en ekki kröfur bræðslumanna eins og ég bloggaði um hér í gærkveldi. Þessar áróðurs framsetningar SA eru hvimleiðar og liðka ekki fyrir samningum. Og fréttastjórar þurfa að fara að ákveða hvort þeir segi fréttir hér á þessu skeri eða birti bara fréttatilkynningar.
7.2.2011 | 09:33
Sigmundur Ernir er pólitískt viðrini
Höfundur þessarar bloggsíðu er ekki hrifinn af hentistefnu stjórnmálamönnum. Slíkir eru oft kallaðir viðrini. Sigmundur Ernir sótti um starf alþingismanns án nokkurra hæfileika og fékk, vegna þess hve fáir umsækjendur voru um stöðuna. Það myndi æra óstöðugan að telja upp allar þær bommertur sem þessi ágæti maður hefur gert sig sekan um síðan hann gerðist alþingismaður. Og er þá uppákoman í ræðustólnum, þegar hann vel slompaður, ákvað að taka til máls, ekki sú versta. Miklu pínlegri eru allar þær ræður og yfirlýsingar sem hann hefur gefið á þessum 20 mánuðum í starfi. Í heildina er ekki hægt að finna rauðan þráð í þessum ræðum og yfirlýsingum. Allt eru það viðbrögð við tíðarandanum en ekki skoðanir fullburða stjórnmálamanns. Í Silfri Egils í gær þurfti Tryggvi Þór að leiðrétta ekki færri en 3 rangfærslur Sigmundar Ernis, þær gætu vel hafa verið fleiri en ég hætti að telja eftir þriðja skiptið. Síðan rifjar Óli Björn upp á síðunni sinni þann algera umsnúning sem þingmaðurinn hefur orðið uppvís að í afstöðunni til icesave án þess að blikna.
Svona þingmenn eru náttúrulega ekki boðlegir, þeir eru hlægilegir. Og sem betur fer eru þeir bara einnota
7.2.2011 | 07:23
Fiskistofa sefur á vaktinni
Fiskistofu var komið á fót með lögum nr 36, 27.mai 1992. Upprunalegur tilgangur var að hafa eftirlit með fiskveiðistjórnunarlögunum. Seinna var verkefnum fyrrum stofnana landbúnaðarráðuneytis bætt við, eða eins og segir í 1. kafla, 2.gr
2. gr. Fiskistofa skal annast framkvæmd laga um stjórn fiskveiða og eftirlit með fiskveiðum, svo sem nánar er kveðið á um í lögum um það efni. [Einnig skal Fiskistofa annast stjórnsýslu og eftirlit samkvæmt lögum um lax- og silungsveiði, lögum um fiskrækt o.fl.]1) Fiskistofa skal annast söfnun, úrvinnslu og útgáfu upplýsinga á sviði sjávarútvegsmála, [lax- og silungsveiði, fiskræktar, fiskeldis o.fl.]1) sem og önnur verkefni sem stofunni verða falin með lögum eða ákvörðun ráðherra.
Fiskistofa hefur lítt eða ekki sinnt því hlutverki sínu, að sjá um að lögum um fiskveiðar sé framfylgt. Afleiðingin hefur verið stórkostlegt brottkast úti á sjó,löndunarsvindl, vigtunarsvindl, tegundartilfærslur, viðskipti með kvóta og áfram er hægt að telja. En alvarlegasta svindlið tengist samt fiskmörkuðunum, bæði innlendum og erlendum og þeim reglum, sem viðgengist hafa í sambandi við löndun og vigtun. Að núna fyrst árið 2011, skuli stofnunin ætla að reyna að bæta þar úr finnst mér kosmískt. Sennilega er bara verið að reyna að breiða yfir skítinn með þessu.
Það sem þarf að gera er alvöru stjórnsýslu úttekt á þessari eftirlitsstofnun sem sefur enn á vaktinni.
![]() |
Vigtun ljúki á hafnarvog |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjávarútvegsmál | Breytt s.d. kl. 07:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2011 | 06:16
Fréttamat DV
6.2.2011 | 23:14
Heiðarleiki í 4 línum
dílinn taldi bestan
að áfram yrði Guggan gul
og gerð út fyrir vestan
6.2.2011 | 20:59
Af hverju ekki upp á hlut eins og sjómenn

![]() |
Formlegum viðræðum við SA slitið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjávarútvegsmál | Breytt s.d. kl. 21:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2011 | 14:11
Stefán Arnórsson í Silfrinu
- Ekki nóg vitað um háhitasvæðin
- Orkan á Reykjanesi gæti hugsanlega verið búin áður en nýtingartíma Magma lýkur
- Virkjun háhita verið gerð meira af kappi en forsjá
- Endurskoða raforkulög og falla frá samkeppni
- Skynsamleg nýting fer í bága við reglur ESB og skuldbindingar vegna EES, nema stjórnmálamenn séu að misskilja reglur ESB (ekki í fyrsta skipti)
- Einkavæðing orkuauðlinda eru annað form nýlendustefnu
- Einkavæðing HS Orku og umsamið auðlindagjald ekki í almannaþágu
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2011 | 11:23
Braski lífeyrissjóðanna verður að linna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2011 | 06:56
17 málaliðar
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri, Vesturbyggð
Eyrún Sigþórsdóttir, oddviti Tálknafjarðarhrepps
Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri, Akureyri
Guðný Sverrisdóttir, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps
Ólafur Hr. Sigurðsson, bæjarstjóri, Seyðisfirði
Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri, Hornafirði
Gunnólfur Lárusson, sveitarstjóri, Langanesbyggð
Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri, Norðurþingi
Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri, Fjarðabyggð
Eyþór Arnalds, formaður bæjarráðs, Árborg
Elías Jónatansson, sveitarstjóri, Bolungarvík
Árni Sigfússon, bæjarstjóri, Reykjanesbæ
Ásmundur Friðriksson, bæjarstjóri, Garðinum
Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri, Fjallabyggð
5.2.2011 | 20:18
KSÍ getur þá endurgreitt oftekinn styrk
Áhugamenn um spillingu tóku eftir fréttum frá KSÍ í gær. Þar kom fram að komrade Geir Þorsteinsson fékk rússneska kosningu í sæti formanns og einnig var sagt frá góðri afkomu KSÍ. Þessi góða afkoma er þrátt fyrir ríflega sjálftöku og risnu stjórnarinnar. Þessir menn hafa greinilega ekkert lært á vændismálinu í hitteðfyrra. Eða eins og segir í frétt á dv.is:
"Það sem vekur hins vegar athygli er launa- og stjórnunarkostnaður sambandsins sem nemur samtal rúmlega 158,7 milljónum króna. Þá falla rúmlega 11,2 milljónir króna undir liðinn ýmis kostnaður í ársreikningnum sem er rúmlega fimm milljónum króna meira en áætlun sambandsins gerði ráð fyrir, og fimm milljónum minna en árið 2009".
Það er hægt að fara margar ferðir á nektarbúllur fyrir 11 milljónir. Greinilegt er að ekki hefur siðferði innan hreyfingarinnar batnað miðað við svona óskírðan kostnaðarlið. En strákarnir standa saman og komast upp með hvað sem er í karlaklúbbnum KSÍ. Held að Reykjavíkurborg ætti að reyna að innheimta það sem ranglega var ofgreitt af hálfu borgarinnar við endurbætur og byggingu stúku á laugardalsvellinum. Það var ekkert nema þjófnaður hvernig að þeim greiðslum var staðið. Þjófnaður sem kostaði Reykjavíkurborg hundruð milljóna á sínum tíma.