Kúnni bjargað, en hvað svo?

hs_orka.jpgSegjum sem svo að HS Orka verði endurheimt úr klóm Ross Beatty og Magma, en hvað svo?  Er þá ætlunin að ríkisvæða allan orkugeirann til að koma í veg fyrir að svona ævintýri gerist aftur? Hvað með Orkuveitu Húsavíkur og söluna á Orkustöð þeirra til Ástrala? Þeir segjast munu kaupa fyrirtækið aftur en með hvaða peningum? Hér þarf nauðsynlega að taka af skarið. Ríkisstjórnin þarf að setja lög sem koma í veg fyrir sölu á orkufyrirtækjum til erlendra aðila. Það þolir enga bið. Og það bann á að vera skilyrðislaust líka gagnvart ESB. Varðandi HS Orku þá er ég efins um að þeirri sölu verði rift. Það tekur enginn 33 milljarða upp af götunni í dag og svo er hitt að óvíst er hve arðsöm þessi viðskipti eiga eftir að vera fyrir nýjan eiganda. Íslensk stjórnvöld hafa alla þræði í hendi sér til að takmarka umsvif HS Orku og þau geta líka ráðið gjaldskránni. Ef ekkert álver rís í Helguvík þá mun Ross Beatty naga sig í handarbökin fyrir að hafa látið plata sig

Katrín er bara kjáni

katrinjul.jpgÉg hef stundum áður á þessari vefdagbók minni lýst yfir vantrausti á hæfi Katrínar Júlíusardóttur sem ráðherra. Margt hefur verið hægt að nefna til eins og; aðkomu ráðherrans að Magma málinu, aðkomu ráðherrans að Gagnaverssamningum Björgólf Thors, aðkomu ráðherrans að Inspired by Iceland bullinu. Aðkomu ráðherrans að nefnd um erlenda fjárfestingu og svo má lengi telja. Nýjasta dæmið um einfeldnislegan skilning ráðherrans birtist okkur svo í viðtali á RUV í gær vegna sölu Norðmanna á ELKEM til Kínverja. En þar lýsti Katrín ánægju sinni með kaup Kínverja á Elkem-samsteypunni. Hún sagði að þegar vilji væri til að gera svona stórar fjárfestingar eins og í þessu tilviki, og það á Íslandi, þá hlyti það að vera jákvætt og jákvæð skilaboð um að hér á landi sé gott að starfa og fyrirtæki á Íslandi séu fýsilegur fjárfestingarkostur. En eins og áður hefur komið fram þá er starfsemi Elkem á Íslandi um 10% af umsvifum Elkem samsteypunnar og því afar frjálslega farið með því að túlka þessi kaup Kínverja sem áhuga á fjárfestingum á Íslandi. Þeir sem til þekkja segja mengunarvarnir í járnbræðslunni á Grundartanga í miklum ólestri. Megum við eiga von á úrbótum hjá nýjum eigendum?  Einhvern veginn þá tel ég það hæpið. Ef vandamálið er nógu langt í burtu þá skiptir það minna máli. Reykvíkingar sendu mengunarvandann frá loðnubræðslu Granda austur á Vopnafjörð og allir eru ánægðir. Við losnuðum við ólyktina sem Vopnfirðingar fagna í formi nokkurra starfa!  Svona er líka stóriðjustefna Katrínar Júlíusardóttur.  Ýmsu má fórna fyrir nokkur störf! Vonandi verður nýi atvinnuvegaráðherrann valinn með tilliti til hæfis en ekki sem skiptimynt í pólitísku valdatafli. Kannski er það líka kjánaleg óskhyggja


Spjátrungur leynir hagsmunatengslum

Búsáhaldabyltingin átti að marka þáttaskil í stjórnmálum á Íslandi. Hræddir stjórnmálaforingjar lofuðu nýjum vinnubrögðum sem áttu að byggja á gegnsæi og heiðarleika. Eitt af nýmælunum var að alþingismönnum var gert að skrá fjárhagslega hagsmuni og trúnaðarstörf utan þings. Mjög gott mál og ætlað til að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra. Flestir held ég geri sér vel grein fyrir mikilvægi þess að alþingismenn séu fjárhagslega sjálfstæðir og engum háðir og gegni engum trúnaðarstörfum utan Alþingis. Á þessu er þó misbrestur. Enn leynast rotin epli innan um sem skilja ekki þetta grundvallaratriði. Þetta fólk þykist geta aðskilið einkahagsmuni og almannahagsmuni þegar þessir hagsmunir rekast á. Sagan segir okkur hins vegar að slíkt er aldrei gert. Þetta var líka ástæða þess að stórfyrirtæki fjármögnuðu prófkjör valinna stjórnmálamanna sem enn þráast við að sitja. Nú langar mig að vita, hver fylgist með að þingmenn upplýsi um öll hagsmunatengsl? Og eru engar skráðar siðareglur til fyrir þessa siðblindu? Frétt RÚV um heilsutengda ferðaþjónustu vakti sérstaka athygli mína, eða öllu heldur að heyra hver var formaður þessara samtaka! Þess vegna fór ég á vef Alþingis og athugaði hvort þessi formennska væri þar skilmerkilega tíunduð. Og viti menn, ekki stafkrókur ekki frekar en hjá Ásmundi Einari sem "gleymdi" að tíunda heildsöluna sína. Þessir ungu menn verða að mínu mati að gera það upp við sig hvort þeir vilja vera í pólitík eða viðskiptum. Það gengur ekki að gera bæði.

 


Páll Magnússon fer yfir strikið

pall_magnusson.jpg

Páll Magnússon, útvarpsstjóri, hefur boðið 365 miðlum að RÚV kaupi af þeim sýningaréttinn að HM í handbolta. Það er gert í því skyni að tryggja að leikir íslenska landsliðsins verði sýndir í opinni dagskrá og þannig aðgengilegir öllum landsmönnum. Ríkisútvarpið býðst auk þess til að greiða 20 prósenta álag á kaupverðið til að bæta 365 undirbúningskostnað af ýmsu tagi.

365 yrði ennfremur heimilt að sýna alla leikina á HM samhliða RÚV og vinna úr útsendingum allt það ítarefni sem fyrirhugað var til þáttagerðar og annarra nota. Í bréfi Páls til 365 er óskað eftir svari eða gagntilboði svo fljótt sem verða má - en þó ekki síðar en klukkan 17.00 á morgun.

Hver gaf Páli Magnússyni leyfi til að sóa almannafé með svona gerræðislegum hætti? RÚV bauð í þetta sjónvarpsefni en Stöð 2 bauð betur. Þannig gerast kaupin. Páll er ekki dagskrárstjóri og það er ekki á hans borði að semja um kaup á íþróttaefni. Ég krefst þess að stjórn RÚV áminni útvarpsstjórann og dragi þetta tilboð til baka eins og skot. 


Gleymdist að láta Kristján Möller vita?

Kristján Möller: Ekki vegatollar heldur notendagjöld. Gagnrýnir FÍB

Kristjan_Moller

Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, segir rangt að kalla vegatolla vegatolla og segir réttara að tala um notendagjöld þegar rætt er um að taka gjöld af öllum bílum er aka um helstu umferðaræðar til höfuðborgarsvæðisins.

Kristján fór fyrir viðræðum ríkisvaldsins við lífeyrissjóðina sem fjármagna muni vegabætur sem greiða á fyrir með tollum á Suðurlands-, Vesturlands- og Reykjanesvegi.

Þó Kristján segi Vísi að um notendagjöld sé að ræða notar hann orðið vegtollur þegar hann vísar til samræðna við norska ráðgjafa sem komu að verkefninu hérlendis. Þannig hafi mikill fjöldi mótmælt slíkum áformum í Noregi þegar slíkir tollar voru settir á þar og því komi Kristjáni mótmæli hérlendis ekki á óvart.

Tekur Kristján fram að ekkert sé ljóst með hvaða hætti verður staðið að útfærslu notendagjaldanna og gagnrýnir Félag íslenskra bifreiðareigenda fyrir að misvísandi framsetningu og að rangtúlka allt í þessu sambandi

Kristján heldur sennilega að hann sé ennþá ráðherra!Tounge


Klofningurinn í VG

mbl.jpg

Sorp

Þegar fornleifafræðingar framtíðarinnar fara að gramsa í jarðgerðum leifum frá 21 öldinni munu þeir bara finna plast og ál og einhverja þungmálma. Það mun ekki verða hægt að ráða í daglegt líf 21.aldar mannsins með því að róta í ruslinu okkar eins og fornleifafræðingar eru að gera í dag við fornleifagröft frá landnámsöld. Sorpfjöllin sem urðu til við urðun sorps á síðustu öld opnuðu augu manna fyrir því risavaxna vandamáli sem er fylgifiskur neyzluþjóðfélagsins. Þetta vandamál hefur ekki verið leyst en augu manna hafa opnast og fyrstu skref stigin til að takast á við það. Endurvinnsla er sjálfsagður þáttur en því miður þá er ennþá alltof stór partur af heimilissorpi óendurvinnanlegt og sumt beinlínis hættulegt umhverfinu. Þar eru mest áberandi allskonar plastílát og umbúðir úr áli. Hér á Íslandi hefur sorplosun og förgun verið þjónusta sem mönnum hefur fundist sjálfsögð og eðlileg grunnþjónusta sem ekki þurfi eða eigi að greiða sérstaklega fyrir. Þetta hefur haft í för með sér að yfirvöld reyna gjarnan að sleppa sem ódýrast frá þessum málaflokki eins og nú hefur nýlega komist í hámæli varðandi sorpbrennslur á Ísafirði, Vestmanneyjum og á Klaustri. Á Ísafirði var sorpbrennslustöðin til margra ára staðsett á Skarfaskeri við Hnífsdal, þar var það vindurinn sem sá um mengunarvarnirnar með því að blása hinum eitruðu lofttegundum frá byggð. Samt var það einmitt þessi sama mengun sem lagðist inn fjörðinn á lognkyrrum dögum, sem varð til þess að Funa var fundinn staður innst inni í Engidal af öllum stöðum! Nú hefur þessum ofni verið lokað af heilsufarsástæðum en engar fregnir eru um að öðrum brennsluofnum eigi að loka. Það er ámælisvert. Það er ekki eftir neinu að bíða. Við eigum að taka af skarið en ekki bíða eftir aðfinnslum frá ESB. Nú þarf Umhverfisráðuneytið að girða sig í brók og semja áætlun um meðferð sorps sem tekur til ábyrgðar allra! Framleiðenda umbúða, kaupmannsins, sveitarfélaga, verktaka en síðast en ekki síst ábyrgðar einstaklinganna. Það erum við sem berum sorpið heim til okkar og því eigum við að taka ábyrgð á því að losna við það.

Vestfirðingar munu nú byrjaðir að flokka sorp. Það er af hinu góða en hins vegar hlýtur það að vera skammtímalausn að keyra óendurvinnanlegt sorp hingað suður til urðunar.  Þeir ættu að gera sorpeyðingu að sinni stóriðju. Það er bara tæknilegt úrlausnarefni og möguleikarnir óendanlegir!

Hér í Reykjavík hafa nýjar reglur um losun heimilissorps tekið gildi. Þær gera auknar kröfur til íbúðareigenda en á sama tíma er þjónustan aukin. Það er til fyrirmyndar.  Við berum öll ábyrgð á umhverfi okkar og þar er meðferð sorpsins sem frá okkur kemur ekki undanskilið. Umhverfisvernd er ekki bara barátta gegn stóriðju og virkjunum. Umhverfisvernd snýr að daglegri umgengni okkar við náttúruna líka hér innan borgarmarkanna


Lágmenningin blómstrar

Mikið óskaplega fer í taugarnar á mér hvernig fjölmiðlar og aðrir vefmiðlar reyna að búa hér til kultur, sem ég kalla lágmenningu. Þetta er gert kerfisbundið með fréttum af fólki sem eru lélegar eða slæmar fyrirmyndir og því sem þetta fólk tekur sér fyrir hendur. Þetta er lævís innræting og þar bera afþreyingamiðlarnir mikla ábyrgð. Til hvers er verið að hampa fígúrum eins og Auðuni Blöndal, Sveppa, Jóni Stóra eða Gillzenegger? Og til hvers er verið að sýna lágkúru sjónvarpsefni eins og dönsku Klown þættina á RUV? Og nú er að koma bíómynd með þessum öfuguggum og umboðsmaðurinn lagður af stað í auglýsingaherferð og allir taka þátt og auglýsa þessa lágkúru frítt, Þeir sem hagnast á þessu öllu hljóta að brosa í laumi yfir fíflunum sem spila með og halda að þetta sé góð afþreying.

365 Miðlar gera það sem þeir vilja, verandi í eigu siðvillinganna Jóns Ásgeirs og eiginkonu hans. Þeir sem kaupa af þeim afþreyingu ráða hvernig þeim reiðir af. Ég geri ekki kröfur um siðferðileg mörk hjá 365 Miðlum en RÚV er miðill í opinberri eigu og hefur það hlutverk að bæta menninguna en ekki að ýta undir lægstu hvatirnar. Menn ættu að hafa það í huga


Skipað gæti ég væri mér hlýtt

Ólína vill fund vegna mengunarinnar frá Funa

Ólína vill fund vegna mengunarinnar frá Funa

Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar í Norðvestur-kjördæmi, hefur ritað umhverfisnefnd Alþingis bréf þar sem hún óskar eftir fundi vegna díoxíðmengunar frá Sorpbrennslustöðinni Funa í Skutulsfirði.

„Fréttablaðiið og nokkrir vefmiðlar greina frá því í dag að díoxíðmengun frá Sorpbrennslustöðinni Funa í Engidal í Skutulsfirði hafi mælst tuttugufalt yfir viðmiðunarmörkum þegar árið 2007 án þess að sú niðurstaða hafi verið kynnt fyrir íbúum á Ísafirði," segir í bréfi Ólínu sem hún áframsendi einnig á fjölmiðla.

„Sorpbrennslustöðin hélt áfram starfsemi þar til nú fyrir skömmu. Málið komst í hámæli nýlega þegar mikil díoxíðmengun mældist í mjólk úr kúm í Engidal. Þar hafa komið upp heilsufarsvandamál hjá ábúendum sem vekja ugg um afleiðingar mengunarinnar fyrir aðra íbúa Ísafjarðarbæjar, einkum í Engidal og Holtahverfi. Þá vakna áleitnar spurningar um það hverng háttað sé reglubundnu mengunareftirliti og upplýsingaskyldu við almenning, því það var Mjólkursamsalan sem uppgötvaði eitrunina í kúnum í Engidal, en ekki heilbrigðiseftirlitið," ritar Ólína.

Hún óskar eftir því að fundur verði haldinn í umhverfisnefnd vegna málsins við fyrsta tækifæri. Hún fer einnig fram á að til fundarins verði kallaðir fulltrúar frá Umhverfisstofnun, Hollustuverndarsviði Umhverfisstofnunar, heilbrigðiseftirlitinu á Ísafirði og bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar.
----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Það sem ekki kemur fram í þessari frétt er það að eiginmaður Ólínu er Sigurður Pétursson, núverandi oddviti Samfylkingar í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar.  Sigurður er búinn að sitja í bæjarstjórn í mörg ár og ætti því að hafa verið kunnugt um þessa mengun. Saga sorpförgunar á Ísafirði hefur einkennst af tómum vandræðagangi í mörg ár og það er dálítið seint í rassinn gripið að ætla að gera opinbert mál úr þeirri mengun sem fylgir þessum ofnum.

En eins og í öllum ógnunum þá er líka falið tækifæri í þessu fyrir Ísafjörð og Vestfirði og landið allt ef rétt er haldið á málum. Lengi hefur verið leitað leiða til að styrkja atvinnurekstur á Vestfjörðum og þeir hafa viljað fá sína stóriðju. Sorpvinnsla og förgun verður ein af stærstu atvinnuvegum framtíðar og nú er tækifærið fyrir Ísfirðinga að taka forystu og byggja upp stöð sem tæki á móti sorpi frá öðrum landshlutum og jafnvel erlendis frá. Þetta er raunhæft og getur orðið mjög ábatasamt og í tengslum við svona iðnað gætum við sem þjóð tekið forystu í endurvinnslu og grænum lífstíl. Orkuna sem skapast er svo hægt að nýta á margvíslegan hátt. Til áframhaldandi húshitunar eða til reksturs annarrar atvinnustarfsemi svo sem gagnavera.  Ég skora á þá sem málið varðar að taka þetta til athugunar í stað þess að finna sökudólga og stunda lýðskrum. Ólína do you read me?Cool


Teitur er ennþá blautur

Samfylkingarspunakallinn Teitur Atlason þykist vera edrú til 10 ára. Ég held hann misskilji hugtakið edrú. Menn verða ekki edrú við það eitt að hætta að drekka. Alls gáðir verða menn þegar hugurinn er orðinn skýr og menn geta skoðað sjálfan sig á gagnrýninn hátt. þetta gerir Teitur ekki. Maður sem predikar stefnu stjórnmálaflokks eins og um hjálpræði sé að ræða er í besta falli sjálfsblekktur asni en í versta falli alkahólisti á þurrafylleríi. Ég legg til að Teitur fari nú að sinna sinni vinnu og fjölskyldu úti í Svíþjóð og láti okkur í friði. En ég ráðlegg honum líka að fá sér nýtt áhugamál. Þekkt er að alkahólistar þurfa að finna stjórnleysinu farveg . Annars fara menn bara að drekka afturTounge

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband