3.1.2011 | 12:53
Ungliðahreyfingar stjórnmálaflokka
Næst því að banna starfsemi stjórnmálaflokka er fátt hollara fyrir Ísland en að banna ungliðastarf flokkanna. Þar fer fram kerfisbundin innræting framtíðarfótgönguliða flokkanna. Þessir ungliðar eru blautir á bak við eyrun alla ævi og bera aldrei skynbragð á það þjóðfélag sem þeir búa í.
Sagan geymir sorglegar afleiðingar svona heilaþvottar. Alþýðuherinn í Kína réðist inn í Tíbet og framdi þar þjóðarmorð á einni milljón Tíbetbúa. Sami her murkaði líka lífið úr eigin börnum við torg hins himneska friðar, 40 árum seinna
Guðlaugur Þór og Sigurður Kári eru afsprengi ungliðahreyfingar Sjálfstæðisflokksins
3.1.2011 | 12:03
Bubbi bloggar
Kvótinn í hendur þjóðarinnar
Kvótakerfið er ein sú almesta svívirða í sögu þjóðar okkar, sama hvað LÍU segir eða hvernig Davíð Oddson hamast sem strengjabrúða kvótafólksins og þiggur laun sín frá þeim.
Kvótinn verður að komast í hendur þjóðarinnar aftur. Þetta er eins galið og nokkuð getur orðið galið og svo tala menn um að bankafólkið hafi rænt einhverju! Hvað kalla menn þá þetta?
Við skulum bara súmmera þetta upp: Nokkrar fjölskyldur eiga fiskinn í hafinu og hirða arðann. Þetta er ekkert flóknara.
Á sínum tíma var þetta flétta sem menn komust upp með en ekki lengur. Þetta verður að stöðva. Þetta heitir þjófnaður og sá stærsti í sögu þjóðar okkar. Ég hvet alla hugsandi menn og konur að leggjast á eitt með þeim sem sannarlega vilja breyta þessu og koma kvótanum aftur í hendur þjóðarinnar.
Gott hjá Bubba og næsta víst að þetta hefur hann skrifað alveg sjálfur og enginn lögfræðingur yfirlesið. Enda á Bónusmafían engra hagsmuna að gæta í kvótanum svo vitað sé.
En ég er ekki sammála þeirri síbilju að þjóðin eigi að fá arð útúr kvótanum. Arð á að greiða vegna virðisauka en ekki vegna einokunar. Mér finnst að innkalla eigi kvótann á einu brettu og úthluta honum aftur endurgjaldslaust til þeirra sem vilja veiða og vinna innanlands. Þannig fær þjóðin aftur margfalt þá auðlindarentu sem allir eru að reikna út. En ef við komum hér á kvótaleigu ríkisins þá er engin trygging fyrir því að fiskurinn verði ekki fluttur óunnin úr landi og jafnvel veiddur af erlendum veiðiskipum. Þetta þurfa menn að hafa alveg á hreinu áður en heilaþvotturinn um arðinn af auðlindinni blinda mönnum sýn. Hins vegar má alveg setja skilyrði við úthlutun kvóta, það er bara allt önnur umræða. Fiskistofnarnir eru ekki auðlind í þeim skilningi að þá má auðveldlega stækka öfugt við aðrar auðlindir sem minnka sem því nemur sem af er tekið. Höfum hugtökin á hreinu
Sjávarútvegsmál | Breytt 16.1.2011 kl. 18:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.1.2011 | 10:31
Nú er í lagi tala niður gjaldmiðilinn
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.1.2011 | 21:47
Nýtt fólk til forystu - Breytta hugsun
Ísland þarf á breyttri hugsun að halda. Breyttri pólitískri hugsun. Best væri náttúrulega að skipta um kjósendur en þar sem það er ekki kostur þá þarf að verða róttæk breyting á forystuliði stjórnmálaflokkanna og þeim boðskap og hugmyndafræði sem þeir vilja standa fyrir. Ég lýsti þeirri skoðun minni fyrir margt löngu að Sjálfstæðisflokknum og þar með þjóðinni kæmi best ef Þorsteinn Pálsson tæki á ný við formennsku í Sjálfstæðisflokknum. Þorsteinn er frambærilegasti talsmaður þeirra gilda sem sjálfstæðismenn þykjast standa fyrir og einnig yrði kosning hans táknræn staðfesting flokksins á að Davíðstímanum sé lokið í íslenskri pólitík. Davíðsheilkennið hefur um of gegnsýrt íslenskt þjóðfélag. Mál er að skera það mein af þjóðarsálinni eins og hvert annað krabbamein.
Samfylkingin þarf líka á nýrri forystu að halda. Líkt og hjá hinum flokkunum, þarf þar að koma til einstaklingur sem hefur staðið fyrir utan hið pólitíska argaþras frá því fyrir hrun en samt að njóta virðingar og trausts útfyrir raðir flokksmanna. Stefán Jón Hafstein er slíkur maður að mínu mati
Framsókn hefur ekki tekist að öðlast trúanleika undir hinni nýju forystu. Menn þykjast kenna fingraför flokkseigendafélags Finns Ingólfssonar og kaupfélagsstjórans á Króknum í gegnum þá Sigmund og Jón Birki. Þetta mun rétt vera. Framsókn þarf á andlitslyftingu að halda. Helst þarf að reka úr flokknum þessa þrjóta sem mestum skaða hafa valdið fyrir íslenskt þjóðfélag. Þeir eru enn að í gegnum pólitísk tengsl. Ég gæti trúað að Eygló Harðardóttir gæti aukið trúanleika Framsóknarflokksins til lengri tíma litið. þar fer ung og öflug hugsjónakona.
Vinstri grænir eru slys. Þeim flokki spái ég lítilla áhrifa á Íslandi framtíðarinnar. Þeir fengu sín tækifæri en á ótrúlega skömmum tíma brugðust þeir öllum sínum flokksmönnum og kjósendum. Valdaglýjan leiddi flokkinn af leið. Engu skiptir í raun hvernig þeir skipa sínum málum en ljóst er að þar stefnir í uppgjör milli Svavarsarmsins og Ögmundarhópsins. Steingrímur mun draga sig í hlé og þá mun Svavarsarmurinn verða undir í átökunum því enginn annar foringi er þar sjáanlegur. Árni Þór er ekki leiðtogaefni og Svandís ekki heldur. Ögmundi mun síðan ekki takast að auka tiltrú þess fólks sem áður studdi Vinstri Græna. VG mun verða 10% flokkur.
Klofningsframboðin úr Sjálstæðisflokknum munu ekki ná sér á strik ef Þorsteinn verður kosinn formaður. Líklegt er þó að Þjóðernisflokkur andvígur ESB aðild lifi skamma hríð. Kannski með stuðningi óánægðra vinstri grænna. En þeir munu daga uppi þegar ESB málið hefur verið afgreitt. Á hvorn veginn sem það mun fara.
Þessu hefur andi minn hvíslað að mér á andvökustundum. Ég sel það ekki dýrar en ég keypti
Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.1.2011 kl. 03:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.1.2011 | 20:18
Matador um Ísland

Sjávarútvegsmál | Breytt 16.1.2011 kl. 18:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.1.2011 | 18:39
Hobbý fyrir spunameistara
2.1.2011 | 18:07
Aumingjahrollur
2 scenario
Fyrra: Óratoría í Hallgrímskirkju. Upptaka sjónvarpsins. Prúðbúin menningarelítan mætt. Ekki til að njóta heldur til að mæta. Við hin megum prísa okkur sæl fyrir að þurfa ekki að mæta á svona viðburði!
Seinna: Gunnar Thoroddsen hafinn til skýjanna. Þessi holdgervingur nepótismans sem taldi sig réttborinn til hvaða embættis sem hann vildi var breyskari en flestir. Siðvæðing hugarfarsins felst í að gagnrýna það sem Gunnar stóð fyrir, ekki hefja það til skýjanna.
2.1.2011 | 16:18
Haustdagur á hávetri
Rigningarsuddi í Reykjavík. Hiti 5° C
Allt vaðandi í drullu , bæði götur og mannlíf. Mér líður eins og Sjálfstæðismanni, bæði áhyggjufullur og kvíðinn
2.1.2011 | 14:43
Siðblindur eða sjálfsblekktur brennuvargur?
Ég var ekki undir því ég var ekki í slagnum, svarar Davíð að bragði.
Ég tel að siðferðislega hafi ég orðið ofan á en þetta fólk siðferðislega undir. Nú sjá allir hvers konar fólk þetta er, hvenær það segir satt og hvenær það lýgur og þar hallar mjög á sannleikann, svo mjög að hann er sjaldan sjáanlegur.
Sérðu eftir því að hafa farið í Seðlabankann?
Nei, ég sé ekki eftir því. Mér fannst það mjög skemmtilegt fram að síðustu stundu og hef í raun alltaf gaman að því hvar sem ég er að vinna, segir Davíð.
Ég er mjög stoltur af þeirri vinnu sem við unnum til að reyna að bjarga kerfinu. Sem dæmi má nefna að það var Seðlabankinn sem sá um það að allt greiðslukerfið í landinu virkaði. Síðan var farið fram með miklu pólitísku ofstæki og Seðlabankinn sviptur sjálfstæði með lögum af því að menn hötuðust við mig. Ég held að það muni reynast í sögunni mikill áfellisdómur yfir þeim sem það gerðu.
Er þetta nú ekki að verða gott Davíð?
1.1.2011 | 23:26
Hvað segja prestarnir við þessu?
![]() |
Fékk tæpar 24,3 milljónir í lottó |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |