1.1.2011 | 22:24
Ósátt við forsetann
Spunavél Samfylkingar hefur rýnt í nýjárskveðju forsetans til þjóðarinnar. Reynt er að ráða sérstaklega í það sem ekki er sagt. Eins og allir vita hafa litlir kærleikar verið með samfylkingarfólki og forsetanum frá því síðarnefndi vísaði Icesave 2 til þjóðarinnar. Núna er Jóhanna logandi hrædd um að Ólafur endurtaki leikinn þegar Icsave 3 kemur til hans kasta. Munurinn á Samfylkingunni og forsetanum er einfaldlega sá, að forsetinn treystir þjóðinni en Samfylkingin ekki. Þetta þurfa spunakallar eins og Gísli Baldvinsson Eyjubloggari, að skilja
Spunakallinn keppist við
kveðju Ólafs ei hann skildi
Við særða þjóð að semja frið
Samfylkingin ekki vildi
Tækifærisvísur | Breytt s.d. kl. 22:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.1.2011 | 12:53
Össur engum líkur
Alltaf skemmtir skröttunum
er skammast hann með dár og spé
með lagni kemur köttunum
kvikindið, í ESB
Píkum þótti hann pasturslaus
með púðurskot í byssunni
Nú folaldið má hengja haus
þegar hann ríður hryssunni
Össur á sér enga bót
upp fyrir að nefna
Meri sagði Móses snót
mey ei undirgefna
Tækifærisvísur | Breytt 2.1.2011 kl. 01:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.12.2010 | 16:24
Álkryddsíldin
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.12.2010 | 07:18
Við áramót - Hugleiðingar um atvinnu og byggðamál
Við umræðu um fjárlög í haust var sett á fót leikrit í nokkrum þáttum þar sem helstu hlutverkin voru í höndum dreifbýlisþingmanna. En þetta var ekki dramaleikrit heldur farsi. því alvaran var engin og ágreiningurinn lítill.
Í eina skiptið sem stjórnmálamönnum er virkilega annt um dreifbýlið er þegar kosið er. Og þegar þarf að standa vörð um galna kjördæmaskipan. Að öðru leyti skiptir ekki máli hvort þingmenn koma frá landsbyggðinni því allir búa þeir nú hér á höfuðborgarsvæðinu og njóta hér allrar þjónustu. Það er nefnilega þannig að menn kjósa að búa þar sem þjónustan er mest og best. Aðrir þættir vega þar minna. Þess vegna er þessi ágreiningur milli þingmanna marklaust áróðurstal, aðeins ætlað til heimabrúks. Hin opinbera stefna hefur í áratugi verið sú að stækka og sameina undir kjörorðinu hagræðing. þetta galdraorð stjónmálamannsins, hefur mótað íslenskt þjóðfélag síðustu 40 ár. Við sjáum þess alls staðar merki til mikils skaða fyrir byggð í landinu. Í fyrsta lagi var sett á kvótakerfi í landbúnaði > afleiðingin , kvótinn hefur safnast á færri hendur og búum í rekstri hefur fækkað. Þetta veikir sveitarfélögin sem þýðir dýrari þjónustu sem þýðir að lokum að stærri og stærri svæði á landinu fara í eyði sem þýðir minni þjónustu við þéttbýlissvæðin sem þau styrktu hér áður. Sorglegt dæmi eru Vestfirðirnir. Í öðru lagi var komið á kvótakerfi í sjávarútvegi með nákvæmlega sömu skaðlegu áhrifunum fyrir dreifbýlið og þar með byggð í landinu. Í þriðja lagi er rekin hér opinber stefna af hálfu stjórnvalda sem miðar að sameiningu sveitarfélaga með góðu eða illu. Þetta skilningsleysi stjórnvalda á mikilvægi landsbyggðarinnar er ekki því að kenna að hér séu aðeins þingmenn fæddir og aldir á mölinni. Nei, landsbyggðin hefur svo sannarlega haft sína fulltrúa en það hefur bara engu skipt. Atvinnu og byggðatengd málefni eru félagsmál í augum fjórflokksins. Málefni Byggðastofnunar eru skýrt dæmi um það. Stjórnmálaflokkarnir hafa svo sannarlega brugðist í þessu eins og öðru og það að sé verið að ráðast að þjónustunni úti á landi þarf ekki að koma á óvart því við erum föst í vítahring hagræðingarinnar sem sogar allt fjármagn af landsbyggðinni og til höfuðborgarsvæðisins en í staðinn eru búnir til félagsmálapakkar fyrir landbyggðina í formi virkjana, álbræðslna, jarðganga og hafnargerða. Þá er ekki spurt að hagkvæmni eða kostnaði. Því þetta eru jú félagsleg úrræði og þau er í lagi að niðurgreiða.
Hér er þörf róttækra aðgerða. Það þarf að vinda ofan af kvótastýringunni og auka atvinnu í landinu. Eitt starf í fiskveiðum býr til mörg afleidd störf í verslun og þjónustu og sama á við um landbúnaðinn. Fíflin í háskólanum sem allt þykjast geta reiknað gleyma nefnilega þjóðhagslegum áhrifum kvótasetningar og einblína þess í stað á gróða eigandans. Ragnar Árnason á ekki að tala í nafni hagfræðistofnunar Háskóla Íslands þegar hann er keyptur til að dásama kvótakerfið.
Háskóla-akademían ber mikla ábyrgð á stefnumótun stjórnvalda og því er brýnt að þar fari líka fram gagnrýnið uppgjör. Ekki síður en í stjórnmálum og viðskiptalífi
Gleðilegt Nýjár
Sjávarútvegsmál | Breytt 19.1.2011 kl. 15:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.12.2010 | 12:28
Heilabilun
Hægrimenn með stærri heilamöndlu
Heilinn í vinstrimönnum og hægrimönnum er gerólíkur, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem læknar í Lundúnum gerðu.
Rannsóknin bendir til þess að heilamandlan, svæði í miðjum heilanum, sé stærri í hægrimönnum en vinstrimönnum. Mandlan stjórnar viðbrögðum fólks við hræðslu og kvíða. Hins vegar hafa hægrimenn minni heilagyrðil, en það er svæði í heilanum sem er tengt hugrekki og bjartsýni.
Hvort þetta þýði að hægrimenn séu upp til hópa kvíðnari og síður hugrakkari en aðrir, skal þó ósagt látið. Þá segja rannsakendur að ekki sé hægt að segja til um hvort þessi mismunandi lögun heilans sé áunnin með tímanum eða hvort hún sé erfð.
Greint var frá rannsókninni á fréttavef BBC, en hún verður birt í fræðiriti á næstu dögum.
Þetta skýrir margt! Nú þarf bara að hlú vel að þessum aumingjum og bjóða uppá meðferð
29.12.2010 | 11:55
Haldið til haga
Sæmundur Bjarnason er einn af mínum uppáhaldsbloggurum. Þessar vísur urðu til í athugasemdum hjá honum í haust og vetur
Færslur þínar þakka þér
það er mikill léttir
að lesa allt um ekkert hér
og afturvirkar fréttar
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 23.11.2010 kl. 10:34
Þegar eitthvað ærir oss
allar götur tæmast
og hópast hingað eins og foss
að hlusta á þig klæmast
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 23.11.2010 kl. 13:57
DoctorE með dylgjur hér
draga vill þig oní draf
kauði ætti að kynna sér
hvað átt er við með pornógraf
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 23.11.2010 kl. 14:14
Guðleysingjar gráta nú
og geta ekki sofið hjá
ef æpir þeirra ekta frú
oh god oh god æm komin ná
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 23.11.2010 kl. 15:35
Veruleikinn virðist mér
vefjast fyrir mönnum
sem bera nick og nýta sér
nafnleysið í hrönnum
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 24.11.2010 kl. 10:59
Skýtur föstum skeytum á
og skotmarkið er Grefill
Dynja glósur dólgnum frá
af drengskap ekki snefill
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 24.11.2010 kl. 11:40
Sama er mér alveg um
órétt sem þú beitir
og gaman hef af glósunum
því grefill ekkert heitir
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 24.11.2010 kl. 12:21
Frægðar sólin Sæm' er sest
á sama augnabliki
og hann sem vita mundi mest
ef minnið ekki sviki
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 24.11.2010 kl. 13:17
Fyrripartur botnaður:
Saumaðu fyrir sumrunginn
svo hann ekki lembi
Hætt er við að haustdrunginn
hærur fárra kembi
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 26.11.2010 kl. 05:56
Útum allt í efnisleit
enn á fæti léttur
Á Sæma ellin ekki beit
enda hausinn þéttur
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 20.12.2010 kl. 00:59
-------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Gísli Baldvins frá Akureyri er mikill Flokkshestur og bloggar á Eyjunni fyrir Samfylkinguna
(Heiða er nafnlaus bloggari sem skrifar athugasemdir hjá Gísla)
Götur flokksins greiðir leiða
Gísli B með miklum glans
Fylgir honum bleyðan Heiða
og hraunar yfir spunann hans
------------------------------------------------------------------------------------------------
Guðbjörn tollari komst í fréttirnar eftir jólin, þá varð þessi vísa til:
Í Valhöll hreyfist varla haus
og vöngum enginn veltir,
því grasrótin er græskulaus
og Guðbjörn bara geltir
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 27.12.2010 kl. 04:33
Gleðilegt nýjár
29.12.2010 | 10:33
Sléttubönd
Þungi lífsins mildar menn
margir þessu lýsa
Drungi hugans slokknar senn
sólin tekur rísa
Lilja kyssir vöndinn væn
verkin hana letja
Vilja ekki grænir græn
gildi núna setja?
Ævi sína vita vill
varla nokkur kjaftur
Lævi blandin andrúm ill
ekki koma aftur
29.12.2010 | 01:23
Power to the People
Nú hafa spunameistarar með atbeina fjölmiðla fabúlerað hver um annan þveran, um örlög þessarar ríkisstjórnar um nokkurt skeið. Margir hafa lagt orð í belg en samt hefur enginn bent á einu raunhæfu lausn þessa tilbúna vanda en það er stjórnarslit og nýjar kosningar. Klofningurinn í VG er staðreynd en hann er innanflokksmál og verður leystur á þeim vettvangi. Ekki sem skiptimynt í valdatafli Samfylkingar og stuðningsmanna Steingríms J. Dagar Steingríms eru brátt taldir og við brotthvarf hans mun komast á friður því þá mun jafnframt verða rutt í burtu síðustu leyfum flokkseigendaveldis Svavars Gestssonar. Árni Þór og Svandís munu ekki verða í forystu hins nýja Alþýðubandalags.
Það sem varðar þjóðina hins vegar mestu, er að hér sitji við völd ríkisstjórn sem vinnur fyrir þjóðina að hennar hagsmunum og með hennar stuðningi
Ekkert af þessum skilyrðum virðist vera fyrir hendi. Og því er brýnt að hér verði kosið innan 2 mánaða. Valdatafl og valdabrölt spilltra stjórnmálamanna verður að stöðva og hér verður að hreinsa borðið og ráða nýtt fólk til starfa. Kosningar strax er eina leiðin
Í millitíðinni er svo hægt að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja Icesavesamninginn og umsókn Samfylkingar til ESB um innlimun í Bandaríki Evróp-Þýskalands. Afstaða þjóðarinnar til þessara höfuð deilumála skiptir öllu í því hvernig framtíðin verður hér og hverjir móti þá framtíð. það er ekki líðandi að fámenn klíka braski með fjöregg þjóðarinnar. Og gildir þá einu hvort átt er við kvótann, náttúruauðlindir eða sjálft fullveldið. Allt þetta er undir í hinu pólitíska pókerspili sem nú er í fullum gangi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.12.2010 | 08:59
Fjörbrot fjórflokksins
Uppstokkun flokkakerfisins er þegar hafin. Hún þarf að byggjast á hugmyndafræði en ekki óánægðu fólki. Þeir sem vilja ekki ganga í ESB þurfa að sameinast núna gegn ríkisstjórninni. Strax og þing kemur saman þarf að bera upp vantraust á þessa ríkisstjórn og þar verður að brjóta á afstöðunni til aðildarinnar til ESB umsóknarferlisins. Til vara legg ég til að þjóðin fái núna strax að segja hug sinn til innlimunarinnar og framgöngu Össurar sem utanríkisráðherra. Ef þjóðin samþykkir stefnu Samfylkingarinnar varðandi ESB þá hefur stjórnin treyst sig í sessi. Ef ekki, ber henni að víkja. Enginn vill sjá hér stjórnvöld sem vinna gegn vilja þjóðarinnar eins og þessi stjórn er að gera með aðstoð ónýtrar stjórnarandstöðu
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.12.2010 | 23:00
Róbert Marshall rífur kjaft
Skortur á pólitískri forystu
Langlundargeð mitt og margra annarra er á þrotum gagnvart ástandinu í Landeyjahöfn, segir Robert Marshall, alþingismaður.
Ekki hugnaðist mér sá valdhroki sem lýsti sér í ummælum Samfylkingar þingmannsins Róberts Marshalls í kvöldfréttum RÚV. Kannski er þetta liður í að koma höggi á óánægða arm VG, en eins og kunnugt er þá stýrir Ögmundur Jónasson nú samgöngumálum landsmanna og í forsvari fyrir hafnasviði Siglingastofnunar fer nú Sigurður Áss Grétarsson, bróðir Lilju Grétars, sem líka tilheyrir uppreisnarliði VG. Hvað svo sem Róberti gengur til þá ætti hann að þegja og láta sérfræðingana um að taka ákvarðanir um siglingar til Landeyjarhafnar í vetur. Eins og allir vita þá var það vegna þrýstings frá pólitíkusum að ráðist var í gerð þessarar hafnar á þessum tíma þrátt fyrir ófullnægjandi mælingar og rannsóknir. Danskir undirverktakar vildu gera frekari rannsóknir á staðsetningu hafnarinnar en Kristján Möller tók hina pólitísku ákvörðun um að hefjast handa og ber því aðal ábyrgð á klúðrinu sem þarna átti sér stað. Eldgosið í Eyjafjallajökli kom ekkert á óvart, það var vitað að gjósa mundi á þessu svæði og það var líka vitað að askan mundi renna til sjávar með Markarfljóti,en ósar þess fljóts eru rétt fyrir austan innsiglinguna í Landeyjarhöfn. Ekki veit ég hve margar milljónir rúmmetra af gosefnum vegna Eyjafjallajökuls eiga eftir að renna ofan í innsiglinguna til Landeyjarhafnar en verkfræðingarnir eru örugglega búnir að slá á þá tölu. Kostnaður við dælingu er einnig þekktur svo það er einfalt að reikna út hvort ódýrara sé að halda áfram dælingunni og reyna að halda höfninni opinni eða viðurkenna sigur náttúruaflanna og bíða með allar aðgerðir til dýpkunar þar til framburður vegna gossins hefur skilað sér í sjó fram. Að tala um að siglingar til Þorlákshafnar séu skref afturábak lýsir bara ábyrgðarleysi og heimsku Eyjamannanna Róberts Marshalls og Elliða Vignissonar bæjarstjóra. Ábyrgðarleysi bæjarstjórans snýr að öryggisþætti samganganna en ábyrgðarleysi þingmannsins snýr að því hvernig honum finnst sjálfsagt að misfara með skattfé almennings og henda hundruðum milljóna í tilgangslausar dýpkanir í Landeyjarhöfn.Mig grunar að embættismenn Siglingarstofnunar sem Róbert talar svo niðrandi um, hafi kannski tekið fram fyrir hendur fíflanna sem fara með fjárveitingavaldið og sýnt þá djörfung sem þurfti að slá af frekari siglingar til Landeyjarhafnar í vetur, hvað sem síðar verður