18.11.2010 | 08:58
Kvótakerfið - Brot á stjórnarskránni
Fá bara ýsu í netin en eiga ekki kvóta

Smábátasjómenn frá Hólmavík og Drangsnesi við Húnaflóa geta ekki lengur róið til þorskveiða, þar sem þeir fá nánast ekkert nema ýsu, en þeir eiga ekki ýsukvóta og ómögulegt er að fá hann leigðan.
Sára lítið var af ýsu í flóanum þau ár, sem notuð voru til viðmiðunar við kvótaúthlutun á sínum tíma, og því fegnu bátar þar lítinn ýskukvóta. Nú er flóinn hinsvegr fullur af ýsu, að sögn heimamanna, og leigumarkaðurnn botn frosinn, eins og það er orðað.
Því er ekki hægt að róa án þess að gerast brotlegur, annað hvort fyrir brottkast, eða veiðar umfram aflaheimildir.
Og svo voga menn sér að tala um sjálfbærar veiðar
Ég skora á smábáta sjómenn alls staðar á landinu að hefja veiðar utan kvóta og utan kerfis. Ráðherrann er að brjóta lög á ykkur og yfirvöldum er ekki stætt að beita valdi til að stöðva veiðarnar. Þetta eru ykkar mannréttindi, atvinnuréttindi og frumbyggjaréttur.
Sjávarútvegsmál | Breytt 19.1.2011 kl. 15:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.11.2010 | 12:19
Er einhver munur á ESB eða ICES?
![]() |
Meta kosti aflareglu og kvótaaukningar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjávarútvegsmál | Breytt 19.1.2011 kl. 15:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2010 | 15:54
Duglegur þingmaður hún Eygló

![]() |
Verðtrygging í nefnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.11.2010 | 15:09
Enn eitt hneykslið í Utanríkisráðuneytinu

Og svo vill þessi gemlingur líka fara á stjórnlagaþing. Guð forði okkur frá svona hrægömmum.
![]() |
Staðaruppbót ekki hluti af biðlaunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.11.2010 | 09:09
Sjóveikur bæjarstjóri og vitlausir verkfræðingar

Áætlaður heildarkostnaður við þessar aðgerðir er um 180 milljónir króna í vetur, en það er sama upphæð og gert er ráð fyrir í frumvarpi til fjáraukalaga fyrir árið 2010.
Fram kemur á vef Siglingastofnunar, að tillögurnar séu í þremur liðum:
- Í framhaldi af útboði á viðhaldsdýpkun verði stefnt að samningi við Íslenska gámafélagið, en fyrirtækið átti hagstæðasta tilboðið m.t.t. verðs og dýpkunartækja.
- Í samvinnu við Eyjamenn verði keyptur plógur sem Lóðsinn í Vestmannaeyjum noti til að draga efni úr innsiglingu Landeyjahafnar. Slíkan búnað væri unnt að nota í yfir 2ja metra ölduhæð og gæti hann opnað höfnina og haldið opinni eftir minni veður.
- Gerður verði flóðvarnargarður til að færa ósa Markarfljóts austur um 2 km. Þeirri aðgerð er ætlað að draga úr því að sandburður úr fljótinu berist inn í höfnina.
Hverjir munu bera ábyrgð? Ekki pólitíkusarnir það er nokkuð ljóst og ekki verkfræðingarnir. Er það þarna sem vandamal íslenskrar stjórnsýslu krystallast? Siglingastofnun gerir mistök og þá er leitað til Siglingastofnunar um úttekt á eigin klúðri! Hér hefði ráðherrann átt að leita umsagnar óháðrar verkfræðistofu, helst erlendrar, um hvernig best hefði verið að bregðast við. Svona vinnubrögð sem Ögmundur lætur viðgangast eru ólíðandi
![]() |
Búast við miklum frátöfum í vetur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.11.2010 | 13:25
Neikvæð áhrif auglýsinga
12.11.2010 | 06:36
Framtíðarlausn á flugvallardeilunni
Flugvöllurinn getur ekki verið í Vatnsmýrinni útaf 3 ástæðum aðallega.
1. Öryggi er ábatavant. Bæði fyrir nágrennið og flugfarþega (ekkert öryggissvæði)
2. Hávaðamengun
3. Umferðaröngþveiti
Sameining sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu er löngu tímabær. Nú er hægt að leysa 2 stór vandamál með sameiningu Reykjavíkur og Álftaness. Flugvallardeiluna og fjárhagsvanda Álftaness. Í framhaldinu kæmi til greina að innlima Kópavog líka þar sem tenging Bessastaðaness við Kársnesið og þaðan uppí Nauthólsvík væri innan marka Kópavogs
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.11.2010 | 14:08
Framtíð Ögmundar og flugvallarins í Reykjavík
Vill flugvöllinn áfram í Reykjavík
Miðstöð innanlandsflugs á áfram að vera á Reykjavíkurflugvelli um langa framtíð. Þetta er skoðun nýs samgönguráðherra, Ögmundar Jónassonar, sem kvaðst á Alþingi í gær vonast til að fá niðurstöðu um smíði samgöngumiðstöðvar á fundi með borgarstjóranum í Reykjavík á fimmtudag.
Mesta hemilinn á skynsamlegri nýtingu borgarlandsins hefur á undanförnum árum verið að finna á Alþingi og í samgönguráðuneytinu. Sturla Böðvarsson á þar stærsta sök en bæði Kristján Möller og núna Ögmundur Jónasson hafa fylgt sömu stefnu. Sem betur fer eiga stjórnmálamenn sér ekki langa lífdaga og því er þessi yfirlýsing Ögmundar núna marklaus eins og fleira sem frá þessum ráðherra kemur. Íbúar höfuðborgarsvæðisins munu ráða þessu en hvorki þingmenn né ráðherrar.
Í dag eygjum við raunhæfa möguleika á skynsamlegri stjórnun með sameiningu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Reykjavík, Seltjarnarnes og Álftanes ættu að sameinast með það að takmarki að leysa skipulagsmál varðandi samgöngumál til langrar framtíðar. Kópavogur skiptir minna máli í þessu sambandi þar sem ég sé fyrir mér að lausnin á umferðarvandanum felist í hringtengingu úr Seltjarnarnesi yfir í Álftanes og þaðan suður í Hafnarfjörð með þvertengingu við Kópavog í tengslum við flugvallarstæði á norðanverðu Álftanesi. Þetta gæti verið síðasta tækifærið til að staðsetja flugvöllinn á Álftanesi sem er langbesti kosturinn af þeim mögulegu stöðum sem hafa verið nefndir. Bessastaðir munu væntanlega ekki verða bústaður forsetans miklu lengur ef ný stjórnarskrá breytir því embætti og friðlýsing nessins má endurskoða! Nú þegar smákóngaveldin hafa fallið öll með tölu hér á Stór- Reykjavíkursvæðinu er lífs spursmál fyrir framtíðar þróunina að bregðast við með sameiningum áður en smákóngarnir ná að safna vopnum sínum og bregða fæti fyrir almannahagsmuni.
Jón Gnarr hér er verk að vinna!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2010 | 17:22
Sameining HR og Bifrastar
Allt þetta tal um sameiningu Háskólans í Reykjavík og Háskólans á Bifröst hljómar eins og pilsfaldakapitalismi í mínum eyrum. Hér er verið að takast á um hvernig skuldum viðkomandi stofnana verði velt yfir á ríkið án þess að gera viðkomandi sjálfseignarstofnanir gjaldþrota. Þess vegna er brýnt að Katrín Jakobsdóttir haldi að sér höndum og skuldbindi ekki ríkið á neinn hátt. Þessar milljarðaskuldir Háskólans í Reykjavík koma ríkissjóði ekkert við og það er með ólíkindum að forráðamenn þess skóla skuli hafa kosið að fjárfesta svona umfram getu í steypu en ekki menntuninni sjálfri. Borið saman við varfærnar byggingaframkvæmdir Háskóla Íslands er ljóst að engin þörf var á að haga málum með þessum hætti og því ber rekstraraðilum HR að axla alla ábyrgð á þessu rugli og forsvarsmönnum Fasteignar að hafa lánað til þeirra. Varðandi Bifröst var sama upp á teningnum. Ráðist var í alltof miklar fjárfestingar eins og enginn væri morgundagurinn og aldrei þyrfti að borga lánin til baka. Allt er þetta nú að hrynja í hausinn á þeim og það sem verra er, þeir munu draga sveitarfélagið með sér í fallinu. Þetta er miður en galtómur ríkissjóður getur ekki hjálpað og á ekki að hjálpa. Háskólamenntun hér á landi er glórulaus, stefnulaus og stjórnlaus. 310 þúsund manna þjóð að reka alla þessa háskóla er bara bilun. Við eigum að skilgreina þörfina á menntun og gera vel á sviðum sem gagnast okkur en senda aðra nemendur til náms í útlöndum. Það er hið eina rétta. Nú er verið að kenna einhverjar húmanískar námsbrautir sem er ekki einu til starfsheiti yfir! Lágmark er að háskólafólk viti hvað það er að læra og geti sótt um störf í samræmi við það eftir próf.
Nú er tími til að draga úr, forgangsraða og gera betur, ekki gera öllum til hæfis!
![]() |
Leggja áherslu á að viðræður séu á jafnræðisgrundvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.11.2010 | 19:17
Jæja þá er að sjá hvernig stjórnlaganefnd ritskoðar
Réttlæti, velferð, jöfnuður
Allir eigi rétt á vinnu, framfærslu, ókeypis menntun, heilbrigðisþjónustu áháð búsetu, með einn lífeyrissjóð í landinu sem ekki skerði lífeyri sökum sparnaðar.Friður & alþjóðastarf
Ísland stuðli að friði í heiminum og eigi gott alþjóðlegt samstarf þar sem mannréttindi, sjúkdómavarnir og fullveldi Íslands verði í heiðri höfð.Lýðræði
Ísland er lýðræðisríki og eitt kjördæmi - þar sem er persónukjör. Stjórnarskráin sé endurskoðuð við breyttar aðstæður. Meirihlutakjörinn forseti hafi synjunarvald.Náttúra Íslands, vernd, nýting
Náttúra og auðlindir landsins eru óframseljanleg þjóðareign sem ber að vernda, umgangast og nýta á sjálfbæran hátt þannig að aðgengi almennings sé tryggt.Valddreifing
Við viljum þrískiptingu valdsins, valdameiri forseta og varaforseta, aðskilja ríki og kirkju, sjálfstæða dómstóla, jafnan atkvæðisrétt og eitt kjördæmi.Siðgæði
Alþingi hlíti niðurstöðu stjórnlagaþings, nýrrar siðanefndar fólksins og alþingismenn fái sömu eftirlaunakjör og almenningur, en að auki missi þeir rétt til endurkjörs brjóti þeir af sér.Friður & alþjóðasamvinna
Sjálfstæð þjóð í herlausu landi sem stendur vörð um auðlindir sínar og er virk í alþjóðlegu samstarfi.Mannréttindi
Stjórnarskrá tryggi að allir hafi jafnan rétt til heilbrigðisþjónustu, náms og lágmarksframfærslu óháð búsetu - Mannréttindi skuli ávallt vera hornsteinn lýðveldisins.Valddreifing, ábyrgð & gegnsæi
Tryggja sjálfstæði dómstóla, forseti hafi neitunarvald, störf alþingis gegnsæ, þrískipting valdsins algjör, ráðherrar eigi ekki sæti á alþingi. Sérfræðiþekking nýtt í ákvörðunartöku fyrir opnum tjöldum.Lýðræði
Stjórnarskráin tryggir: -Að valdið sé þjóðarinnar -Rétt almennings til áhrifa -Virkni og endurnýjun þings án flokkahagsmunaSiðgæði
Á Íslandi skal valdhöfum settur skýr rammi með siðareglum þar sem mannvirðing, ábyrgð og skyldur við þegna landsins er haft að leiðarfrelsi.Land og þjóð
Ísland er sjálfstætt ríki þar sem býr samheldin þjóð með áherslu á manngildi, menningu og vernd þjóðarhagsmuna.Réttlæti - Velferð - Jöfnuður
Tryggja skal öllum landsmönnum jafnrétti, réttlæti og mannsæmandi lífskjör. Áhersla skal lögð á menntun, velferð barna og jafnan rétt til heilbrigðisþjónustuLand og þjóð
Stjórnarskráin ávarpi þjóðina, mæli til um langtímastefnu - mörkun í þjóðmálum, tiltaki að auðlindir landsins séu sameign þjóðarinnar og að hún mismuni ekki trúarskoðunum landsmannaMannréttindi
Í stjórnarskrá Íslands skal vernda mannréttindi allra þegna óháð sérkennum einstaklinga. Áhersla skal lögð á réttindi minnihlutahópa, rétt allra til náms og einnig skal eignaréttur ætíð tryggðurLand og þjóð
Íslenska tungu eflum við, auðlindir verjum af mætti, kirkja og ríki með hvort sína hlið, kannski þjóðina sætti.Réttlæti - Velferð - Jöfnuður
Að tryggja jafnrétti landsmanna með atvinnu, húsnæði, heilbrigðisþjónustu, menntun og velferð barna. Að landið verði eitt kjördæmi og að allir séu jafnir að lögum.Náttúra Íslands, vernd og nýting
Náttúra Íslands og auðlindir hennar eru sameign þjóðarinnar og ber að vernda þær, jafna arði og aðgengi fyrir komandi kynslóðir.
Þetta er niðurstaða fundarins. Erfitt er að sjá hvaða erindi svona yfirlýsing hefur í stjórnarskrá lýðveldisins. Flest af þessu sýnist mér spegla andlegt ástand þjóðar á barmi hugstolunar.
Nú tekur sem sagt við alvöru vinnan. Þessu bulli verður stungið undir stól og stjórnlaganefnd mun koma með sínar áherzlur sem löngu eru tilbúnar og sem munu verða hin endanlegu drög sem lögð verða fyrir Alþingi. Mark my words!
![]() |
Grunngildin skýrð á þjóðfundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnarskrármálið | Breytt 9.2.2013 kl. 17:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)