5.11.2010 | 14:44
Afræningjar afræningjanna
HB Grandi hefur sent sjávarútvegsráðuneytinu ósk um leyfi til tilraunaveiða á gulldeplu og ef leyfið fæst þá gætu uppsjávarveiðiskip félagsins farið til veiða strax í næstu viku. Vilhjálmur Vilhjálmsson, deildarstjóri uppsjávarsviðs, telur að hægt verði að ná árangri á veiðunum en reynsla undanfarinna tveggja ára hefur leitt í ljós að sérhönnuð flottroll frá Hampiðjunni hafa skilað mun meiri afla en þau flottroll sem fyrst voru reynd. Þetta kemur fram á vef HB Granda.
Gulldepla er svokallaður miðsjávarfiskur sem heldur sig mest á 100 til 200 metra dýpi á nóttunni en á daginn syndir hann niður á rúmlega 500 metra dýpi. Helsta fæða norrænu gulldeplunnar eru ýmsar tegundir krabbaflóa og ljósáta en helstu afræningjar hennar eru þorskur, ufsi, síld og fleiri tegundir.
Nú er svo komið að veruleg hætta er á því að veiðar geti útrýmt öllum okkar helstu nytjastofnum á nokkrum árum ef ekki verður brugðist við strax og allar veiðar með flottrolli bannaðar. Nú er kerfisbundið unnið að því að útrýma öllu æti helstu nytjafiska s.s loðnu, gulllaxi, kolmunna, makríl og nú gulldeplu. Og aðeins lítill hluti af þessum afla fer til manneldis. Með sömu rökum og reknetaveiðar voru aflagðar ber að banna veiðar með flottrolli. Fiskveiðum þarf að stýra en ekki stjórna. Til lítils er að friða þorsk ef á sama tíma á að ryksuga frá honum alla fæðuna
Ekki aðeins er þetta fagleg ákvörðun sem Jón Bjarnason stendur frammi fyrir ekki síður er þetta siðferðileg spurning því Ólafur Ólafsson á stóran hlut í Granda og því má ætla að valið standi á milli hvort sé mikilvægara að þorskurinn hafi eitthvað að éta eða Ólafur Ólafsson
![]() |
Sækja um leyfi til veiða á gulldeplu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjávarútvegsmál | Breytt 19.1.2011 kl. 15:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.11.2010 | 15:59
Katrín Júlíusardóttir undir eftirliti
![]() |
ESA rannsakar gagnaver Verne |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.11.2010 | 22:31
Um þjóðnýtingu náttúruauðlinda
Nú í aðdraganda stjórnlagaþings lýsti forsætisráðherra landsins Jóhanna Sigurðardóttir , því yfir að hún vildi setja inn náttúru auðlindaákvæði í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Gott og vel, en þarf þá ekki fyrst að skilgreina hvað telst til þessara náttúru auðlinda Íslands? Eða er Jóhanna að lýsa eftir leiðsögn þjóðarinnar varðandi ný orkulög og ný fiskveiðilög? Mín skoðun á þessu er að innihaldslausir frasar eins og "Nytjastofnar á íslandsmiðum eru sameign íslenzku þjóðarinnar" eiga ekkert erindi inn í stjórnarskrána. Á meðan styrinn stendur um nýtingarréttinn þá skiptir eignarrétturinn ekki máli sem slíkur. Allt tal um annað er til þess ætlað að afvegaleiða umræðuna. Í dag er nýtingarréttur og eignarréttur á svokölluðum auðlindum okkar í einkaeigu að stærstum hluta. Ef við viljum breyta því formi þá verður fyrst að þjóðnýta þessar auðlindir og til þess að það sé hægt verðum við fyrst að skilgreina hvað við erum að tala um. Hætt er við að um það náist aldrei sátt þar sem hagsmunirnir snerta of marga. Og þar að auki er þjóðnýting neikvæð aðgerð.
Hins vegar búum við Íslendingar við þann munað að hafa aðgang að gjöfulum fiskimiðum og á þeim byggðum við tilveru okkar í þessu landi í 1100 ár. Engum datt í hug í að eigna sér þessi fiskimið. Fiskimiðin voru bara hluti af landsins gæðum eins og hreina loftið. Nú hefur það hins vegar gerst að brotið hefur verið á atvinnurétti landsmanna með því að festa kvótakerfið varanlega í sessi. Á þessu verður að taka en ekki í gegnum stjórnarskrána að mínu mati. Eina raunhæfa leiðin til að bylta kvótakerfinu er að þjóðnýta nýtingarréttinn og taka kvótann til baka með einu pennastriki. Aflahlutdeild þarf að afnema. Þetta er í raun svo einfalt en því miður eru hagfræðingar komnir með puttana í málið og farnir að flækja það all verulega.
Fyrst og fremst þá eru fiskstofnarnir ekki auðlind
Auðlind er eitthvað sem náttúran skapaði og er þaraf leiðandi takmarkað! Dæmi; námuvinnsla. Fiskstofnarnir eru hins vegar ekki takmarkaðir í sjálfu sér. Hins vegar er hægt að útrýma þeim á margan hátt. En skynsamlegar veiðar eru ekki ógn við fiskstofnana. Því miður þá hefur kvótasetningin beinlínis skaðað stofnana. Fyrir þeirri fullyrðingu get ég fært mörg rök.
- Sókn er beint í stærsta og verðmesta fiskinn sem aftur þýðir:
i) Hrygningarstofn minnkar
ii) Brottkast eykst - Til að gera takmarkaðar veiðar arðbærar hafa verið notuð veiðarfæri sem eru of afkastamikil og sem hafa skaðað lífríkið (hlerar og keðjur til botnvörpuveiða) og skaðað uppsjávarfiska (risaflotvörpur)
- Til að standa undir kostnaði við dýrari skip og dýrari veiðarfæri hefur sóknin aukist í tegundir eins og loðnu sem eru undirstaða í æti annarra nytjastofna
- Of mikil friðun leiðir svo til fæðuskorts sem aftur veldur horfelli hjá stofnunum
Með því að snúa af þessari stefnu getum við gert veiðarnar bæði sjálbærar og arðbærar en það þarf að gerast fljótt. Markaðurinn er að missa þolinmæðina vegna rányrkju núverandi útgerða. Sífellt fleiri stórir kaupendur hafa rift samningum og þeir koma ekki til baka ekki síst vegna þess að fiskurinn sem matur er of hátt verðlagður.
Afþökkum hjálp hagfræðinganna en sérstaklega þó hjálp fiskifræðinganna. Þjóðnýtum kvótann og snúum til fyrri útgerðahátta þar sem byggðirnar blómstruðu vegna dugnaðar og framtaks íbúanna sjálfra. Beitum skynsemi bóndans við veiðistjórnunina. Hlífum sjávarbotninum. Bönnum togveiðar upp í kálgörðum og bönnum rányrkjuna sem felst í flotvörpuveiðunum. En umfram allt verðum við að metanvæða flotann. Þessi notkun á jarðerfnaeldsneyti um borð í flotanum gengur ekki upp á tímum sjálfbærni og umhverfisverndar. Stórútgerðirnar voru mistök.
Eflum einkaframtakið og aukum strandútgerð. En hættum að tala um auðlindir og auðlindarentu. Þessi umræða er á sama lága planinu og hlutabréfaumræðan var fyrir hrun. Hátt fiskverð núna þýðir ekki sjálfkrafa hátt fiskverð til frambúðar. Aðgangur að fiskveiðum á að byggjast á einstaklingum sem vilja stunda útgerð. Ekki fjármagnseigendum sem geta keypt kvóta.
Sendum nefnd Jóns Bjarnasonar þau skilaboð að við viljum ekki tilboðsleið og alls ekki samningaleið. Við viljum bara að sjómenn fái að veiða í friði fyrir öllum þessum fræðingum og stjórnmálamönnum. Ef það gengur vel þá hagnast þjóðin. Það er hennar auðlindarenta
Sjávarútvegsmál | Breytt 19.1.2011 kl. 15:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.10.2010 | 02:10
Misnotkun á hjálpar og björgunarsveitunum
Allar björgunarsveitir í Árnessýslu hafa verið kvaddar út til leitar að tveimur rjúpnaskyttum í nágrenni Skjaldbreiðar.
Útkallið barst sveitum sýslunnar laust fyrir kl. 1 í nótt. Leitarsvæðið er nokkuð stórt en mikið af vegum og slóðum er í Skjaldbreiðarhrauni og nágrenni.
Til hvers er verið að leita að þessum bjánum á hverju hausti? Er ekki marg búið að fara yfir þetta?
Hvenær ætla björgunarsveitir og almanna varnir og Gæslan að berja í borðið og gera menn ábyrga fyrir sínum ferðum. Á meðan menn geta treyst á björgun og fría ferð (helst með þyrlu) þá er engin von að útivistarvenjur batni. Alla vega ætti að láta þessi fífl borga allan kostnað úr eigin vasa. Þá kannski væru menn betur búnir
30.10.2010 | 23:07
Starfsmaður ársins á Stöð 2
30.10.2010 | 22:42
Hvurslags mannvonska er þetta Sigrún Stefánsdóttir?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2010 | 21:36
Hvað vill Gísli Tryggvason?
Ég verð að játa að ég batt vonir við framboð Gísla Tryggvasonar til stjórnlagaþings en eftir síðustu færslur hans hef ég miklar efasemdir. Mér sýnist á öllu að hans útgáfa af stjórnarskrá sé frekar í ætt við almenn lög sem tæki upp heila bók, heldur en stjórnarskrá fólksins, samin af þegnunum fyrir þegnana. Held að Sigurður Sigurðarson verði að bæta lögfræðingum við í útilokunarhópinn sinn og þá verða reglurnar 18
Eins má líka velta upp spurningum varðandi þessa opinberu embættismenn hvaða tíma þeir hafi til að sækjast eftir setu á stjórnlagaþinginu. Er ekki Umboðsmaður Alþingis 100% starf? Og hvað með Gissur Pétursson, er hann ekki í 100% starfi sem forstjóri Vinnumálastofnunar? Ef svo er ekki þá þarf að setja þá í lægri launaflokk strax. Og hvað er Gissur að troða sér þetta, maðurinn í óteljandi nefndum nú þegar. Þessir menn eiga ekkert erindi á stjórnlagaþing!
30.10.2010 | 18:52
Meiri kellingin þessi Oddný!

![]() |
Segir ekkert, alveg eins og kelling |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.10.2010 | 17:47
Er krónan ónýt lögmynt?
Ein af höfuðröksemdum fyrir inngöngu í ESB er að krónan sé ónýt og okkur sé lífsnauðsyn að taka upp evru sem okkar lögeyrir. Um þetta eru skiptar skoðanir og hefur hver spámaðurinn troðið á öðrum í röðinni að koma sinni afstöðu til skila. Sá nýjasti er forstjóri CCP, Hilmar V. Pétursson. Flestir sem telja nauðsynlegt að taka upp evru nefna óstöðugleika krónunnar sem aðalástæðu. En það sem veldur óstöðugleikanum er ójafnvægið sem einkennt hefur efnahagskerfið. Margir tala um einhæfnina án þess að útskýra það nánar en fyrir leikmenn þá er átt við að við flytjum inn meira en við flytum út. Þannig skapast umframeftirspurn eftir gjaldeyrir sem veldur því að gengið fellur. En hvað ef við skipum þannig okkar hagstjórn að gjaldeyrisjöfnuður verði alltaf jákvæður?
Ef við minnkum innflutning og aukum útflutning þá getum við vel haldið okkur við krónuna. Og það eru óumdeilanlegir kostir að hafa sinn eigin gjaldmiðil. Til þess að gera þetta mögulegt þurfum við að setja í gang áætlun um að hætta að nota jarðefnaeldsneyti í áföngum á næstu 10 -20 árum og verða þannig óháð innflutningi og gefum sjálfbærni raunverulega merkingu. Því sjávarútvegi okkar stendur ógn af vaxandi kröfum markaðarins um sjálfbæra nýtingu auðlinda. Ef við fyrst þjóða í heiminum, tökum forystu í að metanvæða/rafvæða fiskiskipaflotann þá mun það veita okkur yfirburðastöðu og jafnhliða þessu metan og rafvæðum við landbúnaðinn og förum að stunda hér 100% grænan landbúnað og 100% græna ferðamennsku.
Svona sláum við margar flugur, varðveitum sjálfstæði og hagsæld og byggjum hér betra þjóðfélag lausir við slæm áhrif alþjóðavæðingarinnar. Því við eigum að varðveita sérstöðuna og tækifærin sem felast í smæðinni. ESB væðingin er slæm. Og alþjóðavæðingin er líka slæm.Við erum ekki endilega best eða mest heldur eigum við 1100 ára samfellda menningarsögu sem ber að varðveita. Það gerum við ekki ef við rennum inní ESB
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.10.2010 | 16:39
Um Öryggi á netinu
Mikla athygli vakti frétt um öryggisglufur á þráðlausum nettengingum. Þetta eru ekki nýjar fréttir. Í mörg ár hafa sérfræðingar vakið athygli á þessari hættu og því hve auðvelt er að "hakka" slíkar tengingar. Með mikilli aukningu á fartölvunotkun má segja að flest öll heimili notist við þráðlausa nettengingu og eru þar með opin fyrir óprúttnum náungum sem keyra um til að kortleggja slíkar tölvur eða bara nágranna sem kann að hagnýta sér óvarin netkerfi.
Þess vegna er aldrei of oft brýnt fyrir fólki að viðhafa varúð. Hvort sem er á facebook eða þegar það er að nota heimabankann eða versla á netinu. Og í þessu sambandi þá skiptir notkun vírusforrita engu máli. Það sem skiptir mestu er að nota vafra sem er öruggur en samt þægilegur í notkun. Mozilla Firefox sameinar þetta tvennt. Í nýjustu útgáfunni v3.6.10 er með einni skipun hægt að skipta úr venjulegu vafri yfir í prívat vafur eða "private browsing" Skipunuin er control+shift+p +a lyklaborðinu en með músinni er ýtt á Tools flipann og valið "start private browsing" Þegar ekki er lengur þörf á slíku er einfaldlega gefin skipunin control+shift+delete og fyrri session með öllum flipum birtist aftur Stúdentar og aðrir námsmenn ættu sérstaklega að huga að þessu
Annað sem Firefox hefur framyfir aðra vafra eins og Internet Explorer og Operu eða Chrome er öryggisviðbót sem heitir Noscript. þessi viðbót eða extension, slekkur á "scriptum" sem allar vefsíður nota í einum eða öðrum tilgangi. Til dæmis eru allar hreyfimyndir eða flash myndbönd slíkar scriptir.
En vírusar og malicious codes eða leyndar skipanir geta líka leynst í þessum scriptum. Þess vegna er mjög mikilvægt að slökkva á öllum scriptum á vefsíðum sem menn treysta ekki. Eftir því sem menn ná meiri færni má svo seinna leyfa öruggar síður þótt aðrar séu áfram blokkeraðar. Þess má geta að Mozilla network notast við öryggisstuðulinn https, sem þýðir að allt sem frá þeim kemur er örugglega orginal!. þetta er mikilvægt Aldrei downloada firefox eða viðbótum frá ókunnum vefsíðum!