Hvað vill Gísli Tryggvason?

Ég verð að játa að ég batt vonir við framboð Gísla Tryggvasonar til stjórnlagaþings en eftir síðustu færslur hans hef ég miklar efasemdir. Mér sýnist á öllu að hans útgáfa af stjórnarskrá sé frekar í ætt við almenn lög sem tæki upp heila bók, heldur en stjórnarskrá fólksins, samin af þegnunum fyrir þegnana. Held að Sigurður Sigurðarson verði að bæta lögfræðingum við í útilokunarhópinn sinn og þá verða reglurnar 18Smile

Eins má líka velta upp spurningum varðandi þessa opinberu embættismenn hvaða tíma þeir hafi til að sækjast eftir setu á stjórnlagaþinginu. Er ekki Umboðsmaður Alþingis 100% starf?  Og hvað með Gissur Pétursson, er hann ekki í 100% starfi sem forstjóri Vinnumálastofnunar?  Ef svo er ekki þá þarf að setja þá í lægri launaflokk strax. Og hvað er Gissur að troða sér þetta, maðurinn í óteljandi nefndum nú þegar. Þessir menn eiga ekkert erindi á stjórnlagaþing!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband