Um Öryggi á netinu

Mikla athygli vakti frétt um öryggisglufur á þráðlausum nettengingum. Þetta eru ekki nýjar fréttir. Í mörg ár hafa sérfræðingar vakið athygli á þessari hættu og því hve auðvelt er að "hakka" slíkar tengingar. Með mikilli aukningu á fartölvunotkun má segja að flest öll heimili notist við þráðlausa nettengingu og eru þar með opin fyrir óprúttnum náungum sem keyra um til að kortleggja slíkar tölvur eða bara nágranna sem kann að hagnýta sér óvarin netkerfi.

Þess vegna er aldrei of oft brýnt fyrir fólki að viðhafa varúð. Hvort sem er á facebook eða þegar það er að nota heimabankann eða versla á netinu. Og í þessu sambandi þá skiptir notkun vírusforrita engu máli. Það sem skiptir mestu er að nota vafra sem er öruggur en samt þægilegur í notkun. Mozilla Firefox sameinar þetta tvennt.  Í nýjustu útgáfunni v3.6.10 er með einni skipun hægt að skipta úr venjulegu vafri yfir í prívat vafur eða "private browsing" Skipunuin er control+shift+p +a lyklaborðinu en með músinni er ýtt á Tools flipann og valið "start private browsing"  Þegar ekki er lengur þörf á slíku er einfaldlega gefin skipunin control+shift+delete og fyrri session með öllum flipum birtist aftur Smile  Stúdentar og aðrir námsmenn ættu sérstaklega að huga að þessu

Annað sem Firefox hefur framyfir aðra vafra eins og Internet Explorer og Operu eða Chrome er öryggisviðbót sem heitir Noscript. þessi viðbót eða extension, slekkur á "scriptum" sem allar vefsíður nota í einum eða öðrum tilgangi. Til dæmis eru allar hreyfimyndir eða flash myndbönd slíkar scriptir.
En vírusar og malicious codes eða leyndar skipanir geta líka leynst í þessum scriptum. Þess vegna er mjög mikilvægt að slökkva á öllum scriptum á vefsíðum sem menn treysta ekki. Eftir því sem menn ná meiri færni má svo seinna leyfa öruggar síður þótt aðrar séu áfram blokkeraðar. Þess má geta að Mozilla network notast við öryggisstuðulinn https, sem þýðir að allt sem frá þeim kemur er örugglega orginal!.  þetta er mikilvægt Aldrei downloada firefox eða viðbótum frá ókunnum vefsíðum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband