Er krónan ónýt lögmynt?

Ein af höfuðröksemdum fyrir inngöngu í ESB er að krónan sé ónýt og okkur sé lífsnauðsyn að taka upp evru sem okkar lögeyrir.  Um þetta eru skiptar skoðanir og hefur hver spámaðurinn troðið á öðrum í röðinni að koma sinni afstöðu til skila. Sá nýjasti er forstjóri CCP, Hilmar V. Pétursson. Flestir sem telja nauðsynlegt að taka upp evru nefna óstöðugleika krónunnar sem aðalástæðu. En það sem veldur óstöðugleikanum er ójafnvægið sem einkennt hefur efnahagskerfið. Margir tala um einhæfnina án þess að útskýra það nánar en fyrir leikmenn þá er átt við að við flytjum inn meira en við flytum út. Þannig skapast umframeftirspurn eftir gjaldeyrir sem veldur því að gengið fellur. En hvað ef við skipum þannig okkar hagstjórn að gjaldeyrisjöfnuður verði alltaf jákvæður?

Ef við minnkum innflutning og aukum útflutning þá getum við vel haldið okkur við krónuna. Og það eru óumdeilanlegir kostir að hafa sinn eigin gjaldmiðil. Til þess að gera þetta mögulegt þurfum við að setja í gang áætlun um að hætta að nota jarðefnaeldsneyti í áföngum á næstu 10 -20 árum og verða þannig óháð innflutningi og gefum sjálfbærni raunverulega merkingu. Því sjávarútvegi okkar stendur ógn af vaxandi kröfum markaðarins um sjálfbæra nýtingu auðlinda. Ef við fyrst þjóða í heiminum, tökum forystu í að metanvæða/rafvæða fiskiskipaflotann þá mun það veita okkur yfirburðastöðu og jafnhliða þessu metan og rafvæðum við landbúnaðinn og förum að stunda hér 100% grænan landbúnað og 100% græna ferðamennsku.

Svona sláum við margar flugur, varðveitum sjálfstæði og hagsæld og byggjum hér betra þjóðfélag lausir við slæm áhrif alþjóðavæðingarinnar. Því við eigum að varðveita sérstöðuna og tækifærin sem felast í smæðinni. ESB væðingin er slæm. Og alþjóðavæðingin er líka slæm.Við erum ekki endilega best eða mest heldur eigum við 1100 ára samfellda menningarsögu sem ber að varðveita. Það gerum við ekki ef við rennum inní ESB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband