8.10.2017 | 04:40
Framfaraflokkur Sigmundar stofnaður í dag
Glistrup: Jeg forsøger at betale den skat, som jeg synes det er ønskeligt at betale, jeg har ikke tallene på mig her, men jeg finder afgjort, at der er grund til at rose de mennesker, der betaler mindst og fordømme de mennesker, der betaler mest i skat. Skal vi sige det på en måde, at det at være skattesnyder, det er en farlig ting, fordi man løber nogle vældige risikoer for at få sig en ordentlig kølle oven i hovedet, men skattesnyderen i dag er at sammenligne med jernbanesabotøren under besættelsen. De gør et farligt job, men de gør et fædrelandsnyttigt job.
6.10.2017 | 19:05
Samfylkingin styrkir sig
Samfylkingin er á réttu róli með nýju fólki í framvarðarsveitinni. Hún hefur góða möguleika á að endurheimta trúnaðartraust kjósenda eftir hraklegan útafakstur Ingibjargar Sólrúnar. En það er samt hængur á. Fyrrum samstarfsmaður Ingibjargar Sólrúnar og varaformaður flokksins er kominn í framboð eftir ótímabæra uppreisn æru. Það voru mistök að hleypa honum að í uppstillingu listans í Reykjavík. Ágúst Ólafur er kvótaerfingi og auðrónasonur. Slíkir eiga ekkert erindi í flokk sem kennir sig við alþýðu á tyllidögum.
Ég treysti samt kjósendum til að strika hann út af lista. Skýrari gætu skilaboðin ekki orðið.
![]() |
Jón Gnarr genginn í Samfylkinguna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.10.2017 | 18:40
RÚV beitir sér ekki gegn Bjarna
Nú er ljóst að tekið verður á skítamixi forsætisráðherra með silkihönskum á fréttastofu RUV. Alveg eins og þegar Vafnings og seinna Falson málin komu upp. Ekki veit ég hvað veldur að einn er tekinn fyrir en hinn sleppur. Hér stjórnuðu 2 silfurskeiðungar. Annar, Sigmundur Davíð var tekinn fyrir saksóttur og dæmdur á einum degi en við hinum , Bjarna Benediktssyni er varla blakað. Aðeins kurteislegt spjall yfir kaffibolla og síðan bugt og beygingar. Meira að segja Sigrún Davíðsdóttir er þögul.
6.10.2017 | 17:24
Nýtt leikskólalag
Bjarni er enn í baðkerinu
búinn að gera poo
vissu ekki margir um það
aðrir en hans frú
Búinn að gera poo
búinn að gera poo
Bjarni er enn í baðkerinu
búinn að gera poo
Þetta má svo syngja við lagið; Nú er Gunna á nýju skónum
6.10.2017 | 16:56
Birtu emailin Bjarni!
Ein leið til að sanna sakleysi í viðskiptum er að birta gögn um samskipti manna. Veigamikil gögn í uppljóstrunum Reykjavik Media eru tölvupóstsamskipti Einars Arnar Ólafssonar við viðskiptamenn Glitnis banka dagana fyrir fall bankans. Bjarni neitar að kannast við þessi samskipti en ef hann er saklaus þá getur hann einfaldlega birt sjálfur öll sín tölvusamskipti.
En auðvitað gerir hann það aldrei ótilneyddur. En kannski eru til leiðir til að þvinga fram sannleikann....Við verðum að bíða og vona að graftarkýlið verði tæmt.
![]() |
Segir tilganginn að koma höggi á sig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2017 | 16:07
Skítamix - Hvað gera píratar núna?
Kveðjuræða Birgittu píratadrottningar á Alþingi fjallaði aðallega um skítamixið í pólitíkinni. Engum orðum var þar ofaukið. Nú verða píratar að halda merkinu á lofti og halda áfram að vekja athygli á skítamixinu. Ekki ræða um eitthvað sem þeir hafa hvort sem er ekki umboð til að ræða um.
Nú er tími fyrir stórar B.O.B.U.R.
6.10.2017 | 13:43
Löglegt en siðlaust
Enn á ný standa landsmenn frammi fyrir skandal sem er kannski löglegur en örugglega siðlaus.
Nú er spurningin sem allir ættu að spyrja sig: Er ég tilbúinn að veita Bjarna Benediktssyni uppreisn æru í kjörklefanum 29 október næstkomandi.
Við erum komin á þann stað. Því miður þá hefur Bjarni Benediktsson dregið hluta þjóðarinnar með sér í svaðið. Þann hluta sem í grandaleysi kaus þennan siðleysingja yfir sig í 2 síðustu kosningum. Nú er tækifæri til yfirbóta og senda siðleysingjann til föðurhúsanna þar sem hann á best heima.
![]() |
Ekkert sem bendir til lögbrots |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.10.2017 | 13:16
Ásdís Halla drepur barn
Og ef þetta með Bjarna væri nú ekki nóg á einum degi þá var í fréttum annað mál tengt Sjálfstæðisflokknum en það var dómsmálið yfir Ásdísi Höllu sem eiganda Sinnum, (einkavæðingarfyrirtækis í heilbrigðiskerfinu) fyrir að hafa með gáleysi orðið fötluðu barni að bana. Barni sem var skjólstæðingur Ásdísar Höllu og sem hún hafði fengið greitt fyrir frá Sjúkratryggingum Íslands að gæta
Móður Ellu Dísar dæmdar bætur vegna gáleysis stjórnenda Sinnum
Ef þetta er ekki tilefni til endurskoðunar á framgöngu Steingríms Ara og áhrifamanna úr sjálfstæðisflokknum í dulinni einkavæðingu heilbrigðiskerfisins, þá veit ég ekki hvenær sú opinbera rannsókn ætti að fara fram. Sjá ennfremur orð landlæknis um stórfellda aukningu á heimsóknum til einkalækna í stað heilsugæsla. Þessi fjáraustur úr Sjúkratryggingum Íslands er ekkert annað en aðför að heilbrigðiskerfinu að mati landlæknis.
P.S Morgunblaðið lætur ekki hanka sig á tilraun til þöggunar í þessu máli. Þeirra umfjöllun er hér en svona sólarhring seinna en hjá Vísi og mjög í skugga Glitnisviðskipta forsætisráðherra flokksins
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2017 | 12:56
Bjarni enn í baðkerinu
Hvenær ætli Sjálfstæðisflokkurinn manni sig upp í að hleypa þessu skítuga baðvatni úr karinu og Bjarna með. Víst er að þessar upplýsingar sem nú hafa komið fram koma sér illa fyrir flokkinn.
sjá hér :
Seldi í Sjóði 9 sama dag
og neyðarlögin voru sett
„Ég átti á sínum tíma eitthvað í Sjóði 9 en ég man ekki eftir því að það hafi verið eitthvað sem mig rekur minni til að hafi skipt einhverju máli.“
Og þessi lygari er forsætisráðherra! Hvað gerir Guðlaugur Þór núna?
Ríkisstjórn Íslands fór fram á að Washington
Post fjarlægði grein um Bjarna og föður hans
Er verið að nota nafn íslenska ríkisins og fé almennings til æruþvotta á persónulegum ávirðingum einstakra manna?
![]() |
Oddviti kallar eftir rannsóknarnefnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.10.2017 | 11:11
Þeir borgi sem skemmi
Útgerðin og ferðaþjónustuaðilar bera mesta ábyrgð á lélegu ástandi vega. Það eru aðilarnir sem eiga að bera kostnaðinn. Menn geta skipað nefndir og jafnvel haldið ráðstefnur en þetta er ástæðan og í henni finnst hin einfalda lausn að þeir borgi sem skemmi
![]() |
Vegakerfið fær falleinkunn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |