Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
24.11.2020 | 00:33
Sjóprófið vegna Covid veikindanna á Júlíusi Geirmundssyni
Mér finnst ekki hafa komið nægilega vel fram í fjölmiðlum, að sjóprófið, sem haldið var í gær vegna veikindanna um borð í Júlíusi Geirmundssyni var ekki réttarhöld. Sjópróf er bara gagnaöflun. Eða eins og fram kemur á vefnum sjorettur.is :
"Til skamms tíma var skylt að halda sjópróf fyrir héraðsdómi vegna slysa á sjó. Þessi skylda hefur nú verið numin úr lögum. Sjópróf eru hins vegar haldin ef þess er krafist. Samkvæmt 220. gr. sigll. geta tilteknir aðilar krafist þess að sjópróf verði haldið, m.a. sá sem orðið hefur fyrir tjóni við slys á sjó. Tilgangur sjóprófs er m.a. sá að leiða í ljós orsakir viðkomandi atburðar og aðrar staðreyndir sem máli skipta um hugsanlega skaðabótaábyrgð útgerðarmanns eða annarra, sbr. 221. gr. sigll. Teknar eru skýrslur fyrir dómi af öllum sem upplýsingar geta gefið um viðkomandi atburð og að nokkru leyti safnað gögnum sem máli skipta. Þeim sem eru vitni að slysi eða óhappi er skylt að mæta til sjóprófs og gefa þar skýrslu að viðlagðri vitnaábyrgð. Annað úrræði stendur tjónþolum til boða, sem ekki er ólíkt sjóprófi. Það er að krefjast vitnaleiðslna fyrir héraðsdómi, sbr. 2. mgr. 77. gr. laga nr. 91/1991, en þá er unnt að kveðja hvern þann sem kann að gefa upplýsingar um atvik til að mæta fyrir dóm og gefa skýrslu"
Nú þegar sjóprófin eru yfirstaðin geta málsaðilar ákveðið næstu skref. Saksóknari getur ákveðið að kæra skipstjórann og skipverjar geta sótt skaðabætur til útgerðarinnar. Mér finnst nauðsynlegt að hvort tveggja verði gert. Ef ekki bara sem víti til varnaðar, að þetta sem gerðist þarna fyrir vestan gerist aldrei aftur. En á því er rík hætta meðan útgerðarmenn stjórna öllu í þessu gjörspillta landi. Ekki bara fyrirtækjunum sínum, heldur líka sveitastjórnum, alþingi og ríkisstjórn. All er þetta háð eigendavaldi stórútgerðamanna sem halda þjóðinni í þrælsótta atvinnukúgunar. Sjóprófið á Ísafirði staðfesti það!
Skipverjar glími enn við eftirköst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.11.2020 | 14:41
Hvar er nú Þorgeir Ljósvetningagoði?
Hann hefði verið fljótur að úrskurða í stóra Álftarmálinu ,sem nú virðist í uppsiglingu á Alþingi. Og úrskurðurinn hefði fólgist í því að bændur megi halda áfram að drepa álftir í sjálfsvörn svo fremi að það verði gert á laun. Að gera vandamálið að fréttamat er ekki í þágu bænda, sem hafa næg vandamál við að etja. En Alþingi er ónýtt og þingmenn vafra um í reyðileysi. Enda er þingið rekið eins og ráðuneyti undir ríkisstjórninni þar sem Steingrímur er í raun einn af ráðherrunum en ekki forseti æðstu stofnunar lýðveldisins.
Þessu þarf að breyta.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.11.2020 | 13:45
Vegna fréttar í Bændablaðinu í dag 19.nóv
Hólar í Öxnadal einkafriðaðir vegna náttúruverndar
19.11.2020 | 01:54
Sendum Brynjar og Sigríði einn túr á Júllanum.
Skipstjórinn á Júlíusi Geirmundssyni var einvaldur á sínu skipi frá því landfestar voru leystar þar til komið var í höfn aftur. Nú hefur hann stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á meintu hættubroti. Það er samkvæmt lögum í landinu og ekki hægt að kenna sóttvarnaraðgerðum í landi um.
Að sitjandi þingmenn eins og Sigríður Andersen og Brynjar Níelsson skuli styðja framferði skipsstjórans á Júlíusi Geirmundssyni og hvetja til álíka háttsemi, ætti líka að varða við lög. Það sem þau eru að gera fellur undir borgaralega óhlýðni en njóta samt þinghelgi! Svona fólk hlýtur að finna sér annað starf í framtíðinni. Til dæmis sem hásetar á Júlíusi Geirmundssyni. Fyrst útgerðarmaðurinn er innsti koppur í búri í FLokknum þá eru hæg heimatökin að redda því.
Það liggur fyrir að þetta er ekki drepsótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.8.2020 | 10:01
Að afbaka sannleikann.
Rannsókn Seðlabankans á gjaldeyrisskilum Samherja er löngu lokið og endanleg niðurstaða fengin í það mál sem Þorsteinn Már hefði betur sætt sig við og látið þar við sitja. En Þorsteinn vill refsa þeim sem efast um vald hans. Þorsteinn og Samherji eru eitt. Þeir sem ráðast að Samherja ,ráðast á Þorstein Má persónulega. Þetta er skýringin á þeirri heiftarlegu reiði, sem enn kraumar undir, vegna þess að Már Guðmundsson réðist inn í einkaskrifstofu hans í Katrínartúni í Reykjavík, að viðstöddum starfsmönnum RÚV og haldlagði gögn vegna sakamálarannsóknar Seðlabankans. Sakamálarannsóknar, sem kom svo í ljós að byggð var á gögnum sem Helgi Seljan ,fréttamaður Kastljóss hafði aflað sér í tengslum við ábendingar kunnugra manna um brotalamir í gjaldeyrisskilum stórfyrirtækisins! Þeirri rannsókn lauk án niðurstöðu fyrir margt löngu en Þorsteinn Már hefur séð um að halda því á lofti með öllum tiltækum ráðum. Hann lét skrifa bók um málið, hann heimtaði að seðlabankastjóri yrði rekinn og hann stormaði inn á nefndarfund hjá Alþingi til að sýna vald sitt. Og núna hefur hann ráðið "afbrotafræðing"til að koma óorði á Helga Seljan og gera stærsta fjölmiðil þjóðarinnar ótrúverðugan. Og það er mikið í húfi. Orðsporið er í rúst vegna viðskiptahátta stjórnenda Samherja. Fleiri og fleiri sjá að þar hafa viðgengist viðskiptahættir sem verður að stöðva og draga alla sem að komu til ábyrgðar, en fyrst og fremst forstjórann, Þorstein Má. Því allir sem til þekkja vita að ekkert er gert hjá Samherja án hans vitneskju og blessunar.
Jón Óttar er núll og nix, hann hefur enga vigt í þessu máli . Sérstaklega eftir að hafa upplýst sjálfur um saknæmt hátterni í störfum sínum fyrir Samherja.
Í litlu þjóðfélagi er hvorki pláss fyrir Samherja né Þorstein Má. Fyrsta skrefið í umbótum á sjávarútvegsmálum hér á landi er að losa okkur við alla litlu samherjana. Leiguþýin eru víða. Allt frá ómerkilegum afbrotafræðingum og sjálfkrýndum rithöfundum til bæjarstjóra, þingmanna og ráðherra.
Áfram RÚV og frjáls fréttamennska!
Sekur um óheiðarleg vinnubrögð, blekkingar og svik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.4.2020 | 18:28
Pilsfaldakapitalismi grasserar eins og veira
Nú þegar mesta móðursýkin er gengin yfir er fullt tilefni til að staldra við og endurhugsa fljótfærnisleg viðbrögð stjórnmálamanna til að bregðast við hugsanlegri kreppu. Og jafnvel að endurskilgreina hugtakið kreppa. Því það getur svo sannarlega kreppt að án þess að þörf sé að nota kreppuhugtak hagfræðinnar yfir slíkt ástand. Hvort sífelldur hagvöxtur sé endilega af hinu góða er svo önnur umræða sem verður örugglega tekin síðar.
Ég sé ekki þörfina á að dæla öllum þessum peningum út úr ríkissjóði og Seðlabanka eins og ráðgert er. Hugsum útí hvað verið er að gera. Það er ekki verið að bregðast við afleiðingum heimsfaraldurs og brottfalli ferðamanna það er verið að bregðast við offjárfestingu heillar atvinnugreinar undanfarinna ára. Offjárfestingu og skuldsetningu sem var óraunhæf að mörgu leyti og beinlínis crimanal í tilfellum manna sem kusu að skuldsetja fyrirtæki sín í stað þess að leggja þeim til fé úr eigin vösum. Þessu liði á nú að bjarga með fjáraustri úr sjóðum almennings sem enga ábyrgð ber á ruglinu. Þetta er það sem kallað hefur verið pilsfaldakapítalismi. Og þessi pilsfaldakapítalismi er miklu skæðari en nokkur corona veira.
Og þessi veira stökkbreytist svo sannarlega líka. Þegar það gerist verða til svokallaðir fjárfestar. Og þeir þrífast í skjóli ákveðinna stjórnmálaflokka sem mætti alveg kalla hýsla. Því hvað sagði ekki Jón Ásgeir þegar hann var spurður um forsendur velgengni sinnar á árum áður. Hann sagði einfaldlega, "Fyrst eignast maður stjórnmálaflokk og síðan banka." En hann gleymdi bara dómurunum. Það hefði verið betra að eiga nokkra dómara upp í erminni þegar Baugsmálaferlin stóðu yfir. Það hefði sparað tíma og peninga. En seinni tíma fjárfestar hafa lært og þessi mistök Jóns Ásgeirs verða ekki endurtekin.
Á meðan seðlabankastjóri, sem einu sinni var ráðgjafi hjá glæpamönnunum í Gamma, er á fullu að eyða gjaldeyrisvaraforðanum í gagnslausa viðspyrnu við falli krónunnar, þá ætlar ríkisstjórnin og 60 Alþingismenn að afhenda SA fleiri hundruð milljarða , að eigin sögn til að koma í veg fyrir kreppu sem kemur sennilega aldrei! Samt eru auðrónar komnir í startholurnar að auðgast á þessum tímabundnu erfiðleikum. Gengið hefur gefið eftir um 20% og hrægammar hafa tekið sér skortstöður á markaði.
Covid faraldurinn mun örugglega ganga yfir en við skulum hafa í huga að það voru ekki allir að róa í sömu átt. Við erum ekki öll saman í þessu!
Fyrirtækjunum blæðir út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.4.2020 | 13:17
Falsfrétt dreift á mbl.is
Bankarnir fóru á hausinn í hruninu af því þeir voru rændir innanfrá af eigendum sínum. Þess vegna voru stjórnendur þeirra lögsóttir í kjölfarið.
Í dag er eignarhald með öðru sniði og stjórnun meira fagleg og meira eftirlit með því að reglum sé fylgt. Það er það sem Heiðrún Lind kallar áhættufælni en við hin flokkum bara sem ábyrga lánastefnu. En svona verða falsfréttir til. Þegar fjölmiðill blandar saman pólitík og fréttamennsku.
Bankar of áhættufælnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.4.2020 | 12:38
Stokka þarf upp rekstur SÁÁ
Málefni Reykjalundar komust í sviðsljósið fyrir ekki svo löngu síðan og núna er Vogur í svipaðri stöðu. Það er augljóst að rekstrarform þessara stofnana gengur ekki upp. Það gengur ekki upp að félagasamtök reki heilbrigðisþjónustu, sem veltir milljörðum sem koma aðallega úr ríkissjóði, og skipta þúsundir manna miklu máli. Annaðhvort verður að gera Vog að sjálfseignarstofnun undir faglega stjórn eða að ríkið taki reksturinn að sér og kosti hann alfarið. Ég held að seinni kosturinn sé betri. SÁÁ yrði þá styrktaraðili en hefði enga stjórnunarlega aðkomu að því meðferðarstarfi sem Vogur byggir á.
Valgerður dregur uppsögn sína til baka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2020 | 18:21
Er Steingrímur J óheiðarlegasti þingmaður lýðveldisins?
Það væri að bera í bakkafullan lækinn að segja eitthvað ljótt um Steingrím J, því nóg er þar samt og allt satt! Tel samt ástæðu til að nefna eitt mikilvægt atriði sem ekki rataði í fjölmiðla þótt fullt tilefni hafi verið til. Og þetta snertir beint málsókn útgerðanna 7 vegna makrílreglugerðar Jóns Bjarnasonar og hinna pöntuðu viðbragða Kristjáns Samherjamögurs , vegna dóma Hæstaréttar frá því í desember 2018.
Hér á eftir er útdráttur úr umræðum á þingi eftir að Þorgerður K, kvartaði undan seinagangi í svörum við fyrirspurn um efni ákæra 7 Stórútgerða á hendur ríkissjóði til innheimtu millarðatuga krafna, sem Samherjaráðherrann hafði reynt að svæfa í þinginu!
En dæmi hver fyrir sig:
Forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg):
Herra forseti. Mér þykir slæmt ef boðleiðir eru of langar en af því að hv. þm. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir gerði að umtalsefni fyrirspurn til mín sem varðaði málaferli vegna makríls þar sem ríkislögmaður grípur til varna vil ég gera grein fyrir því máli. Hv. þingmaður rökstuddi það með því að þessi fyrirspurn ætti heima hjá forsætisráðherra og að embætti ríkislögmanns heyrði undir forsætisráðherra, en hver og einn ráðherra ber ábyrgð á þeim málum sem falla undir hann. Þetta tiltekna mál heyrir undir hæstv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og því ætti að beina fyrirspurninni til hans. Það er alllangt síðan forsætisráðuneytið endursendi þinginu fyrirspurnina með ósk um að henni yrði beint til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Ég vona að hv. þingmaður hafi fengið þau skilaboð frá Alþingi því að það er alllangt síðan forsætisráðuneytið sendi þau frá sér.
Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):
Það er greinilega eitthvað sem þarf að kanna, hvort mistökin liggi þá hjá okkur á skrifstofu Alþingis eða mér, að boðin hafi ekki gengið áfram frá ráðuneytinu til hv. þingmanns. Rétt er að biðjast fyrir fram velvirðingar á því en þetta verður kannað.
Sakar Steingrím um að ljúga og misnota aðstæður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.4.2020 | 23:18
Nú get ég!
Jafnvel hörðustu andstæðingar þessarar ríkisstjórnar verða að hrósa henni fyrir fyrstu viðbrögð vegna Covid-19. Fyrir þá djörfu ákvörðun,að leyfa aðgerðarstjórn Almannavarna að leiða þjóðina í gegnum þessa erfiðu tíma, sem vonandi verða brátt að baki. Upplýsingafundirnir sönnuðu gildi sitt með yfirlætislausri leiðsögn Þórólfs og Ölmu undir styrkri en um leið auðmjúkri stjórn Víðis Reynissonar.
En nú telja stjórnmálamennirnir að þeirra tími sé kominn. Þeir vilja ólmir baða sig í sviðsljósinu að nýju. En það voru mistök. Frá því að blaðamannafundurinn með Katrínu, Svandísi og Áslaugu Örnu var haldinn og tilkynnt um fyrirhugaða afléttingu á sóttvarnar fyrirmælum 4. mai, þá er eins og allir hafi gleymt sér og bæði börn og fullorðnir búin að gleyma 2 metra reglunni og varnaðarorðum varðandi hópamyndanir. Ég fór í kaupfélagið í dag og þar var fólk að troðast í röð við kassann og á leiðinni heim þurfti ég að tvístra hóp krakka, sem voru í sakleysi að leik í skemmtigarðinum.
Ef veiran nær sér aftur á strik í mai þá er hægt að kenna ríkisstjórninni um það! Þegar tímabært er að aflétta takmörkunum þá ætti að gera það með sem minnstum fyrirvara.
Ríkisstjórnin vill eigna sér heiðurinn af starfi þríeykisins með ótímabærri framítöku aðgerða og það er miður. Ekki nema von að forseti Alþingis ræski sig líka og telji sitt vald merkilegra en tilmæli sóttvarnalæknis.
Við þetta fólk segi ég, Haldið ykkur til hlés í þessar 3 vikur sem eftir eru. Skerpum aftur á sóttvörnum með því að sekta Alþingi fyrir brot á reglum og sýnum að við tökum drápsveirunni af alvöru en ekki léttúð. Víðir, Alma og Þórólfur eiga það inni hjá okkur.
Seinni aðgerðapakki kynntur um eða eftir helgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)