Nú get ég!

Jafnvel hörðustu andstæðingar þessarar ríkisstjórnar verða að hrósa henni fyrir fyrstu viðbrögð vegna Covid-19. Fyrir þá djörfu ákvörðun,að leyfa aðgerðarstjórn Almannavarna að leiða þjóðina í gegnum þessa erfiðu tíma, sem vonandi verða brátt að baki. Upplýsingafundirnir sönnuðu gildi sitt með yfirlætislausri leiðsögn Þórólfs og Ölmu undir styrkri en um leið auðmjúkri stjórn Víðis Reynissonar.

En nú telja stjórnmálamennirnir að þeirra tími sé kominn. Þeir vilja ólmir baða sig í sviðsljósinu að nýju. En það voru mistök. Frá því að blaðamannafundurinn með Katrínu, Svandísi og Áslaugu Örnu var haldinn og tilkynnt um fyrirhugaða afléttingu á sóttvarnar fyrirmælum 4. mai, þá er eins og allir hafi gleymt sér og bæði börn og fullorðnir búin að gleyma 2 metra reglunni og varnaðarorðum varðandi hópamyndanir. Ég fór í kaupfélagið í dag og þar var fólk að troðast í röð við kassann og á leiðinni heim þurfti ég að tvístra hóp krakka, sem voru í sakleysi að leik í skemmtigarðinum.

Ef veiran nær sér aftur á strik í mai þá er hægt að kenna ríkisstjórninni um það! Þegar tímabært er að aflétta takmörkunum þá ætti að gera það með sem minnstum fyrirvara.

Ríkisstjórnin vill eigna sér heiðurinn af starfi þríeykisins með ótímabærri framítöku aðgerða og það er miður. Ekki nema von að forseti Alþingis ræski sig líka og telji sitt vald merkilegra en tilmæli sóttvarnalæknis.

Við þetta fólk segi ég, Haldið ykkur til hlés í þessar 3 vikur sem eftir eru. Skerpum aftur á sóttvörnum með því að sekta Alþingi fyrir brot á reglum og sýnum að við tökum drápsveirunni af alvöru en ekki léttúð.  Víðir, Alma og Þórólfur eiga það inni hjá okkur.


mbl.is Seinni aðgerðapakki kynntur um eða eftir helgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég hef horft á 3 þætti,en í dag las ég í fyrsta sinni að stjórnmál hefðu hrokkið af munni þessa þríeykis. Finn ekki hvar það er en landlæknir  hefði haft orð á einhverju varðandi Trump forseta. Ótrúlegt að ríkisstjórnin finni að því,en ætli þau hafi nefnt Kína á nafn ,?? Eigum við Íslendingar ekki hlut í banka þar sem fæstir kæra sig um.

Helga Kristjánsdóttir, 17.4.2020 kl. 02:34

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Fram að þessu í þessum faraldri hefur það verið mikið lán hve lítið hefur heyrst í pólitíkusum þessa lands. Vonandi er hægt að halda þessu áfram. 

 Látum þríeykið um að stjórna vörninni, pólitíkusana um efnahagslegu aðgerðirnar.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 17.4.2020 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband