Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
11.12.2018 | 21:17
þingmaðurinn áminntur um heiðarleika
Það fer ekki vel á, að þingmenn sem staðnir hafa verið að því að svíkja tugi milljóna út úr ríkissjóði í formi akstursgreiðslna, að þeir séu að setja út á klæðaburð samstarfsmanna og vísa til virðingar! Virðingin felst ekki í jakkafötum og þaðan af síður í hvítflibba. Það eru önnur gildi sem við metum meir. Svo sem heiðarleiki, kurteisi og almenn siðsemi. Dyggðir sem flesta stjórnmálamenn skortir í dag. Það er ástæðan fyrir virðingarleysinu Ási minn. Svo nú er bara að hysja upp um sig gallabuxurnar og gera reikningsskil í lífi þínu samanber 4.spor AA samtakanna.
![]() |
Gallabuxur fyrir neðan virðingu Alþingis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.12.2018 | 20:58
Sannur sósialisti
Sanna Magdalena meinar það sem hún segir og segir það sem hún meinar. Borgarstjórnarmeirihlutinn ætti að læra af hennar fordæmi og taka meira tillit til þess sem hún hefur fram að færa þegar stefnumótandi ákvarðanir eru teknar. Með því byggja þeir betri borg en ekki með innihaldslausu orðagjálfri eins og vellur út úr þeim sem nú verma æðstu stöðurnar.
![]() |
Gefur hluta launa sinna í styrktarsjóð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.12.2018 | 18:47
Uppljóstrarar njóta verndar á meðan nafnleynd er virt!
Lexía fyrir uppljóstrara, að koma aldrei fram undir nafni. Almenningur á ekki séns gegn auðmönnum sem hóta málsóknum. Uppljóstranir missa einskis í trúverðugleika þótt nafnleynd sé viðhöfð. Trúverðugleikinn er kominn undir ritstjórnum þeirra fjölmiðla sem birta uppljóstranirnar.
![]() |
Bára fer fyrir héraðsdóm á mánudag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2018 | 17:35
Makríldómurinn per se kostar ríkissjóð ekkert
Hæstiréttur dæmir eftir lögum sem allskonar vitleysingar á Alþingi samþykkja! Þess vegna sitjum við uppi með ráðherra sem brjóta eigin lög eins og í tilfelli Jóns Bjarnasonar.
Jón Bjarnason stóð ekki rétt að úthlutun kvóta á makríl að mati Hæstaréttar, Um það snýst dómurinn.
Hæstiréttur dæmdi útgerðunum engar bætur!
Ef útgerðirnar vilja bætur þá á bara að láta þær sækja þær fyrir dómstólum. Það á alls ekki að semja við smákónga, þótt þeir eigi ítök í Alþingi og ríkisstjórn.
Það er hægt að skapa þrýsting á stjórnvöld um að semja ekki. Málflutningur Loga er heimskulegur í þessu máli.
![]() |
Líklega milljarðatjón fyrir þjóðina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.12.2018 | 16:41
Útgerðin vill borga veiðigjöld
Eigendur stórútgerðanna stjórna Íslandi í gegnum stjórnmálaflokkana, í gegnum stjórnsýsluna og í gegnum dómstólana. Stórútgerðin er ánægð með kvótasetninguna, kvótaúthlutunina, og fiskveiðiráðgjöfina. Eigendur stórútgerðarinnar eru sérstaklega ánægðir með sjávarútvegsráðherrann sinn og formann atvinnuveganenfdar. Stórútgerðin væri í hátíðarskapi alla daga ef ekki væri fyrir afskipti seðlabankans af gjaldeyristilfærslum á haftatímabilinu.
Já stórútgerðin malar líka gull fyrir eigendur sína sem aldrei fyrr. Þar munar miklu að hafa starfsfólk sem er til friðs. Starfsfólk sem ekki getur kvartað til stéttarfélaga útaf fiskverðum. Því stórútgerðin ræður sjálf fiskverðunum. Og það er einmitt stærsta hagsmunamálið. Fiskverðið sem ætti að vera stofn til útreiknings veiðigjalda er í dag alltof lágt því aðeins hluti aflans er seldur á markaði. Stærstur hlutinn er seldur í innbyrðisviðskiptum skyldra, tengdra og sömu aðila. Enda Verðlagsstofa Skiptaverðs bara brandari.
Auðlindarentan og veiðigjöldin eru útgerðunum hagfelld. Þessir smáaurar sem þau hafa borgað dugar rétt fyrir kostnaði ríkisisins við kerfið sjálft. Hafrannsóknir sitja algerlega á hakanum nema þegar þarf að leita að loðnu! En hvað getum við sagt? Útgerðin ræður og svona á þetta að vera segir Þorsteinn Már og Binni í Vinnslustöðinni. Og í eina skiptið sem vesæll ráðherra reyndi að gera breytingar á fiskveiðistjórnuninni og kvótaúthlutuninni þá segir nú Hæstaréttur að það hafi ráðherra ekki mátt. Ráðherrann ræður sem sagt bara ef hann situr í boði Samherja! Eins og Kristján Þór Júlíusson gerir.
![]() |
Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.12.2018 | 05:04
Hnignun siðmenningar.
Á sama hátt og loftslagsbreytingar ógna siðmenningunni á heimsvísu þá ógnar Samfylkingin siðmenningunni í borg óttans. Þegar maður hélt að ekki væri hægt að leggjast lægra í þjónkun við verktaka og lóðabraskara þá leyfa menn rask á fyrrum helgum reit. Því hvað svo sem menn segja um forna afhelgun þessa parts af miðborginni þá er um fornan greftrunarstað að ræða, sem aldrei stóð til að yrði grafinn upp seinna meir til að þjóna þar Mammoni. Að gera garðinn að lystigarði var ekki afhelgun í sjálfu sér. En skaðinn er skeður. það er búið að moka beinum í uppfyllingar hjá borginni og þótt hægt hafi verið að kaupa sérfræðiálit fornleifafræðingsins sem haft hefur það hlutverk eitt að gefa verkefninu siðferðisvottorð, þá verður engin grafarró á þessum stað framar. Ég trúi á Karma kenninguna og að mönnum hefnist fyrir misgjörðir sínar í þessu lífi. Kannski að Dagur B. geti vitnað um það í næsta fjölmiðlaviðtali þegar hann segir okkur hvað hann og Samfylkingin séu æðisleg!
![]() |
Friðun á borði ráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 05:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.12.2018 | 04:36
Er Samfylkingin að verða eins og kirkjan?
Meðferðin á máli Ágústs Ólafs innan Samfylkingarinnar staðfestir að flokkarnir eru í reynd orðnir að stofnunum en ekki félögum fólks um sömu lífsviðhorf. Af frásögn Ágústs sjálfs er erfitt að dæma um hvort hann gerðist sekur um tilraun til nauðgunar eða hvort áreitnin var eingöngu í orði. Stöðu hans vegna er hvort tveggja óviðeigandi en fyrra brotið ætti að heyra undir lögreglu en ekki til úrskurðar af siðanefnd stjórnmálastofnunar sama hversu siðavönd hún er í orði. Svona afgreiðsla er vond fyrir alla. Fyrir brotaþola, fyrir geranda og fyrir þessa stofnun sem virðist taka sér bæði lögreglu og dómsvald.
Nú verður brotaþoli Ágústs að stíga fram og segja sína sögu a la #metoo. Að öðrum kosti mun þingmaðurinn liggja undir grun um alvarlegri verknað en hann lýsir. Menn leita sér ekki hjálpar þó menn reiðist vegna höfnunar. Viðbrögðin hafa verið sterkari og konan hefði ekki farið svona langt með málið ef hún hefði ekki upplifað neitt ofbeldi.
Persónulegar vammir eru persónulegar. Skiptir engu hvaða stjórnmálaskoðanir fólk hefur. Við gerum held ég flest kröfur um að þingmenn séu með óflekkað mannorð. Það ætti að vera lágmarks krafa. Þess vegna og í ljósi alls sem gengið hefur á held ég að menn hljóti nú að sjá, að það er ekki seinna vænna að Alþingi hunskist til að klára stjórnarskrárfrumvarpið til samþykktar á þessu þingi. Og þá er ég að tala um Stjórnarskrá fólksins.
Allt sem viðkemur Alþingi og starfsemi stjórnmálaflokkanna þarfnast endurskoðunar. Sjálftakan og sjálfhverfan er svo yfirgengileg að gjána er ekki hægt að brúa lengur. Klausturmálið var bara punkturinn yfir i-ið. 10% þingmanna eru ómerkilegir ruddar og hin 90% skinhelgir hræsnarar sem hugsa flest um flokkana sína en ekki almannahag. Slembiúrtak úr þjóðskrá myndi ekki skila verra úrtaki en þetta lið sem nú vermir þingsæti græðgi og sjálftöku.
![]() |
Óviss hvort málið eigi erindi við siðanefnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2018 | 12:47
Siðblindi dagskrárstjórinn
Alveg er ég kominn með upp í kok hvernig fjölmiðlar hampa Sigmundi Davíð og gera sér mat úr öllu sem þessi hættulegi maður segir og gerir. Þrátt fyrir að allir ættu að vera búnir að átta sig á hvern mann þessi fyrrum forsætisráðherra og prókúruhafi Tortólafélagsins Wintris, hefur að geyma. Það er enginn vafi í mínum huga að drengurinn er haldinn siðblindu á háu stigi og þess vegna getum við ekki ætlast til að hann hagi sér eins og sæmilegt fólk. Sigmundur lætur allt snúast um sig eins og þessi dæmalausa endursögn MBL af fésbókarfærslu þingdólgsins sýnir. Lilja Alfreðsdóttir fór fínt í það þegar hún biðlaði til fjölmiðla og almennings að veita Klausturdónunum ekki dagskrárvald. Með því átti hún við, að útséð væri um að hægt væri að koma vitinu fyrir þetta fólk sem enga iðrun kynni og brygðist við umvöndunum eins og árásum. Með því að flytja fréttir eins og þessa er Mbl.is að veita Sigmundi Davíð dagskrárvald yfir umræðunni þvert á varnaðarorð eins af þolendum kynferðisofbeldismanna Miðflokksins.
Ef þingið ræður ekki yfir tækjum til að taka á eigin stjórnmálamenningu þá eigum við ekki að þurfa að þola þessa farsakenndu umræðu á vegum fjölmiðlanna.
Almenningur á rétt á að gleyma...Sigmundi Davíð
![]() |
Segir ekkert hafa sært sig eins mikið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.12.2018 | 23:53
Uppreist æra siðblindra hjóna
Á ýmsa hópa orði halla
svo hriktir nú í stoðunum,
en siðblind hjón í faðma falla
fjölskyldu, í boðunum.
Gleðileg jól
![]() |
Stendur stolt með Sigmundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2018 | 16:55
Agabrot 6 þingmanna
Í dag er 1. des og þjóðin ætti að vera glöð og fagna 100 ára fullveldisafmæli. En fáum er skemmt. Enn og aftur hefur Alþingi sett niður vegna framgöngu þingmanna. Og enn og aftur sýnir það sig að Alþingi getur ekki tekið á eigin afglöpum og agaleysi einstakra þingmanna. Það er ekki nóg að setja siðareglur og skipa siðanefnd ef ekki á að bregðast við þegar þingmenn verða sér og allri þjóðinni til minnkunar með framkomu sem hvergi líðst, hvorki inni á heimilum né á öðrum vinnustöðum! En á Alþingi gera menn bara eins og þeim sýnist í trausti þess að samspillingarkerfið virki og það er að virka.
Ef Alþingi virkaði væri siðanefndin búin að víta viðkomandi þingmenn og fara fram á afsögn þeirra þegar í stað. En engar fréttir berast af því. Hvað veldur? Er þessi siðanefnd ekki óháð þegar allt kemur til alls? Vill ekki Ásta Ragnheiður snerta á þessum skít eða fær hún ekki að gera það? Hvað er Steingrímur að hugsa?
Agaleysi verður ekki mætt með linkutökum. Agaleysi þarf að uppræta meðal þingmanna með afgerandi hætti. Það er ekki í boði að tvær fyllibyttur fari í frí og öðrum tveim sé vikið úr þingflokki. Allir sexmenningarnir eiga að segja af sér þingmennsku með skömm.
Að Sigmundur ætli sér að sitja áfram á þingi lýsir slíkri siðblindu að flestu almennilegu fólki ofbýður. Sama má segja um Ólaf Ísleifsson og Karl Gauta. Ef þeir eru slíkir mannkostamenn sem þeir sjálfir halda þá hefðu þeir ekki setið undir saurugu tali Bergþórs og Gunnars. Þeir hefðu einfaldllega staðið upp og kvatt þessa samkomu. En það gerðu þeir ekki og því ber þeim að víkja af þingi og hleypa varamönnum sínum að. Þeir tveir sýndu líka agaleysi með því að sitja á svikráðum við samflokksmenn sína í stað þess að vera á þingfundi eins og þeim bar skylda til.
Við agaleysi er bara eitt ráð. Brottrekstur
Að þessir 6 alþingismenn skilji ekki alvöru málsins er ástæðan fyrir að fólk almennt ber lítið traust og litla virðingu fyrir Alþingi Íslendinga á hundrað ára fullveldisdegi landsins.
Varamenn Miðflokksins eiga erfiðan vetur í vændum.
![]() |
Una María og Jón Þór á þing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |