Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

"Lögfræðiálit" eins manns!

Sigurður Ingi skýlir sér bak við lögfræðálit setts umboðsmanns Alþingis þegar hann þykist nauðbeygður til að kvótasetja makrílinn. Það hentar honum og stærstu kvótahöfunum vel en gengur gegn almannahagsmunum. Gegn þessu lögfræðiáliti setts Umboðsmanns fullyrði ég að hægt er að fá fjölda álita frá miklu virtari fræðimönnum sem ganga gegn þessari niðurstöðu sem búin var til sem áfellisdómur yfir stjórnsýslu Jóns Bjarnasonar í ráðherrastóli fyrst og fremst.  Við sem munum nokkur ár aftur í tímann öfugt við þingmenn, sjáum til hvers refirnir eru skornir í þessari viðleytni kvótahafa og handbenda þeirra í ríkisstjórn til að rammgirða kvótastýringu fiskveiða til allrar frambúðar.

Það er dapurlegt að vera vitni að því hvernig þingmenn og ráðherrar þessarar ríkisstjórnar beita sér grímulaust fyrir sérhagsmunum gegn almannahagsmunum. Hvernig ætla þessir menn að skrifa undir siðareglur Alþingismanna, sem haga sér með þessum hætti?  Eða vita þeir sem er að þeirra þingsetu verður shjálfhætt eftir þetta kjörtímabil.  Og þess vegna hamast Sigurður Ingi, Jón Gunnarsson, Illugi Gunnarsson og allar hinar strengjabrúðurnar sér við að koma sem stærstum hluta þjóðarkökunnar í hendur einkavinanna alveg eins og fyrir hrun.

Þingmenn sem samþykkja lög eins og þetta frumvarp um kvótasetningu makríls hafa ekki hundsvit á sjávarútvegi. Þeir vita ekki hvernig stórútgerðirnar höguðu sér við veiðarnar undanfarin ár. Þessir alþingismenn ættu að kanna hverjir skiluðu mestum verðmætum að landi per veitt kíló.  Gæti verið að það hafi verið litlu bátarnir?   Litlu bátarnir sem nú fá engan kvóta vegna þess að stóru útgerðirnar sem voru svo duglegar að búa sér til veiðireynslu og mokuðu tugum þúsunda tonna í bræðslurnar sínar fá núna 99% af kvótanum!

Þótt ég sé á móti kvótastýringu þegar tilgangurinn er ekki að vernda fiskstofna gegn ofveiði þá skil ég að eitthvað skikk þarf að vera á öllu.  Til dæmis það að úthluta smábátum 10% af heildarkvóta og innan þess potts mætti hugsa sér aflahámark á báta.  Eitthert magn sem útgerðir gætu treyst sér til að gera út á með hagnaði. Hvert það magn er veit ég ekki en að úthluta nokkrum tonnum á bát og banna svo framsal þess kvóta gengur ekki.  það er ekki stjórnun það er aftaka.


mbl.is Makrílfrumvarpið aðeins til 1 árs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um hvað sömdu læknar?

Hjúkrunarfræðingar eru sennilega vanmetnasta stétt landsins þegar kemur að launum og álagi í vinnu. Þess vegna er ekki skrýtið þótt þau beri sig saman við lækna í þessari launadeilu sem bitnar nú á sjúklingum og aðstandendum af vaxandi þunga. Ég stóð með læknum í þeirra baráttu og ég styð hjúkrunarfræðinga heilshugar. Þeir eiga ekki að sætta sig við miklu lakari kjör en læknar hafa. Og það á líka að gilda um aðra sérfræðinga sem starfa á sjúkrahúsunum. Miðið ykkar launakjör við læknana og krefjist síðan að framvegis verði gerðir vinnustaðasamningar á Landspítala Háskólasjúkrahúsi sem gildi fyrir allt heilbrigðisstarfsfólk á vegum ríkisins. Núverandi fyrirkomulag gengur ekki. Verkföll af þessu tagi eru ekki boðleg.  Hvorki fyrir launafólk eða launagreiðandann.

En lög á vinnudeilur eru heldur ekki það sem neinn vill. Alþingi væri nær að endurskoða lög um stéttarfélög og vinnudeilur og koma kjaramálum í viðunandi farveg. Þetta leikrit sem sett er upp af fjölmiðlum í hvert skipti sem stefnir í átök á vinnumarkaði er orðið dálítið þreytt.

 


mbl.is Lög á verkfallið ekki útilokuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samráð um lækkun vörugjalda

Talaði maðurinn af sér?

Ómar Valdi­mars­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­kaups, sem meðal ann­ars rek­ur Nettó og Sam­kaup, seg­ir að verið sé að breyta verðmerk­ing­um vegna virðis­auka­skatts­ins. Ómar seg­ir að það eigi eft­ir að taka birgðastöðuna og því sé ekki búið að lækka verð vegna vöru­gjald­anna. Þá seg­ir hann skipta máli hvernig aðrir á markaðnum fram­kvæmi þetta. „Það er eng­in bein lína í þessu held­ur verður að skoða ým­is­legt,“ seg­ir hann og bæt­ir við að vinn­an sé tíma­frek og kostnaðar­söm. Vöru­gjöld­in verði þó ekki innifal­in í verði þeirra vara er koma með næstu send­ing­um

Hvernig getur það skipt máli hvernig aðrir á markaði framkvæmi þetta?  Menn eru búnir að hafa rúman tíma og svona undanflæmingur virkar ótrúverðugur og sannfærir mig um að vörugjaldalækkunin muni ekki skila sér að fullu í vasa neytenda. Alveg sama þótt innan um séu heiðarlegir kaupmenn sem vilji vel þá munu þeir einmitt horfa til þess hvernig aðrir framkvæma þetta


Blekkingar Bjarna Ben og þögn Kristjáns Þórs

615389.jpgBjarni Benediktsson fjármálaráðherra, hefur tjáð sig um kröfur lækna og fer þar með vísvitandi blekkingar sem hann treystir á að verði ekki svarað af samninganefnd lækna. En heimskur pöpullinn gleypir við áróðri stjórnvalda og nú virðist sem samúð eða velvilji almennings með kröfum lækna sé að snúast upp í hneykslun á óhóflegri frekju hálaunamanna. Nákvæmlega eins og Bjarni Benediktsson lagði upp með.

Þess vegna verða læknar að upplýsa kröfur sínar. Þessi leyndarhyggja hefur ekkert upp á sig. Á meðan laun lækna eru greidd úr ríkissjóði þá á almenningur fullan rétt á að vera upplýstur um launakjör lækna. Því það er ólíðandi að annar aðilinn, í þessu tilviki fjármálaráðherra geti blekkt almenning með vísvitandi blekkingum og hálfsannleik varðandi yfirstandandi kjarasamninga.

Með því að nefna meðallaun upp á 1100 þúsund og hækkunarkröfu upp á 40% þá er verið að telja almenningi trú um að kröfur lækna feli í sér 400-500 þúsund króna hækkun á mánuði. Þetta er náttúrulega ekki rétt. Ef læknar krefjast 40% hækkunar þá er það hækkun á grunnlaun en ekki meðallaun. þarna munar umtalsverðum fjárhæðum.  því grunnlaun lækna eru ekki há. 340 þúsund fyrir almenna lækna og 550 hjá sérfræðilæknum.  40% hækkun á þessi grunnlaun getur ekki talist óhóflegar kröfur miðað við aðra hálaunahópa í ríkisgeiranum.

Og hvað eru læknar margir? 400-500? leiðrétting til þeirra mun þá kosta 1-2 milljarða. Höfum við efni á að rústa því sem eftir er af heilbrigðisþjónustunni fyrir 2 milljarða?

Hvað lækkuðu þessir auðmenn aftur skatta á auðmenn mikið á fyrstu vikum valdtöku sinnar? Var það ekki upphæð sem nemur tug milljarða?

Hvað finnst fólki? Ætlar það að snúast gegn læknum og sitja uppi með ónóga sjúkraþjónustu á næstu mánuðum eða stendur nú þjóðin einu sinni með sjálfri sér og hrindir þessari atlögu stjórnvalda að heilbrigðiskerfinu í eitt skipti fyrir öll?

Kristján Þór stenst ekki alvöru þrýsting. Hann verður fljótari að brotna en Hanna Birna.


Stundarskaupið

vlcsnap-2015-01-01-13h17m34s253.pngÁ meðan Áramótaskaup Sjónvarpsins, með stórum staf var álíka fyndið og kæst skata, þá kunni ég vel að meta húmorinn í Stundarskaupinu. Atriðin með Gambranum, leikskólalögum þjóðarinnar og stælingin á kastljósviðtölunum, hittu nákvæmlega í mark. Leikurinn, söngurinn og textinn var allt eins og átti að vera. Hvorki of eða van. Þess vegna læt ég mér í léttu rúmi liggja hversu gjörsamlega misheppnað skaupið með stóra stafnum var. En vonandi verður ekki reynt að gera pólitískt skaup aftur. Það voru mistökin sem handritshöfundar og leikstjórinn gerðu , að nota skaupið til að koma á framfæri sínum eigin pólitísku skoðunum. það kann vlcsnap-2015-01-01-13h17m52s179_1252082.pngekki góðri lukku að stýra. Því uppistand er ekki sama eðlis og leikstýrt gamanefni. Í uppistandi fyrirgefst mönnum að vera persónulegir og pólitískir. það er hægt að horfa í gegnum fingur við Dóra DNA að gera grín að afa sínum og það er hægt að umbera Ara Eldjárni að gera grín að foreldrum sínum jafnvel þótt grínið sé græskusamt, því uppistand er eins og eintal. Annaðhvort finnst mönnum uppistandarinn góður eða lélegur.  því miður eru íslenzku uppistandararnir flestir lélegir þótt þeir eigi sína spretti og sína brandara.

En kannski eru Íslendingar upp til hópa jafn húmorslausir kæst skata.

Hvað veit ég.


Vesturfarinn Bjarni Lyngholt

Vinsamleg tilmæli

Ég veit - er ég dey - svo að verði ég grátinn.
þar verðurðu eflaust til taks.
En ætlirðu blómsveig að leggj´ á mig látinn
- þá láttu mig fá hann strax.

Og mig eins og aðra, sem afbragðsmenn deyja,
í annála skrásetur þú;
og hrós um mig ætlarðu sjálfsagt að segja,
en - segðu það heldur nú.

En vilji menn þökk mínum verðleikum sýna,
þá verður það efalaust þú,
sem sjóð lætur stofna í minningu mína,
en - mér kæmi hann betur nú.

Og mannúðarduluna þekki ég þína,
sem þenurðu dánum í hag.
En ætlirð´ að breiða yfir brestina mína,
þá breidd´ yfir þá í dag.

Höf. Bjarni Lyngholt 1912

Bjarni Sigurðsson Lyngholt fæddist árið 1871, í Hjálmholti í Rangárvallasýslu, sonur Sigurðar Björnssonar og Rannveigar Bjarnadóttur. Bjarni flutti til Kanada árið 1903 og settist fyrst að í Winnipeg, en flutti síðar til Blaine í Washingtonfylki. Bjarni gerðist templari árið 1907 og starfaði með "Hekla Good Templars" í Winnipeg, Vancouver 1907-1929. Bjarni var bæði járnsmiður og skósmiður að iðn, vel lesinn, og tók þátt í menntalífinu. Bjarni var oft fenginn til að troða upp á samkomum með upplestri, söng og leik. Bjarni var trúmaður og aðhylltist kenningar Unitarianista. En þeir skilgreina Guð sem aðeins einn Guð en ekki þríeinan. (eins og til dæmis íslenzka þjóðkirkjan í dag) Þegar Bjarni komst á efri ár gerðist hann spíritisti. Hann gaf út ljóðabókina "Fölvar rósir" árið 1913. Ljóðið Tilmæli hér að ofan er frá árinu 1912. Bjarni var merkismaður og nokkuð vel metinn sem skáld. Til marks um það þá kostar nú eintak af ljóðabókinni $175 á netinu. Ekki kemur fram hvort það er ensk útgáfa en eitt eintak á frummálinu mun vera til á bókasafni í Toronto.  Bjarni lézt árið 1942.

Heimild: af bókarkápu "Fölvra rósa"


Er Skagafjörður ríki í ríkinu?

Nú er mælirinn fullur. Nú verður að fara að stoppa valdagræðgi Þórólfs kaupfélagsstjóra. Þótt hann hafi keypt Framsóknarflokkinn og ráði þar öllu, þá hefur hann ekkert umboð frá almenningi til að skipa fyrir um flutning ríkisstofnana heim í hérað.

Að flytja rekstur LHG í Skagafjörð er vitlausara en tali tekur. Að efla veiðar og vinnslu vill þessi höfðingi ekki enda skarast það við hans eigin hagsmuni. Hér áður var mikill uppgangur á öllu Norðurlandi og annars staðar, sem tengdist sjávarútveginum. En kvótagreifarnir lögðu mörg smærri byggðarlög í eyði með tilflutningi á aflaheimildum og sköpuðu þetta ástand sem nú á að laga með flutningi ríkisstofnana til landsbyggðanna.

Ekkert er talað um að endurskoða fiskveiðiráðgjöfina. "Why" .myndi Malala spyrja

Nú reynir fyrir alvöru á þanþol Sjálfstæðisflokksins. Munu þeir gleypa þessar hugmyndir eins og flutning Fiskistofu?   Eða verður þetta fleygurinn sem splundrar ríkisstjórninni?

 

 


mbl.is Leggja til flutning fleiri stofnana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um hvað snúast kjaraviðræður lækna?

Hvers vegna leggja læknar ekki kröfugerðina á borðið svo almenningur geti tekið afstöðu með eða móti? Samninganefnd ríkisins er bundin trúnaði en kröfugerðin á að vera opinber. Nema að læknar séu að blanda óskyldum málum inní þessar kjaraviðræður.

Það er ekki einleikið hversu lítið fréttist af þessari deilu.

Er ekki miklu hreinlegra hjá læknunum að segja upp heldur en nota sjúklinga sem fallbyssufóður? Ef læknar segja upp og telja sig fá hærra launaðar stöður erlendis þá verðum við að flytja inn lækna sem búa við frumstæðari aðstæður en tíðkast hér. Það hlýtur að gilda það sama þegar erlendir læknar vilja ráða sig hingað eins og þegar íslenzkir læknar fara erlendis.

Boltinn er hjá læknum. Framkvæmdir við nýjan spítala og tækjakaup eiga ekki að vera hluti af lausn þessarar deilu.


mbl.is Harðari aðgerðir á nýju ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÚV - Af því bara

Menn eru nú að missa sig unnvörpum yfir því að allir hinir séu ekki skattpíndir áfram.  Mjög sérstök múgæsing verð ég að segja. Nú er ekki verið að aflétta sköttum af hinum efnameiri, nei þvert á móti er verið að minnka skattaálögur á almenning og lögaðila, sem er skref í áttina, en samt mótmæla menn. Hvað er með þetta skattablæti vinstri elítunnar???

Málið snýst um réttlæti og jafnræði. Skatta má ekki leggja á nema rík ástæða sé til. Það er engin rík ástæða til þess að reka fjölmiðil fyrir skattfé almennings og leyfa HONUM LÍKA AÐ KEPPA Á FÁKEPPNISMARKAÐI UM AUGLÝSINGAR, EFNI OG KOSTUN. það er bara engin ástæða til árið 2014.

En fjórflokkurinn gerði RÚV að gæluverkefni árið 2008 og það var ástæða uppákomunnar í þingsal í dag. Að það hafi smitað út í fésbók og sumir bloggarar látið málið til sín taka er ekki merki um meirihluta stuðning við óbreyttan útvarpsskatt.  Menn skulu varast að draga þær ályktanir.

Hvaða menningarumfjöllun fer fram á RÚV sem enginn annar sinnir? Skoðum dagskrá Rásar 1 í dag. Þar eru kannski 4 dagskrárliðir sem eru áhugaverðir fyrir einhverja sem hafa ekkert annað að gera. Samfélagið, Spjall um listrænt framhaldslíf fornbókmennta, Víðsjá og Spegillinn. Allt annað er lapþunnt dægurefni sem er hugsað til uppfyllingar milli auglýsinga, frekar en að einhver hlusti í raun og veru. Dæmi: þátturinn "Segðu mér". Hann er ekki að finna á podcast sem þýðir bara eitt að öllum er sama um þann lið.

Miðað við þetta virðist mjög auðvelt að setja saman dagskrá fyrir menningarútvarpsrás.  Stöð sem þyrfti fáa starfsmenn og útvarpaði samt efni allan sólarhringinn. Dagskráin sjálf yrði kannski bara 6 klst af efni en endurflutt á hinum tímum sólarhringsins.  Með þessu næðist sparnaður sem ætti að nota til að gera menningartengda sjónvarpsþætti um lífið í landinu ala "Landinn".  Landinn ætti að vera á dagskrá á hverjum degi.

Og flytja meiri fréttir af daglegu amstri þjóðarinnar, ekki bara amstri listaelítunnar og leikhúslífi og tónleikahaldi. Lífsins symphony er ekki flutt í Hörpu, ef menn halda þaðtongue-out


Hefur ekkert breytzt?

Mig grunar að samstaðan með RÚV sé pólitísk en hvorki praktísk né málefnaleg.  Enginn skynsamur maður getur verið ánægður með dagskrá RÚV eins og hún er orðin. Og það er ekki hægt að réttlæta lélega dagskrá með lágum styrkjum þegar menn fá þó enn 4 milljarða af almannafé og afla sér líka umtalsverðra sértekna. Samt er búið að minnka stofnunina frá því sem hún var fyrir breytingarnar 2008. Semsagt við erum að fá miklu lélegri þjónustu fyrir miklu hærri greiðslur.

Í dag er lítil sem engin þjónusta við landsbyggðina, lítil sem engin innlend dagskrárgerð, enginn alvöru skemmtidagskrá, og engin almannaþjónusta á talrásum.

Og þegar listamenn storma næst á Austurvöll til að styðja áframhaldandi skattakúgun VG þá ætti þetta sama fólk að spyrja sig hvernig það sjálft myndi vilja hafa RÚV. Og velta því fyrir sér hvort skattfénu okkar sé vel varið í höndum núverandi stjórnar RÚV.

Helst af öllu vildi ég fá aðgang að bókhaldi RÚV 10 ár aftur í tímann. Þá skyldi ég finna raunverulega ástæðu fyrir taprekstrinum.  Ég einfaldlega kaupi ekki skýringar stjórnarinnar. Til dæmis hefur ekki verið útskýrt hverjir njóta þessara lífeyrisgreiðslna og ekki heldur hver lánaði fyrir byggingu útvarpshússins og af hverju ekki er hægt að borga það lán upp. Þarna er maðkur í mysunni sem full þörf er að fara í saumana á.  Listaelítan á ekki að láta nota sig sem peð í sýndarátökum fjórflokksins.


mbl.is Samstöðufundi um RÚV frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband