Færsluflokkur: Sjávarútvegsmál

Við áramót - Hugleiðingar um atvinnu og byggðamál

Við umræðu um fjárlög í haust var sett á fót leikrit í nokkrum þáttum þar sem helstu hlutverkin voru í höndum dreifbýlisþingmanna. En þetta var ekki dramaleikrit heldur farsi. því alvaran var engin og ágreiningurinn lítill.

Í eina skiptið sem stjórnmálamönnum er virkilega annt um dreifbýlið er þegar kosið er. Og þegar þarf að standa vörð um galna kjördæmaskipan. Að öðru leyti skiptir ekki máli hvort þingmenn koma frá landsbyggðinni því allir búa þeir nú hér á höfuðborgarsvæðinu og njóta hér allrar þjónustu. Það er nefnilega þannig að menn kjósa að búa þar sem þjónustan er mest og best. Aðrir þættir vega þar minna. Þess vegna er þessi ágreiningur milli þingmanna marklaust áróðurstal, aðeins ætlað til heimabrúks. Hin opinbera stefna hefur í áratugi verið sú að stækka og sameina undir kjörorðinu hagræðing. þetta galdraorð stjónmálamannsins, hefur mótað íslenskt þjóðfélag síðustu 40 ár. Við sjáum þess alls staðar merki til mikils skaða fyrir byggð í landinu. Í fyrsta lagi var sett á kvótakerfi í landbúnaði > afleiðingin , kvótinn hefur safnast á færri hendur og búum í rekstri hefur fækkað. Þetta veikir sveitarfélögin sem þýðir dýrari þjónustu sem þýðir að lokum að stærri og stærri svæði á landinu fara í eyði sem þýðir minni þjónustu við þéttbýlissvæðin sem þau styrktu hér áður. Sorglegt dæmi eru Vestfirðirnir. Í öðru lagi var komið á kvótakerfi í sjávarútvegi með nákvæmlega sömu skaðlegu áhrifunum fyrir dreifbýlið og þar með byggð í landinu. Í þriðja lagi er rekin hér opinber stefna af hálfu stjórnvalda sem miðar að sameiningu sveitarfélaga með góðu eða illu. Þetta skilningsleysi stjórnvalda á mikilvægi landsbyggðarinnar er ekki því að kenna að hér séu aðeins þingmenn fæddir og aldir á mölinni. Nei, landsbyggðin hefur svo sannarlega haft sína fulltrúa en það hefur bara engu skipt. Atvinnu og byggðatengd málefni eru félagsmál í augum fjórflokksins. Málefni Byggðastofnunar eru skýrt dæmi um það. Stjórnmálaflokkarnir hafa svo sannarlega brugðist í þessu eins og öðru og það að sé verið að ráðast að þjónustunni úti á landi þarf ekki að koma á óvart því við erum föst í vítahring hagræðingarinnar sem sogar allt fjármagn af landsbyggðinni og til höfuðborgarsvæðisins en í staðinn eru búnir til félagsmálapakkar fyrir landbyggðina í formi virkjana, álbræðslna, jarðganga og hafnargerða. Þá er ekki spurt að hagkvæmni eða kostnaði. Því þetta eru jú félagsleg úrræði og þau er í lagi að niðurgreiða.

Hér er þörf róttækra aðgerða. Það þarf að vinda ofan af kvótastýringunni og auka atvinnu í landinu. Eitt starf í fiskveiðum býr til mörg afleidd störf í verslun og þjónustu og sama á við um landbúnaðinn. Fíflin í háskólanum sem allt þykjast geta reiknað gleyma nefnilega  þjóðhagslegum áhrifum kvótasetningar og einblína þess í stað á gróða eigandans. Ragnar Árnason á ekki að tala í nafni hagfræðistofnunar Háskóla Íslands þegar hann er keyptur til að dásama kvótakerfið.

Háskóla-akademían ber mikla ábyrgð á stefnumótun stjórnvalda og því er brýnt að þar fari líka fram gagnrýnið uppgjör. Ekki síður en í stjórnmálum og viðskiptalífi

Gleðilegt Nýjár


En hvað um veðsetningu og sölu á kvóta?

Í fiskveiðistjórnunarlögunum hefur frá upphafi verið kveðið úr með eignarréttinn. Þjóðin á kvótann. Það stendur í 1.greininni. Síðan gerir þingið þau afdrifaríku mistök að leyfa viðskipti með aflamark. Nú spyr ég: Stangaðist það ekki á við eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar?

Ég fæ ekki betur séð en hvernig væri að einhver aðili máls léti á það reyna fyrir dómi

Tökum bara einfalt dæmi þar sem um leigjanda og leigusala er að ræða. Hvernig mundi það líta út ef alþingi setti nú lög sem heimiluðu leigjendum að hafa viðskipti við aðra leigjendur með hið leigða. Þeir mættu jafnvel veðsetja það og selja. Er þá ekki verið að brjóta á eignarrétti eigandans og stela frá honum hans löglegu eign?  Menn sem ástunda SVONA VIÐSKIPTI ERU UMSVIFALAUST KÆRÐIR FYRIR FJÁRSVIK. þARF EKKI AÐ KÆRA ALÞINGI OG RÍKISSTJÓRN FYRIR FJÁRSVIK GEGN ÞJÓÐINNI?

 


mbl.is Bentu þingmönnum á veiluna í lögunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Spillti Bjarnason

jon-bjarnason-frett1.jpgSeint mun ég verða sammála Jóni Bjarnasyni. Alveg sama þótt andstæðingar hans fari með fleipur. Jón Bjarnason er spilltur stjórnmálamaður og það er best fyrir langtímahagsmuni þjóðarinnar að slíkum stjórnmálamönnum sé hafnað. Sonur hans hefur álíka vit á fiskveiðiráðgjöf og skúringakonan í ráðuneytinu. Enda er ekki um vísindi að ræða sem fiskveiðistefnan byggir á. Athyglisvert var að hlusta á Katrínu iðnaðar í útvarpsviðtali hjá Sigga Storm í morgun. Þar talaði hún um nýtingu á háhitasvæðum sem ágiskunarvísindi. Ekki væri vitað hve orkan væri mikil fyrr en farið yrði að virkja. Af hverju ekki að viðurkenna þessa staðreynd um fiskstofnana?

Það er dæmigert fyrir vanþekkingu fræðinganna að ganga útfrá því að dragnót skemmi botngróður. Dragnótin er vond vegna þess að í hana veiðist helst stórþorskurinn sem þarf að friða. Skiptir þá litlu allur sá meðafli sem líka veiðist.


mbl.is Yfirlýsing frá Jóni Bjarnasyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

LÍÚ kórinn grætur

torskur4.jpgHvenær ætla rolurnar í ríkisstjórninni að skila kvótanum aftur til byggðarlaganna? Byggðunum blæðir en samt eru allir firðir og flóar fullir af fiski og sjómennirnir hanga aðgerðarlausir í beitningaskúrunum. Af hverju láta menn fara svona með sig?
mbl.is Gagnrýna sjávarútvegsráðherra harðlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvótakerfið - Brot á stjórnarskránni

Fá bara ýsu í netin en eiga ekki kvóta

drangsnes.jpg

Smábátasjómenn frá Hólmavík og Drangsnesi við Húnaflóa geta ekki lengur róið til þorskveiða, þar sem þeir fá nánast ekkert nema ýsu, en þeir eiga ekki ýsukvóta og ómögulegt er að fá hann leigðan.

Sára lítið var af ýsu í flóanum þau ár, sem notuð voru til viðmiðunar við kvótaúthlutun á sínum tíma, og því fegnu bátar þar lítinn ýskukvóta. Nú er flóinn hinsvegr fullur af ýsu, að sögn heimamanna, og leigumarkaðurnn botn frosinn, eins og það er orðað.

Því er ekki hægt að róa án þess að gerast brotlegur, annað hvort fyrir brottkast, eða veiðar umfram aflaheimildir.

Og svo voga menn sér að tala um sjálfbærar veiðar

Ég skora á smábáta sjómenn alls staðar  á landinu að hefja veiðar utan kvóta og utan kerfis. Ráðherrann er að brjóta lög á ykkur og yfirvöldum er ekki stætt að beita valdi til að stöðva veiðarnar. Þetta eru ykkar mannréttindi, atvinnuréttindi og frumbyggjaréttur. 


Er einhver munur á ESB eða ICES?

Jón Bjarnason er mikið á móti inngöngu Íslands í ESB en samt finnst honum allt í lagi að fela ICES vald til að stjórna hér sókn í þorskstofninn. Það voru mistök og því fyrr sem við afturköllum þetta framsal á fiskveiðistjórnuninni því betra. Að vísu eru þetta fiskifræðingarnir á Hafró sem sitja þarna í ICES og meta eigin veiðiráðgjöf en söm er gjörðin. Veiðiráðgjöfin er arfavitlaus og byggir á kenningum sem eiga enga stoð í náttúrunni. Lífsmöguleikar þorsks og annarra nytjafiska fara eftir fæðuframboði og hita stigi sjávar. Veiðarnar og sóknin er það lítil í dag að hún skiptir engu varðandi stærð hrygningarstofnsins. Líkindi þess að hrygningarstofninn sé akkúrat 800 þúsund tonn eru engin. Hann getur verið minni og hann getur verið miklu stærri. Eins eru hér nokkrir hrygningarstofnar við landið. Hafró hefur lengi talið að þorskklak sé betra úr eldri fiski en samt hefur ekkert verið gert í að friða þennan stóra þorsk. Innan 4 mílna lögsögu fyrir suðurlandinu fá togbátar að athafna sig að vild og uppistaðan í þorskafla út af Vík í Mýrdal og Ingólfshöfða er einmitt 10 ára og eldri fiskur. Í 20 ár hefur ekkert verið gert í að friða þessi mið og þar með hrygningarstofninn. Hér er ekki stundaðar sjálfbærar fiskveiðar Jón Bjarnason. Brottkastið í kerfinu eitt og sér gæti gefið milljarða í útflutningstekjur. Kvótaeigendum er alveg sama á meðan þeir skammta aflann úr hafinu. Þeir hugsa ekki um þjóðarhag og þeirra markmið er ekki að byggja upp stofna. Þeirra hugsun snýst bara um eitt ár í einu.  Það hafa meira að segja heyrst raddir þess eðlis að auknar veiðar séu slæmar því þá lækki verðið! Það er búið að snúa hér öllum rökum á haus og löngu orðið tímabært að skera á þennan hnút sem fiskveiðistefnan er komin í.
mbl.is Meta kosti aflareglu og kvótaaukningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afræningjar afræningjanna

Gulldepla

 HB Grandi hefur sent sjávarútvegsráðuneytinu ósk um leyfi til tilraunaveiða á gulldeplu og ef leyfið fæst þá gætu uppsjávarveiðiskip félagsins farið til veiða strax í næstu viku. Vilhjálmur Vilhjálmsson, deildarstjóri uppsjávarsviðs, telur að hægt verði að ná árangri á veiðunum en reynsla undanfarinna tveggja ára hefur leitt í ljós að sérhönnuð flottroll frá Hampiðjunni hafa skilað mun meiri afla en þau flottroll sem fyrst voru reynd. Þetta kemur fram á vef HB Granda.

Gulldepla er svokallaður miðsjávarfiskur sem heldur sig mest á 100 til 200 metra dýpi á nóttunni en á daginn syndir hann niður á rúmlega 500 metra dýpi. Helsta fæða norrænu gulldeplunnar eru ýmsar tegundir krabbaflóa og ljósáta en helstu afræningjar hennar eru þorskur, ufsi, síld og fleiri tegundir.

 Nú er svo komið að veruleg hætta er á því að veiðar geti útrýmt öllum okkar helstu nytjastofnum á nokkrum árum ef ekki verður brugðist við strax og allar veiðar með flottrolli bannaðar. Nú er kerfisbundið unnið að því að útrýma öllu æti helstu nytjafiska s.s loðnu, gulllaxi, kolmunna, makríl og nú gulldeplu. Og aðeins lítill hluti af þessum afla fer til manneldis. Með sömu rökum og reknetaveiðar voru aflagðar ber að banna veiðar með flottrolli. Fiskveiðum  þarf að stýra en ekki stjórna. Til lítils er að friða þorsk ef á sama tíma á að ryksuga frá honum alla fæðuna

Ekki aðeins er þetta fagleg ákvörðun sem Jón Bjarnason stendur frammi fyrir ekki síður er þetta siðferðileg spurning því Ólafur Ólafsson á stóran hlut í Granda og því má ætla að valið standi á milli hvort sé mikilvægara að þorskurinn hafi eitthvað að éta eða Ólafur Ólafsson


mbl.is Sækja um leyfi til veiða á gulldeplu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um þjóðnýtingu náttúruauðlinda

Nú í aðdraganda stjórnlagaþings lýsti  forsætisráðherra landsins Jóhanna Sigurðardóttir , því yfir að hún vildi setja inn náttúru auðlindaákvæði í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Gott og vel, en þarf þá ekki fyrst að skilgreina hvað telst til þessara náttúru auðlinda Íslands?  Eða er Jóhanna að lýsa eftir leiðsögn þjóðarinnar varðandi ný orkulög og ný fiskveiðilög? Mín skoðun á þessu er að innihaldslausir frasar eins og "Nytjastofnar á íslandsmiðum eru sameign íslenzku þjóðarinnar" eiga ekkert erindi inn í stjórnarskrána. Á meðan styrinn stendur um nýtingarréttinn þá skiptir eignarrétturinn ekki máli sem slíkur. Allt tal um annað er til þess ætlað að afvegaleiða umræðuna. Í dag er nýtingarréttur og eignarréttur á svokölluðum auðlindum okkar í einkaeigu að stærstum hluta. Ef við viljum breyta því formi þá verður fyrst að þjóðnýta þessar auðlindir og til þess að það sé hægt verðum við fyrst að skilgreina hvað við erum að tala um. Hætt er við að um það náist aldrei sátt þar sem hagsmunirnir snerta of marga. Og þar að auki er þjóðnýting neikvæð aðgerð.

Hins vegar búum við Íslendingar  við þann munað að hafa aðgang að gjöfulum fiskimiðum og á þeim byggðum við tilveru okkar í þessu landi í 1100 ár. Engum datt í hug í að eigna sér þessi fiskimið. Fiskimiðin voru bara hluti af landsins gæðum eins og hreina loftið. Nú hefur það hins vegar gerst að brotið hefur verið á atvinnurétti landsmanna með því að festa kvótakerfið varanlega í sessi. Á þessu verður að taka en ekki í gegnum stjórnarskrána að mínu mati. Eina raunhæfa leiðin til að bylta kvótakerfinu er að þjóðnýta nýtingarréttinn og taka kvótann til baka með einu pennastriki. Aflahlutdeild þarf að afnema. Þetta er í raun svo einfalt en því miður eru hagfræðingar komnir með puttana í málið og farnir að flækja það all verulega.

Fyrst og fremst þá eru fiskstofnarnir ekki auðlind

Auðlind er eitthvað sem náttúran skapaði og er þaraf leiðandi takmarkað! Dæmi; námuvinnsla. Fiskstofnarnir eru hins vegar ekki takmarkaðir í sjálfu sér. Hins vegar er hægt að útrýma þeim á margan hátt. En skynsamlegar veiðar eru ekki ógn við fiskstofnana. Því miður þá hefur kvótasetningin beinlínis skaðað stofnana. Fyrir þeirri fullyrðingu get ég fært mörg rök.

  1. Sókn er beint í stærsta og verðmesta fiskinn sem aftur þýðir:
    i) Hrygningarstofn minnkar
    ii) Brottkast eykst
  2. Til að gera takmarkaðar veiðar arðbærar hafa verið notuð veiðarfæri sem eru of afkastamikil og sem hafa skaðað lífríkið (hlerar og keðjur til botnvörpuveiða) og skaðað uppsjávarfiska (risaflotvörpur)
  3. Til að standa undir kostnaði við dýrari skip og dýrari veiðarfæri hefur sóknin aukist í tegundir eins og loðnu sem eru undirstaða í æti annarra nytjastofna
  4. Of mikil friðun leiðir svo til fæðuskorts sem aftur veldur horfelli hjá stofnunum

Með því að snúa af þessari stefnu getum við gert veiðarnar bæði sjálbærar og arðbærar en það þarf að gerast fljótt. Markaðurinn er að missa þolinmæðina vegna rányrkju núverandi útgerða.  Sífellt fleiri stórir kaupendur hafa rift samningum og þeir koma ekki til baka ekki síst vegna þess að fiskurinn sem matur er of hátt verðlagður.

Afþökkum hjálp hagfræðinganna en sérstaklega þó hjálp fiskifræðinganna. Þjóðnýtum kvótann og snúum til fyrri útgerðahátta þar sem byggðirnar blómstruðu vegna dugnaðar og framtaks íbúanna sjálfra. Beitum skynsemi bóndans við veiðistjórnunina. Hlífum sjávarbotninum. Bönnum togveiðar upp í kálgörðum og bönnum rányrkjuna sem felst í flotvörpuveiðunum. En umfram allt verðum við að metanvæða flotann. Þessi notkun á jarðerfnaeldsneyti um borð í flotanum gengur ekki upp á tímum sjálfbærni og umhverfisverndar. Stórútgerðirnar voru mistök.

Eflum einkaframtakið og aukum strandútgerð. En hættum að tala um auðlindir og auðlindarentu.  Þessi umræða er á sama lága planinu og hlutabréfaumræðan var fyrir hrun. Hátt fiskverð núna þýðir ekki sjálfkrafa hátt fiskverð til frambúðar. Aðgangur að fiskveiðum á  að byggjast á einstaklingum sem vilja stunda útgerð. Ekki fjármagnseigendum sem geta keypt kvóta.

Sendum nefnd Jóns Bjarnasonar þau skilaboð að við viljum ekki tilboðsleið og alls ekki samningaleið. Við viljum bara að sjómenn fái að veiða í friði fyrir öllum þessum fræðingum og stjórnmálamönnum. Ef það gengur vel þá hagnast þjóðin. Það er hennar auðlindarenta


48 lagabreytingar og 56 reglugerðir

Eins og allir sem lesa bloggið mitt ættu að vita þá er ég eindreginn andstæðingur fiskveiðistjórnunarkerfisins. Lög um stjórn fiskveiða eru slæm lög. Slæm vegna þess að þau framselja sitjandi ráðherra alltof mikið einsdæmi að setja reglugerðir um útfærslu laganna. Til gamans þá tók ég saman smá tölfræði um lögin , breytingar á þeim og setningu reglugerða í gegnum árin.

1.  FRÁ SETNINGU LAGANNA HEFUR ÞEIM VERIÐ BREYTT 48 SINNUM EÐA 2.4 SINNUM Á ÁRI
2.  FRÁ SETNINGU LAGANNA HAFA RÁÐHERRAR SETT 56 REGLUGERÐIR OG REGLUGERÐARBREYTINGAR

Lög um stjórn fiskveiða

2006 nr. 116 10. ágústUpphaflega l. 38/1990. Tóku gildi 18. maí 1990; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 23. gr. Breytt með l. 1/1992 (tóku gildi 27. jan. 1992 nema 13.–17. og 24. gr. sem tóku gildi 1. febr. 1992), l. 36/1992 (tóku gildi 10. júní 1992; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 13. gr.), l. 113/1993 (tóku gildi 14. des. 1993), l. 87/1994 (tóku gildi 3. júní 1994 nema 7. gr. sem tók gildi 1. jan. 1996; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 14. gr.), l. 83/1995 (tóku gildi 21. júní 1995; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 6. gr.), l. 144/1995 (tóku gildi 1. jan. 1996; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 59. gr.), l. 158/1995 (tóku gildi 11. jan. 1996), l. 7/1996 (tóku gildi 1. okt. 1996), l. 16/1996 (tóku gildi 15. apríl 1996), l. 57/1996 (tóku gildi 11. júní 1996), l. 105/1996 (tóku gildi 1. sept. 1996 nema 2. gr. sem tók gildi 27. júní 1996), l. 72/1997 (tóku gildi 6. júní 1997), l. 79/1997 (tóku gildi 6. júní 1997; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 21. gr.), l. 133/1997 (tóku gildi 30. des. 1997), l. 144/1997 (tóku gildi 30. des. 1997), l. 12/1998 (tóku gildi 1. sept. 1998), l. 27/1998 (tóku gildi 29. apríl 1998, sjá þó ákvæði til bráðabirgða), l. 49/1998 (tóku gildi 18. júní 1998), l. 82/1998 (tóku gildi 1. okt. 1998), l. 1/1999 (tóku gildi 15. jan. 1999), l. 9/1999 (tóku gildi 17. mars 1999), l. 34/2000 (tóku gildi 26. maí 2000), l. 93/2000 (tóku gildi 6. júní 2000), l. 14/2001 (tóku gildi 1. sept. 2001), l. 34/2001 (tóku gildi 16. maí 2001 nema II. og III. kafli sem tóku gildi 1. júní 2001), l. 129/2001 (tóku gildi 21. des. 2001), l. 3/2002 (tóku gildi 31. jan. 2002), l. 85/2002 (tóku gildi 23. maí 2002 nema 4. og 11. gr. sem tóku gildi 1. sept. 2002 og 12. gr. sem tók gildi 1. sept. 2004; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 17. gr.), l. 130/2002 (tóku gildi 20. des. 2002), l. 75/2003 (tóku gildi 10. apríl 2003), l. 147/2003 (tóku gildi 30. des. 2003; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 5. gr.), l. 149/2003 (tóku gildi 30. des. 2003), l. 74/2004 (tóku gildi 18. júní 2004; komu til framkvæmda 1. sept. 2004), l. 22/2005 (tóku gildi 25. maí 2005), l. 28/2005 (tóku gildi 25. maí 2005), l. 41/2006 (tóku gildi 15. júní 2006) og l. 42/2006 (tóku gildi 15. júní 2006).
Endurútgefin, sbr. 4. gr. l. 42/2006, sem l. 116/2006. Tóku gildi 17. ágúst 2006. Breytt með l. 163/2006 (tóku gildi 30. des. 2006), l. 21/2007 (tóku gildi 29. mars 2007), l. 63/2007 (tóku gildi 1. jan. 2008), l. 151/2007 (tóku gildi 29. des. 2007), l. 88/2008 (tóku gildi 1. jan. 2009 nema brbákv. VII sem tók gildi 21. júní 2008), l. 143/2008 (tóku gildi 20. des. 2008), l. 11/2009 (tóku gildi 14. mars 2009), l. 66/2009 (tóku gildi 25. júní 2009), l. 22/2010 (tóku gildi 31. mars 2010 nema c-liður 2. gr. um línuívilnun sem tók gildi 1. júní 2010, 3. gr. sem tók gildi 1. sept. 2010 og brbákv. I sem tók gildi 15. apríl 2010), l. 32/2010 (tóku gildi 1. maí 2010) og l. 74/2010 (tóku gildi 26. júní 2010).

3. gr. Sjávarútvegsráðherra skal, að fengnum tillögum Hafrannsóknastofnunarinnar, ákveða með reglugerð þann heildarafla sem veiða má á ákveðnu tímabili eða vertíð úr þeim einstökum nytjastofnum við Ísland sem nauðsynlegt er talið að takmarka veiðar á

Leyfi til að veiða tiltekinn fjölda fiska af kvótabundnum fisktegundum á hvert handfæri eða sjóstöng dag hvern og reiknast sá afli ekki til aflamarks viðkomandi báts. Ráðherra setur frekari leiðbeiningar um þessi atriði í reglugerð

Ráðherra setur í reglugerð2) frekari skilyrði og reglur um frístundaveiðar
Rg. 549/2009, sbr. 578/2009 og 490/2010

Þeim heimildum sem ráðstafað er til strandveiða samkvæmt þessari grein skal skipt á fjögur landsvæði. Ráðherra skal með reglugerð kveða nánar á um skiptingu landsvæða og aflaheimilda á mánuði og landsvæði

Þá skal ráðherra með reglugerð stöðva strandveiðar frá hverju landsvæði þegar sýnt er að leyfilegum heildarafla hvers mánaðar verði náð

Ráðherra er heimilt með reglugerð að banna strandveiðar á almennum frídögum

Í reglugerðum sem ráðherra setur skv. 3. og 4. mgr. skal kveðið á um hvaða botnfisktegundir komi til úthlutunar.

Ráðherra setur í reglugerð1) ákvæði um ráðstöfun aflaheimilda skv. 1. tölul. 1. mgr
Rg. 485/2004, sbr. 404/2006. Rg. 720/2005, sbr. 643/2006. Rg. 740/2008

Ráðherra setur í reglugerð ákvæði um ráðstöfun aflaheimilda skv. 2. tölul. 1. mgr

Ráðherra setur í reglugerð almenn skilyrði fyrir úthlutun aflaheimilda skv. 2. tölul. 1. mgr. til fiskiskipa innan einstakra byggðarlaga

Ráðherra er heimilt í reglugerð að ákveða að takmörkun á heimild skv. 2. málsl. skuli í ákveðnum fisktegundum miðast við hærri viðmiðun en 2% af heildaraflaverðmæti botnfiskaflamarks.

Ráðherra getur ákveðið með reglugerð að fiskur undir tiltekinni stærð teljist aðeins að hluta með í aflamarki

Ráðherra getur í reglugerð ákveðið að skylt sé að vinna einstakar tegundir uppsjávarfisks til manneldis

Nemi heildarverðmæti aflamarks annarra tegunda en að framan greinir, sem sæta ákvörðun um leyfðan heildarafla samkvæmt lögum þessum, við upphaf fiskveiðiárs hærra hlutfalli en 2% af heildarverðmæti aflamarks allra tegunda, sem sæta ákvörðun um leyfðan heildarafla, má samanlögð aflahlutdeild fiskiskipa í eigu einstakra aðila, einstaklinga eða lögaðila, eða í eigu tengdra aðila aldrei nema hærra hlutfalli af heildaraflahlutdeild viðkomandi tegunda en 20%. Skal ráðherra við upphaf fiskveiðiárs tilgreina í reglugerð þær tegundir sem um er að ræða

Áður en Fiskistofa staðfestir flutning aflamarks skal stofnunin skrá upplýsingar um flutning aflamarksins samkvæmt tilkynningu þar að lútandi. Ráðherra skal með reglugerð ákveða í hvaða formi tilkynningar til Fiskistofu um flutning aflamarks skuli vera

Ráðherra getur í reglugerð kveðið nánar á um framkvæmd tilkynningarskyldu

16. gr. Ráðherra getur sett nánari reglur1) varðandi framkvæmd laga þessara.
   1)Rg. 481/1990 og 499/1990. Rg. 58/1996, sbr. 172/1997. Rg. 414/1994, sbr. 452/1994. Rg. 492/1993, sbr. 482/1994. Rg. 612/1994. Rg. 310/1995. Rg. 717/2000, sbr. 818/2009. Rg. 910/2001, sbr. 1073/2009 og 4/2010. Rg. 54/2003. Rg. 924/2005, sbr. 952/2005. Rg. 224/2006, sbr. 684/2006, 70/2007, 651/2007, 893/2007, 114/2008, 96/2009 og 548/2009. Rg. 573/2008, sbr. 383/2009. Rg. 692/2008, sbr. 71/2010. Rg. 1221/2008, sbr. 997/2009. Rg. 196/2009, sbr. 261/2009 og 412/2009. Rg. 1051/2009. Rg. 214/2010

Skal með reglugerð1) kveða nánar á um þær upplýsingar sem skrá skal í afladagbækur, form þeirra og skil til Fiskistofu
Rg. 557/2007, sbr. 78/2008, 918/2008, 445/2009, 1006/2009 og 205/2010

Ráðherra getur með reglugerð2) ákveðið að settur skuli, á kostnað útgerða, sjálfvirkur eftirlitsbúnaður til fjareftirlits um borð í fiskiskip
Rg. 770/2008.

Ákvæði til bráðabirgða.
I. Á fiskveiðiárunum 2001/2002 til og með [2014/2015]1) hefur ráðherra til sérstakrar ráðstöfunar aflaheimildir sem nema 500 lestum af óslægðum þorski. Þessum aflaheimildum skal ráðstafað til tilrauna með áframeldi á þorski í samráði við Hafrannsóknastofnunina sem fylgist með tilrauninni og birtir niðurstöður um gang hennar. Ráðherra setur frekari reglur2) um skilyrði fyrir úthlutun aflaheimilda samkvæmt þessu ákvæði.
   1)L. 11/2009, 1. gr. 2)Rg. 736/2009

Heimilt er ráðherra að setja nánari reglur1) um framkvæmd þessa ákvæðis, þar á meðal um flutning réttar milli fiskiskipa.
   1)Rg. 504/2006, sbr. 585/2006

 Er einhver ástæða til að púkka uppá þennan óskapnað?

 


Afskrift eða gjöf?

Þessi fréttatilkynning varðandi afskriftir á 2600 milljóna láni skúffufyrirtækis Skinneyjar Þinganess lyktar af hálfsannleik. Nú ríður á að blaðamaður með bein í nefinu fylgi málinu eftir.

Hvers vegna þarf að fara nánar ofan í þessa fréttatilkynningu? Jú, málið snýst um einhverja 100% reglu sem er innanhúsákvörðun bankans. En þetta fyrirtæki Nóna fékk lánaða meira en 2600 milljónir hjá Landsbankanum til kaupa á 2 trillum og kvóta. Núna afskrifar bankinn allt sem umfram er 100% eignavirði fyrirtækisins sem er væntanlega annað orð yfir eigið fé fyrirtækisins gegn 10% framlagi frá eigenda. Þetta er þessi regla sem bankinn vísar til sem almennrar og gegnsærrar reglu! En af hverju miðar ekki bankinn við markaðsvirði eignanna. það er kvótans og hraðfiskibátanna og samninganna um byggðakvótann á Djúpavogi? Allt þetta eru þættir í rekstraráætlun útgerðarinnar og öruggt að einhver er tilbúinn að kaupa þetta fyrirtæki Nónu gegn mun lægri afskriftum svo það er ljóst að bankinn er að gefa fé, ekki er um eðlilegar afskriftir að ræða.

Það vantar líka svör við öðrum spurningum um framgöngu bankans. Til dæmis, af hverjum kvótinn var keyptur og það vantar líka svar við hvers virði 2 trillur og 1000 tonna kvóti er.  Ef Skinney Þinganes var seljandi kvótans til Nónu þá er um klárt svikamál að ræða og þá ber að rifta þessum gerningi. Eins þarf Landsbankinn að svara af hverju trillurnar og kvótinn var ekki einfaldlega tekinn og boðinn hæstbjóðanda til kaups eins og gert var þegar trilluútgerðin í Hafnarfirði var seld vestur í Bolungarvík síðasta vetur. Þá var kílóverðið á kvótanum selt á 1700 krónur. Ef Nóna á 1000 tonn þá gerir það 1700 milljónir og því einsýnt að afskriftirnar voru gjöf.

Hafi Skinney Þinganes selt þennan kvóta til Nónu og fengið frá bankanum nokkra milljarða þá þarf að rannsaka þessar afskriftir sem sakamál eða í besta falli ólöglegan gjafagerning.


mbl.is Telja bankann hafa farið að reglum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband