Færsluflokkur: Sjávarútvegsmál
22.1.2011 | 23:11
Endurvekjum Auðlindina á Rás 1


20.1.2011 | 15:15
Baráttan um fiskinn er hafin

Bæjarráð leggur til að haldinn verði hið fyrsta almennur opinn fundur á Akureyri um fyrirhugaðar breytingar á gildandi lögum um stjórn fiskveiða. Fundurinn verði haldinn til að upplýsa almenning um málið og til að gefa fólki tækifæri til að leggja fram fyrirspurnir.
Einhvern veginn fannst mér það lýsandi fyrir þessa færslu að birta mynd af gömlu Guggunni sem strandaði i Meðallandsfjöru 2004. Samherji hafði sem kunnugt er keypt Guðbjörgina frá Ísafirði og flutt kvótann burt, þrátt fyrir loforð um annað. Þessi gjörningur markaði upphafið að því sem seinna varð alvanalegt. Kvóti var seldur frá sjávarþorpum og byggðarlög urðu fyrir miklum skakkaföllum. Vikapiltur Samherja frændanna, Kristján Júlíusarson núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins var þá bæjarstjóri á Ísafirði og má renna líkum að því að hann hafi gegnt svipuðu hlutverki við þau viðskipti eins og annar vikapiltur Samherja frændanna, Friðrik Jóhannsson gegnir nú við samningaviðræður við Tríton um kaup á hlut Framtaks sjóðsins í Icelandic Group. Samherji á þar mikla hagsmuni undir, því Icelandic Group sér um að fullvinna afla af frystiskipum Samherja fyrir Bandaríkjamarkað og í Frakklandi fyrir ESB markaðinn.Einkennandi er fyrir Þorsteinn Baldvinsson sem var í brúnni hjá Glitni þegar sá banki var rændur innanfrá af Jóni Ásgeir að hann berst ekki á og er ekki áberandi í umræðunni. Mér dettur alltaf í hug líkingin við hin þófamjúku rándýr sem læðast, og er sótt í ritgerð um siðblindu, þegar Þorsteinn Baldvinsson berst í tal. Samt er ég viss um að hann er langt í frá að vera siðblindur. Það er bara þessi skuggastjórnun sem er hans stíll. Hann á fullt af leppum til að ganga í skítverkin fyrir sig og því er það greinilegt að orrustan um fiskinn er hafin þegar Þorsteinn sjálfur gengur erinda Samherja í þrýstingi á pólitíkusa
Sjávarútvegsmál | Breytt s.d. kl. 15:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.1.2011 | 16:56
Getur auðlind þá bara synt burtu?
Sjávarútvegsmál | Breytt s.d. kl. 22:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2011 | 14:37
Langlundargeð landsbyggðarmanna
![]() |
Málin þurfa að skýrast fljótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjávarútvegsmál | Breytt s.d. kl. 14:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.1.2011 | 22:09
Afnám kvótakerfisins og sjálfbærar veiðar

Sjávarútvegsmál | Breytt s.d. kl. 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.1.2011 | 17:10
Sáttatilboð til LÍÚ í 10 liðum
- Allur botnfiskkvóti verður innkallaður strax
- Kvótafyrirkomulag á uppsjávartegundum helst óbreytt og allur viðbótarkvóti í þeim tegundum rennur óskiptur til núverandi útgerða. Kvótaafgjald fyrir þennan hluta kvótans verði % af aflaverðmæti upp úr sjó og takist af óskiptu
- Öll viðskipti með aflaheimildir verða bannaðar. 100% veiðiskylda
- Við endurúthlutun á leyfum til að stunda hefðbundnar botnfiskveiðar verði tekið tillit til atvinnuréttinda og sjómennska lögvarin sem iðngrein. Leyfi verði ekki bundin tegundum.
- Skylt verði að koma með allan afla að landi
- Allur afli á Íslandsmiðum verði seldur á Uppboðsmarkaði Ríkisins
- Engar greiðslur komi til vegna útgefinna veiðileyfa en af söluverði á markaði reiknist virðisaukaskattur sem renni í ríkissjóð
- Hafrannsóknastofnun fái nýtt hlutverk og fulltrúar hagsmunasamtaka eigi ekki sæti í stjórn hennar.
- Fiskveiðistjórnunarlögin verði tafarlaust numin úr gildi og ákvarðanir um afla falin fiskveiðiráði sem í sætu fiskifræðingar og reyndir aflaskipstjórar til jafns.
- Settar verði strangar reglur um veiðarfæri og landhelgislínur endurskilgreindar.

Sjávarútvegsmál | Breytt s.d. kl. 18:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.1.2011 | 17:24
Hættum að tala um fiskveiði-auðlindina
Mjög mikilvægt er í allri umræðu, hvort sem hún er pólitísk eða ekki, að allir hafi sama skilning á hugtökunum sem notuð eru. Öll skiljum við hvað orðið hlunnindi merkir. Hlunnindi eru þau gæði sem fylgja jörðum og eru nýtanleg fyrir eigandann án endurgjalds. Hér má nefna lax og silungsveiði, eggjatöku, dúntöku, berjatínslu, vatnsréttindi (virkjun bæjarlækjarins í formi neysluvatns og til rafmagnsframleiðslu, heitar uppsprettur og fiskveiðar. Um þetta ríkir enginn ágreiningur. Það ríkti heldur enginn ágreiningur um fiskveiðar okkar á meðan þær voru skilgreindar sem hlunnindi. Það er ekki fyrr en eftir að sóknarstýring er leidd í lög að menn fara að nota orðið auðlind um nytjastofnana í hafinu. Þannig öðlast afskipti stjórnmálamanna af stjórn fiskveiða meiri vigt. Síðan sjá menn að lögmál hagfræðinnar má auðveldlega nota og lögmál skortsins verður undirstaða fiskveiðistjórnunarkerfisins. Á þessu verða menn að átta sig því á þessu byggist sjálfbærni kerfisins. Kvótakerfi í sjávarútvegi stuðlar ekki að uppbyggingu fiskstofna. Þvert á móti þá vinnur kerfið gegn uppbyggingunni.
Þess vegna er það grundvallaratriði í sambandi við fyrirhugaðar breytingar á fiskveiðistjórnuninni að hætta að tala um nytjastofnana sem sjávarauðlind.
Miklu fremur eigum við að tala um sjávarbúskap og fara að umgangast hafið og nytjar þess aftur eins og hlunnindi. Og á sama hátt og bóndinn stundar sinn búskap þá eigum við að stunda sjávarbúskapinn. Við þurfum að fara varlega í notkun veiðarfæra, við þurfum að fara varlega í að ganga ekki of nærri æti nytjastofnanna s.s loðnu. En fyrst og fremst þarf að þekkja beitarstuðulinn. Í dag er ofbeit í hafinu. Það þarf að veiða meira og það leyfir ekki kvótakerfið.
Kvótakerfi búa til skort og stjórna markaði og búa til peninga úr engu. Þeir sem höndla með kvóta eru þeir einu sem græða. Þeir vilja engu breyta. Þjóðareign á auðlindum er merkingarlaus frasi. Arðurinn fer alltaf til þeirra sem fjárfesta og nýta auðlindir. Annars mundi enginn sjá sér hag í að nýta þær. Þetta liggur í augum uppi.
EF VIÐ SELJUM ORKUVINNSLUNA Í HENDUR ÚTLENDINGA ÞÁ HIRÐA ÞEIR ARÐINN. ARÐURINN ER BARA LEIGA Á FJÁRMAGNI. þJÓÐIN GETUR AÐEINS FENGIÐ ARÐ EF OPINBERIR AÐILAR NÝTA AUÐLINDIR. VILJUM VIÐ RÍKISREKNAR ÚTGERÐIR? AUÐVITAÐ EKKI. VEGNA ÞESS AÐ FISKURINN ER EKKI EIGINLEG AUÐLIND HELDUR HLUNNINDI
Auðlindir eru takmörkuð gæði eins og orkan. Fiskurinn er ekki takmarkaður nema við viljum takmarka hann.
![]() |
Jón sendi stjórnlagaþingi bréf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjávarútvegsmál | Breytt 16.1.2011 kl. 18:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2011 | 13:39
Kvótakerfið gerir marga ríka

Sjávarútvegsmál | Breytt 16.1.2011 kl. 18:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.1.2011 | 12:03
Bubbi bloggar
Kvótinn í hendur þjóðarinnar
Kvótakerfið er ein sú almesta svívirða í sögu þjóðar okkar, sama hvað LÍU segir eða hvernig Davíð Oddson hamast sem strengjabrúða kvótafólksins og þiggur laun sín frá þeim.
Kvótinn verður að komast í hendur þjóðarinnar aftur. Þetta er eins galið og nokkuð getur orðið galið og svo tala menn um að bankafólkið hafi rænt einhverju! Hvað kalla menn þá þetta?
Við skulum bara súmmera þetta upp: Nokkrar fjölskyldur eiga fiskinn í hafinu og hirða arðann. Þetta er ekkert flóknara.
Á sínum tíma var þetta flétta sem menn komust upp með en ekki lengur. Þetta verður að stöðva. Þetta heitir þjófnaður og sá stærsti í sögu þjóðar okkar. Ég hvet alla hugsandi menn og konur að leggjast á eitt með þeim sem sannarlega vilja breyta þessu og koma kvótanum aftur í hendur þjóðarinnar.
Gott hjá Bubba og næsta víst að þetta hefur hann skrifað alveg sjálfur og enginn lögfræðingur yfirlesið. Enda á Bónusmafían engra hagsmuna að gæta í kvótanum svo vitað sé.
En ég er ekki sammála þeirri síbilju að þjóðin eigi að fá arð útúr kvótanum. Arð á að greiða vegna virðisauka en ekki vegna einokunar. Mér finnst að innkalla eigi kvótann á einu brettu og úthluta honum aftur endurgjaldslaust til þeirra sem vilja veiða og vinna innanlands. Þannig fær þjóðin aftur margfalt þá auðlindarentu sem allir eru að reikna út. En ef við komum hér á kvótaleigu ríkisins þá er engin trygging fyrir því að fiskurinn verði ekki fluttur óunnin úr landi og jafnvel veiddur af erlendum veiðiskipum. Þetta þurfa menn að hafa alveg á hreinu áður en heilaþvotturinn um arðinn af auðlindinni blinda mönnum sýn. Hins vegar má alveg setja skilyrði við úthlutun kvóta, það er bara allt önnur umræða. Fiskistofnarnir eru ekki auðlind í þeim skilningi að þá má auðveldlega stækka öfugt við aðrar auðlindir sem minnka sem því nemur sem af er tekið. Höfum hugtökin á hreinu
Sjávarútvegsmál | Breytt 16.1.2011 kl. 18:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.1.2011 | 20:18
Matador um Ísland

Sjávarútvegsmál | Breytt 16.1.2011 kl. 18:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)