Færsluflokkur: Sjávarútvegsmál

Endurvekjum Auðlindina á Rás 1

londun.jpgEin besta tenging landsmanna við það sem var að gerast í sjávarþorpunum og útgerðarstöðunum fékkst í gegnum fréttaþáttinn Auðlindina sem útvarpað var í lok hádegisfrétta áður en hlutabréfa-geðveikin heltók fréttastofuna. Þá urðu aflafréttir ekki lengur spennandi. Nú er öldin önnur. Allir eru uppfullir af áhuga á auðlindinni sinni og því ber að endurvekja þetta fréttamagasín og gera Steina Briem að ritstjóra. Þjónusta ríkisútvarpsins við landsbyggðina er enn í skötulíki, þrátt fyrir Landann sem er frekar í ætt við spaug en fréttir. Alla vega er þar ítrekað vakin athygli á því afkáralega frekar en því venjulega. Ég er landsbyggðarmaður af lífi og sál og ég sakna þess að fá ekki  fréttir af aflabrögðum og sjósókn beint frá hafnarvigtinni eða gegnum viðtöl við sjómennina sjálfa. það væri líka hollt fyrir latté lepjandi lista og menntafólk í 101 , að vita hvernig lífið gengur fyrir sig hjá þeim sem halda þessu þjóðfélagi á floti Cool Menningargeirinn aflar ekki raunverulegra tekna, hann er að velta peningum sem verða til í gegnum gjaldeyris og aðra framleiðslusköpun.  Að halda því fram að peningar sem koma frá ríkinu efli hagvöxt er einhver meinloka sem þarf að leiðrétta.

Baráttan um fiskinn er hafin

guggan_strand.jpgÞorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja hf og Kristján Vilhelmsson framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja hf mættu á fund bæjarráðs í morgun og kynntu áhyggjur sínar af fyrirhuguðum breytingum á gildandi lögum um stjórn fiskveiða og hugsanlegum áhrifum á fyrirtæki og samfélagið á Akureyri og í Eyjafirði.

Bæjarráð leggur til að haldinn verði hið fyrsta almennur opinn fundur á Akureyri um fyrirhugaðar breytingar á gildandi lögum um stjórn fiskveiða. Fundurinn verði haldinn til að upplýsa almenning um málið og til að gefa fólki tækifæri til að leggja fram fyrirspurnir.

Einhvern veginn fannst mér það lýsandi fyrir þessa færslu að birta mynd af gömlu Guggunni sem strandaði i Meðallandsfjöru 2004. Samherji hafði sem kunnugt er keypt Guðbjörgina frá Ísafirði og flutt kvótann burt, þrátt fyrir loforð um annað. Þessi gjörningur markaði upphafið að því sem seinna varð alvanalegt. Kvóti var seldur frá sjávarþorpum og byggðarlög urðu fyrir miklum skakkaföllum. Vikapiltur Samherja frændanna, Kristján Júlíusarson núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins var þá bæjarstjóri á Ísafirði og má renna líkum að því að hann hafi gegnt svipuðu hlutverki við þau viðskipti eins og annar vikapiltur Samherja frændanna, Friðrik Jóhannsson gegnir nú við samningaviðræður við Tríton um kaup á hlut Framtaks sjóðsins í Icelandic Group. Samherji á þar mikla hagsmuni undir, því Icelandic Group sér um að fullvinna afla af frystiskipum Samherja fyrir Bandaríkjamarkað og í Frakklandi fyrir ESB markaðinn.Einkennandi er fyrir Þorsteinn Baldvinsson sem var í brúnni hjá Glitni þegar sá banki var rændur innanfrá af Jóni Ásgeir að hann berst ekki á og er ekki áberandi í umræðunni. Mér dettur alltaf í hug líkingin við hin þófamjúku rándýr sem læðast, og er sótt í ritgerð um siðblindu, þegar Þorsteinn Baldvinsson berst í tal. Samt er ég viss um að hann er langt í frá að vera siðblindur. Það er bara þessi skuggastjórnun sem er hans stíll. Hann á fullt af leppum til að ganga í skítverkin fyrir sig og því er það greinilegt að orrustan um fiskinn er hafin þegar Þorsteinn sjálfur gengur erinda Samherja í þrýstingi á pólitíkusa


Getur auðlind þá bara synt burtu?

Er að hlusta á umræður frá Alþingi um stefnu Íslands í málefnum norðurslóða. Þar kom til umræðu, spá um hlýnun á norðurhveli jarðar og möguleg áhrif á lifandi sjávarauðlindir eins og nýjasti frasinn heitir núna. Ég hef í mörgum bloggfærslum lýst þeirri skoðun minni að fiskstofnarnir séu ekki auðlind í hefðbundnum skilningi þess orðs. Kannski er þeirri skoðun að vaxa fylgi með því að kalla þá lifandi auðlind. En menn ættu að hugleiða merkingu þeirra hugtaka sem þeir taka sér í munn en ekki bara endurtaka þvældar tuggur. Fiskstofnar á Íslandsmiðum eru stórir vegna þess að hér mætast 2 sterkir djúpsjávarstraumar sem stjórna vistkerfunum. Hlýnun sjávar getur hæglega hrakið helstu nytjastofna okkar eins og Þorsk, síld og loðnu norður á bóginn og útúr okkar fiskveiðilögsögu. Við gætum líka varið okkur og hafið stórfellt þorskeldi. Það er tæknilega hægt að framleiða hundruð þúsunda tonna af þorski í strandeldi. Og mundi þá nokkur heilvita maður gera tilkall til þeirrar auðlindar?  Það held ég ekki, ekki frekar en við tölum um búpening bóndans sem auðlind. Auðlind er sterkt orð. Og það er notað til að réttlæta afskipti stjórnmálamanna af nýtingu sjávarfangs það er eina skýringin.

Langlundargeð landsbyggðarmanna

Málin þurfa að skýrast fljótt segja Flateyringar. Fá sjávarkauptún hafa farið verr út úr kvótakerfinu en Flateyri.  Þetta bæjarfélag sem nú er hluti af Ísafjarðarbæ má muna fífil sinn fegri. Allt stefnir í að íbúarnir flytjist á brott unnvörpum ef ekki verður strax tekið í taumana. Búið er að loka heilsugæslunni og hjúkrunarrýmum gamla fólksins og nú er fiskvinnslan orðin gjaldþrota. Orsakir þessa ástands er aðeins eitt og það er kvótakerfið og framsalið sem hefur tekið lífsbjargirnar frá litlum sjávarþorpum eins og Flateyri. En af hverju láta menn þetta yfir sig ganga? Af hverju er ekki frumbyggjarétturinn virkjaður og haldið úti í það minnsta handfæra og línuveiðum úti fyrir Vestfjörðum. Þótt miðin séu í lögum sameiginleg þá má leiða rök fyrir rétti heimamanna til að nýta sín mið án íhlutunar stjórnvalda sem þar að auki ganga erinda stórútgerða á kostnað landsbyggðarinnar.  Þess vegna er aðeins eitt að gera fyrir Flateyringa og aðra í svipaðri stöðu að róa til fiskjar og skapa sér á ný tilverugrundvöll. Að bíða eftir aðgerðum ráðlausra og ráðvilltra stjórnmálamanna er tálsýn. Það hjálpar enginn þeim sem ekki hjálpar sér sjálfur
mbl.is „Málin þurfa að skýrast fljótt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afnám kvótakerfisins og sjálfbærar veiðar

KRAVmerki
Veiðar eru ekki stærsti faktorinn í vexti og viðgangi fiskstofna. Þar eru umhverfisþættir stærri áhrifavaldar. Undir það falla líka umhverfisskaðar sem veiðarfæri valda. Við getum hæglega útrýmt  fiskstofnum án þess að veiða þá en við getum líka aukið afraksturinn með sjálfbærum veiðum. Þess vegna eigum við að leggja niður kvótakerfið strax og taka þess í stað upp sjálfbærar veiðar. Með sjálfbærum veiðum er átt við að ekki sé veitt meira en stofnar þoli en það skiptir líka máli með hvaða veiðarfærum við tökum aflann og síðast en ekki síst skipta skipin máli. Allur okkar fiskiskipafloti gengur fyrir olíu og er því ekki umhverfisvænn. Og varðandi veiðarfærin þá er mest af botnfiskaflanum tekinn í botnvörpu sem er skaðleg  vistkerfi fisksins vegna niðurbrots kóralla og hrauns sem eyðileggur hrygningarsvæði til dæmis ýsunnar. Íslensk stjórnvöld halda á lofti þeirri blekkingu að hér séu stundaðar sjálfbærar fiskveiðar og ýmsar útgerðir hafa fengið vottanir þess efnis. Ekki veit ég hvaða mafía gefur út þessar vottanir en það er greinilegt að þeir leggja ekki sama skilning í orðið vistvænn og sjálfbær eins og ég. Til viðbótar því sem að ofan er sagt þá ber að nefna þau skaðlegu áhrif sem veiðar flaka-frystitogara hafa á ímynd sjálfbærni. Á þessum skipum hefur í tugi ára tíðkast að hirða bara dýrmætasta hluta fisksins en henda öllu hinu. Þetta myndi alls staðar flokkast undir glæpsamlega umgengni en hér þykir þetta sjálfsagt. Kannski halda menn að þetta séu verksmiðjuskip?  Verksmiðuskipin eru þó skömminni skárri því þar er allur fiskurinn nýttur og engu fleygt. Það er ljóst öllum þeim sem um þessi mál fjalla af gagnrýni að kvótakerfið gengur ekki upp. Hefur ekki gert og mun aldrei gera. Kvótakerfið hefur innbyggt í sér hvatann til að henda verðminni afla og í kvótakerfi er sókninni beinlínis stýrt í hrygningarfiskinn því hann er stærstur og þar með verðmætastur. Ég krefst þess að alþingismenn vakni til meðvitundar og bjargi fiskstofnunum, bjargi byggðarlögunum og bjargi orðspori okkar.  Því alþjóðasamtök munu fletta ofan af svínaríinu sem er fylgifiskur kvótakerfisins og þá munu markaðir lokast. Þá munu þessar fals vottanir ekki verða virði bleksins sem þær eru prentaðar með. Myndbandið á Youtube um brottkastið í Norðursjó á eftir að vekja miklar umræður og hvatningu til stjórnvalda um aukna sjálfbærni og vistvæna stjórnun veiða

Sáttatilboð til LÍÚ í 10 liðum

  1. Allur botnfiskkvóti verður innkallaður strax
  2. Kvótafyrirkomulag á uppsjávartegundum helst óbreytt og allur viðbótarkvóti í þeim tegundum rennur óskiptur til núverandi útgerða. Kvótaafgjald fyrir þennan hluta kvótans verði % af aflaverðmæti upp úr sjó og takist af óskiptu
  3. Öll viðskipti með aflaheimildir verða bannaðar. 100% veiðiskylda
  4. Við endurúthlutun á leyfum til að stunda hefðbundnar botnfiskveiðar verði tekið tillit til atvinnuréttinda og sjómennska lögvarin sem iðngrein. Leyfi verði ekki bundin tegundum.
  5. Skylt verði að koma með allan afla að landi 
  6. Allur afli á Íslandsmiðum verði seldur á Uppboðsmarkaði Ríkisins
  7. Engar greiðslur komi til vegna útgefinna veiðileyfa en af söluverði á markaði reiknist virðisaukaskattur sem renni í ríkissjóð
  8. Hafrannsóknastofnun fái nýtt hlutverk og fulltrúar hagsmunasamtaka eigi ekki sæti í stjórn hennar. 
  9. Fiskveiðistjórnunarlögin verði tafarlaust numin úr gildi og ákvarðanir um afla falin fiskveiðiráði sem í sætu fiskifræðingar og reyndir aflaskipstjórar til jafns.
  10. Settar verði strangar reglur um veiðarfæri og landhelgislínur endurskilgreindar.
Eins og sést er ég ekki sérstakur talsmaður auðlindaskatts. Tel raunar alla þá umræðu á miklum villigötum. Afrakstur af fiskveiðum og allri atvinnustarfsemi felst í margföldunaráhrifum sem heilbrigð atvinnustarfsemi skapar. Fyrirtæki sem græða borga góð laun og eru lyftistöng hvers sveitarfélags. Skattpínd og skuldsett fyrirtæki skila engu. Þess vegna þarf í kjölfar sáttar um fiskveiðistjórnunina að fara fram endurskipulagning á skuldum útgerðanna. Þegar kvótinn verður ekki lengur andlag skuldanna þarf að bregðast við því. Lang mikilvægast er samt að hverfa af braut kvótakerfisins. Það hljótum við öll að vera sammála um. Allt annað er bara verkefni sem þarf að leysa. Í næstu færslu mun ég fjalla um minn skilning á sjálfbærni. Þar virðist mér ýmsu grautað saman Smile

Hættum að tala um fiskveiði-auðlindina

Mjög mikilvægt er í allri umræðu, hvort sem hún er pólitísk eða ekki, að allir hafi sama skilning á hugtökunum sem notuð eru. Öll skiljum við hvað orðið hlunnindi merkir. Hlunnindi eru þau gæði sem fylgja jörðum og eru nýtanleg fyrir eigandann án endurgjalds. Hér má nefna lax og silungsveiði, eggjatöku, dúntöku, berjatínslu, vatnsréttindi (virkjun bæjarlækjarins í formi neysluvatns og til rafmagnsframleiðslu, heitar uppsprettur og fiskveiðar. Um þetta ríkir enginn ágreiningur. Það ríkti heldur enginn ágreiningur um fiskveiðar okkar á meðan þær voru skilgreindar sem hlunnindi. Það er ekki fyrr en eftir að sóknarstýring er leidd í lög að menn fara að nota orðið auðlind um nytjastofnana í hafinu. Þannig öðlast afskipti stjórnmálamanna af stjórn fiskveiða meiri vigt. Síðan sjá menn að lögmál hagfræðinnar má auðveldlega nota og lögmál skortsins verður undirstaða fiskveiðistjórnunarkerfisins. Á þessu verða menn að átta sig því á þessu byggist sjálfbærni kerfisins. Kvótakerfi í sjávarútvegi stuðlar ekki að uppbyggingu fiskstofna. Þvert á móti þá vinnur kerfið gegn uppbyggingunni. 

Þess vegna er það grundvallaratriði í sambandi við fyrirhugaðar breytingar á fiskveiðistjórnuninni að hætta að tala um nytjastofnana sem sjávarauðlind. 

Miklu fremur eigum við að tala um sjávarbúskap og fara að umgangast hafið og nytjar þess aftur eins og hlunnindi. Og á sama hátt og bóndinn stundar sinn búskap þá eigum við að stunda sjávarbúskapinn. Við þurfum að fara varlega í notkun veiðarfæra, við þurfum að fara varlega í að ganga ekki of nærri æti nytjastofnanna s.s loðnu. En fyrst og fremst þarf að þekkja beitarstuðulinn. Í dag er ofbeit í hafinu. Það þarf að veiða meira og það leyfir ekki kvótakerfið.

Kvótakerfi búa til skort og stjórna markaði og búa til peninga úr engu. Þeir sem höndla með kvóta eru þeir einu sem græða. Þeir vilja engu breyta.  Þjóðareign á auðlindum er merkingarlaus frasi. Arðurinn fer alltaf til þeirra sem fjárfesta og nýta auðlindir. Annars mundi enginn sjá sér hag í að nýta þær. Þetta liggur í augum uppi.

EF VIÐ SELJUM ORKUVINNSLUNA Í HENDUR ÚTLENDINGA ÞÁ HIRÐA ÞEIR ARÐINN. ARÐURINN ER BARA LEIGA Á FJÁRMAGNI. þJÓÐIN GETUR AÐEINS FENGIÐ ARÐ EF OPINBERIR AÐILAR NÝTA AUÐLINDIR. VILJUM VIÐ RÍKISREKNAR ÚTGERÐIR? AUÐVITAÐ EKKI. VEGNA ÞESS AÐ FISKURINN ER EKKI EIGINLEG AUÐLIND HELDUR HLUNNINDI

Auðlindir eru takmörkuð gæði eins og orkan.  Fiskurinn er ekki takmarkaður nema við viljum takmarka hann. 


mbl.is Jón sendi stjórnlagaþingi bréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvótakerfið gerir marga ríka

thorunn_sveinsdottirve_(12)Í fréttum fyrir jól var sagt frá glæsilegri nýsmíði útgerðarmannsins Sigurjóns Óskarssonar úr Vestmannaeyjum. Þessi fregn vakti athygli margra vegna þess að hún var þannig unnin að skilja mátti að fjárfestingin væri mikið afrek á krepputímum. Þannig skyldi ég málið í það minnsta. En nú hefur annað komið í ljós.  Þrátt fyrir kveinstafi útgerðarmanna þá er kvótakerfið enn að búa til gríðarleg verðmæti fyrir kvótakóngana, sérstaklega ef þeir þurfa ekkert að veiða! Þegar útgerðarfélagið Ós ákvað að endurnýja skipakostinn árið 2007 þá var gamla Þórunn seld í kjölfarið og kvótinn leigður út. Um var að ræða 2000 þorskígildi sem hafa gefið eigendunum um það bil 2 milljarða í aðra hönd á tveggja ára tímabili. Þess má geta að nýsmíðin kostaði 1.5 milljarð svo þarna hefur kerfið búið til verulegan fjárhagslegan ávinning. Ég er ekki að segja þessa sögu hér til að varpa rýrð á Sigurjón Óskarsson. Hann er af gamla skólanum og alls góðs maklegur. Landsfrægur aflamaður sem hefur aldrei gert annað en að fiska og vera í útgerð. Hins vegar hefur hann nýtt sér kerfið og keypt miklar aflaheimildir sem nýttust honum á þennan ábatasama hátt í þessu viðbjóðslega kerfi sem kvótakerfið er. Kvótakerfið hefur í 20 ár aukið hér þenslu og samsvarandi verðbólgu vegna þess að það býr til peninga án nokkurra verðmæta að baki. Þess vegna þarf að leggja það niður

Bubbi bloggar

Kvótinn í hendur þjóðarinnar

Kvótakerfið er ein sú almesta svívirða í sögu þjóðar okkar, sama hvað LÍU segir eða hvernig Davíð Oddson hamast sem strengjabrúða kvótafólksins og þiggur laun sín frá þeim.

Kvótinn verður að komast í hendur þjóðarinnar aftur. Þetta er eins galið og nokkuð getur orðið galið og svo tala menn um að bankafólkið hafi rænt einhverju! Hvað kalla menn þá þetta? 

Við skulum bara súmmera þetta upp: Nokkrar fjölskyldur eiga fiskinn í hafinu og hirða arðann. Þetta er ekkert flóknara.

Á sínum tíma var þetta flétta sem menn komust upp með en ekki lengur. Þetta verður að stöðva. Þetta heitir þjófnaður og sá stærsti í sögu þjóðar okkar. Ég hvet alla hugsandi menn og konur að leggjast á eitt með þeim sem sannarlega vilja breyta þessu og koma kvótanum aftur í hendur þjóðarinnar.

Gott hjá Bubba og næsta víst að þetta hefur hann skrifað alveg sjálfur og enginn lögfræðingur yfirlesið. Enda á Bónusmafían engra hagsmuna að gæta í kvótanum svo vitað sé.

En ég er ekki sammála þeirri síbilju að þjóðin eigi að fá arð útúr kvótanum. Arð á að greiða vegna virðisauka en ekki vegna einokunar. Mér finnst að innkalla eigi kvótann á einu brettu og úthluta honum aftur endurgjaldslaust til þeirra sem vilja veiða og vinna innanlands. Þannig fær þjóðin aftur margfalt þá auðlindarentu sem allir eru að reikna út. En ef við komum hér á kvótaleigu ríkisins þá er engin trygging fyrir því að fiskurinn verði ekki fluttur óunnin úr landi og jafnvel veiddur af erlendum veiðiskipum. Þetta þurfa menn að hafa alveg á hreinu áður en heilaþvotturinn um  arðinn af auðlindinni blinda mönnum sýn. Hins vegar má alveg setja skilyrði við úthlutun kvóta, það er bara allt önnur umræða. Fiskistofnarnir eru ekki auðlind í þeim skilningi að þá má auðveldlega stækka öfugt við aðrar auðlindir sem minnka sem því nemur sem af er tekið. Höfum hugtökin á hreinu


Matador um Ísland

Á Íslandi hefur verið spilað Matador um Ísland frá valdatöku Davíðs og Halldórs. Þeir einir hafa fengið að taka þátt sem eiga stjórnmálaflokkana. Þorsteinn Baldvinsson annar eigenda Samherja, hefur verið einn atkvæðamesti spilarinn undanfarna áratugi og hefur komið ár sinni vel fyrir borð. Hann á til dæmis 2 alþingismenn, forseta Farmanna og fiskimannasambandsins, hlut í Forseta Sjómannasambandsins, stóran hlut í Morgunblaðinu, Hafrannsóknarstofnun og nokkra bæjarstjóra úti á landi. t.d á Dalvík, Húsavík, Fáskrúðsfirði auk ítaka á Norðfirði og á Suðurnesjum. Þorsteinn hefur líka talið sig eiga heilan helling af kvóta sem hann leigir til kvótalausra útgerðamanna. Á þessu hefur hann hagnast vel. Núna hefur forsætisráðherra okkar valdið miklu uppnámi meðal spilaranna. Hún hefur hótað að breyta reglunum og taka af spilurunum það sem þeir hafa hagnast mest á, það er kvótann. Þessi breyting hefur þau fyrirsjáanlegu áhrif að fleiri spilarar komast að og fleiri fá bita af kökunni. Þetta finnst Þorsteini og félögum hans hin mestu svik. Nú mun hafið nýtt útboð og reynt að kaupa fleiri alþingismenn og fleiri stjórnmálaflokka. Við fylgjumst grannt með hvaða þingmenn snúast á sveif með Samherjagoðanum á næstu vikum. Stay tuned Devil

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband