Getur auðlind þá bara synt burtu?

Er að hlusta á umræður frá Alþingi um stefnu Íslands í málefnum norðurslóða. Þar kom til umræðu, spá um hlýnun á norðurhveli jarðar og möguleg áhrif á lifandi sjávarauðlindir eins og nýjasti frasinn heitir núna. Ég hef í mörgum bloggfærslum lýst þeirri skoðun minni að fiskstofnarnir séu ekki auðlind í hefðbundnum skilningi þess orðs. Kannski er þeirri skoðun að vaxa fylgi með því að kalla þá lifandi auðlind. En menn ættu að hugleiða merkingu þeirra hugtaka sem þeir taka sér í munn en ekki bara endurtaka þvældar tuggur. Fiskstofnar á Íslandsmiðum eru stórir vegna þess að hér mætast 2 sterkir djúpsjávarstraumar sem stjórna vistkerfunum. Hlýnun sjávar getur hæglega hrakið helstu nytjastofna okkar eins og Þorsk, síld og loðnu norður á bóginn og útúr okkar fiskveiðilögsögu. Við gætum líka varið okkur og hafið stórfellt þorskeldi. Það er tæknilega hægt að framleiða hundruð þúsunda tonna af þorski í strandeldi. Og mundi þá nokkur heilvita maður gera tilkall til þeirrar auðlindar?  Það held ég ekki, ekki frekar en við tölum um búpening bóndans sem auðlind. Auðlind er sterkt orð. Og það er notað til að réttlæta afskipti stjórnmálamanna af nýtingu sjávarfangs það er eina skýringin.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband