Færsluflokkur: Sjávarútvegsmál

Lausnin er svona einföld

Allur bolfiskur verði tekinn útúr kvóta og færður undir nýja atvinnu-byggðastefnu
Um uppsjávarkvóta verði samið við núverandi kvótahafa á grundvelli samningsleiðar

 


mbl.is Býst við að lausn finnist á sjávarútvegskröfu SA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju er sýktu síldinni ekki slátrað?

sild.jpgNú eru rúm 3 ár síðan fyrst varð vart við sýkingu í sumargots síldinni sem hefur þjappað sér inni á Grundarfirði og fleiri innfjörðum Breiðafjarðar svo sem Kolgrafarfirði, undanfarin ár. Sýkingarhlutfall samkvæmt nýjustu mælingum er frá 45% og uppí 65% af þeirri síld sem þarna er. Einnig er talið að sýking leiði til dauða. Ef svo er og þær upplýsingar sjómanna eru réttar að mikið sé um dauða síld á botni Grundarfjarðar þá vaknar sú spurning, af hverju er ekki þessari síld slátrað og hún nýtt í bræðslu? Alkunna er að ef dauð síld lendir saman við lifandi síld í tönkum veiðiskipa þá er allur aflinn óhæfur til vinnslu. Ef við værum að tala um sýkingu í búfé þá væri ekki svona sleifarlag látið viðgangast. Alþekkt er hvernig Creutzfeldt–Jakob syking í nautgripum og riðuveiki í sauðfé kallar á tafarlausan niðurskurð alls búpenings. En þegar um fiskstofn er að ræða þá þykir í lagi að stofna lífríkinu í hættu. Þetta gengur ekki upp. Grundarfjörður er smitbæli fyrir stofninn. Hann þarf að sótthreinsa

Samherji og samherjarnir

Tíðindi berast nú suður yfir heiðar af því, sem gerðist á peppfundi Samherja í menningarhúsinu Hofi í gærkvöldi. Ekki eru það fagrar lýsingar á vanstillingu forstjórans, Þorsteins Más Baldvinssonar. Þetta kemur mér ekki á óvart. Ég meira að segja spáði nákvæmlega fyrir um hvernig samfélagið fyrir norðan myndi bregðast við. Þetta gékk allt eftir. Hræðslan ber þetta samfélag uppi. Hótanir um lokanir frystihúsa eða uppsagnir sjómanna hafa alltaf verið sterkasta vopn Samherjamanna. Þorsteinn Már er enginn bústólpi, og Samherji er enginn landstólpi. Samherji er einfaldlega löngu orðinn alltof stór fyrir hið litla hagkerfi á Norðurlandi og jafnvel Íslands. En þora stjórnmálamenn að leggjast til atlögu við risann? Það efast ég um. Ég þykist sjá mörg merki um að samfylking um réttlæti í kvótakerfinu sé að riðlast. Og Ólína, sem harðast hefur barist fyrir umbótum mun komast að raun um, að óvinurinn er ekki Samherji með stórum staf, heldur hennar eigin samherjar innan stjórnarflokkanna. Mark my words

Hagfræðingar og kvótakerfið

Jón Steinsson rekur mikinn áróður fyrir tilboðsleið í fiskveiðistjórnun. Jón Steinsson er fræðimaður sem kann að leiða út flóknar formúlur. Fiskveiðar eru ekki slík vísindi að hægt sé að setja inní reikniformúlur. Satt að segja myndi ég frekar leita álits veðurfræðinga heldur en hagfræðinga eða fiskifræðinga. Það var til dæmis Páll Bergþórsson, veðurfræðingur og fræðimaður, sem fyrstur manna kom með þá kenningu að eldgos og framburður eldgosaefna til sjávar hefði afdrifarík áhrif á klak nytjafiska fyrir Suðurlandi. Tökum meira mark á almennri skynsemi heldur en háskólagráðum. Lífið er ekki reikniformúla

Þjóðarhagur er huglæg* stærð og ekki hægt að reikna þjóðarhag til peninga. Þannig er ekki hægt að reikna út arð þjóðfélagsins af fiskveiðum í beinum peningum eða sem ákveðið hlutfall af einhverri ebítu. Það er ekki hægt að selja veiðiréttinn á slíkum forsendum. Ekki frekar en það ætti að selja nýtingarrétt orkunnar með slíkum hætti. Svona hugsun er þjónkun við kapitalismann og leiðir til arðráns. Eina réttlætanlega greiðsla fyrir auðlind er að arðræninginn verði skyldaður til að kosta uppbyggingu á innviðum þjóðfélagsins. Þá væri alla vega tryggt að arðurinn færi til þjóðarinnar. Slíkt var reifað í tengslum við leigu á landi undir herstöð bandaríkjanna, en vegna misskilinnar þjóðernishyggju varð ekkert af að bandaríkjamenn legðu hraðbraut frá keflavík til Reykjavíkur 1960. Hvað hefði það getað sparað mörg mannslíf? Reikni nú Jón SteinssonTounge

Því sá sem eignast nýtingarréttinn tekur til sín arðinn. Allt tal um annað er bara lygi. Það verður því að tryggja að arðinum verði varið í framkvæmdir, eitthvað concrete.  Ekki í formi peninga sem pólitíkusar stela í eigin þágu eða flokkanna

*

hug·lægur. L. 1. sem miðast við huga eða hugsun. sem lætur stjórnast af eigin hugþótta í dómum sínum eða mati. sem stendur manni næst, sækir á hugann. 2.

 


Sveitastjórnir vilja braska með kvótann

Hvenær tekur þessi frjálshyggja enda gott fólk? Hve marga snúninga á að taka á fiskinum í sjónum áður en hann verður svo dýr að ekki verður hægt að veiða hann? Hvers lags blind fégræðgi stjórnar hér ennþá? Eina leiðin til að vinda ofan af þessu rugli er að afnema fiskveiðistjórnunarlögin og hverfa til baka til 1980 og móta nýja stefnu. Þessi frjálshyggju tilraun með undirstöðuatvinnuveginn er glötuð. Sveitastjórnir verða að vakna. Þær bera ábyrgð. Það dugar ekki að segja eins og Daníel Jakobsson sagði, "þetta kemur okkur ekki við!" Hverjum kemur þetta meira við?  Byggðakvótinn er spillingartæki stjórnmálanna. Segjum nei við spillingu. Frumbyggjaréttur er ekki bara eitthvað sem Grænlendingar eða Alaskabúar eiga rétt á. Við eigum líka kröfu til að nýta okkar frumbyggjarétt. Ef Alþingi vill ekki laga kerfið með algerri uppstokkun þá skora ég á sveitastjórnir að taka málin í sínar hendur. Sveitastjórnir eru næsta stjórnsýslustig á eftir ríkinu og það er aðlilegt að það taki við þegar ríkinu mistekst.

Svikin liggja í loftinu.

Nú er ég virkilega hræddur um að ríkisstjórnin ætli að svíkja í fiskveiðistjórnunarmálinu.
Fyrsta vísbendingin var flokksráðsfundur Samfylkingarinnar. Síðan kom bloggfærsla Ólínu, þá grein Björns Vals og núna síðast þær fréttir að Jón Bjarnason sé að setja lokahönd á ný eða breytt fiskveiðilög. Í samvinnu við hverja spyr ég nú bara. Getur hann bara farið sínu fram í trássi við flesta aðra eins og þegar hann var að krukka í kerfið í fyrra?

Hér á þessari bloggsíðu hefur verið talað fyrir afnámi fiskveiðistjórnunarlaganna og þeirri hugmyndafræði sem í þeim felst alfarið hafnað. Síðuhöfundur vill að við tökum upp sjálfbæra, heildræna  atvinnu og byggðaþróunarstefna sem byggi á frjálsum fiskveiðum og fullvinnslu hér innanlands. Þegar ég tala um frjálsar þá á ég náttúrulega ekki við óheftar óábyrgar veiðar.

Margir segja að frjálsar veiðar leiði til offjárfestingar og ofveiði. Þetta er rangt. Vegna þess að við erum að tala um nýja atvinnu og byggðastefnu þar sem allt ferlið frá veiðum til fullvinnslu er skipulagt. Byrjað yrði að stofna vinnslufyrirtæki og gera sölusamninga. Síðan þegar fyrir lægi hver hráefnisþörfin væri þá yrði gerður samningur við sjómenn um veiðar og enginn fengi veiðileyfi nema hafa tryggt sér samning um kaup á aflanum. Fylgst væri með að hver vinnslustöð gerði aðeins veiðisamninga um það magn sem þeir ráði við með góðu móti. Sjómenn mættu heldur ekki stunda aðra atvinnu nema að mjög litlu leyti. Sjómannsstarfið yrði gert að lögverndaðri iðngrein. 

Hérna áður fyrr fór allt úr böndunum vegna þess að tengslin á milli veiða og vinnslu rofnuðu. Fjárfesting í útgerð fór úr böndunum og aflinn varð svo mikill að hann lá undir skemmdum og sífellt stærri hluti var seldur óunninn úr landi. Þegar gæðamálin voru svona léleg fékkst lágt verð og þetta var aðal ástæða þess að kvótakerfinu var komið á, ekki vegna þess að um háskalega ofveiði væri að ræða. Og þó ég vilji tengja saman veiðar og vinnslu þarf samt allur afli að fara um uppboðsmarkað. En þann markað mega ekki þeir spenna upp sem senda út ferskan fisk í flugi. Þeim markaði þarf náttúrulega að sinna eins og öðrum en hann má ekki skekkja verðgrundvöll landvinnslunnar. Ég veit að afrakstur fiskstofnanna verður kannski ekki helmingi meiri en er í dag en hann ætti vel að standa undir almennri velsæld allra ef við svo kjósum. Þetta er bara spurning um að skipta kökunni réttlátlega

Sóknaráætlun 2020 olli miklum vonbrigðum. Sérstaklega sú uppgjöf sem lýsir sér hjá sveitastjórnarmönnum þegar þeir lýsa sóknarfærum og styrkleika. Þeir eru hættir að reikna með útgerð og fiskvinnslu. Þeir hafa brennt sig á að reikna með að kvótinn haldist í byggðunum. Þeir vilja frekar treysta á ferðamennsku, iðnað, og matvælavinnslu. Fiskveiðar og vinnsla koma yfirleitt ekki fyrr en í fjórða og fimmta sæti. Þetta er svo dapurleg framtíðarsýn að helst jafnast á við arðrændar nýlendur Evrópumanna í  Afríku á 19. öld. Hvernig útgerðarmenn eru búnir að fara með landsbyggðina og fólkið er glæpur sem þarf að bæta fyrir, ekki síður en hina illu meðferð barna á vistheimilum ríkisins á síðustu öld. Þótt hún virðist liggja ríkisstjórninni þyngra á hjarta en eyðing byggða til að skapa gróða í vasa stórútgerða

Ríkisstjórnin er hugmyndalaus, stefnulaus, ráðalaus og huglaus

Helvítis fokking fokk


Tekist á um sjómannaafslátt

petur-h-blondal-a-althingi.jpgrni_johnsen_2_jpg_280x600_q95_1056307.jpgÁrni Johnsen er lunkinn við að vekja á sér athygli. Núna hefur hann lagt fram frumvarp um tekjuskatt þar sem sjómönnum verði tryggður ríflegur skattaafsláttur eða allt að 1.450.000, ekki dónalegur afsláttur það.  Helsti andmælandi hans er Pétur Blöndal sem fer hátt með veggjum í furðulegum rökum í sambandi við dagpeninga sem honum finnst að útgerðarmenn geti greitt sjómönnum. Meira bull hef ég sjaldan heyrt í alþingismanni í langan tíma og er þá Vigdís Hauksdóttir ekki undan þegin.

Tekið skal fram að mér finnst engin ástæða til að halda í sjómannaafsláttinn. Og er ég þó gamall sjómaður sjálfur.  Hins vegar skal vakin athygli á að sjómenn hafa ekki samið um sín kjör lengi. Þeir þora ekki að sækja sinn rétt til útgerðarmanna vegna óttans um að verða sagt upp störfum. Þetta er einn af svörtum blettum kvótakerfisins.  Óttinn stjórnar hér öllu. Óttinn er innbyggður í þjóðarsálina. Þessi barða þjóð þorir ekki að standa upp og krefjast réttar síns. Ég held þeir kumpánar Árni og Pétur ættu frekar að taka saman höndum við þá sem vilja bylta kvótakerfinu ef þeir meina eitthvað með umhyggju sinni fyrir sjómönnum. Frjáls undan oki leiguliðans er sjómaðurinn aðeins stoltur. Kannski að Árni heimsæki Flateyri núna og ræði við atvinnulausa sjómenn og verkakonur eða bara í Reykjanesbæ!! Kvótakerfið sem vinir hans í FLokknum dásama svo mjög er að ganga af byggð í landinu dauðri. Og þegar fólkið fer, þá er byggðin dauðadæmd. Á Vestfjörðum öllum búa nú tæp 5000 manns, eða svipað margir og í Vestmannaeyjum. Er það eðlilegt? Hvað varð um frelsið til að skapa sín eigin örlög? Vestfirðir geta hæglega brauðfætt 20000 manns með sjálfbærri fiskveiðistjórnun og sjálfbærri ferðamannaútgerð. Ég vil frekar kalla það útgerð heldur en þjónustu. Selja á ferðamönnum hina villtu náttúru.  Það á að flytja Hreindýr á Vestfirði og selja ferðamönnum safari á Hornströndum og stangveiði í Djúpinu.  Það er hægt að gera fleira en mæla göturnar á bótum í Reykjavík, en það verður hlutskipti brottfluttra lands byggðamanna ef kvótakerfið verður ekki stokkað upp eða HREINLEGA LAGT NIÐUR SEM VÆRI ÞAÐ LANGBESTA FYRIR ALLA


Á sjávarútvegur við Eyjafjörð framtíðina fyrir sér?

Á sjávarútvegur við Eyjafjörð framtíðina fyrir sér? Þeirri spurningu verður reynt að svara á fundi um áhrif breytinga í sjávarútvegi á annan atvinnurekstur og þjónustu í Eyjafirði, sem haldinn verður í Menningarhúsinu Hofi þriðjudaginn 1. febrúar kl. 20:00. Alþingismönnum er sérstaklega boðið til fundarins.  

Stefán B. Gunnlaugsson, lektor við HA, kynnir niðurstöður skýrslu Rannsóknarstofnunar Háskólans á Akureyri um áhrif breytinga á fiskveiðistjórnun á sjávarútveginn og sérstaklega litið til áhrifa á Eyjafjarðarsvæðið. Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju og Ólöf Ýr Lárusdóttir, forstjóri Vélfags ehf flytja einnig framsögu um hvaða áhrif breytingarnar gætu haft á fyrirtæki á Eyjafjarðarsvæðinu sem byggja afkomu sína á þjónustu við sjávarútveginn. Björn og Ólöf fjalla um spurninguna frá sínum bæjardyrum. Að loknum framsöguerindum verður boðið upp á fyrirspurnir og almennar umræður. Fundarstjóri verður Óskar Þór Halldórsson fréttamaður. Íbúar á Eyjafjarðarsvæðinu eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðum um brýn hagsmunamál svæðisins. Að fundinum standa Akureyrarbær, Samtök atvinnurekenda á Akureyri og Verkalýðsfélögin í Eyjafirði.

Er þetta ekki yndislega fyrirsjáanlegt en um leið ósvífið leikrit?  Þarna koma áhrif þeirra Samherja manna greinilega í ljós. Þeir halda öllu samfélaginu í heljargreipum og þeir eru heimagangar á skrifstofu bæjarráðs og hóta bæjaryfirvöldum öllu illu ef þau beiti sér ekki fyrir andófi gegn breytingum á kvótakerfinu. Verkalýðshreyfingin með Björn frá Nolli skelfur af hræðslu þegar boðin berast frá bæjarstjórninni og meira að segja háskólamenn láta sér lynda stjórnlyndi Þorsteins Más!

ÞETTA ER GRÍMULAUS KÚGUN EIGENDA FYRIRTÆKIS SEM VAR LEYFT AÐ VAXA OF MIKIÐ Í SKJÓLI GLÆPSAMLEGRAR EINKAVÆÐINGAR Á UNDIRSTÖÐUATVINNUVEGI ÞJÓÐARINNAR.

Núna sjá menn hvernig stórfyrirtæki starfa. En það er of seint. Menn eru orðnir háðir þessu fyrirtæki. Ekki má styggja drekann annars er hætta á að hann spúi eld og brennisteini yfir byggðarlagið. Auðvitað munu menn bera af sér sakir og sverja fyrir að Þorsteinn Már hafi á nokkurn hátt komið að þessari fundarboðun. En við vitum betur. Frétt sem lét lítið yfir sér birtist í Vikudegi 20 janúar og sagði frá þegar Þorsteinn Már og Kristján Vilhelmsson skunduðu á fund bæjarráðs Akureyrar til að lýsa yfir vanþóknun á fyrirætlun stjórnvalda í sambandi við fyrningu aflaheimilda. Þá fór spuninn af stað. Hringt var í háskólann og Stefán lektor fenginn til að kynna skýrsluna sína á baráttufundi fyrir atvinnuuppbyggingu í Eyjafirði. Og ég ætla að vera svo óforskammaður og fullyrða að nú þegar er búið að semja ályktun sem verður borin upp og samþykkt þar sem fundargestir lýsa yfir áhyggjum af fyrirhugaðri innköllun aflaheimilda og hvetja til þess að samningaleiðin verði farin. Og svo verður klappað vel og lengi fyrir burðarstólpum atvinnulífs við Eyjafjörð, Þeim Samherjamönnum Þorsteini og Kristjáni W00t


Tekið til varna fyrir hönd Ólínu

Hinn fyrrum burtrekni ritstjóri Morgunblaðsins er trúr fyrrum húsbændum sínum í ritstjórnargrein í blaðinu hans Jóns Ásgeirs í morgun. Þar tekur hann til varna fyrir útgerðarauðvaldið og tætir í sig grein sem þingmaður Samfylkingar og varaformaður sjávarútvegsnefndar Alþingis birti á blogginu sínu í gærkvöldi. Ritstjórinn hafði lítinn tíma til að kryfja grein Ólínu og því er eðlilegt að gagnrýni hans sé byggð á staðreyndavillum og gamalkunnum frösum sem LÍÚ hefur kostað miklu til að réttlæta kvótakerfið með. En skoðum nánar gagnrýni ritstjórans

Þótt Ólína segist vilja eyða óvissu um fiskveiðistjórnina verður ekki annað séð en að hún tali fyrir breytingum sem gætu haft allt annað en fyrirsjáanlegar afleiðingar.
Hún vill til dæmis gefa handfæraveiðar við landið frjálsar og virðist vera búin að gleyma þeim árum þegar trillusjómenn fiskuðu tugi þúsunda tonna umfram kvóta og ráðgjöf vísindamanna. Frjálsar veiðar stuðla ekki að ábyrgri umgengni við auðlindina.

Hð rétta er að trillusjómenn hafa aldrei fiskað tugi þúsunda tonna á handfæri í trássi við ráðgjöf fiskifræðinga. Hér er ruglað saman veiðum hraðfiskibáta í krókakerfinu sem  réru með línu. Lína og handfæri eru sitthvað Ólafur Þ Stephensen

Ólínu finnst hið versta mál að "mörg þúsund störf hafi farið forgörðum í nafni rekstrarhagræðingar og hagkvæmni innan greinarinnar".

Rekstrarhagræðing sem byggir á fækkun starfa er án efa hagkvæm metin útfrá hagsmunum útgerðarmannsins en hún er þjóðhagslega óhagkvæm. Það er þjóðhagslegra betra að arðurinn vegna veiðanna skiptist á sem flestar hendur svo framarlega sem fiskveiðar haldi áfram að vera hagkvæmar

Ólínu finnst vont að íslenzkur fiskur skuli fluttur til útlanda og unninn í útlendum fiskvinnslustöðvum. Það verður ekki skilið öðruvísi en svo að hún vilji leggja hömlur á slíkan útflutning og þar með á það alþjóðlega viðskiptafrelsi sem flokkur hennar styður, að minnsta kosti í orði kveðnu.

Það er réttmætt að krefjast meiri fullvinnslu á aflanum innanlands. Núna notfæra útgerðarmenn og kvótahafar sér smugur í utanríkissamningum sem auðveldar þeim að stinga virðisauka af fullvinnslu í eigin vasa. Þetta er gert með sölu óunnins fisks til dótturfyrirtækja erlendis á tilbúnu verði. Á Grimsby-Hull svæðinu hafa 10000 manns atvinnu af að fullvinna ferskan fisk af 'Islandsmiðum. Þessi vinnsla er betur komin hér heima.

Kvótakerfið er ekki gallalaust, en engu að síður það kerfi sem hefur reynzt bezt við fiskveiðistjórnun. Þegar mörg önnur kerfi þjóðfélagsins eru í uppnámi er ekki ástæða til að rústa eitt af þeim sem virka.

Svona enda allar rökræður þeirra sem ekkert vit hafa á fiskveiðum. Þetta er nefnilega stóra blekkingin sem kvótakerfið byggir á. Lygin sem búið er að segja svo oft að nytsamir sakleysingjar trúa henni og bergmála hugsunarlaust eins og fermingarbarn trúarjátninguna. Hið sanna er að markmið kvótakerfisins var aldrei að byggja upp fiskstofna. Markmiðið var að hámarka arð kvótahafanna í gegnum einokunarstöðu og skömmtun á afla. Brottkast og svindl í kerfinu nemur tugum þúsunda tonna á hverju ári. En kvótabröskurum er alveg sama svo framarlega sem ekki er hróflað við kerfinu sem malar þeim gull. Og þó ég sé ekki alls kostar sammála ólínu um hvernig á að standa að málum þá styð ég innköllun kvótans. Það er grundvallar atriði númer 1-2-3

Ólafur Stephensen er maður að minni fyrir að kynna sér ekki betur það kerfi sem hann vill verja


Rányrkja með flottrolli

skinney.jpgUppsjávarfiskar ferðast um í torfum sem geta verið margar mílur að flatarmáli. Áratugahefð hefur verið fyrir veiðum úr þessum stofnum með nót. Nótin virkar svona eins og tertuhnífur. Skipstjórar kanna alltaf fyrst stærð torfunnar og stefnu, síðan reyna þeir að skera ekki of stóra sneið utan af torfunni. Því enginn vill lenda í því að taka of stórt hol og eiga á hættu að sprengja nótina. Nótin getur líka aðeins veitt á takmörkuðu dýpi. Kannski mest 100 föðmum þær al dýpstu.  Flottrollið er allt öðru vísi veiðarfæri. Að veiða með flottrolli er eins og að vaða með lúkuna í miðja tertuna og gófla upp í sig án tillits til hinna og eyðileggja líka strúktúrinn og uppbygginguna. Það er margfalt skaðlegra af því með því er hægt tæknilega  að ryksuga allt kvikt í sjónum. til dæmis er ekki óalgengt að það fáist bæði lax og guðlax sem meðafli við flottrollsveiðar á síld, makríl og kolmunna. Þrátt fyrir þessa vitneskja hefur Hafró skellt skollaeyrum við varnaðarorðum sjómanna og gerir engar athugasemdir við notkun flottrollsins og jafnvel aðstoðar við gerð stærri flottrolla eins og fullyrt er að samstarf Hafró og Hampiðjunnar og Granda hafi þróað risa flottrollið Gloríu.

Þegar togað er með flottrolli í gegnum miðja torfu, þá splundrast hún og það tekur langan tíma fyrir hana að þjappa sér saman aftur og taka rétta stefnu. Þetta hafa atferlisrannsóknir sem myndaðar hafa verið af BBC sjónvarpsstöðinni bresku staðfest. Og þar hefur líka komið í ljós hvernig hvalir og önnur rándýr eins og selir, passa sig að tvístra aldrei torfum síldfiska, Þessi dýr sjávarins hafa greinilega meiri eðlisgreind heldur en fiskateljararnir á Hafró og  útrýmingarsinnar íslenska fjölveiðiflotans. Það er lágmarkskrafa að fram fari könnun á skaðsemi flottrollsveiða fyrir lífríki hafsins. Aðrar þjóðir stunda ekki svona skefjalausa rányrkju. Norðmennirnir sem núna stunda veiðar á loðnu úr sameiginlegum stofni og á sama svæði og íslendingarnir veiða ekki með flottrolli .  Jón Bjarnason hafði tækifæri til að gera fiskveiðar á Íslandi sjálfbærar. Hann klúðraði því og núna verður hann látinn taka pokann sinn. Farið hefur fé betra


mbl.is Tillaga um aukinn loðnukvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband