Færsluflokkur: Sjávarútvegsmál
18.10.2010 | 17:07
Hafrannsóknarháskóli á Akureyri
Ég hef lengi verið áhugamaður um að hér á Íslandi verði stofnaður hafrannsóknar-háskóli, sem sérhæfði sig í alvöru fiskirannsóknum með neðansjávarmyndavélum og dvergkafbátum. Og
rannsakaði líka áhrif veiðarfæra á vistkerfið og göngur fiska, hrygningu og allt sem við annars vildum vita en fengum aldrei að spyrja Hafró!
Í þeirri umræðu sem nú fer fram um hagræðingu á meðal Háskólanna liggur tækifæri til að hrinda þessum hugmyndum í verk. Tilvalið er að breyta Háskólanum á Akureyri í svona fræðasetur. Þar er þegar deild í sjávarútvegsfræðum sem kjörið er að byggja ofan á. Aðstaða í Eyjafirði til rannsókna er líka góð.
Svona stofnun þarf mikið fé og því þarf að leita samstarfs við helstu fiskveiðiþjóðir um þetta verkefni. Og tryggja þarf stofnuninni færustu sérfræðinga til fyrirlestrarhalds. Forsenda fræðimennsku er að mismunandi kenningar vegist á.
Hér á íslandi er það bannorð. Hér eru til 2 kenningar eða stefnur um uppbyggingu veiðistofna, önnur gengur út á friðun hin út á hæfilega grisjun. Á Íslandi, hinna spilltu sérhagsmuna er bara til ein opinber kenning og það er gereyðingarstefna Hafró. Á hina má enginn hlusta og hún er ekki leyfð í sovétinu litla hrunda íslandi. Við höfum ekki efni á svona hugsun lengur. Okkar stóriðja liggur í náttúrunni og auðlindunum. Fiskinum og fossunum.
Til þess að gera sem mest úr þessum auðlindum þurfum við að efla vísindalega þekkingu og nýta hana í úrvinnslu og fullvinnslu. Til þess þarf öfluga Háskóla. Við viljum ekki vera álbræðsluþjóð. Við eigum að stunda hátækniiðnað í hverunum ekki virkja þá að 20% til raforkuvinnslu fyrir álver eins og skammsýnar kröfur æpa á.
![]() |
Óhjákvæmilegt að sameina háskóla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjávarútvegsmál | Breytt 19.1.2011 kl. 15:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.10.2010 | 10:36
Hafró tekur upp ný vinnubrögð
Tveir leiðangrar keyrðir saman er fyrirsögn á látlausri frétt á Vísi.is.
Markmiðið er að ná fram meiri tengingu milli hefðbundinnar stofnmælingar með botnvörpu, bergmálsmælinga og sjórannsókna. Vonast er til að með því náist fram heildstæðari mynd af vistkerfi Íslandsmiða, auk þess sem betri nýting fæst á úthaldi skipanna
Hafrannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson eru nú í umfangsmiklum rannsóknaleiðangri umhverfis landið og í grænlenskri lögsögu. Þrjú rannsóknaverkefni eru sameinuð: stofnmæling botnfiska að haustlagi (haustrall), loðnumæling og mælingar á ástandi sjávar.
Það sem vekur helst athygli mína er setningin "Vonast er til að með því náist fram heildstæðari mynd af vistkerfi Íslandsmiða" Þarna er berum orðum viðurkennt að gagnrýni okkar sem ekki kvittum uppá vinnubrögð fiskitalningarmannanna á Hafró á við rök að styðjast. Hafró hefur ekki sinnt því undirstöðuverkefni að rannsaka vistkerfi sjávar og skilja samspil vistþátta á vöxt og viðgang fiskstofna. Þeir hafa alltaf gengið út frá kenningunni um ofveiði sem einu skýringunni á minnkandi afla á áttunda áratug síðustu aldar. Og þeir hafa þótzt getað reiknað alla fiska á íslandsmiðum í bráðum 35 ár! Þetta skil ég ekki og var þó á sjó í jafn langan tíma. Og ef það er hægt að byggja upp fiskstofna með aðferðum Hafró, af hverju er þá ekki til eldri fiskur en 7-8 ára? Gæti ástæðan verið sóknarmynstrið? það er skipin og veiðarfærin, svæðin og brottkastið. Öðru nafni fiskveiðistjórnunin og kvótakerfið? Ég tel að núverandi kerfi hafi brugðist í öllum meginatriðum. Og því beri að afnema það og taka upp aðrar stjórnunaraðferðir. Aðferðir sem hægt er að leggja mat á með rannsóknum og samanburði. Sem, vel að merkja á að vera verkefni Hafró. Að rannsaka og og reyna að skilja hvað gerist undir yfirborðinu. Vísindamaður fylgist bara með. Hann grípur ekki inní eins og fiskifræðingarnir á Hafró. Ef fiskifræðingunum á Hafró er annt um starfsheiðurinn þá legg ég til að þeir hætti veiðiráðgjöfinni sem þeir voru plataðir til að taka að sér.
Huglausir stjórnmálamenn fengu þá góðu hugmynd að klæða glæpakerfi í búning vísinda með því að fá fiskifræðinga til þátttöku. Þetta virkaði þá en 35 árum seinna, þegar allir ættu að sjá að kerfið og kenningarnar hafa aldrei skilað neinu nema tapi, þá eiga fiskifræðingarnir að viðurkenna mistökin og hætta þessari vitlausu.
Sjávarútvegsmál | Breytt 19.1.2011 kl. 15:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.10.2010 | 19:05
Um Hafró og "sjálfbærar þorskveiðar"
Jóhann Sigurjónsson, hvalasérfræðingur, telur óráð að auka þorskkvótann um t.d 20 þúsund tonn eins og þjóðarhagsmunir krefjast. Hann telur sig umkominn að dæma alla íslendinga til lakari lífskjara sem því nemur, til þess eins að verja vísindaheiður stofnunar sinnar! Því er til að svara að yfirlýsing Jóhanns um að ekki megi víkja frá aflareglunni vegna þess að það skerði vaxtarhraða stofnsins er ekki byggð á vísindum! Vísindi Hafró eru gervi vísindi byggð á ófullkomnum rannsóknum og lítilli þekkingu á vistkerfi hafsins. Hafró heldur að hægt sé að telja alla fiska í hafinu. Þetta er rangt. Mælitæki Hafró eru og hafa aldrei verið nógu fullkomin. Hins vegar byggja þeir á tilbúnum líkindareikningi um að stór hrygningarstofn skili sjálfkrafa stórum veiðistofni. Þetta er líka rangt. Veiðarnar hafa ekki skýrt sveiflur í afla. Þar hafa umhverfisþættir ráðið mestu. Hlýnun sjávar, sjávarstraumar, eldgos og súrnun sjávar.
Mistök Hafró hafa líka falist í skilningsleysi á mikilvægi fæðuframboðs. Á tímum vaxandi stofnstærðar þorsks hafa þeir ekki takmarkað veiðar á loðnu, gulldeplu og spærlingi. Sem hefur leitt til fæðuskorts og náttúrulegs dauða langt umfram eðlileg vanhöld. Ég ætla ekki að nefna brottkastið þar sem það er meira á ábyrgð stjórnmálamanna en Hafró.
Þriðju mistökin varðandi ráðgjöf Hafró, liggja svo í veiðarfærastjórnuninni eða réttara sagt algjörum skorti á veiðarfærastýringu. Þessi mistök skýra það að sífellt fleiri verslunarkeðjur neita nú að selja þorskafurðir í verslunum sínum. Þetta gera þeir þrátt fyrir stórkarlalegar yfirlýsingar Hafró og ICES um að þorskveiðar í Norður Atlantshafi séu sjálfbærar! Veiðarnar eru langt í frá að vera sjálfbærar.
Á meðan stórvirk veiðarfæri stórra verksmiðjuskipa fá óáreytt að eyðileggja bithagann þá eru veiðarnar ekki vistvænar og ekki sjálfbærar.
Og á meðan uppsjávarskipin fá að skarka með risaflottrollum í göngum síldar, loðnu, kolmunna og makríls þá er vegið að tilvist þessara stofna. Engar rannsóknir liggja fyrir um áhrif flottrollsveiðanna á gönguhegðun torfu fiska. Samt er vitað að veiðarfærin tvístra torfum og raska náttúrulegum göngum auk þess að drepa margfalt það magn sem veiðist. Ég kalla Jóhann Sigurjónsson til ábyrgðar og hans kollega á Hafró
Að endingu eru mér óskiljanleg ummæli formanns sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, Atla Gíslasonar,um að Hafró ráði aflamarkinu. Hvenær fékk hann og hans flokksbróðir Jón Bjarnason þá heimild að framselja ákvörðun um kvótaúthlutun til Hafró? Hafró er lögum samkvæmt aðeins ráðgjafi.
Ég skora á Alþingi að auka kvótann nú þegar og nota tækifærið til að veita nýliðum aðgang að greininni auk þess að setja kvöð um löndun alls afla á markað innanlands. Útflutning á óunnum afla á vegum útgerðarmanna ber að banna. Útlendingar innan EES geta að sjálfsögðu boðið í aflann á mörkuðum en borgi sjálfir flutningsgjöld og gjöld til ríkisins beint af þessum viðskiptum. Svindlið í sambandi við útflutning óunnins afla er til vansa
Sjávarútvegsmál | Breytt 19.1.2011 kl. 15:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.10.2010 | 10:03
Mikil er ábyrgð þín Þorsteinn Már
![]() |
Heilli áhöfn togbáts sagt upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjávarútvegsmál | Breytt 19.1.2011 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
2.10.2010 | 16:30
Um Helga Seljan og 2400 milljóna afskriftir Landsbankans
Sjávarútvegsmál | Breytt 19.1.2011 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
29.9.2010 | 14:33
Hafrannsóknarstofnun viðurkennir mistök
![]() |
Mun meira af makríl en áður var talið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjávarútvegsmál | Breytt 19.1.2011 kl. 15:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2010 | 12:19
Endurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða.
Eitt af loforðum ríkisstjórnarinnar var að innkalla kvótann og leigja hann aftur. Útá þetta loforð veittu margir atkvæði sitt. Núna er nýhafið nýtt kvótaár, hið annað síðan vinstri stjórnin tók við og handhafar kvótans hafa fengið sjálfkrafa úthlutað aflahlutdeild til að braska með. Ekkert bólar á frumvarpi frá ríkisstjórninni í þá veru að takmarka braskið með auðlindina. Engar kvaðir um veiðiskyldu og framsalið skal ekki skert. Góðar fréttir fyrir eigendur Eskju á Eskifirði sem ennþá fá úthlutað þúsundum tonna af þorski til að leigja frá sér á okurverði sem aftur kemur í veg fyrir launahækkanir fiskvinnslufólks svo menn átti sig á samhengi hlutanna. Stofnun nefndar á vegum ríkisstjórnarinnar vorið 2009, til að hafa samráð við hagsmunaaðila í sjávarútvegi var mistök. Enda skilaði nefndin engri áþreifanlegri niðurstöðu. Þessi svonefnda samningaleið sem nefndin talar um án þess þó að útfæra þær hugmyndir nánar verður aldrei grundvöllur að sátt. Og tilboðsleiðin sem margir hafa lýst ánægju með var ekki einu sinni rædd í nefndinni. Hvers lags vinnubrögð eru þetta? Alþingismenn verða að axla þá ábyrgð sem lagasetning er. Hver í sínu lagi ef ekki vill betur. Ég legg til að menn ryfji upp gamlar ræður og skrif og standi einhvern tímann við stóru orðin. Hvernig er það til dæmis með Róbert Marshall, er hann búinn að gleyma því sem hann skrifaði 12. mai 2009?
Alltaf þegar ég heyri grátstafina í LÍÚ verður mér einmitt hugsað til Magnúsar Kristinssonar sem keypti sér þyrlu, að sögn, vegna þess að ekki átti að gera göng til Vestmanneyja. Þannig gátu útgerðarmenn hagað sér 2007, sama ár og aflaheimildir voru skornar niður um 30%. En nú er ekki hægt að fyrna 5% á ári.
Sumir kaupa áróðurinn en spyrjum að leikslokum. Honum verður svarað, það má LÍÚ vita. Það verður lagður grunnur að innköllun og endurráðstöfun aflaheimilda á 20 ára tímabili. Þetta er að mínu mati sögulegur áfangasigur í baráttunni gegn mesta ranglætismáli í sögu þjóðarinnar og í samræmi við meirihlutavilja Íslendinga.
Ertu ennþá jafn vígreifur Róbert eða er búið að gelda þig?
Sjávarútvegsmál | Breytt 19.1.2011 kl. 15:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)