16.1.2014 | 16:28
Lánshæfismat
![]() |
Breyta horfum á lánshæfi Kópavogs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2014 | 14:45
Grafið undan feðraveldinu
Feðraorlof er ein lymskufyllsta atlaga að feðraveldinu sem gerð hefur verið á þessari öld. Að borga fullfrískum körlum stórfé fyrir að hanga heima hefur ekkert með velferð hvítvoðunga að gera eða tengsl feðra við börnin sín. Þarna er eingöngu verið að ráðast að hefðbundinni verkaskiptingu kynjanna með það að markmiði að veikja stöðu karla. Þessi kynjabarátta sem háð er undir merkjum feminisma er mannfjandsamleg. Öll aðstoð hins opinbera til að "rétta" hlut kvenna hefur bitnað á fjölskylduforminu. Þetta svokallaða frelsi kvenna hefur ekki leitt neitt gott af sér. Enda stórt skarð ófyllt þegar konur afneituðu móðurhlutverkinu og kröfðust jafnréttis á vinnumarkaði. Feðraorlof bætir aldrei sektarkennd kvenna. Ekki frekar en skaðabætur til þolenda ofbeldis og óréttlætis.
Við erum löngu komin útaf sporinu með þetta þjóðfélag okkar. Það er svo margt að. Hvernig væri að huga að undirstöðunum sem eru fjölskyldan. Hættum að ráðskast með þessar undirstöður. Hættum þessari eftirsókn eftir vindi. Hættum þessum millifærslum á skattfé. Finnum aftur jafnvægið í tilverunni.