Skrefi nær samruna RÚV og Þjóðleikhússins

Með ráðningu leikhúsmannsins Magnúsar Þórðar í stöðu útvarpsstjóra aukast líkur á meira samstarfi leikhúss og útvarps.  Nú þarf bara að koma útvarpsmanni að í Þjóðleikhúsinu þegar Tinna hættir og þá verður hægt að renna þessum 2 ríkisstofnunum saman í eina öfluga menningarmiðlun. Samlegðaráhrif stjórnunar og starfsmanna eru augljós og eins mun stoðþjónusta allskonar nýtast betur í sameiginlegri stofnun en ef stofnanirnar eru 2. Leikmunadeild, förðunardeild, hljóðdeild og búningadeild og svo náttúrulega hin lifandi framsetning efnis. Enda eru menntaðir leikarar besta útvarpsfólkið og hægt að bjóða góðu fólki meira starfsöryggi í sameinaðri stofnun en nú er hægt að gera og margoft hefur komið upp á á undanförnum árum þar sem fagfólki er sagt upp og afleiðingarnar alltaf bitnað á fagmennskunni bæði í útvarpi og leikhúsinu. Enda hefur orðið greinilegur atgervisflótti úr Þjóðleikhúsinu á síðustu árum undir stjórn Tinnu Gunnlaugsdóttur. Margir tala um leikhús þjóðarinnar sem fjölskyldufyrirtæki hennar og fjölskyldu Arnars Jónssonar. Ég tek ekki afstöðu til þess en hitt er staðreynd að allir okkar beztu leikarar eru ekki fastráðnir í Þjóðleikhúsinu.  Þessu er vel hægt að breyta með samruna Þjóðleikhússins og Ríkiútvarpsins. Þar sem tekist yrði á við breytta tíma með fjármagni RUV og mannauði leikhússins.  Það getur ekki klikkað.  Vonandi grípa menn þessa hugmynd á lofti áður en ákvarðanir verða teknar um sölu útvarpshússins. Því húsnæði Þjóðleikhússins er líka óhentugt og stenst ekki nútímakröfur.  Þess vegna er lag að hugsa þetta allt upp á nýtt núna.

Bókmenntasnobbið

Egill Helgason hefur haldið úti bókmenntaþætti á RÚV í 7 ár. Það sem hefur einkennt þessa umfjöllun Egils um bókmenntir er yfirborðsmennska fyrst og fremst sem helgast af ofvirkni íslenskra höfunda.  Því við skrifum allt of mikið af lélegum bókum.  Það er bara staðreynd.

Þess vegna er ekki hægt að fjalla um bókmenntir frá öllum hliðum og gera öllum jafn hátt undir höfði.  En einhvern veginn hefur samt Agli tekizt þetta vandasama hlutverk án þess að virka tilgerðarlegur og snobbaður í umfjöllun sinni.  Öðru máli gegnir um þau Kolbrúnu og Sigurð, sem hafa það hlutverk að auka perspektífið.

En nýjasta uppleggið, þessi kanóna er algert flopp.  Þar skín snobbið í gegn og afhjúpar bókmenntainnrætingu elítunnar.  Enda hefur Egill upplýst að ópersónugreinanlega tilnefningin hafi að mestu komið frá bókasafnsfræðingum.  hmmmm....Og þessi dræma þátttaka gerir valið á höfundum og titlum ómarktækt.

Vinir og fjölskylda eins höfundar gætu hæglega hafa haft áhrif á niðurstöður eins og tildæmis tilnefning fjölmargra verka Svövu Jakobsdóttur!  Þótt Svava sé góður rithöfundur þá efast ég um að hún standi þjóðinni jafn nærri eins og valið gefur til kynna.  Og sú lævísi að setja Guðrúnu frá Lundi á topp 30 er ekkert nema snobb niður á við.

Ef það var meiningin að búa til lista yfir mest lesnu bækurnar þá er hægt að vinna hann upp úr útlánatölum bókasafna.  En það segir ekkert um gæði verkanna. 

Bókmenntakanóna á að spegla öndvegisverk öndvegishöfunda. En mig grunar að standardinn sé alltaf að lækka. Og það er dálítið útgefendum að kenna.  Þeir eru ekki nógu vandlátir FootinMouth


Af hverju er Hafró ekki sjálfbær?

Umræðan um fjárhagsvanda Hafrannsóknarstofnunar er bæði kostuleg og komísk. Ef vel væri að málum staðið og hægt væri að treysta faglegum vinnubrögðum þessarar mikilvægu stofnunar þá væru henni tryggðir nauðsynlegir tekjustofnar þannig að reksturinn væri sjálf bær og hægt væri að efla rannsóknarstarf til muna.  Ekki veitir af.  Þetta er auðvelt að gera með því að heimila skipum stofnunarinnar frjálsar veiðar til að standa undir rekstrinum.

En það þarf að byrja á að endurskilgreina hlutverk stofnunarinnar og færa stjórnunina frá hagsmunaaðilum og stjórnmálamönnum  yfir til óháðra akademískra aðila.  Núverandi fyrirkomulag er í einu orði sagt spillt!  Hafrannsóknarstofnunin hefur um langt árabil verið misnotuð af stjórnmálamönnum og hagsmunaöflum í greininni til að falsa vísindalegar aðferðir í nafni sjálfbærni. Afleiðingin hefur verið röng veiðiráðgjöf sem hefur haft það að markmiði að viðhalda einokunarstöðu örfárra útvalinna kvótagreifa.  Enda hafa þessir menn stjórnað stofnuninni undanfarin 20 ár í gegnum lepp sinn, Jóhann Sigurjónsson, "hvalasérfræðing"!!!

En til þess að breyta þessu og hámarka afrakstursgetu fiskstofnanna við Ísland þarf að brjóta á bak aftur spillt kerfi hagsmunaaðila og flokkakerfisins og þar stendur hnífurinn í kúnni.  Stjórnmálamenn hafa nefnilega búið til kerfi sem tryggir þeim völd og það kerfi heitir fjárveitingavald Alþingis.  Þar sitja fulltrúar allra flokka og véla um lífsafkomu allra landsmanna og vei þeim sem standa uppi í hárinu á kerfinu og fjárveitingavaldinu!

Afleiðingin er höft og einokun, skömmtun og kvótasetning alls konar takmarkaðra og ótakmarkaðra gæða.Og þeir sem vilja halda sinni vinnu gjöra svo vel og hafa sig hæga og rugga ekki bátnum.  Þess vegna þorir enginn að mótmæla spillingunni þó hún blasi við öllum.  Sjómenn létu örfáa stjórnmálamenn troða í gegn lögleiðingu kvótakerfis á öllum fisktegundum þvert á vísindalega nauðsyn og gegn almennri skynsemi sem varaði við skelfilegri sóun sem af þessu myndi hljótast.  Á það var ekki hlustað og nú stöndum við frammi fyrir raunverulegum vanda vegna allt of mikillar friðunar smáfisks og fiskveiðistjórnunarkerfis sem stjórnar því hvað er hirt og hverju er hent.  

En á þessa gagnrýni er ekki hlustað vegna þess að HAFRANNSÓKNARSTOFNUNIN GEFUR RANGRI VEIÐIRÁÐGJÖF VÍSINDALEGAN STIMPIL OG ÞAÐ ER ÞAÐ SEM GILDIR.

En vísindalega nálgunin er samt ekki meiri en það að aflareglan sem öll veiðiráðgjöfin byggir á er algert hugarfóstur sem engin vísindarannsókn styður.  þessi aflaregla er svo arfavitlaus að það er ekki einu sinni hægt að sanna hana sem vitræna kenningu.  Þetta er bara sett fram af reiknimeisturum Hafró sem aðferð til að úthluta kvóta.  Manna sem þykjast geta talið fiskana í sjónum, þar sem byggt er á 2 leiðöngrum á ári!  Vor og haustralli. 2 nokkurra vikna leiðangrar finnst þeim nóg til að reikna út allt sem máli skiptir til að veita "vísindalega" veiðiráðgjöf.

Þetta er svo arfavitlaust að ef þetta væri ekki grafalvarlegt þá myndi ég bara hlæja að þessu öllu saman og afgreiða það sem hvert annað rugl.  Rugl sem pólitíkin og flokkakerfið bera ábyrgð á.  Eins og Landeyjarhöfn.  Eins og þverun Kolgrafarfjarðar og manngerðu síldargildruna þar.  Eins og veiðigjaldaruglið og byggðakvótann.

En þetta er bara svo miklu stærra og varðar mannorð okkar sem fiskveiðiþjóðar að endurreisa hér virðingu haf og fiskirannsókna.  Og meðan menn þrátta um sameiningu háskóla þá eigum við engan alvöru sjávarútvegsháskóla!!!  Skítur það ekki skökku við?

Gerum Háskólann á Akureyri að Sjávarútvegsháskóla og færum Hafrannsóknarstofnun undir hann.   Tökum kaleik veiðiráðgjafar frá vísindamönnum og afhendum hann aftur kjörnum fulltrúum sem eiga að bera ábyrgðina þegar illa tekst til eins og hefur gerst í núverandi kerfi.  kerfi sem hefur grundvallast á reiknivillum en ekki vísindalegri niðurstöðu ítarlegra rannsókna.


mbl.is Aflaheimildir greiða kostnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fávitar á Alþingi

Það eru bein tengsl milli fésbókar og þess sem ratar inn í umræðuna á Alþingi þessa dagana.  Ef það eru ekki ummæli Alþingismanna sjálfra þá eru það krampakenndar tilraunir varamanna til að vekja á sér athygli.  Ein þessara forræðishyggju fífla vill nú að ráðherra hlutist til um að framleiðendur dragi úr umbúðum!  Hvers konar málatilbúnaður er þetta eiginlega?  Getum við ekki hvert og eitt breytt okkar viðhorfum án þess beinlínis að auka enn á ráðherraræðið sem hér ríkir og er vandamál í sjálfu sér.  Allavega þegar ekki er hægt að manna ráðherrastöður með hæfu fólki!  Nei þá heldur stelpuskjáta úr Hafnarfirði að svarið sé að biðja ráðherra að biðja matvælaframleiðendur að minnka plastumbúðir.  Bara af því þessi hugmynd þótti góð á fésbókinni!  Alþingi hefur því miður aldrei verið jafn illa mannað og núna.  Og það er ekki á það bætandi að varamenn sem fá tækifæri nýti þau jafn illa og þessi unga kona.  Þó að Gísli Marteinn taki plastið af agúrkunni sinni í Melabúð þá vil ég að minn matur sé varinn fyrir káfi allskonar fólks sem gæti allt eins borið síkla á milli vitandi eða óvart.
mbl.is Dragi úr notkun umbúða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fávitar á Facebook

Uppákoman varðandi slúðurfréttaflutning á Visir.is,  sannar tvennt.  Í fyrsta lagi þá eru notendur á fésbók veruleikafirrtir og í öðru lagi þá eiga fréttir af svona samskiptasíðum ekkert erindi útfyrir þetta ömurlega samfélag sem þarna þrífst.  Ömurleikinn og firringin er svo mikil að fólk lætur stöðuuppfærslur ganga fyrir öllu öðru og áttar sig ekki á því að samfélagsábyrgðin felst ekki í stöðuuppfærslum heldur beinum aðgerðum.  Tökum dæmi:  Unga konan sem hélt að sorphirðustarfsmenn væru að brjótast inní bílskúrinn sinn hefði ekki átt að láta það vera sín fyrstu viðbrögð að fara í tölvuna og ásaka menn án tilefnis.  Hún átti að fara út og tala við þessa drengi og ef það hefði ekki verið fullnægjandi þá gat hún leitað til lögreglu.  Þannig gat þessi fína dama komið í veg fyrir mikil óþægindi sem tilefnislaus fréttaflutningur olli og sem var byggður á hennar histeríu.  Ábyrgðin er hennar þótt skömmin sé fréttabarnanna sem halda að allir bíði með slefu eftir fréttum af því sem Jakob Bjarnar og Eiríkur Jónsson kalla "fræga fólkið"  Mikil er skömm þessa fólks!

mbl.is Eik biður starfsmennina afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. apríl 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband