23.2.2016 | 20:31
Nei Þorgerður, ekki vera fáviti
Það er enginn búinn að gleyma þínum innherjasvikum!
Til innherja alls ekki teljast
ef af Flokknum til ábyrgðar veljast
Þótt Þorgerður þætt' ekki hlýðin
þá tókst henn' að dáleiða lýðinn
Sem yfirmann íþrótt' og menntar
af því að öllum það hentar
þingflokkur Þorgerði setti
og þjóðin tók andköf af létti
Þá var hér þjóðlíf í blóma
fólk þekkt' ekki Steingrím og Dróma
Þá var hlegið og grillað í Hruna
það hljóta nú allir að muna.
En lofa skal dag hvern að kveldi
kænn gerðist Baldur og seldi
bréfin sín bankanum í
en Brown bar nú ábyrgð á því
Þá Þorgerður þurfti að fara
því gift var hún Kristjáni Ara
Það fannst engum undrunum sæta
enda áttu þau hagsmun' að gæta
Er læddist að Hafnfirska húmið
hjónin sér hröðuðu í rúmið
Andlega órótt í geði
enda fjárhagsleg staða í veði
Undir konuna settur er koddinn
Kristján vill fá sér á broddinn
Við atganginn allt fer í lakið
uppgefin leggjast á bakið
Þá formaður Flokksins til vara
frétt sagði Kristjáni Ara
að allt vær' að fara til fjandans
-Fallvölt er frjálshyggja andans-
Og grípa þau verði til varna
og verjast með Einar' og Bjarna
sem björguðu Engeyjar auðnum
undan nefinu á Lárusi sauðnum
En nú var úr vöndu að velja
verðbréfin mátt' ekki selja
Græðgislán glóparnir taka
sem get' aldrei borgað til baka
Arðsemi bréfanna búið
bankahrun varð ekki flúið
En fléttan sem fullkomnar ránið
felst í að afskrifa lánið
Nú áhyggjum þeirr' er að slota
enda 7 Hægri löngu gjaldþrota
En álögur væru hér lægri
ef lögsótt við gætum 7 Hægri
-Sama hvað alþýðan argar
elítan alltaf sér bjargar_
![]() |
Þorgerður Katrín íhugar framboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.2.2016 | 20:18
Fáfnir Offshore vs. Bedrag
Þeir sem eru svo heppnir að hafa aðgang að DR1 fylgjast væntanlega spenntir með sakamálaröðinni Bedrag sem sýnd hefur verið undanfarna 9 sunnudaga. Bedrag fjallar um svindl og blekkingar með stórum staf eins og nafnið gefur til kynna. Og þar sem RUV kemur að framleiðslu þáttanna þá fá allir íslendingar væntanlega að sjá þessa þætti þegar dagskrárstjóra RUV þóknast! Þess vegna ætla ég ekki að fjalla nánar um plottið í Bedrag en læt nægja að varpa fram þeirri tilgátu hvort uppgangur og fyrirsjáanlegt fall, Fáfnis Offshores gæti á einhvern hátt hafa spilað inn í handritsgerð þeirra þátta? Þar nægir að nefna tengslin við ráðherrann (Steingrímur er bróðursonur Steingríms J.) og einnig er fyrirtækið Energreen stofnað utan um rekstur á vindmillum alveig eins og Steingrímur Erlingsson vildi að Fáfni Offshore yrði breytt í. Þetta eru náttúrulega ábyrgðarlausar vangaveltur en við höfðum dæmi um svona froðufyrirtæki í bólunni. Man einhver eftir Decode eða Íslenzka hugbúnaðarsjóðnum? Hvort örlög Fáfnis Offshore verða þau sömu á eftir að koma í ljós en skúrkurinn þar virðist vera sloppinn. Hvítþveginn úr drottningarviðtali á ríkismiðlinum.
23.2.2016 | 17:18
440 milljóna gjöf til svínabænda
Framleiðsla á svínakjöti hefur ekki verið stunduð sem aukabúgrein með hefðbundnum landbúnaði heldur sem sérstök framleiðsla utan sveitanna og þá nálægt stærsta markaðnum hér við Faxaflóa. Þessari framleiðslu hefur fylgt ýmiss umhverfissóðaskapur og gerðar hafa verið athugasemdir við aðbúnað dýranna og ómanneskjulega meðferð í sambandi við vönun galtanna. Þess vegna voru eigendum þessara svína gert að bæta úr ágöllunum og málið dautt! En ekki aldeilis. Þeir fá margra ára aðlögunartíma og íslenskir neytendur borga brúsann. 440 milljónir verða teknir af skattfé landsmanna næstu 5 ár til að greiða fyrir úrbótum sem allir héldu að búið væri að framkvæma í fyrra.......
Fjárfestingastyrkir í svínarækt - 10. grein
ár............................... 2017 2018 2019 2020 2021
upphæð í milljónum.... 99 98 98 97 48
-----------------------------------------------------------
Samtals 2017-2021 440 milljónir
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2016 | 16:48
Búvörusamningar eru fyrirtækjasamningar
Forsætisráðherra skilur ekki hvernig landbúnaður er rekinn á íslandi enda er hann einn af "Melaelítunni" sjálfur. Það er ekki nóg að vera skráður með lögheimili á eyðibýli austur á Fljótsdal til að aðskilja sig frá upprunanum. Þegar forsætisráðherra stillir málum upp þannig, að þeir sem gera athugasemdir við nýgerðan búvörusamning séu sjálfkrafa á móti bændum þá ber það vott um algert skilningsleysi ráðherrans á því kerfi sem búið hefur verið til utanum íslenskan landbúnað og viðhaldið í gegnum þessa búvörusamninga.
En þetta er ekkert nýtt hjá hagsmunagæslumönnum bændamafíunnar á Alþingi. Bændamafían samanstendur nefnilega ekki aðeins af fáeinum stórbændum, heldur ekki síst fyrirtækjum sem vinna úr afurðunum, Kaupfélagi Skagfirðinga, SS, Kjarnafæði og Mjólkursamsölunni, ásamt með nokkrum stærstu kjúklinga og svínaframleiðendum landsins. Þetta eru mennirnir sem ráða öllu þegar kemur að samningum við ríkið um allt sem við kemur íslenskum landbúnaði. Og yfirleitt fá þessir aðilar öllum sínum kröfum framgengt vegna þess að þeir eiga óeðlileg ítök í þjóðfélaginu í gegnum embættismenn í ráðuneytum, eigendavald í fjórflokknum og ónýta neytendapólitík á Íslandi.
Menn eins og Óttar Proppé verða fyrst að skilja skrímslið áður en þeir fara gegn því. Annars er bara málið frágengið
![]() |
Búvörusamningarnir sagðir glórulausir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.2.2016 | 15:00
Bókhaldsbrellur blinda mannsins
Bergvin Oddsson er ekkert frábrugðinn öðrum íslenskum bissnessköllum. Hann vildi verða ríkur án þess að hætta eigin fé. Þegar hann svo kynnist ungum manni sem á peninga sér hann opnast tækifæri til að hrinda þessari viðskiptahugmynd sinni og pabba síns í framkvæmd. Plottið er einfalt,
- Stofna ehf félag og gera fórnarlambið að meðeiganda(grundvallaratriði)
- Tryggja meirihluta í félaginu með því að gera ættingja að stofnfélaga
- Plata meðeigandann til að leggja fram peninga án trygginga inn á eiginn reikning
- Lækka hlutafé félagsins úr 7 milljónum niður í 500 þúsund
Allt löglegt en siðlaust. Sá eini sem skaðast er viðskiptafélaginn sem lagði fram peninginn í upphafi. Allt í einu vaknar hann upp við að hafa tapað 1300 þúsund krónum á þessum viðskiptum með Bergvini Oddssyni og óvíst að hann sjái nokkurn tíma krónu af þessari fjárfestingu sinni aftur. Svona mál eru alltaf að dúkka upp og löngu tímabært að dómstólar setji einhverjar reglur um hvað sé leyfilegt í bókhaldsbrellum einkahlutafélaga.
Blindrafélagið ætti að hafa allan vara á og alls ekki kjósa þennan mann sem formann og með prókúru. Þeir gætu lent í því sama og meðeigandinn ungi að Hnjúki ehf.
![]() |
Kærður fyrir fjárdrátt og misneytingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)