Jóhanna olli vonbrigðum...aftur

Jóhanna_Sigurðardóttir_Jan_2011_(cropped)Óttalega var nú þessi þáttur á RÚV um Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrsta kvenforsætisráðherra lýðveldisins  klénn á allan hátt. Sennilega skrifast samt klúðrið alfarið á þá sem stjórnuðu myndavélinni og klipptu svo efnið saman til flutnings.  Ég hefði kosið öðruvísi efnistök þar sem ferli Jóhönnu hefði verið gerð fyllri skil og farið meir í söguleg atriði en færri myndskeið með Hrannari B.  

Þessi persónulegu samtöl Jóhönnu og Hrannars hefðu verið ágæt sem ítarefni í sérstaka heimildarmynd um gerð þessara þátta. En eins og þetta var klippt þá átti þetta alls ekki við. Nú mun umræðan ekki  snúast um sigra Jóhönnu í pólitíkinni heldur ósigrana og biturleikann eftir svik Árna Páls og þingflokksins á síðustu vikum Jóhönnu sem forsætisráðherra.  Og það er ósanngjarnt.  Jóhanna á skilið að hennar verði minnst sem baráttukonu og brautryðjanda fyrir jafnrétti og bættum hag lítilmagnans.


Landsdómsákvæðið öryggisventill

Í stjórnarskránni eru 2 öryggisventlar. Sá fyrri varðar neitunarvald forseta og hið síðara eru ákvæðin um Landsdóm.  Það hlýtur að teljast mikil framsýni hjá Herraþjóðinni að setja þessa öryggisventla inn í stjórnarskrá moldarkofalýðveldisins Íslands. 

Á sama hátt er það tillitssemi af Mannréttindadómstóli Evrópu að reyna ekki að kasta rýrð á þetta ákvæði.

Ég er sannfærður um að eftirmálar hrunsins hefðu orðið mun alvarlegri ef við hefðum ekki getað tappað reiðinni af í gegnum Landsdómsferlið.  Ég var á Austurvelli og ég skynjaði reiðina sem sauð á fólki. Og hætt er við að Hallgrímur Helga hefði ekki látið nægja, að klappa bíl Geirs Haarde að utan ef ekki hefði verið fyrir stjórnarskrána og landráðakafla almennra hegningarlaga. Því þau úrræði voru tiltæk og um þau rætt á þessum tíma. Og þó málatilbúnaður hafi klúðrast á margan hátt, þá var fjöldi sakborninga fyrir Landsdómi ekki aðalatriðið, heldur hitt, að þetta ákvæði var virkjað. Með það yfir höfði sér er von til að komandi ráðamenn hugsi sig um, áður en þeir bregðast skyldum sínum með svipuðum hætti og gerðist með einkavinavæðingunni fyrir hrun.

Við skulum halda í þetta ákvæði. Pólitíkin hefur ekki unnið sér inn neitt traust ennþá.


mbl.is „Má segja að ríkið sleppi með þetta“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálftaka og spilling hvert sem litið er

Siðrofið sem fylgir siðspilltu stjórnmála og efnahagslífi teygir nú anga sína inn í Sundsambandið. Aumingja formaðurinn hélt að hann mætti líka. Alveg eins og Geir og knattspyrnusambandið og opinberu embættismennirnir og þingmennirnir sem aldrei þurfa að greiða neinn ferðakostnað úr eigin vasa.


mbl.is Kornið sem fyllti mælinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ragnar er í lagi. Áslaug ekki

Mér finnast sjónarmið Ragnars Önundarsonar fyllilega réttmæt og hafa ekkert með kynferðislegt valdaójafnvægi að gera. Hann myndi eflaust gera samskonar athugasemdir vegna annarra forystumanna sjálfstæðisflokksins ef á þyrfti að halda.

En það er dæmigert fyrir kynfræðinga nútímans að brjálast af öngvu eða röngvu tilefni. Það sem á að ræða er hvort fólk í stjórnmálum hafi yfir höfuð eitthvert erindi. Hvort krakkinn er kona eða karl skiptir ekki máli og hvort kellingin er kona eða karl skiptir heldur ekki máli.

Að mínu mati skortir þroskaða einstaklinga til forystu í FLokknum. Þar er ég líka sammála Ragnari Önundarsyni. Og ég skil áhyggjur hans af að sitja uppi með siðblindan formann og freka forréttindastelpu í forsvari fyrir sjálfstæðisflokkinn, sem vill höfða til trausts og virðuleika.


mbl.is „Dómgreindin er til umhugsunar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fákeppni er ekki samkeppni

Ég,sem hluti af almenningnum í landinu sendi þau skilaboð til þessa svokallaða samkeppniseftirlits,að þeir hlutist til um að lögin, sem um þá gilda,verði endurskrifuð með það að markmiði,að skilgreina Ísland sem fákeppnis og einokunarmarkað. Þá fyrst verður hægt að lifa hér í landinu.

Það er óþolandi að búa við þessar blekkingar og sýndarmennsku lengur. Við þurfum ekki á frekari samruna að halda og sérstaklega ekki óskyldra rekstrareininga.  Miklu nær væri að koma í veg fyrir samruna heldur en að leyfa hann. Sérstaklega á matvöru og olíuvörumarkaðinum. Viðskiptamódel Costco hentar ekki smáþjóð á útnáskeri.


mbl.is Vilja sjónarmið almennings um samruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innviðauppbyggingin á vegakerfinu

Flutningur_a_Oddskardi_1_GREkki veit ég hvort formennirnir í ráðherrabústaðnum séu sammála um forgangsröðunina í samgönguumbótum. Hitt er ljóst að uppbyggingin mun kosta alltof mikið til að hægt sé að réttlæta að sá kostnaður lendi alfarið á skattgreiðendum þessa lands. Sérstaklega þar sem beinn fjárhagslegur ávinningur af framkvæmdum við samgöngubætur lendir allur í vasa þeirra sem nota samgöngur í atvinnuskyni. Þegar Norðfjarðargöng voru opnuð þá var viðtal við rekstrarstjóra Eimskips á Austurlandi. Hann var að vonum ánægður með þessa 14 þúsund milljón króna samgöngubót.

"Við sem önnumst þungaflutninga finnum ekki síst fyrir því hvað þetta  glæsilega mannvirki breytir miklu. Það má nefna að í gær þurftum við að flytja 11 frystigáma frá Síldarvinnslunni til Mjóeyrarhafnar í Reyðarfirði. Til þessa hafa slíkir flutningar með tveimur bílum tekið einn og hálfan dag en í gær var þeim lokið um miðjan dag. Þetta er í reyndinni ótrúlegt. Flutningabíll frá frystigeymslu Síldarvinnslunnar til Mjóeyrarhafnar var 54 mínútur á leiðinni þegar farið var yfir Oddsskarð en með tilkomu Norðfjarðarganganna er hann einungis 26 mínútur á leiðinni. Það sjá allir á þessu hve göngin skipta miklu máli og þess skal getið að í þessari viku höfum við flutt 24 frystigáma frá Síldarvinnslunni þessa leið. En Norðfjarðargöngin spara meira en tíma. Með tilkomu þeirra minnkar mikið slit á bílunum, olíueyðsla minnkar mikið og dekkjaslit einnig"

En hvað skyldi þessi sparnaður Eimskips-Flytjanda þýða í auknum viðhaldskostnaði? Höfum í huga að einn fiskflutningatrukkur slítur vegum á við þúsund venjulega bíla en þeir þurfa samt ekkert að borga fyrir þessa nýtingu á almannafé. Og það er ekki eins og Eimskip borgi það sem þeim ber til ríkisins. Eimskip svindlar og stundar skattasniðgöngu eins og flest stór alþjóðleg fyrirtæki.

Nú þegar við erum að fara af stað með umfangsmiklar samgöngubætur sem munu kosta hundruð milljarða, þarf að taka umræðuna um hverjir eigi að borga. Það er alveg ljóst í mínum huga að þeir eiga að borga sem nota í hagnaðarskyni.  Flutningafyrirtæki og Ferðaþjónustan og umfram aðra, þeir sem stunda transport á afla og veiðarfærum landhorna á milli í staðinn fyrir að nota eigin skip og báta.

Við þurfum að efla sjóflutninga og takmarka landflutninga þannig að þungatakmarkanir leyfi ekki þessa yfirfrakt,sem nú flæðir um illa undirbyggða vegi landsins. Ef við svo tökum upp réttláta innheimtu veggjalda þá getum við lagað vegina.  Við getum það ekki, ef trukkarnir hjá Eimskip og Samskipum eyðileggja jafn óðum það sem vel er gert.


Dæmigerður hvítflibbi

Ég hef aldrei skilið hugsunarhátt hvítflibbamanna sem telja sig hafna yfir lög og rétt. Margir eru mér sammála enda mætir þessum föllnu hvítflibbum undantekningarlaust fyrirlitning samfélagsins.

Geir Haarde hefði getað tekið örlögum sínum af meiri karlmennsku en hann gerði. Hann hefði getað axlað ábyrgð og undirgengist ákvæði stjórnarskrárinnar sem um Landsdóm gilda.  En það gerði hann ekki. Þess vegna er hann eins og hver annar hvítflibbi í mínum augum. Ærulaus maður í afneitun á eigin sök. En eins sorglegt og þetta landsdómsmál var á margan hátt þá er það nú staðfest að framkvæmd þess var á allan hátt samkvæmt réttum lögum.  Það er það eina sem skiptir í raun máli.  Alþingi tókst ekki að klúðra málinu þrátt fyrir einbeittan vilja þar um


mbl.is Ríkið sýknað í landsdómsmáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. nóvember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband