Landsdómsákvæðið öryggisventill

Í stjórnarskránni eru 2 öryggisventlar. Sá fyrri varðar neitunarvald forseta og hið síðara eru ákvæðin um Landsdóm.  Það hlýtur að teljast mikil framsýni hjá Herraþjóðinni að setja þessa öryggisventla inn í stjórnarskrá moldarkofalýðveldisins Íslands. 

Á sama hátt er það tillitssemi af Mannréttindadómstóli Evrópu að reyna ekki að kasta rýrð á þetta ákvæði.

Ég er sannfærður um að eftirmálar hrunsins hefðu orðið mun alvarlegri ef við hefðum ekki getað tappað reiðinni af í gegnum Landsdómsferlið.  Ég var á Austurvelli og ég skynjaði reiðina sem sauð á fólki. Og hætt er við að Hallgrímur Helga hefði ekki látið nægja, að klappa bíl Geirs Haarde að utan ef ekki hefði verið fyrir stjórnarskrána og landráðakafla almennra hegningarlaga. Því þau úrræði voru tiltæk og um þau rætt á þessum tíma. Og þó málatilbúnaður hafi klúðrast á margan hátt, þá var fjöldi sakborninga fyrir Landsdómi ekki aðalatriðið, heldur hitt, að þetta ákvæði var virkjað. Með það yfir höfði sér er von til að komandi ráðamenn hugsi sig um, áður en þeir bregðast skyldum sínum með svipuðum hætti og gerðist með einkavinavæðingunni fyrir hrun.

Við skulum halda í þetta ákvæði. Pólitíkin hefur ekki unnið sér inn neitt traust ennþá.


mbl.is „Má segja að ríkið sleppi með þetta“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband