28.3.2019 | 14:02
Verkó og verðbólgan
Að komið verði böndum á verðtryggingu, verðbólguskot og vexti, eru allt atriði, sem vega þungt í kröfugerð alvöru verkalýðsfélaga eins og Eflingar, VR og félaga, sem flykkja sér undir þeirra forystu.
Þegar peningamálastefna og stjórn efnahagsmála eru eins og þau eru, þá hefur almenningur ekki á neinn að treysta nema eigin hagsmunagæslu í gegnum verkalýðsfélögin.
Djúpríkið og stjórnmálastéttin eru smám saman að átta sig á þessum nýja veruleika. Ef stjórnvöld vilja tryggja sátt í landinu þá gjöra þau bezt í því, að hlusta á kröfur verkalýðshreyfingarinnar og beita stjórnvaldinu í þágu fólksins, en ekki fjármagnsins.
Gjaldþrot WOW Air bitnar þyngst á þeim, sem missa vinnuna. Fjármagnseigendur, sem töpuðu á, að lána Skúla Mogensen hafa örugglega allir gert framvirka samninga um hækkun á gengi Icelandair og þeir munu þola höggið. Almenningur getur ekki tryggt atvinnu með framvirkum samningum en almenningur getur kosið stjórnvöld og almenningur getur líka sett af stjórnvöld sem ekki þjóna almannahagsmunum.
Núna eru almannahagsmunir þeir, að gjaldþrot WOW og samdráttur í ferðaþjónustu verði líka fjármagnað af hagnaði þeirra sem ætluðu að greiða sér milljarða í arð út úr fyrirtækjum sínum vegna rekstrarársins 2018, en ekki bara af almenningi í gegnum aukna verðbólgu.. Ef þjóðhagsleg áhrif verða talin valda hér 5% hækkun á verðbólgu þá þarf að kippa vísitölunni úr sambandi strax. Þá ætla menn að láta almenning borga tap banka og fjárfestingasjóða/lífeyrissjóða, vegna WOW og Icelandair.
Hlutur flugsamgangna í grunni neyzluvísitölunnar einn og sér vegur innan við 1%. Þeir sem tala um óðaverðbólgu upp á 5% eru að þjóna fjármagninu og bæta þeim upp útlánatöp síðustu tveggja ára.
Ég treysti á að Ragnar Þór láti ekki bugast gegn sameiginlegum þrýstingi frá því ofurefli sem við er að etja. Nú er ekki rétti tíminn til að semja um lágmarkslaun. Nú þarf að tryggja efnahagslegt jafnræði þegnanna í hinu tvöfalda efnahagskerfi sem viðgengst á Íslandi. Evruhagkerfinu og örhagkerfinu.
![]() |
Fundað hjá sáttasemjara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2019 | 11:44
Löngu kominn tími á ríkisflugfélag
Okrið í ferðaþjónustunni á upptök sín hjá Icelandair. Þeir sem ráða yfir Icelandair ráða yfir Íslandi. Skúli Mogensen skoraði forráðamenn Icelandair á hólm, með stofnun WOW og þvingaði fram vísi að samkeppni í sölu á farmiðum til og frá landinu. Þetta kom bjálfunum í Icelandair í opna skjöldu og þeir kunnu ekki að bregðast við með öðru en undirboðum. Afleiðingarnar sjáum við í dag. WoW er orðið gjaldþrota og Icelandair er verulega laskað. En málið er stærra en bara gjaldþrot eins lággjaldaflugfélags. Málið snýst um að tryggja hér eðlilegar samgöngur til og frá landinu á eðlilegu verði.
Þessi 20 flugfélög sem hingað fljúga á mesta annatíma tryggja enga samkeppni. Icelandair er byrjað að okra aftur. Í gær var hægt að fljúga til Kaupmannahafnar fyrir 30 þúsund krónur, í dag kostar flugmiðinn 140 þúsund.
Ekki bara sjáum við fram á færri komufarþega. Ferðum Íslendinga mun fækka. Nú verða ferðalög aftur lúxus forréttindahópa og þeirra sem einir hafa efni á að ferðast á Saga Class kjörum með einokunarfélaginu Icelandair.
Ríkið er ábyrgt fyrir samgöngum. Ríkið mokar fé í viðhald vega, rekstur hafna og ferjusiglinga og ríkið niðurgreiðir rútuferðir. Af hverju gerum við ekki sömu kröfur til flugsamgangna? Ef okkur finnst það forsvaranlegt að henda milljörðum í ferjusiglingar milli lands og Eyja af hverju getum við ekki lagt eins og 5 milljarða í stofnun ríkisflugfélags og fengið Skúla Mogensen til að stýra því fyrstu árin? Það er enginn betur til þess fallinn en sá, sem hefur kollsiglt sig einu sinni. Hann þekkir skerin og grynningarnar og veit hvaða brotsjói þarf að varast.
Icelandair er ekki óskabarn þjóðarinnar. Icelandair er svikafélag, þar sem innherjar hafa hagnast ævintýralega, allt frá því að Pálmi Haraldsson tók fyrsta snúninginn á því félagi. Tími til kominn að kenna þeim heiðarlega viðskiptahætti og láta þá axla þjóðhagslega ábyrgð.
![]() |
Allt mjög viðkvæmt núna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.3.2019 | 00:28
Formaður SA snuprar Halldór Benjamín.
Allar fréttir í dag snérust um afboðun verkfallanna og tilraunir fjölmiðlamanna til að fá svör við stóru spurningunni sem er; Hvað breyttist? Fátt var um svör sem von er, af því þeir spurðu ekki réttu spurninganna. Samt var það í fréttum í fyrrakvöld,í kvöldfréttatíma RUV, að formaður SA, Eyjólfur Rafnsson sá ástæðu til að lýsa yfir óánægju með framgang Halldórs Benjamíns og fannst lítið hafa gengið í kjaraviðræðunum. Þetta varð til þess að samninganefnd SA lofaði að fara að vinna eins og fólk og koma með tilboð. En enginn fréttamaður hafði rænu á að bera þessi orð undir framkvæmdastjórann verklitla...
Eftir þessar ávítur frá formanni SA, er ljóst að Halldór Benjamín þarf að fara að leita sér að nýju starfi. Og ljóst að þessi vettvangur hentar ekki kjánum sem ekkert hafa nema einhver prófskírteini. Jafnvel þó hann hafi verið í hópi 10 efnilegustu ungu viðskiptaforkólfanna samkvæmt áliti einhvers viðskiptablaðamannsins. En við þessu mátti búast. Þeir sem hlaupa frá eigin skuldum eru ekki líklegir til að ná árangri í samningum yfirhöfuð. Hvað þá mikilvægustu kjarasamningum í 30 ár!
![]() |
Verkfallsvopnið er mjög beitt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)