Löngu kominn tími á ríkisflugfélag

Okrið í ferðaþjónustunni á upptök sín hjá Icelandair. Þeir sem ráða yfir Icelandair ráða yfir Íslandi. Skúli Mogensen skoraði forráðamenn Icelandair á hólm, með stofnun WOW og þvingaði fram vísi að samkeppni í sölu á farmiðum til og frá landinu. Þetta kom bjálfunum í Icelandair í opna skjöldu og þeir kunnu ekki að bregðast við með öðru en undirboðum. Afleiðingarnar sjáum við í dag.  WoW er orðið gjaldþrota og Icelandair er verulega laskað.  En málið er stærra en bara gjaldþrot eins lággjaldaflugfélags. Málið snýst um að tryggja hér eðlilegar samgöngur til og frá landinu á eðlilegu verði.

Þessi 20 flugfélög sem hingað fljúga á mesta annatíma tryggja enga samkeppni. Icelandair er byrjað að okra aftur. Í gær var hægt að fljúga til Kaupmannahafnar fyrir 30 þúsund krónur, í dag kostar flugmiðinn 140 þúsund.

Ekki bara sjáum við fram á færri komufarþega. Ferðum Íslendinga mun fækka.  Nú verða ferðalög aftur lúxus forréttindahópa og þeirra sem einir hafa efni á að ferðast á Saga Class kjörum með einokunarfélaginu Icelandair.

Ríkið er ábyrgt fyrir samgöngum. Ríkið mokar fé í viðhald vega, rekstur hafna og ferjusiglinga og ríkið niðurgreiðir rútuferðir.  Af hverju gerum við ekki sömu kröfur til flugsamgangna? Ef okkur finnst það forsvaranlegt að henda milljörðum í ferjusiglingar milli lands og Eyja af hverju getum við ekki lagt eins og 5 milljarða í stofnun ríkisflugfélags og fengið Skúla Mogensen til að stýra því fyrstu árin?  Það er enginn betur til þess fallinn en sá, sem hefur kollsiglt sig einu sinni.  Hann þekkir skerin og grynningarnar og veit hvaða brotsjói þarf að varast.

Icelandair er ekki óskabarn þjóðarinnar.  Icelandair er svikafélag, þar sem innherjar hafa hagnast ævintýralega, allt frá því að Pálmi Haraldsson tók fyrsta snúninginn á því félagi. Tími til kominn að kenna þeim heiðarlega viðskiptahætti og láta þá axla þjóðhagslega ábyrgð.

 


mbl.is „Allt mjög viðkvæmt núna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Það var Skúli sem hóf undirboðin og hefur valdið því gríðarlega tjóni sem nú er staðreynd. Fáranlegt að bera saman verð á flugmiða þar sem sætið er tæplega innifalið og flugmiða með ALL IN. Við þurfum síst af öllu sósíalískt ríkisflugfélag sem ávallt verður í faðmi skattgreiðenda og allra síst glaumgosa til að stýra því. Það hefði átt að vera búið að stöðva þennan Playboy fyrir löngu síðan. Í stað þess að heimta og krefjast ættu þegnar þessa lands að spyrja sig að því hvað þeir geta gert fyrir samfélagið. En þetta virðist vera liðin tíð. Nú telja flestir sig eiga rétt á hinu og þessu án þess að leggja nokkuð til sjálfir. Fólk sem telur sig ekki hafa efni á lúxus á ekki að láta eftir sér að kaupa hann. Hitt er rétt að glaumgosar eins og Pálmi og Hannes sem eru af sama sauðahúsi og Skúli rústuðu Icelandair og fleiru en við virðumst ekkert læra af því. Ríkið mokar aðeins broti af þeim tekjum sem það fær af samgöngum í viðhald vega oþh. þannig að þessu er langt frá því saman að jafna.

Örn Gunnlaugsson, 28.3.2019 kl. 12:26

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þú ert eins og fleiri , blindaður af illvilja til persónu Skúla Mogensen. Ég er ekki að tala um persónuna Skúla Mogensen. Ég er einfaldlega að benda á, að flugsamgöngur heyra til innviða samfélaga og hjá Eyþjóð eins og íslendingum, þá er vægi flugs miklu meira en hjá meginlandsþjóð.  Það eitt réttlætir þátttöku ríkisins til að tryggja þér lágmarksfákeppni! Ég er ekki að gera kröfu um samkeppni, hún verður aldrei tryggð enda byggir Ísland á fákeppnismódeli en ekki samkeppnismódeli. þegar ríkið ábyrgist ferjusiglingar þýðir það ekki að ríkið reki ferjurnar. En ríkið tryggir með ákveðnum hætti að fargjöld séu seld á fyrirfram ákveðnu verði til að tryggja hag farþega. Þetta vil ég að sé haft til hliðsjónar þegar flugsamgöngustefna verður mótuð í kjölfar fjöldagjaldþrota í íslenzkum flugrekstri(WoW og Primera o.fl)Þetta með að bjóða Skúla forstjórastól er meira svona tákngervi vitfirringarinnar að leyfa Icelandair og þeim sem því stýra sjálfdæmi um að féfletta farþega.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 28.3.2019 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband