Stjórnlagaþing 2.hluti

Stjórnskipunin  -  Hlutverk forsetans


Þegar Ísland lýsti yfir lýðveldisstofnun 1944, í skugga styrjaldar  var það ekki einhuga vilji landsmanna. Stjórnarskráin enda ber þess merki að um hraðsuðu var að ræða. Í 1.gr stjórnarskrárinnar segir: Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn, en svo versnar í því. Strax í 2. grein eru menn komnir í vandræði með hlutverk forsetans. Danir hafa þingbundið konungsveldi og það hygg ég skýri þessa útfærslu með forsetann og forsætisráðherrann.  

Í lýðveldi er engin þörf fyrir forsætisráðherra.

Að þessu sögðu, geri ég tillögu um að forsetinn verði látinn taka við  hlutverki forsætisráðherrans og hann myndi  ríkisstjórn og velji menn til ráðherrastarfa.  Hvorki forseti né ráðherrar eigi sæti á Alþingi. Með þessari breytingu tryggjum við aðskilnað framkvæmdavalds og  löggjafarvalds. Einnig ætti slík skipan að tryggja betur að val á ráðherrum verði faglegt en ekki pólitískt. 

Samhliða breytingum á hlutverki forsetaembættisins þá verður nauðsynlegt að gera breytingar á skipan Alþingis.  Eðli málsins samkvæmt verður forseti að sækja sér pólitískan stuðning til Alþingis til að hrinda málum í framkvæmd.  Aðskilnaður framkvæmdavalds og löggjafarvald eykur hinn pólitíska þrýsting. Til að minnka vægi stjórnmálaflokka og koma til móts við kröfu um persónukosningar, dettur mér í hug að kosningar til Alþingis fari fram í tvennu lagi. Fjórða hvert ár, um leið og forseti er kosinn, þá verði 25 alþingismenn kosnir persónukosningu. Þessir alþingismenn verði þjóðkjörnir eins og forsetinn og óháðir.  2 árum seinna, um leið og sveitarstjórnarkosningar þá fari fram kosning 35 manna til Alþingis. Þessi kosning fari fram samkvæmt reglum flokkanna sjálfra um kjördæmaskipun og kosningar. Með því að kjósa í tvennu lagi til Alþingis, þá er tryggt að alltaf er til staðar lágmarksreynsla á þingi til að tryggja eðlilegt þinghald. Þingið starfi samt í einni málstofu eins og nú.

Eins og stjórnskipunin er núna þá er forsetaembættið, silkihúfa sem skapar bæði árekstra og óþarfa kostnað fyrir fátæka þjóð. Á fjárlögum fyrir árið 2011 er forsetanum ætlaðar 175 milljónir bara í rekstur. Laun og launatengd gjöld auk lífeyrisskuldbindinga nema örugglega 50 milljónum. Þetta er óþarfa kostnaður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband