Ríkisstjórn á flótta

Ríkisstjórnin hefur gefist upp á að stjórna landinu. Á Alþingisrásinni blasa við okkur auðir stólar ráðherranna. Jóhanna sér engin tengsl á milli kjarasamninga og óvissunnar í sjávarútvegsmálum. Það er slæmt ef forsætisráðherra þjóðarinnar sér ekki samhengi hlutanna. Því allt er þetta samhangandi. ESB umsóknin, hvatinn að semja um Icesave, ráðning Más sem seðlabankastjóra, samningurinn við AGS og þessi linkind gagnvart fjármálastofnunum. Ein af kröfum búsáhaldabyltingarinnar var afnám bankaleyndarinnar. Á þetta hefur ekki verið hlustað. Stofnun bankasýslunnar og skipun kúlulánadrottningarsem forstöðumanns breytir engu. Engu er líkara en vísvitandi sé slegin skjaldborg um rotið kerfi laununga og baktjaldamakks.

Eitt af skyldum ríkisstjórnarinnar er að tryggja stöðugleika í atvinnumálum. Þegar undirstöðuatvinnuvegu þjóðarinnar er í uppnámi þá hefur það bein áhrif á stöðugleikann og þar með kjaradeiluna sem nú er í uppsiglingu. Ef Jóhanna sér þetta ekki þá þarf hún að stíga til hliðar fyrir hæfari manni. Allt bendir til átaka í þjóðfélaginu og upplausnar sem eingöngu verður skrifað á reikning óhæfrar ríkisstjórnar


mbl.is Þingmenn hafi ekki afskipti af bönkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband