Icesave kemur mér ekki við

Mikill hávaði er nú í stuttbuxnadeildinni í Sjálfstæðisflokknum. Þeir eru ekki ánægðir með það sem þeir kalla undanlátssemi við fyrri stefnu þingflokksins sem þó fólst nú ekki í þjóðræknari afstöðu en að greiða ekki atkvæði. En það hefur einmitt verið stefna Sjálfstæðisflokksins undir forystu Bjarna Ben að taka ekki afstöðu, sitja hjá og skipa ekki menn í samráðsnefndir. Ótal dæmi get ég tínt til. Nægir samt að nefna samráðsnefnd ríkisstjórnar um skuldavanda heimilanna og núna síðast nefnd um stjórnarskrárbreytingar. En núna er SUS ekki skemmt. Núna eru horfur á að þingmenn flokksins ætli loksins að axla ábyrgð á glæp flokksins, þegar hann einkavinavæddi Landsbankann og gerði Kjartan Gunnarsson að fjárhirði flokksins hjá Landsbankanum fyrir utan svona smotterí eins og að ráða æskuvin Guðlaugs Þórðarsonar alþingismanns sfl, sem bankastjóra. Þessi sami æskuvinur, Sigurjón Árnason, hefur nú stöðu grunaðs manns hjá þjóðinni. Sjálfstæðisflokkurinn ber höfuðábyrgð á glæpaverkum Landsbankans og þar með icesave reikningunum.

Og núna dirfist helmingur sjálfstæðismanna, með Davíð Oddson í fararbroddi að segja:

"Icesave kemur mér ekki við"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband