Þeir sem skipta máli

althingi.jpgSamkvæmt stjórnarskrá Íslands eru hér á landi kosnir 63 fulltrúar í almennum kosningum til að fara með löggjafarvald og setja leikreglur í umboði þjóðarinnar. Það eru þessir 63 einstaklingar, sem skipta máli og þeir hafa ekki heimild til að framselja þetta vald nema með sérstækum lögum.

Gylfi Arnbjörnsson og Vilhjálmur Egilsson hafa ekkert umboð til að setja fulltrúum okkar á Alþingi einhver skilyrði varðandi almenna lagasetningu um atvinnu og byggðamál eins og við lesum svo oft um í fjölmiðlum.  Þessir hagsmunagæslumenn eiga að sinna sínum verkum og semja um kaup og kjör, annað ekki. Það eru ekki þeir sem eiga að ráða ráðum varðandi kvótakerfið, virkjanir eða uppbyggingu stóriðju nema sérstaklega vera inntir eftir áliti á þeim málum. Og þaðan af síður er það í verklýsingu framkvæmdastjóra SA að setja þrýsting á stjórnvöld varðandi gjaldeyris og peningastefnu. Mál er að linni.

Veik ríkisstjórn er auðveld bráð fyrir alls konar utanaðkomandi þrýsting. Veik stjórnvöld freista þess oft að semja við hagsmunahópa til að framlengja líf sitt. Það eru mikil mistök. Nú er svo komið að Jóhanna Sigurðardóttir verður að gera upp við sig hvort það er í raun Alþingi og ríkisstjórnin sem ræður hér í þessu landi eða hvort það verða frekjuhundar ASÍ og SA sem fá sínu framgengt og veikja þar með lýðræðið í landinu. Ef ríkisstjórnin velkist í vafa um vilja þjóðarinnar ber henni að segja af sér og efna til nýrra kosninga. Aðeins þannig fæst úr því skorið hverjum ber stjórnarmyndunarumboðið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband