Yfirboð Hreyfingarinnar

Hvað er að þessum þingmannsliðleskjum að leggja fram frumvarp sem byggir á nákvæmlega sömu forsendum og það frumvarp sem hefur verið við lýði í 20 ár!  Aðal galli kvótakerfisins er brottkastið og svindlið. Sjómenn fullyrða að í dag sé aðeins verðmætasti fiskurinn hirtur. Öllu öðru annað hvort hent í sjóinn aftur eða svindlað framhjá vigt með aðstoð vigtarmanna og fiskmarkaða. Leiðirnar eru fjölmargar. Allt frá því að fiskveiðarnar voru takmarkaðar fyrst á árunum milli 1970-1980 þá hefur brottkast tíðkast. Fyrstu afskipti Hafró fólust í reglum um lágmarkslengd á þorski og ýsu sem mátti koma með að landi. Þetta átti að draga úr sókn í smáfisk. Seinna tóku svo við skyndilokanir sem enn eru í gildi. Ekkert af þessu dregur úr sókn í smáfisk.   Afleiðingarnar eru einfaldlega aukið brottkast.  Ég hef stundað allan hugsanlegan veiðiskap á árabili sem spannaði frá 1965 til 1995. Þannig að ég veit nokkuð vel um hvað ég er að tala. Þegar engar reglur voru í gildi um stærð eða svæði aðrar en landhelgismörkin þá var engu hent  Þá var líka aflinn á Íslandsmiðum milli 400 og 500 þúsund tonn á ári. Það er ekki fyrr en með útfærslu landhelginnar í 200 mílur og brotthvarfs Englendinga og þjóðverja að afli fer að dragast saman. Þá var nefnilega byrjað að friða fisk  Fyrst voru settar reglur um friðun smáfisks og síðan kom aflamarkið illræmda. Afleiðingar þessarar stjórnunar eru nú smátt og smátt að koma upp á yfirborðið. Þögguninni hefur verið aflétt. Í öll þessi ár hefur verið stunduð gegndarlaus rányrkja á fiskstofnum og vegna friðunar hefur ætisskortur orsakað mikil afföll í helstu nytjastofnum.  Veiðar eru eina vitræna leiðin til að halda náttúrulegu jafnvægi i vistkerfi sjávar.  Og þar duga engin aflamörk.

Glæpamenn hafa stjórnað sjávarútvegsráðuneytinu í hartnær 30 ár.  Aumir ráðherrar hafa gengið erinda sérhagsmunaklíkuhóps LÍÚ. Þessir aumingjar hafa skaðað íslenskt þjóðfélag um þúsundir milljarða á þessum tíma vegna afla sem aldrei skilaði sér inn í þjóðartekjurnar.  Og þá er ég ekki að tala um þann skaða sem útgerðarstaðir um allt land urðu fyrir og verður aldrei metinn til fjár. Og enn dirfast þessir glæpamenn að malda í móinn og verja þetta siðlausa sjálftökukerfi sem kvótakerfið er. Kannski vegna þess að menn trúa blint þvælunni í talsmönnum kvótagreifanna en það er engin vörn. Þeirra skylda var að afla fleiri álita og taka tillit til reynslu annarra þjóða sem gekk þvert á vísindi gervivísinda Hafró. Til dæmis reynslan í Barentshafi og í Færeyjum. Ég fullyrði að milljón tonn hafi glatast.  Milljón tonn eru mikill gjaldeyrir. Þingmenn Hreyfingarinnar eiga ekki að stunda yfirboð í tilraun til að laga kerfi sem er ónýtt og ber að leggja af. 

ÞAÐ ER LÍFSSPURSMÁL FYRIR SJÁLFSTÆÐI OKKAR OG ÁFRAMHALDANDI BYGGÐ Í LANDINU AÐ HÉR VERÐI SNÚIÐ VIÐ BLAÐINU OG KVÓTAKERFIÐ LAGT AF.

Engar málamiðlanir eða kjaftæði eins og þetta frumvarp Hreyfingarinnar.

 


mbl.is Hreyfingin leggur fram frumvarp um fiskveiðistjórnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband